Morgunblaðið - 20.10.1998, Side 35
34 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 35 v
ÁKYÖRÐUN
ÞORSTEINS
PÁLSSONAR
AKVÖRÐUN Þorsteins Pálssonar um að hætta þátttöku í
stjórnmálum og gefa ekki kost á sér til framboðs í Suður-
landskjördæmi í alþingiskosningunum næsta vor hefur áreið-
anlega komið mörgum á óvart en er skiljanleg. Þorsteinn
Pálsson hefur verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins sam-
fellt um 15 ára skeið. Hann var kjörinn á þing, sem fyrsti
þingmaður Suðurlandskjördæmis í alþingiskosningunum 1983
og þá um haustið var hann kjörinn formaður Sjálfstæðis-
flokksins, þegar Geir Hallgrímsson lét af formennsku. Tveim-
ur árum seinna tók hann við embætti fjármálaráðherra og
fjórum árum eftir að hann var kjörinn á þing, vorið 1987,
myndaði hann ríkisstjórn þriggja flokka, sem sat fram á haust
1988. Hann gegndi starfi formanns Sjálfstæðisflokksins í tæp
átta ár eða fram á landsfund 1991 og hefur setið í ríkisstjórn
samfellt síðan.
Þetta er glæsilegur stjórnmálaferill, þótt hann hafi verið
sviptingasamur á köflum. Formannstími Þorsteins Pálssonar í
Sjálfstæðisflokknum var erfiður enda tók hann við formennsku
í kjölfar mikilla átaka innan forystusveitar Sjálfstæðisflokks-
ins, sem staðið höfðu í mörg ár og áttu rætur að rekja allt aftur
til forsetakosninganna 1952. I formannstíð sinni þurfti Þor-
steinn því að takast á við eftirstöðvar þeirra átaka.
Ráðherraferill Þorsteins Pálssonar er orðinn lengri en
flestra annarra forystumanna Sjálfstæðisflokksins á síðari
tímum. A ráðherraárum sínum hefur hann komið að mörgum
málum en minnisstæðust er barátta hans fyrir staðgreiðslu
skatta, grundvallarbreytingar á dóms- og löggæzlumálum og
barátta hans fyrir málefnum sjávarútvegsins og núverandi
fískveiðistjórnunarkerfi.
Þótt Morgunblaðið og Þorsteinn Pálsson hafi verið á önd-
verðum meiði í átökunum um fískveiðistjórnunarkerfið og
orðaskipti á milli ráðherrans og blaðsins hafi oft verið harka-
leg af þeim sökum hefur aldrei slitnað sá þráður, sem til varð
á milli blaðsins og ráðherrans, þegar hann ungur að árum
kom til starfa á ritstjórn Morgunblaðsins og hóf skrif um
stjórnmál í blaðið.
Þegar Þorsteinn Pálsson hverfur af vettvangi stjórnmál-
anna næsta vor fylgja honum góðar óskir gamalla samstarfs-
manna hans á Morgunblaðinu á þeim starfsvettvangi þar sem
hann kýs að hasla sér völl.
SVARAÐ TIL SAKA
OHÆTT ER að segja, að handtaka Augustos Pinochets,
einræðisherra í Chile á árunum 1973-1990, hafi komið
heimsbyggðinni á óvart. Pinochet var á sjúkrahúsi í London,
þegar hann var handtekinn að tilmælum spænskra dómara,
sem rannsaka brot gegn spænskum borgurum á valdatíma
hans. Spænsku dómararnir vísa í Evrópusáttmála gegn
hryðjuverkum í rökstuðningi sínum fyrir handtökukröfunni.
Ennþá er óvíst um framvindu málsins, en það er til merkis
um, að hvers kyns mannréttindabrot og glæpir gegn mann-
kyni verða framvegis teknir fastari tökum á alþjóða vettvangi.
Það eru gleðtíðindi, sem sýna valdamönnum, að þeir eru
aldrei óhultir um að þurfa að svara fyrir illvirki sín.
