Morgunblaðið - 20.10.1998, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ
Um
borgarlíf
„Reykjavík endurspeglar þjóðareðlið:
Hana skortir aga og úthald. Það er ekk-
ert samspil, engin samræða og pess
vegna er keldur engin niðurstaða, eng-
in heildarmynd. Tilviljunin ræður. “
amanborið við New
York er Reykjavík
eins og sundurlaus
setning. Gatnakerfíð
er rökfræðilegt klúð-
ur og arkitektúrinn nykraður.
Þessi borg gæti aldrei verið
ljóð, hún gæti í mesta lagi ver-
ið skáldsaga, lélegur ástar-
róman kannski. Séð ofan af
llOdu hæð World Trade Cent-
er er Manhattan eins og lat-
nesk málfræði. Eini munurinn
er að borgin lifír en tungumál-
ið ekki. New York hefur aldrei
orðið gömul eins og latínan og
höfuðból
VIÐHORF hennar, fíóm.
----- Eins og
Eftir Þröst franski tákn-
Helgason fræðingurinn
Michel de
Certeau benti á í frægri grein
sinni, Walking in the City, rísa
þarna stærstu stafir í heimi og
mynda taumlausan texta, flók-
ið og síkvikt táknkerfi sem má
lesa úr sögu og merkingu:
Öfgar metnaðar og eymdar,
æpandi andstæður sem skap-
ast af ólíkum kynþáttum og
lífsstíl og af eilífri endurnýjun-
inni þar sem hús fortíðarinnar
hafa þegar verið tekin í brota-
járn og bygging dagsins fyllir í
skarðið.
Þetta er vitanlega ekki full-
kominn samanburður og alls
ekki réttlátur þó að sannleiks-
korn kunni að leynast í honum.
Reykjavík endurspeglar þjóð-
areðlið: Hana skortir aga og
úthald. Það er ekkert samspil,
engin samræða og þess vegna
er heldur engin niðurstaða,
engin heildarmynd. Tilviijunin
ræður.
Það er ekki að ástæðulausu
að borg er líkt við tungumál,
fyrirbærin eiga ýmislegt sam-
eiginlegt. Stundum er sagt að
Joyce hafi skapað borg úr orð-
um í skáldsögu sinni Odysseifí.
Er þá vísað til þess að hann
hafí endurskapað Dyflinni í
textanum en í henni gerist
sagan á einum sólarhring.
Sömuleiðis er vísað til þess
hve flókinn og margbrotinn
vefur texti bókarinnar er;
borgir ei*u jú tákn hins stóra
og margþætta, margsamsetta.
Odysseifurv arð þannig tákn
torræðs nútímans eins og
borgin þótt bæði eigi þau ræt-
ur í fortíðinni. Og aðalsögu-
hetjan, herra Bloom, varð tákn
nútímamannsins, ekki hins úr-
ræðagóða sægarps sem á end-
anum komst í höfn heldur hins
eirðarlausa göngumanns.
I fyrmefndri grein sinni
fjallar Certeau um borgarráf
eins og það sem Bloom hafði
fyrir stafni. Með því að ganga
um New York-borg fæst önn-
ur mynd af henni en ef horft
er ofan úr skýjakljúf. Maður
er ekki lengur áhorfandi held-
ur þátttakandi, maður er í
borginni, hluti af henni og
skynjar hana því ekki lengur
sem heild, hún er ekki lengur
massi heldur brot eða brota-
brot. Certeau segir að göngu-
maðurinn upplifí borgina á
persónulegan hátt og brjóti
þannig upp þá „auðlæsilegu"
reglu sem skipuleggjendur
hafa léð henni. Gangan gerir
borgina að margræðari stað á
svipaðan hátt og svefninn
flækir vökuna, svo notuð sé
líking eða hliðstæða frá Cer-
teau.
Borgarráfíð skapar sinn eig-
in texta. Það hefur sinn eigin
stíl sem markast af ýmiss kon-
ar hliðarsporum, beygjum og
stærri krókum sem göngu-
maðurinn tekur á sig. Certeau
talar um retórík í þessu sam-
bandi, hliðarspor og krókar
eru eins konar mælskubrögð.
