Morgunblaðið - 20.10.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.10.1998, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Sál fyrir ál i. í Mattheusarguðspjalli stendur eftirfarandi í 4.9: „Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig.“ Þá segir Jesús við hann: „Vík burt Satan.“ Nú er öldin önnur og Satan hefur brugðið sér í líki Norsk Hydro, sem nú leiðir okkur upp á Snæ- fell og segir: „Allt gull skal ég gefa ykkur, ef þið seljið mér nógu mikla og ódýra orku svo ég geti framleitt álið mitt.“ Við þessar hug- leiðingar vaknar spurn- ingin: „Eigum við Islendingar að selja sál okkar fyrir ál?“ II. Menn hafa fullan skilning á þörf- um Austfirðinga fyrir fjölbreyttari atvinnutækifæri. Fjórðungurinn hef- ur lengi verið einangraður vegna samgönguleysis og þrátt fyrir hring- veginn eru Möðrudalsöræfi illfær að vetri, þó þar verði unnið að vegabót> um á næstu árum. Vegur yfir Öxi mun svo stytta hringveginn enn meir og lokatakmarkið er svo auðvitað bundið slitlag á allan hringveginn. Allt er þetta gott og blessað, en Aust- firðingar vilja ekki bíða eftir þeim at- vinnutækifærum, sem bættar sam- göngur myndu skapa, þeir vilja skv. skoðanakönnunum láta reisa Fljóts- dalsvirkjun. Þá verður Eyjabökkum sökkt, einni sérstæðustu náttúruvin á íslandi og þó víðar væri leitað. III. Einn sólríkan sunnudag brá ég mér inn að Elliðaám og skoðaði Minjasafn Rafmagnsveitu Reykja- víkur. Það var stórkostleg upplifun. Glöggur leiðsögumaður sýndi mér safnið, myndum og munum var smekklega fyrir komið, sagt frá frumherjum rafvæðingar á Islandi og bar þar óneitanlega nafn Stein- gi’íms Jónssonar (1890-1975) hæst. Það var stórhapp fyrir Reykvíkinga, að slíkt valmenni skyldi ráðast til Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Ævi- starf hans hefur ekki verið metið að verðleikum, því framsýni hans og dugnaður skipti sköpum íýrir Reykjavík. IV. En hvernig hafa þeir reynst, sem tóku við forystuhlutverki Steingi'íms Jónssonar? Landsvirkj- un var stofnuð árið 1965 til að reisa og reka afl- stöðvar og aðalorkuveit- ur og selja rafmagn í heildsölu til rafveitna og stórra iðnfyrirtækja. Upphaflega sameign ríkisins og Reykjavíkur- borgar. Órkusvæði Landsvirkjunar var í upphafí það svæði, sem áður var tengt Sogs- virkjun, en eftir samein- ingu Landsvirkjunar og Laxárvirkjunar 1983, spannar orkuveitusvæði Landsvirkjunar nánast landið allt. Eignarhlut- föll: Ríkið 50%, Reykja- víkurborg 44,525%, Akureyrarbær 5,475%. Landsvirkjun er sjálfstæður réttaraðili með sjálfstæðan fjái-hag Vonandi tekst að koma vitinu fyrir ráðamenn þjóðarinnar, segir Leif- ur Sveinsson, svo hætt verði við þær virkjanir, sem sökkva stórum landsvæðum í kaf og valda óbætanlegu tjóni á landinu okkar. og reikningshald. Núverandi for- stjóri er Halldór Jónatansson, en 1. jan. 1999 tekur Friðrik Sophusson fyrrverandi fjármálaráðherra við starfinu. V. Hlutverk Landsvirkjunar var í upphafi að veita ijósi og yl inn í hí- býli landsmanna og má segja, að það hafi tekist vei, því sem næst hvert einasta býli á Iandinu býr nú við raf- magn. Aftur á móti er mjög umdeilt hvernig til hefm- tekist með sölu raf- magns til stórra iðnfyrirtækja, sér- staklega erlendra. Þar stóð reynslu- leysi samningamanna okkar í vegi fyrir því, að ásættanlegir