Handtaka Pinochets er enn eitt merkið um lok kalda stríðs-
ins og þau breyttu viðhorf, sem orðin eru á alþjóðavettvangi í
afstöðu til mannréttindabrota. Gleggsta merkið er störf al-
þjóðlegs stríðsglæpadómstóls í Haag á vegum Sameinuðu
þjóðanna, sem komið var á fót vegna stríðsátakanna í Bosníu.
Allnokkrir einstaklingar hafa verið handteknir og færðir fyrir
dómstólinn vegna hryðjuverka þar. Helztu leiðtogar Bosníu-
Serba, eins og t.d. Radovan Karadzic og Ratko Mladic hers-
höfðingi hafa þó enn sloppið við handtökur, því Milosevic Jú-
góslavíuforseti er sagður halda yfir þeim verndarhendi. Þeir
verða hins vegar örugglega handteknir láti þeir sjá sig í
nokkru lýðræðisríki.
í júlímánuði sl. var samþykkt á ráðstefnu SÞ í Róm, að
setja á stofn alþjóðlegan sakamáladómstól, sem mun dæma í
málum einstaklinga, sem ásakaðir eru um glæpi gegn mann-
kyninu, þ.e. fjöldamorð, stríðsglæpi, glæpi gegn mannúð og
glæpi gegn friði. Samningurinn um dómstólinn, sem verður í
Haag, tekur gildi þegar 60 þjóðir hafa fullgilt hann. Island
hefur þegar undirritað samninginn með fyrirvara um stað-
festingu Aiþingis. Slíkur fastadómstóll mun vonandi í framtíð-
inni fæla valdamenn frá hvers kyns mannréttindabrotum.
Dalabyggð skilgreind sem jaðarbyggð í erfiðleikum í nýrri skýrslu
FRAM kemur nokkuð dökk
mynd af búsetuþróun í
Dalabyggð í skýrslu sem
Haraldur L. Haraldsson
hjá Nýsi hf. hefur unnið
fyrir nýja sveitarstjóm. Ber hún nafn-
ið Dalabyggð, stöðumat og framtíðar-
sýn. Fram kemur að íbúum hefur
fækkað um rúm 30% á síðastliðnum
tuttugu árum og þar af hefur 21% íbú-
anna tapast á síðustu tíu áram. Hér-
aðið er jaðarbyggð samkvæmt skil-
greiningu Byggðastofnunar. Jafn-
framt kemur fram að tekjur í Dala-
byggð eru 30% undir landsmeðaltali
enda er þriðjungur starfa við land-
búnað. Ibúarnir voru 737 um síðustu
áramót.
Breytingar í
sveitarstjórn
„Niðurstöðurnar koma ekki á óvart.
Dalabyggð er jaðarbyggð í mikilli
varnarbaráttu og birtist það í þessari
skýrslu,“ segir Sigurður Rúnar Frið-
jónsson, oddviti Dalabyggðar. „Við
bindum hins vegar vonir við breytt
viðhorf stjórnvalda til byggðamála en
það birtist meðal annars í þingsálykt-
unartillögu Davíðs Oddssonar forsæt-
isráðherra um stefnu í byggðamálum
þar sem fram kemur að stefnt er að
10% fjölgun á landsbyggðinni. Við
teljum að samþykkt slíkrar tillögu og
aðgerðir í kjölfar hennar geti brejdt
myndinni hér veralega."
Nokkur umskipti urðu í sveitar-
stjórnannálum í Dalabyggð við síð-
ustu kosningar. Þá náði einn listi
hreinum meirihluta, S-listi Dala-
byggðar, undir forystu Sigurðar Rún-
ars, en það er í fyrsta skipti frá stofn-
un hins sameinaða sveitarfélags sem
eitt framboð nær meirihluta. S-listinn
er þverpólitískt framboð en helstu
forystumenn þess eru sjálfstæðis-
menn. L-listi Samstöðu sem beið
lægri hlut í kosningum er með sama
hætti tengdur Framsóknarflokknum.
Eftir kosningamar var ákveðið að
endurnýja ekki ráðningarsamning
fyrri sveitarstjóra en Stefán Jónsson,
41 árs viðskiptafræðingur, ráðinn í
hans stað. Kom Stefán til starfa 15.
september.
