Morgunblaðið - 20.10.1998, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 39
MENNTUN
AÐSENDAR GREINAR
PATRICIA Fournier frá Kanada og Sonja Rothermel frá Þýskalandi
kenna við skólann í vetur.
KONRAÐ Eriendsson segir nemanda sínum til í landafræði.
anna og getur aðstoðað við heima-
nám. Hún starfar með öðrum kenn-
ara í kennslustundum, en kemur oft
sem aðalkennari inn í bekki.
Þá starfar einnig við skólann Pat-
ricia Fournier frá Manitoba í
Kanada. Hún kennir ensku en sonur
hennar starfar sem kennari á Húsa-
vík og þannig vaknaði áhugi hennar
á Islandi. Hún segir að það hafi vak-
ið undrun sína hvað nemendur voru
góðir í ensku hér, en vissulega sé
það erfið breyting fyrii' suma þegar
kennslan fer einungis fram á því
tungumáli sem verið er að kenna.
Þrir fyrstu dagarnir hafí verið erfíð-
ir, en síðan hafí farið að losna um
hnútana.
„Puttarnir út í heim“
Að sögn Hjalta Jóns Sveinssonar
skólameistara hefur starf Sonju og
Patriciu lífgað mjög upp á skólalífið
í vetur, en fleira kemur til sem er
nýr og endurbættur tölvukostur við
skólann. Hann segir að með því hafi
skólinn náð að „setja puttana út í
heim,“ en aðstaða til tölvukennslu er
orðin með besta móti.
í kennslunni eru nemendur búnir
undir það að vera hnattrænt hugs-
andi fólk og vinna þeir mikið að
verkefnum sínum sjálfstætt og með
kennara á Netinu. Þetta eru áhuga-
verðir tímar enda óþrjótandi heim-
ildir við höndina.
Þá er fjarkennsla mikilvægur
þáttur í skólastarfínu, en með því
gefst nemendum kostur á að taka
námsgreinar í valj sem ekki eru í
boði við skólann. I þessu sambandi
er fjarkennsla Verkmenntaskólans á
Akureyri nýtt með góðum árangri
en ljóst er að í smærri skólum eins
og Framhaldsskólanum á Laugum
er ekki hægt að bjóða upp á allar
námsgreinar.
Að undanförnum hefur verið Iögð
aukin áhersla á samstarf milli skól-
anna innanlands og hefur verið
stofnuð samstarfsnefnd framhalds-
skóla á Norðurlandi sem Laugaskóli
er þátttakandi í. Þar er lögð áhersla
á faglegt samstarf sem og félaglegt
og er það mikill styrkur fyiár hvern
skóla að einangrast ekki frá öðrum
skólum hvað þetta varðar.
Með tilkomu nefndarinnar er far-
ið að líta á framhaldsskólana sem
eitt afl sem er þátttakandi í eflingu
byggðar og þekkingaröflun fólks.
Þá hefur nefndin skrifað undir
samning við Háskólann á Akureyri
sem annast verkefnisstjórn fyrir
nefndina. Með þessu er augum beint
að Háskólanum og góður aðgangur
hefur skapast að kennaradeild og
sérfræðingum skólans.
Persónulegt unihverfi
Þrátt fyrir þær víddir sem skólinn
er farinn að starfa í heldur hann fast
við hin persónulegu tengsl sem
hægt er að hafa við hvern nemanda
og unnið er að vellíðan allra sam-
starfsaðila innan skólalífsins.
A námsárinu er skólinn heimili
allra þeirra sem þar stunda nám og
sérstakir húsbændur eru á heima-
vistum sem hægt er að leita til
hvenær sem er. Þá er aðstoðað við
heimanám og er lesnæði sérstakm'
tími dagsins.
Félagslíf er í hávegum haft en að
sögn Hjalta Jóns má ekki vanmeta
þann þátt í heimavistarskólum. Mik-
ið er farið á íþróttamót og leiksýn-
ingar hafa verið áriegur viðburður í
skólastarfinu.
Þau eru mörg markmiðin en segja
má að Framhaldsskólinn á Laugum
hafi á nokkrum árum verið að festa
sig í sessi sem áhugaverður kostur
innan skólakerfisins.