Hver og einn semur sína slóð
og úr henni má lesa einstak-
lingsbundna upplifun á því að
vera í heiminum. Merking
textans er því ætíð persónu-
bundin. Joyce las ákveðna
merkingu í ráf Blooms um göt-
ur Dyflinnar sem varð síðan
nokkurs konar frummynd að
veruhætti nútímamannsins.
Joyce setti raunar upp
merkingarskema sem sýnh*
táknræna skírskotun áfanga-
staða Blooms á göngu hans.
Götuheiti mynda þennan
merkingaiTamma í grein Cer-
teaus. Þau hafa ef til vill tapað
upphaflegri merkingu sinni en
þau bera einhverja táknræna
skírskotun í huga hvers og
eins okkar, við tengjum þær
minningu eða uppákomu og
sveigjum jafnvel af leið til þess
að fara þær eða forðast. Hver
gönguferð er þannig merking-
arbær atburður, nýr og nýr
texti.
Borgarskipulagið sjálft get-
ur raunar falið í sér sögu eins
og við þekkjum héðan úr
Reykjavík. Jón Karl Helgason
bókmenntafræðingur les til
dæmis Njálssögu úr gatna-
kerfi miðbæjarins í bók sinni
Hetjan og höfundurínn, sem
kom út síðastliðið vor. Hann
bendir líka á að úr því megi
lesa ákveðna menningarsögu-
lega þróun þar sem Snorra-
braut er látin skera þvert á
götur fomsagnahetjanna.
Ef til vill er Reykjavík full
af týndum sögum og sögubrot-
um. Ef til vill þurfum við bara
að semja þær, gerast vh*kari
þátttakendur í sköpun borgar-
innar, fylla hana af merkingu.
Borgin er eins og tungumálið
skurðpunktur fortíðar, nútíðar
og framtíðar. Bæði eru þau í
sífelldri sköpun en jafnframt
eru þau tákn stöðugleika og
þegar verst lætur stöðnunar.
Með eigin göngulagi er að
minnsta kosti hægt að draga
úr áhrifum þeirra sem kalla
sig skipuleggjendur og verk-
fræðinga.
Framhaldsskóli Skólahald hefur veríð samfleytt á Laugum í
Reykjadal frá árinu 1924 og þaðan hafa útskrifast stúdentar síðan
1993. Skólinn er einn af fáum héraðsskólum sem enn er starf-
ræktur. Atli Vigfússon, fréttaritari Morgunblaðsins, gekk á fund
skólameistara og fræddist um skólann.
I heimavist
á Laugum
• Gamla íþróttahúsið hefur verið útbúið
sem kvikmyndahús og leikhús.
# Nemendur eru búnir undir það að
verða hnattrænt hugsandi fólk.
s
LAUGUM er fólk úr flest-
um héruðum landsins, en
allt að eitt hundrað nem-
endur stunda nám við
skólann í vetur. Margir koma úr
sveit eða fámennari byggðarlögum
þar sem ekki er boðið upp á fram-
haldsskólanám. Aðrir koma úr þétt-
býli og vilja ekki vera i of miklu fjöl-
menni og njóta þeirra þæginda sem
heimavistarskóli getur boðið upp á.
Allir fá herbergi við hæfi á lágu
verði og ekki þarf að leigja húsnæði
hjá vandalausum eins og í bæjunum.
Tímafrekar ferðir í og úr skóla er
eitthvað sem ekki þarf að hugsa um,
en reglulegar rútuferðir tryggja
fastar samgöngur við næstu byggðir.
Tvær námsbrautir
Skólinn býður upp á félagsfræði-
braut og íþróttabraut, en innan
þeirra er að finna styttri brautir til
tveggja ára.