samningar næðust við Alusuisse. Orkuverðið til Straumsvíkur var lægra en þekktist nokkurs staðar í heiminum og má því segja, að svissneski auðhringurinn hafi platað okkar menn upp úr skón- um. Menn héldu að Landsvirkjunar- menn hefðu eitthvað lært af mistök- Leifur Sveinsson unum í svissnesku samningunum, en sú von brást, þegar samið var við Norðurál í Hvalfirði. Þeir hafa ekk- ert lært. Hin upphaflegu markmið Landsvirkjunai- hafa snúist upp í andhverfu sína. VI. Til er auðhringur í Noregi, sem heitir Norsk Hydro. Félagið getur ekki virkjað fleiri vatnsfóll í Noregi. Ströng umhverfislög þar í landi hindra það, svo og gerbreyttur hugs- unarháttur Norðmanna, sem eru búnir að fá nóg af átökum um virkj- anir sbr. Altavirkjunina, sem eyði- lagði byggðir Sama og svo reyndist þegar til kom, ekki þörf fyrir allt raf- magnið úr virkjuninni, það hefur hreinlega ekki selst allt. Hrein og óspillt náttúra eru nú einkunnarorð Norðmanna. Því voru góð ráð dýr hjá Hydromönnum. Þeir höfðu heyrt um land, þar sem allt væri falt fyrir peninga, því landsmenn hefðu ekki kynnst peningum fyrr en 1940 og þar mætti kaupa sálir fyrir álpen- inga. Sendu þeir Hydromenn full- trúa sína til Islands og eru nú að semja um álver, sem staðsetja á í Reyðarfirði. Forsenda hins norska álvers er Fljótsdalsvirkjun. VII. Vonandi tekst að koma vitinu fyrir ráðamenn þjóðarinnar, svo hætt verði við þær virkjanir, sem sökkva stórum landsvæðum í kaf og valda óbætanlegu tjóni á landinu okkar. Það er eins og forystumönnum Landsvirkjunar sé ekki sjálfrátt, þegar þeir geysast fram og segja: „SÖkkva hér, sökkva þar.“ „Ríkið, það er ég,“ sagði Lúðvík XIV. Fi'akkakonungur. Þessi orð koma oft upp í huga mér, þegar yfirgangur og hroki Landsvirkjunar er sem mestur. Genghis Khan (1162-1227), Napoléon Bonaparte (1769-1821) og Adolf Hitler (1889-1945) geystust um víðan völl og stóðst ekkert fyrh- þeim lengi vel, en þó fór svo að lokum, að þeir voru stöðvaðir. Vonandi tekst að stöðva landeyðingaröflin hjá Lands- virkjun áður en það er um seinan. VIII. Lengi vel var ég á þeirri skoðun, að Helvíti væri hvergi til nema í hug- arfylgsnum þeirra manna, sem temja sér neikvæðar hugsanir. Þá var mér boðið að skoða álverið í Straumsvík í hópi manna í Fél. ísl. iðnrekenda. Okkur var sýnt um alla kerskálana. Þá brá mér í brún, þegar ég sá hina opnu elda loga í kerunum. Helvíti var þá til eftir allt saman. Það var skammt sunnan við Hafnar- fjörð. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Hvers vegna fiskveiðistjórn- unarkerfi? ÍSLENSK útgerð á í stöðugri samkeppni við ríkisstyrktar erlendar útgerðir því markaðs- svæðið er það sama. Þó svo að verð á afurðum sé gott um þessar mundir eru ýmsar blik- ur á lofti. Efnahagsá- stand í Asíu, sem er mikilvægt markaðs- svæði fyrir okkar afurð- ir, er ótryggt, sama er að segja um Rússland. Mér finnst ótrúlegt ef við eigum ekki eftir að finna fyrir áhrifum af þessum staðreyndum í náinni framtíð. Sífellt fleiri hafa komið að útgerð í gegn- um fyrirtæki á hlutafjármarkaði og með þátttöku lífeyrissjóða í kaupum á hlutabréfum í sjávarútvegi. Þótt dreifð eignaraðild sé að einhverju marki nauðsynleg hlýtur sjónarmið einstaklingsframtaksins að ráða, hér eftir sem hingað til. Mestu máli skiptir hvort reksturinn skilar