Morgunblaðið - 20.10.1998, Síða 28

Morgunblaðið - 20.10.1998, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Norska lían sjávannáli. Borleggimir fara niður tvo þeirra fjögurra sívölu fóta eða stólpa sem olíupallurinn stendur á niður í olíulindina, sem er á 2.300 til 3.200 metra dýpi. Oftast er borað lóðrétt í olíulindina, en einnig er talsvert um stefnuborun m.a. til að ná niður í stórar lindir utan upp- runalegs svæðis. Lárétt borun gefur í mörgum tilvikum betri árangur en lóðréttar holur. Lengsta holan sem boruð hefur með stefnuborun er 8.489 metra löng og er talið að um heimsmet í stefnuborun sé að ræða. Líka er þeirri tækni beitt til að nálgast olíulindir, sem eru ekki nægilega kröftugar til að réttlætan- legt sé vegna kostnaðar að byggja sérstakan olíupall á svæðinu, að borað er lóðrétt í lindina frá bor- skipi. Borholan er síðan tengd olíu- palli með lögnum á hafsbotni. Allri vinnslu er stjórnað frá borpallinum. Norðmenn kalla þessa tengibrunna gervihnetti og líta þá á sjálfan olíu- pallinn sem móðurskip. Norðmenn hafa átt mikinn þátt í að þróa margvíslega tækni sem not- uð er við vinnslu olíunnar í Norður- sjónum, en var lítt eða ekki þekkt áður. Þetta á við um þróun bor- tækninnar og eru Norðmenn taldir standa framarlega í stefnuborun. Jafnframt hefur þeim orðið vel ágengt með vinnslu olíu úr sandlög- um. Notaðar eru öryggissíur til að losna við sandinn úr olíunni. Mikið er í húfi og sést það best á því að ein þessara holna gefur norsku frum- herjunum um 10 þúsund rúmmetra eða 60 þúsund tunnur af olíu á dag. Samningur við Breta um skiptingu olíunnar Statfjord-svæðið fannst vorið 1974 og er talið að hægt verði að vinna olíu þar að minnsta kosti til ársins 2010, en með aukinni tækni og nýtingu hefur líftími olíulindanna stöðugt verið að lengjast. Svæðið hefur skilað Norðmönnum ómæld- um tekjum í þjóðarbúið og er stærsta olíusvæðið á hafsbotni í heiminum. Fyrirtækið Mobil fékk leyfi til leitar, uppbyggingar og rekstrar, en 1. júlí 1987 tók Statoil, sem er alfar- ið í eigu norska ríkisins, við rekstri á svæðinu. Statoil á 50% af olíunni á svæðinu, en 11 önnur fyrirtæki hinn helminginn. Mobil hafði fengið svo víðtækt leyfi gegn þeim skilyrðum að Statoil myndi hugsanlega taka reksturinn yfir ef ákveðnar aðstæð- ur sköpuðust. Það varð síðan mikið pólitískt hitamál í Noregi er þessi skipti komu til umræðu. Stjórn Verkamannaflokksins lagði fram tillögu í Stórþinginu vet- urinn 1981 um að Statoil tæki yfir, en tillagan var dregin til baka er Hægri flokkurinn tók við stjómar- taumum síðar það ár. Kristilegi þjóðarflokkurinn og Miðflokkurinn komu til samstarfs við Hægri 1983 og lögðu mikla áherslu á að Statoil fengi reksturinn. Kaare Willoch varð að lokum að gefa eftir, breyt- ingin var samþykkt árið 1985 og kom til framkvæmda 1987. Svæðið er um 180 kflómetra úti af mynni Sogn-fjarðar, mitt á milli fjarðarmynnisins og Shetlandseyja. Það er um 100 ferkflómetrar að stærð, 25 kílómetra langt og 4 kíló- metrar á breidd. Olían er einkum í tveimur sandsteinslögum, sem eru frá Júra-tímabilinu. Statfjord-lindirnar liggja að hluta til undir breskum olíulindum, svokölluðu Brent-svæði, sem aftur gengur að nokkru leyti inn í norska landgrunnið. Samkomulag um skiptingu olíunnar af Statfjord- svæðinu náðist árið 1976 og hefur hlutur Norðmanna verið metinn 84% síðustu ár. Þá skiptingu er hægt að endurskoða samkvæmt samningi þjóðanna. Er draga varð úr olíuframleiðslu í heiminum fyrr á þessu ári til að spoma gegn verð- lækkunum minnkuðu Norðmenn STATFJORD C er einn af- kastamesti olíupallurinn í Noröursjónum og framleióir um 45 þúsund rúmmetra af olíu á dag eóa sem nemur um 300 þúsund tunnum. Þegar hann hefur