Á fyrsta námsári er óákveðnum
nemendum ekki nauðsynlegt að
velja sér braut og því er gert ráð
fyrir að allir nýnemar stundi nám í
kjarnagreinum fyrst og fremst. Er
því um að ræða almennt bóknám
sem nýtist fullkomlega án tillits til
þess hvaða braut þeir síðar velja.
Fyrsta námsárið er samræmt við
aðra framhaldsskóla í landinu, en
sérgreinar námsbrautanna hefjast
aðallega á öðru ári.
Miklar endurbætur á húsakosti
Framhaldsskólinn er starfræktur
í 6 húsum, en í aðalbyggingunni eru
skrifstofur, kennslustofur, heima-
vist, mötuneyti, bókasafn, þvotta-
hús, vinnuaðstaða nemenda og
kennara,_ sundlaug og nemenda-
verslun. I Dvergasteini eru kennslu-
stofur, heimavist, kennaraíbúðir og
vinnuaðstaða húsvarðar, en í Fjalli
og Álfasteini eru einnig heimavistii*.
Gamla íþróttahúsið, Þróttó, hefur
verið útbúið sem kvikmyndahús og
leikhús, en í nýja íþróttahúsinu fer
fram öll íþróttastarfsemi á vegum
skólans og er þar mjög góð aðstaða.
Á undanförnum árum hafa verið
gerðar miklar endurbætur á gamla
skólahúsinu. Þar hafa heimavistir
verið endurbyggðar, nýtt rými verið
tekið fyi*ir bókasafn og setustofu,
snyrtingar lagfærðar auk þess sem
aðstaða íyrir tölvur og heimanám
hefur verið færð í nýjan búning.
Þrátt fyrir miklar framkvæmdir
er enn þörf á úrbótum og um nokk-
urra ára skeið hefur verið í undir-
búningi að byggja nýja sundlaug við
stofnunina. Þá er í ráði að auka
heimavistarrými með nýbyggingu í
grennd við aðalbygginguna sem nýt-
ast myndi sumarhótelinu, en breytt-
ar kröfur og samkeppni í ferðaþjón-
ustu hafa orðið til þess að úrbóta er
þörf auk þess að með framkvæmd-
um síðustu ára hefur verið gengið
nokkuð á heimavistarrýmið.
Tengsl við erlenda skóla
Framhaldsskólinn er þátttakandi
í verkefni á vegum Evrópusam-
bandsins sem nefnist Sóki*ates-áætl-
unin og byggist á samsldptum skóla,
kennara og nemenda, milli landa
bæði á grunn- og framhaldsskóla-
stigi.
Sonja Rothermel frá háskólanum
í Mainz í Þýskalandi starfar sem að-
stoðarkennari við skólann í 6 mán-
uði og er tilgangurinn með því að
lífga upp á kennsluna í þýsku þar
sem hún fjallar um land og þjóð, auk
þess að vinna með samtalstækni.
Sonja, sem er verðandi framhalds-
skólakennari í spænsku og ensku,
kemur einnig að félagslífi og er þátt-
takandi í daglegu starfi nemend-
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
HJALTI Jón Sveinsson skólameistari er að hefja sitt fimmta starfsár í Reykjadal. Honum hefur verið mikið
kappsmál að festa skólann í sessi sem áhugaverðan valkost fyrir nemendur.
Margmiðlunarskólinn
M ARGMIÐLUN ARSKÓLINN
var settur í fyrsta sinn í septem-
ber sl. Starfsemi Margmiðlunar-
skólans sýnir þá auknu áherslu
sem lögð er á nýja miðla og
kemur til viðbótar við námskeið
Prenttæknistofnunar. Við undir-
búning Margmiðlunarskólans
naut Prenttæknistofnun aðstoð-
ar MIDAS-NET skrifstofunnar á
Islandi og Portland State Uni-
versity. Markmið námsins sem
lagt er til grundvallar í öllu
starfi skólans er að frá honum
útskrifist einstaklingar sem geta
unnið og skilað af sér fullbúnu
margmiðlunarefni, sem notað
yrði í viðskiptum og/eða
kennslu.
NEMENDUR Margmiðlunarskólans.