Eitt af fyrstu verkum nýrrar sveit-
arstjórnar var að fá Harald L. Har-
aldsson, hagfræðing og fyrrverandi
bæjarstjóra, til að gera stöðumats-
skýrslu. Sigurður Rúnar segir að
meginástæðan fyrir því að það var
gert sé sú öfugþróun sem hafi verið í
Dölunum undanfarna tvo áratugi og
sú staðreynd að ekki hafi tekist að
snúa þróun byggðarinnar við.
Skýrslan er unnin út frá rannsókn-
um Stefáns Olafssonar prófessors á
ástæðum búferlaflutninga þar sem
fram kemur að íbúar jaðarsvæða eru
óánægðastir með húshitunarkostnað,
næstmest er óánægja með verðlag og
verslunaraðstæður og loks með lagn-
ingu vega og viðhald. Jafnframt
koma fram tillögur til úrbóta með
hliðsjón af þessu og þeim til stuðn-
ings er vitnað í þingsályktunartil-
lögu forsætisráðherra í byggðamál-
um og ályktun Alþingis um skipan
nefndar til að gera tillögur um efl-
ingu sauðfjárbúskapar á jaðarsvæð-
um en ályktunin var samþykkt að til-
lögu alþingismannanna Stefáns Guð-
mundssonar og Einars Odds Krist-
jánssonar.
Búskapur
dregist saman
Fram kemur að þrátt fyrir mikinn
samdrátt í landbúnaði á landinu öllu
hefur búskapur í Dalabyggð dregist
enn meira saman. I Búðardal eru
mjólkursamlag og slátur- _________
hús. í skýrslu Nýsis er lagt
til að skipaður verði vinnu-
hópur til að gera tillögur til
lausnar vanda landbúnað-
arins. Dalabyggð hefur út-
nefnt Stefán Jónsson sveit-
arstjóra en Byggðastofnun
og Hagþjónusta landbúnaðarins munu
einnig tilnefna fulltrúa í hópinn. Stef-
án segir að starfshópurinn muni hafa
hliðsjón af umgetinni ályktun Alþingis
um eflingu sauðfjárbúskapar í jaðar-
byggðum enda falli aðstæður í Dala-
byggð nákvæmlega að henni, meðal
annars ákvæðum um eflingu sauðfjár-
búskapar þar sem beitilönd eru van-
nýtt. Þá segir sveitarstjórinn að einnig
verði litið til mjólkurframleiðslunnar.
Reiðubúnir að
fjárfesta í framtíð-
armöguleikum
Dalabyggð á í vök að verjast og staðfestist það í nýrri skýrslu um
stöðu byggðarlagsins. Stjórnendur sveitarfélagsins eru hins vegar
með stórbrotnar hugmyndir um að snúa vörn í sókn með uppbygg-
ingu ferðaþjónustu samfara samgöngubótum og lagningu hita-
veitu. Eins og fram kemur í grein Helga Bjarnasonar vonast þeir
til að kaflaskiptin verði árið 2000 þegar landafundanna verður
minnst á fæðingarstað Leifs heppna.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
DALAMENN snúa vörn í sókn, Stefán Jónsson sveitarstjóri (t.v.) og Sigurður Rúnar Friðjónsson, oddviti
Dalabyggðar, stýra sókninni.
Heilsárshótel
á Laugum í
Sælingsdal
undirbúningi
Stefán segir að hugmyndin sé að
meta stöðu landbúnaðarins í sveitar-
félaginu, skoða af hverju samdráttur-
inn stafar og koma með tillögur til úr-
bóta. Hann segir að margt komi til
greina en vinnan verði að leiða í Ijós
möguleikana. Til stuðnings fulltrúa
Dalabyggðar í starfshópnum hefur
verið stofnaður vinnuhópur ungi-a
bænda í Dalabyggð og bindur Stefán
miklar vonir við að það leiði til þess
að fram komi nýjar og ferskar hug-
myndir.
Uppbygging
ferðaþjónustu
í skýrslunni era kostir svæðisins
dregnir fram. Meðal annars bent á
náttúrufegurð héraðsins og að þar eru
margir sögufrægir staðir sem ættu að
geta laðað að ferðamenn.