I skólanum eru 14 nemendur.
Námið tekur alls um 400 klst. og
samanstendur af fyrirlestrum,
námskeiðum, verklegum þátt-
um, heimsóknum í fyrirtæki og
þremur lokaverkefnum. Náminu
má skipta í sex hluta: Kynningu
á margmiðlun og kennslu í
grundvallaratriðum tölvu-
vinnslu, myndvinnslu og grafík,
hljóðvinnslu, myndbandavinnslu
og margtniðlun. Kennarar og
leiðbeinendur verða bæði inn-
lendir og erlendir.
Færri komust að
en vildu
„Margmiðlunarskólinn stend-
ur öllum opinn,“ segir Hjörtur
Guðnason, skólastóri skólans,
„og engrar sérstakrar undirbún-
ingsmenntunar er krafíst af um-
sækjendum nema þeirrar að
þeir hafí almenna tölvukunnáttu
og góða íslensku- og enskukunu-
áttu. Atvinnumöguleikar eru
miklir og ég hef heimildir fyrir
því að sjö af hverjum tíu störfum
sem til verða í heiminum tengist
upplýsinga- og margmiðlunar-
tækninni. Námið er eins vetrar
og það gerir miklar kröfur til
þeirra sem stunda það. Því lýkur
með því að nemendurnir vinna
að þremur verkefnum sem sýna
og sanna að þeir hafa kunnáttu
á þessu sviði.“
Hjörtur segir að færri hafí
komist að við skólann en vildu.
Námið fer fram í tveimur bekkj-
um og er annar í skólanum á
morgnana ljóra daga vikunnar
en hinn á kvöldin jafnmarga
daga. Nemendur eru af báðum
kynjum og á öllum aldri, að sögn
Hjartar.
Opið bréf
til embættis-
manna
FLJOTLEGA eftir
að vinna hófst við Búr-
fellslínu gerði Rafíðn-
aðarsamband Islands
athugasemdir við að-
búnað innlendra og er-
lendra starfsmanna við
línuna. Við þessu var
brugðist af hálfu Vinnu-
eftirlits. Skjólfatnaður
og öryggisbúnaður
starfsmanna var bætt-
ur, auk aðbúnaðar
starfsmanna á Selfossi,
m.a. þegar Heilbrigðis-
fulltrúi Suðurlands lok-
aði mötuneyti í bflskúr.
í upphafi var engin Guðmundur
starfsmannaaðstaða við Gunnarsson
línuna, en efth' mikið
hark fékkst íslenskur undirverktaki
Technopromexport, JA-verktakar,
til þess að koma með að línunni að-
stöðu sem er um 12 fermetra stór
færanlegur skúr. Ekkert anddyri er
þar heldur gengið beint inn í kaffí-
og matarstofu. Engin aðstaða til
þess að leggja frá sér hlífðarfatnað
eða skófatnað. Hún var ekki upphit-
uð. Við aðstöðuna stendur eitt lítið
færanlegt klósett, u.þ.b. einn fer-
metri að stærð. Þar er örlítil hand-
laug þar sem þarf að pumpa upp
vatn með fótstigi. Engin sápa var til
staðar eða handþurrkur. Klósett
hafa oftast verið pappírslaus.
Starfsmenn Rafiðnaðarsambands-
ins höfðu ítrekað samband við Heil-
brigðisfulltrúa Suðurlands og Vinnu-
efth'litið og fóru fram á að þessi að-
staða yrði tekin út. Starfsmaður Raf-
iðnaðarsambandsins fór á skrifstofu
Vinnueftirlitsins og fékk reglugerð
um hvemig þessi aðbúnaður ætti að
vera. Var sérstaklega merktur í
reglugerðinni sá hluti sem átti við
um svona búðir. Þar stóð að aðstað-
an ætti að vera:
Matar- og kaffíst. 20x1,2 fm = 24 fm
Búningsh. 20x0,6 fm = 12 fm
Þvottaaðstaða 0,2x20 fm = 4 fm
Þurrkaðstaða 0,2x20 fm = 4 fm
Salerni 1,2 fm
Samtals 45,2 fm
Samkvæmt reglunum á flytjanlegt
stai'fsmannai'ými sem ekki er sett
niður á varanlegar undirstöður og
ætlað til flutninga á vöruflutningabfl-
um eða til að draga á milli vinnustaða
að skiptast í:
A. Búningsherbergi, fatahengi, fatas-
kápa og þurrkaðstöðu.