runniö sitt skeið sem olíupallur veróur honum breytt fyrir gasvinnslu. ekki framleiðslu á Statfjord-svæð- inu til að þurfa ekki að taka upp samningaviðræður við Breta á nýj- an leik. Borguðu sig upp á einu ári Uppbygging á Statfjord-svæðinu hófst sumarið 1974 þegar eftir að fyrir lá að á svæðinu væri vinnanleg olía í miklu magni. Akveðið var að byggja svæðið upp með þremur vinnslupöllum af gerðinni Condeep. Statfjord A var dreginn út á svæðið í maí 1977 og hófst framleiðsla þar 24. nóvember 1979. Þessi olíupallur er sá einstaki vinnslupallur þar sem framleitt hefur verið mest af olíu í heiminum. Statfjord B var dreginn út á svæð- ið 1981 og hófst framleiðsla þar 1982. Hann stendur á fjórum stólpum en A-pallurinn á þremur. Statfjord B hefur einnig meira geymslupláss, en olían er geymd í tönkum neðst í stólpunum. Framleiðslugetan er 52 þúsund rúmmetrar á dag. Statfjord C, sem blaðamaður heimsótti, er nánast eins og Statfjord B. Hann var dreginn út á svæðið í júní 1984 og hófst vinnsla þar í júlí 1985. Þar með var þetta verðmæta olíuvinnslusvæði fullbyggt. Þó hér sé löng saga og merk að- eins sögð í nokkrum setningum fer það ekki á milli mála að Statfjord- PAUL Möller, einn sölustjóra Statoil, á 150 metra dýpi neðst í einum stólpanna fjögurra, sem Statfjord C stendur á. Þeir sem heimsækja botn Norðursjávarins á þennan hátt skrifa nafn sitt á veggi stólpans. svæðið er það mikilvægasta í norskri olíusögu. Kostnaður við byggingu pallanna þriggja fór í öll- um tilvikum fram úr áætlun. Eigi að síður var í Iok fyrsta heila rekstrar- ársins búið að vinna á hverjum þeirra olíu fyrir meiri verðmæti en sem nam kostnaði við pallana. Kostnaður við byggingu pallanna þriggja nam um 280 milljörðum ís- lenskra króna á árunum 1974-1985. Við pallana er losunarbúnaður á hafsbotni og fer olían í gegnum þennan búnað í olíuskip sem liggja við bauju skammt frá meðan olían streymir um borð. Mest af olíunni fer í olíuhreinsistöðina á Mongstad sem er skammt frá Bergen. Unnið allan sólarhringinn alla daga ársins Það er erill á vinnudekki bor- pallsins, tveir stórir kranar eru not- aðir til að færa þung stykki á milli vinnusvæða. Einnig er víða unnið að viðhaldsverkefnum um borð í pallin- um og því eru heldur fleiri starfs- menn um tjorð þennan dag en venjulega. A hverjum degi ársins, nótt sem dag, er olía sótt í lindina undir hafsbotninum. Á tveggja ára fresti er þó gert hlé á þessari starfsemi og þá unnið allan sólarhringinn að viðgerðum og end- urbótum á pöllunum. Þá fjölgar fólki um borð og hver stund er notuð til hins ýtrasta til að vinnslustoppið verði sem allra styst því miklir fjár- munir eru í húfi. Slflct vinnsluhlé var nýafstaðið og starfsmenn unnu víða við að ljúka því sem ekki tókst að klára meðan vinnsla lá niðri. Á millidekki og kjallaradekki eru dælur og tankar, lagnir og leiðslur. Tveir rafalar framleiða rafmagn úr gasi sem notað er um borð. Alls eru það um 60 megawött eða sem sam- svarar notkun bæjarfélags með 25 þúsund íbúa. Þarna eru dælur til að dæla gasi aftur niður í olíulindina, sömuleiðis vatnsdælur til að dæla vatni niður. Vatn sem kemur upp með olíunni er hreinsað áður en það fer í sjóinn og þama er líka unnið vatn til neyslu um borð. Járnsmíðaverk- stæði þarf eðlilega að vera í svona fyrirtæki, kælitankar ýmiss konar, efnageymsla, loftræstikerfi, brunn- lokar og borrör. Stöðugur titringur frá dælikerfi minnir á að stöðug vinna er í gangi. Á botni Norðursjávar Næst liggur leiðin niður einn fjögurra stólpanna sem pallurinn stendur á niður á botn Norðursjáv- arins á 145 metra dýpi, fyrst í lyftu, síðan í hringstiga síðustu þrjár hæðirnar. Það er einkenni-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.