Stefán segir að það veki at-
hygli sína hvað fáir ferða-
menn sæki héraðið heim og
hvað þar sé lítil þjónusta
við ferðafólk, í ljósi þess að
.....- héraðið er, með tilkomu
Hvalfjarðarganga, í svip-
aðri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu
og Mýrdalurinn þar sem byggt hefur
verið eitt gistihús á ári í mörg ár og
mikið að gerast í ferðamálum.
Sigurður Rúnai- segir að undirbún-
ingur sé hafínn að byggingu heilsárs-
hótels á Laugum í Sælingsdal. Hug-
myndin er að breyta hluta af skóla-
húsnæðinu í fyrsta flokks hótel með
21 herbergi. Kostnaður er áætlaður
rúmar 50 milljónir kr. Rætt er við
hótelkeðju um langtímaleigusamning
og vonast Sigurður til þess að hótelið
verði opnað 1. júní á næsta ári. Einnig
standa vonir til að þjónusta við ferða-
menn verði bætt og aukin víðar, meðal
annars í Búðardal.
I Dalabyggð verður væntanlega
einn af miðpunktum aldamótaársins
2000 þegar þess verður meðal annars
minnst að þúsund ár eru liðin frá því
Vínland fannst. Ákveðið hefur verið að
byggja upp bæ Eiríks rauða á Eiríks-
stöðum í Haukadal, þar sem Leifur
heppni fæddist, og koma upp góðri að-
stöðu til að taka á móti ferðafólki.
Einnig er áhugi fyrir því að byggja
safnahús í Búðardal og setja upp Vín-
landssýningu fyrir árið 2000. Unnið
hefur verið að fornleifarannsóknum á
Eiríksstöðum og á næstunni hefjast
þar framkvæmdir við bílastæði og
aðra aðstöðu. Stefnt er að hátíðarhöld-
um aðra helgina í ágúst árið 2000 og
eiga Dalamenn þá von á 10 þúsund
gestum, meðal annars háttsettum full-
trúa Bandaríkjastjórnar, að sögn Sig-
urðar Rúnars, hugsanlega forseta eða
varaforseta.
„Hér er að sjálfsögðu um að ræða
heimssögulegan atburð sem varðar
alla þjóðina. Frumkvæði okkar í því að
minnast landafundanna er ákaflega
mikilvægt fyrir Dalina að því leyti að
þeir komast inn á landakortið í ferða-
málunum, ef vel tekst til. Síðan þurfa
einstaklingarnir að taka við, sjá mögu-
leikana í ferðaþjónustunni og gefa sig
að henni. Við fáum ómetanlega kynn-
ingu með hátíðarhöldunum árið 2000
og búast má við að 30 til 50 þúsund
manns komi að Eiríksstöðum á
hverju ári eftir það. Það skapar
möguleika sem íbúarnir þurfa að
nýta,“ segir Sigurður Rúnar.
Vilja flýta framkvæmdum
á Bröttubrekku
Forsenda þess að unnt verði að
nýta meðbyrinn til aukinnar ferða-
þjónustu í Dölunum og að efla verslun
og þjónustu er að aðalvegurinn inn í
héraðið, vegurinn um Bröttubrekku,
verði endurnýjaður fyrir árið 2000, að
mati oddvita og sveitarstjóra Dala-
byggðar. Vegurinn er aðaltenging
Dalanna við hringveginn, leiðin þar
um er 22 km styttri en vegurinn um
Heydal. Vegurinn um Bröttubrekku
er frá árinu 1932 og stenst ekki kröf-
ur nútímamanna eða staðla ________
EES-samningsins. Endur-
bæturnar era á langtimaá-
ætlun í vegagerð og er gert
ráð fyrir framkvæmdum á
áranum 2003 til 2006.
Dalamenn leggja höfuðá- ———
herslu á að framkvæmdun-
um verði flýtt. Sigurður Rúnar bendir
á að endurnýjun vegarins kosti ekki
nema um 300 milljónir. Þegar séu til
ráðstöfunar á vegaáætlun 60 milljónir
og undirbúningur langt kominn.
Hægt sé að hefjast handa með stutt-
um fyrirvara þegar aukið fjármagn
fæst.