B. Snyrtiherbergi, salerni og þvag-
stæði.
C. Matstofu og kaffístofu.
D. Geymslustaður verkfæra og bygg-
ingarefnis skal vera utan starfs-
mannarýmis.
Einnig stendur m.a. í reglugerð-
inni:
3.4: Stærð glugga skal vera 10% af
gólffleti hússins. í þeim skal vera
tvöfalt gler og opnanleg fóg a.m.k.
1/4 af heildarstærð glugga.
3.5: Hitastig skal að jafnaði miða við
18°C. Upphitun sem veldur mengun
eða annarri óhollustu er óheimil.
3.7: Þurrkaðstaða fyi-ir votan vinnu-
fatnað og geymsla fyiir óhreinan
skófatnað má ekki vera í matstofu.
3.9: Ekki má vera beinn inngangur af
útisvæði inn í mat- og kaffistofu,
heldur skal ávallt gera ráð fyrir for-
rými eða anddyri fyrir framan.
Töluverðar deilur voru vegna
þessa máls. Trúnaðarmaður rafiðn-
aðarmanna við línuna beitti sér í
þessu máli og stóðu starfsmenn Raf-
iðnaðarsambandsins við bakið á hon-
um. Helsta vopnið voru ofangreindar
upplýsingar frá Vinnueftii'litinu.
Þessar deilur enda með því að JÁ-
verktakar reka trúnaðarmanninn
vegna þess að hann valdi óróa á
vinnustað. Það vai' síðan leiðrétt af
hálfu JÁ-verktaka og því haldið fram
að vinnuhópurinn vildi ekki vinna
með trúnaðarmanninum og hann
væri faglega óhæfur! Það mál fór
beint til dómstólanna og verðm' von-
andi tekið lyrir fljótlega.
Daginn eftir brott-
rekstur ti-únaðarmanns-
ins höfðum við enn einu
sinni samband við full-
trúa Heilbrigðiseftirlits
Suðurlands og fórum
fram á að hann kæmi að
starfsmannaaðstöðunni
og tæki hana út. Sömu
svör komu og ætíð áður;
enginn mannskapur
væri til staðar og það
yrði að gerast seinna.
Þá var tekin sú ákvörð-
un, sem við höfum orðið
að gera á hverju einasta
stigi Technoprommáls-
ins, að vekja athygli fjöl-
miðla á málinu, það gæti
kannski orðið til þess að embættis-
mennhTiir sinntu lögbundnum störf-
um sínum. Við fórum síðan að starfs-
mannaaðstöðunni og hvöttum starfs-
menn til þess að nota hana ekki. Þá
tók forstöðumaður JÁ-verktaka upp
Með leyfí, hver ykkar
ætlar nú að taka af
skarið, spyr Guðmund-
ur Gunnarsson, og
sýna íslenskum launa-
mönnum þá kurteisi að
segja af sér?
GSM-símann sinn og 10 mín. síðar
var fulltnii Heilbrigðisefth-lits Suð-
urlands mættur á staðinn og skrifaði
umsvifalaust út tilkynningu um að
aðstaðan uppfyllti öll skilyrði! Mold-
arlag var á gólfi skúrsins, tvö lítil
borð, sex stólar, enginn hiti, engin
handþurrka, engin sápa, enginn sal-
emispappír, engin aðstaða til þess að
leggja frá sér fót og þannig mætti
lengi telja.