Sigurður Rúnar færir meðal ann-
ars þau rök fyrir máli sínu að aðgerð-
ir gegn búferlaflutningum standi og
-F
falli með vegabótum. Vísar hann í því
efni til þingsályktunartillögu forsætis-
ráðhen-a um stefnu í byggðamálum,
þar sem m.a. er kveðið á um átak í
vegamálum í þeim landshlutum þar
sem samgöngur eru ófullnægjandi
(jaðarsvæði) svo að þær verði í sam-
ræmi við nútímaþarfir.
Hann vekur einnig athygli á breytt-
um forsendum, frá því vegaáætlun var
samþykkt. A árinu 1998 hafi umferð
um Bröttubrekku aukist umtalsvert,
meðal annars vegna Hvalfjarðar-
ganga og Gilsfjarðarbrúar. Umferðar-
mælingar sumarsins hafa ekki verið
teknar saman en hins vegar liggur
fyrir að 811 bílar fóru um Bröttu-
brekku umferðarmesta dag ársins en
524 bílar umferðarmesta dag ársins á
undan. Er þetta vísbending um vera-
lega aukningu umferðar. Sigurður
Rúnar hugsar einnig með hryllingi til
ástandsins sem kunni að skapast aðra
helgina í ágúst árið 2000 ef þessi far-
artálmi verður ekki lagfærður fyrir
þann tíma.
Hugmyndir um hitaveitu
Fram kemur í skýrslu Haraldar L.
Haraldssonar að húshitunarkostnaður
íbúa í Dalabyggð er meira en tvöfalt
meiri en hjá ódýrum hitaveitum og
20% meiri en hjá hitaveitum sem tald-
ar era dýrar. Urbætur í þessu efni
eru því ofarlega á verkefnaskrá sveit-
arstjórnarmanna í Dalabyggð. Stefán
Jónsson segir að margt bendi til þess
að hagkvæmt kunni að vera að virkja
borholu í Reykjadal og leiða um blóm-
lega sveit til Búðardals, um 22 kíló-
metra leið. Rannsóknir hafa ekki gef-
ið til kynna að möguleikar séu á að fá
heitt vatn nær þorpinu.
Fjárfesting í hitaveitu er áætluð
170-185 milljónir kr. „Miðað við þær
vonir sem við gerum okkur um þátt-
töku opinberra aðila í stofnkostnaði
og 80-90% þátttöku á veitusvæðinu
verður hægt að lækka húshitunar-
kostnað um 30% í upphafí og yrði
hitaveitan þá einhvers staðar á milli
meðaldýrra og dýrra hitaveitna til að
byrja með. Auk þess þurfa notendur
að leggja í nokkurn kostnað við að
taka við vatninu en við teljum að á
móti komi aukið verðgildi eigna þeirra
og þetta vegi hvort annað upp. Þá má
ekki gleyma mikilvægi þess að íbú-
arnir eignast sína eigin orkuveitu,"
segir Stefán.
Auk lækkunar á kostnaði við hús-
hitun benda Stefán og Sigurður Rún-
ar á ýmsa möguleika sem hitaveita
geti skapað í atvinnumálum. Bændur
gætu nýtt sér vatnið á margvíslegan
hátt. Þá sköpuðust nýir möguleikar í
atvinnumálum, sérstaklega í ferða-
þjónustu.
Mikilvægast að
fá fólkið ineð
„Ég er sannfærður um það, ef íbú-
arnir standa saman,“ segir Sigurður
Rúnar spurður að því hvort Dalirnir
eigi sér von. „Við gerum okkur vonir
um að geta bætt búsetuskilyrði íbú-
anna með lagningu hitaveitu sem
næði til 60-65% íbúa sveitarfélagsins.
Aðstæður eru að gjörbreytast í sam-
göngumálum, með Hvalfjarðargöng-
um, Gilsfjarðarbrú og nýjum vegi um
Bröttubrekku. Við geram okkur
einnig vonir um að fá að njóta góðær-
isins, að það skili sér á endanum hing-
að. Síðan að kaflaskipti verði í þróun-
inni árið 2000 þegar við minnumst
landafundanna með veglegum þætti á
fæðingarstað Leifs heppna," segir
Sigurður Rúnar.