Rafiðnaðarsamband íslands hefur
reynt að halda því vakandi með
landsmönnum hvernig sumir emb-
ættismenn hafa hagað vinnubrögðum
sínum. Það er svo að kvöldi 13. októ-
ber að það berst myndskeyti frá for-.
stöðumanni Vinnuefth'litsins á skrif-
stofur Rafiðnaðarsambandsins þar
sem hann kvartar undan ásökunum
sambandsins og spyr hvers vegna
ekki hafi verið haft samband við sig
fyiT en með bréfi dagsettu hinn 6.
október! Það bréf var ítrekun á bréfi
sem sent var til Heilbrigðiseftirlits
og Vinnueftirlits 24. sept. og það bréf
var ítrekun á fjölmörgum símtölum
stai'fsmanna Rafiðnaðarsambandsins
til þessara stofnana. Þessu var svar-
að af hálfu Rafiðnaðarsambandsins
og bent á hið rétta í málinu. Þá kem-
ur annað bréf frá forstöðumanni
Vinnuefth'litsins þar sem hann segir
„allt í plati“, þessi reglugerð sem þið
vitnið til „hefur ekkert formlegt gildi
um þetta mál“!
Mér hefur verið úthúðað og ég hef
setið undir persónulegu skítkasti frá
félagsmálaráðherra og forstöðu-
manni Vinnumálastofnunar. En þrátt
fyrh' það hefur allt sem ég hef haldið
fram í Technoprommálinu reynst
rétt þegar upp er staðið. Síðasta
laugardag flytur ráðherra það fyrir
alþjóð: Að það sé algjört kjaftæði og
rugl, eins og svo margt annað sem
Guðmundur Gunnarsson segi, þegar
hann haldi því fi'am að ráðningar-
samningar starfsmanna
Technopromexport séu ekki til í fé-
lagsmálai'áðuneytinu. Þeh’ séu í
ráðuneytinu en hann ætli ekki að
senda Guðmundi þá, en hann megi
koma og skoða þá.
Hinn 14. október fóru tveir af
starfsmönnum Rafiðnaðarsambands-
ins ásamt lögmanni ASÍ á skrifstofu
Vinnumálastofnunar og þá kom í ljós
að það era engir ráðningarsamningar
til og þeir hafa aldrei verið gerðir.
Atvinnuleyfin sem ráðuneytið gaf út
era fullkomlega ólögleg.
Viðhorf embættismanna gagnvart
launamönnum er ámælisvert. Þver-
stæðukennd og ruglingsleg _ vinnu-
brögð era þeim til skammar. Eg á við
Vinnumálastofnun, Vinnueftirlit og
Heilbrigðiseftirlit. Einu svör emb-
ættismanna eru tih'aunir til að drepa
málinu á dreif með álíka málflutningi
og ráðherra viðhafði á laugardag.
Við þurfum ekki bara að berjast
við erlent fyrirtæki sem vill komast
upp með að greiða stai’fsmönnum hér
á landi um tíu sinnum lægri laun en
lágmark kjai-asamninga kveður á
um, heldur þurfum við að berjast við
íslenska embættismenn, og þeir virð-
ast vera jafnvel enn verri viðureignar
og viðhorf þem-a sem jökulkaldur
norðangarri í andlit íslenskra launa-
manna.
Með leyfi, hver ykkar ætlar nú að
taka af skarið og sýna íslenskum
launamönnum þá kurteisi að segja af
sér?
Höfundur er formaður Rafiðnaðar-
sambands Islands.
Súrefiifsvörur
Kai'in
Heraog
• vinna gegn
öldi'uiiareinkeninun
• enduruppbyggja liúðiua
• vinna á appelsínuhúð
og sliti
• vinna á unglingabóluin
• viðbalda í'erskleika
liúðarinnar
Ferskir vindar í
umhirðu húðar
Ráögjöf og kynning
í Hraunbergsapóteki,
Breiðholti,
í dag kl. 14-18
Kynningarafsláttur
Full búð af nýjum skóm
Dömu,- herra- og barnaskór
SKÆEM
Kringlunni 8-12, 1. hæð,
sími 568 9345
Póstsendum samdægurs
-Gððir skór á betra verði-
á Skómarkaöinum 3. hæö Kringlunnar.
Opið frá kl. 12-18 alla daga nema sunnudaga.
Skómarkaðurinn
3. hæð, Kringlunni, sími 568 2888.