Hann vekur á því athygli að þótt
byggðarþróun undanfarinna ára hafi
verið óhagstæð sé fjár-
hagsstaða sveitarfélagsins
góð. „Vegna þessarar
sterku stöðu er sveitar-
stjórnin nú reiðubúin að
fjárfesta í framtíðarmögu-
— leikum, til þess að freista
þess að snúa vörn í sókn,“
segir oddvitinn.
Sveitarstjórinn bætir við mikilvægi
þess að íbúarnir séu jákvæðir fyrir
þeim miklu verkefnum sem sveitar-
stjórnin vilji hrinda í framkvæmd og
að stjórnvöld séu tilbúin að styðja við
bakið á henni. „Það skiptir þó að mínu
mati mestu hvernig fólkið bregst við,
því það er hvorki á færi sveitarstjórn-
arinnar né ríkisvaldsins að stýra fólki
í nútímasamfélagi,“ segir Stefán.
Landafunda
verði minnst
með veglegum
hætti
Spænski dómarinn sem fór fram á handtöku Augusto
Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile
Reuters
NOKKUR hundruð stuðningsmanna Pinochets í Chile efndu til mótmæla um helgina fyrir utan breska sendiráð-
ið í Santiago og brenndu þá meðal annars breska fánann.
Vanur að fara
sínar eigin leiðir
SPÆNSKI dómarinn Balthasar
Garzon, sem fór fram á það við bresk
stjórnvöld, að Augusto Pinochet
hershöfðingi og fyiTverandi einræð-
isherra í Chile yrði handtekinn, hef-
ur oft verið upp á kant við stjórnvöld
á Spáni. Hann er þekktur fyrir að
fara sínar eigin leiðir en þegar hann
ákvað að koma lögum yfir suður-am-
erísku einræðisherrana og mannrétt-
indabrot þeirra á áttunda og níunda
áratugnum urðu margir til að brosa í
kampinn. Það var ekki aðeins,
að þessir menn væru utan seil-
ingar, heldur höfðu þeir yfirleitt
tryggt sér sakaruppgjöf í eigin
löndum.
Óhætt er að segja, að hand-
taka Pinochets hafi komið á
óvart en með henni hefur hugs-
anlega verið sett ákveðið for-
dæmi, sem fyrrverandi einræð-
isherrar hafa ástæðu til að hafa
áhyggjur af. Hefur þetta mál
orðið til að vekja mikla athygli á
Garzon en hann er ekki óvanur
því að standa í ströngu í heima-
landi sínu þar sem hann hefur
beitt sér gegn eiturlyfjasmygli,
hryðjuverkum baskneskra að-
skilnaðarsinna og spillingu með-
al æðstu manna.
Þeir eru margir, sem telja sig eiga
Garzon grátt að gjalda, og fyrir hon-
um eru hótanir um dauða og mis-
þyrmingar daglegt brauð. Þess
vegna fer hann varla fetið nema I
fylgd lífvarða og mikil og ströng
gæsla er um skrifstofu hans hjá
glæpadómstólnum í Madrid.
Mannréttindabrot, takmarkast
ekki við lögsögu eins ríkis
Afskipti hans af Suður-Ameríku
hófust 1996 en þá fóru nokkur sam-
tök spænskra lögfræðinga fram á
það við hann, að hann kannaði pynt-
ingar, mannshvörf og morð á
spænskum borgurum í Argentínu
þegar herstjórnin var þar við völd á
árunum 1976 til 1983.
Það tók Garzon meira en fimm
mánuði að komast að þeirri niður-
stöðu, að spænskur dómstóll hefði
lögsögu í þessum málum. Hélt hann
því fram, að samkvæmt spænskum
lögum og alþjóðalögum, einkum Gen-
farsamþykktinni, væri unnt að reka
mál, sem vörðuðu mannréttindabrot,
hvar sem væri og án nokkurra tíma-
takmarkana. Urðu ýmsir sérfræðing-
ar í alþjóðarétti og mannréttinda-
nefnd Sameinuðu þjóðanna til að
taka undir þetta með honum og það
styrkti líka mál hans þegar vestræn
ríld ákváðu að koma lögum yflr þá,
sem staðið höfðu fyrh- fjöldamorðum
í Rúanda og í Júgóslavíu fyrrverandi.
Garzon birti brátt ákærur á hend-
ur 110 fyrrverandi og núverandi for-
ingjum í her og lögreglu í Argentínu
og gaf út skipun um handtöku 11
háttsettra herforingja, þar á meðal
enginn útlendur dómari breytt. Og »
ekki nóg með það. Jose Maria Aznar,
forsætisráðherra Spánar, hefur sagt
ráðamönnum í Buenos Aires og
Santiago, að hann sé andvígur rann-
sókn Garzons en geti ekki stöðvað
hana. Hann og aðrir frammámenn í
ríkisstjórninni segja, að rannsóknin
sé farin að spilla fyrir samskiptum
milli ríkjanna og skaða þá stefnu
spænsku stjórnarinnar að stórauka
viðskiptin við þessi ríki, Argentínu
og Chile. Dómararnir hafa þó
ekki látið þetta trafla sig.
Condor-áætlunin
Manuel Garcia
Castellon
fyrrverandi forseta landsins, Leo-
poldo Galtieris hershöfðingja. Það
þýddi, að ríkjum, sem eiga aðild að
Interpol, Alþjóðalögreglunni, bar
skylda til að handtaka viðkomandi
menn færu þeir út fyrir landstein-
ana.
Annar dómari og samstarfsmaður
Garzons, Manuel Garcia Castellon,
tók að rannsaka pyntingar og morð á
spænskum borguram í 17 ára valda-
tíð Pinochets í Chile og Garzon vinn-
ur nú að þessum málum líka.
Sagður bera ábyrgð á dauða
meira en 4.000 manna
Eftir að mál Pinochets var tekið
fyrir í Madrid hefur Bandaríkja-
stjórn lagt fram ýmis gögn um
mannréttindabrot í stjórnartíð hans.
I ákæru spænska dómstólsins er Pin-
ochet sakaður um glæpi gegn mann-
kyni, um að bera ábyrgð á dauða
meira en 4.000 manna.
Stjórnvöld í báðum ríkjunum, Ar-
gentínu og Chile, hafa hæðst að þess-
um málarekstri í Madrid og bent á,
að umræddum herforingjum hafa
verið gefnar upp sakir og því gæti
Garzon komst að því 14. októ-
ber sl., að Pinochet væri kominn
til Bretlands til að leita sér
læknisaðstoðar og fór þá fram á
það við bresk stjómvöld, að
honum yrði haldið svo unnt væri
að yfirheyra hann um ýmsa
glæpi. Átti hann þá sérstaklega
við Condor-áætlunina en hún
gekk út á samstarf herstjórn-
anna í Argentínu og Chile um
morð og misþyrmingar á
nokkrum hundruðum manna.
Bresk stjórnvöld skýrðu
Garzon frá því, að Pinoehet færi
af sjúkrahúsinu þá um helgina
og þau gætu ekki lögum samkvæmt
haldið honum. Garzon gaf þá út
handtökutilskipun þar sem hann
tengdi Pinochet sérstaklega við chil-
ískan i-íkisborgara, Edgardo Hen-
riquez, sem var rænt í Argentínu í
aprfl 1976. Var hann pyntaður og af-
hentur chilísku öryggislögreglunni,
sem var undir stjórn Pinochets. Síð-
an hefur ekkert til hans spurst.
Búist var við því um helgina, að
Garzon myndi víkka út handtökutil-
skipunina og nefna til viðbótar nöfn
a.m.k. 80 manna, sem rænt var í Ar-
gentínu og síðan afhentir chilísku ör-
yggislögreglunni. Þá var gert ráð
fyrir, að hann færi formlega fram á
framsal.
Hvað gerir Aznar?
Áður en unnt er að afhenda fram-
salsbeiðnina verður spænska dóms-
málaráðuneytið að fallast á hana og
síðan Aznar forsætisráðherra og rík-
isstjórn hans. Vitað er, að Aznar vildi
helst hafna henni en það á eftir að
koma í ljós til hvers hann treystir
sér.
(Heimild: The New York Times)
Balthasar
Garzon
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.