af- rakstri til þjóðarbúsins í formi beinna eða óbeinna skatta en ekki hvort eignaraðilar hlutafélaga eru margir eða fáir. Vegið að útgerð í Iandinu Veiðileyfagjald, sem á að felast í beinum álögum á aflamark, er ekk- ert annað en tæki til að vega að út- gerð í landinu, koma í veg fyrir áframhaldandi hagvöxt og rýra þar með kaupmátt þjóðarinnar. Islensk- ir útvegsmenn hafa reynt ýmsar leiðir til að hafa verkefni fyrir skip sín; leitað nýrra leiða bæði erlendis og hér fyrir utan okkar lögsögu. Þær veiðiheimildir sem samningar hafa tekist um, hafa byggst á veiði- reynslu skipa sem lögðu á sig mikið erfiði og kostuðu miklu fjármagni til að stunda tilraunaveiðar. Þegar veiðiheimildum var úthlutað eftir veiðireynslu þessara skipa, skiluðu þau veiðiheimildum innan lögsög- unnar sem var endurúthlutað til bátaflotans. Sjálfsagt eru margir möguleikar ónýttir og svæði hér fyrir utan lögsögu okkar ókönnuð en hver vill leggja á sig vinnu og hætta sínu fjármagni í að afla ís- lensku þjóðinni veiði- heimilda án þess að hafa tryggingu fyrir að fá að nýta þessar vænt- anlegu heimildir í fram- tíðinni? Eins og umræð- an um fiskveiðistjórn- unarkerfið er í dag dregur hún úr framtaki og athafnaþrá manna. Nauðsynlegt að skipuleggja fram í timann Sjávarútvegurinn skilar okkur 70% af út- flutningstekjum og fyrirsjáanlegt er að hann verði áfram mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar. Fjöldi í fyrri grein sinn skýrði Guðrún Lárusdóttir sjónarmið útvegsmanna varðandi fískveiðistjórn- unarkerfíð. I þessari síðari grein tekur hún fyrir þá þætti er snúa að alþjóðlegri sam- keppni og eignarhaldi á útvegsfyrirtækjum. annarra fyi’irtækja í veiðarfæra- gerð, viðgerðarþjónustu og hugbún- aðargerð hefur vaxið vegna öflugi'ar útgerðar en ekki öfugt eins og stundum er haldið fram. Það er óviðunandi að geta ekki skipulagt rekstur sinn fram í tím- ann í svo viðamiklum atvinnurekstri sem útgerð er fyrir þjóðarbúið og þá sem við hana starfa. Leikreglur verða að vera skýrar og tryggt að ekki sé sífellt verið að hringla með þær. Höfundur er útgerdamiaður í Hafnarfírði. Guðrún Lárusdóttir Þetta gætu verið börnin okkar NÚ Á dögunum bár- ust okkur á öldum ljós- vakans fréttir af neyð- arástandi sem hefur skapast vegna skorts á meðferðarúrræðum fyrir unga fíkniefna- neytendur. I viðtali við forstöðumann barna- vemdarstofu af þessu tilefni sagði hann að tugir ungmenna væru á biðlistum eftir meðferð- arúrræðum, allt niður í 14 ára börn, sem væru í reglubundinni neyslu eiturlyfja en foreldrar kæmu þessum börnum sínum ekki í meðferð svo mánuðum skipti vegna allt of fárra meðferðarúrræða sem henta þessum aldurshópi. Eg tók þetta mál síðan upp í fyrirspurnartíma á Alþingi mánudaginn 12. október og beindi þeirri fyrirspurn til félags- málaráðherra, Páls Péturssonar, hvort ríMsstjómin væri meðvituð um þetta neyðarástand og hvort ætlunin væri að gn'pa til sértækra úrræða af þessum sök- um. Sem betur fer voru svör félagsmálaráð- herra á þá leið að málið hefði verið rætt í ríkis- stjórninni fyrir viku og hefði því verið vel teMð þar að grípa til aðgerða af þessum sökum og væri nú leitað eftir hús- næði fyrir meðferðar- heimili. Það er reyndar nokk- uð seint sem félags- málaráðuneytið vaknar upp af sínum þyrnirós- arsvefni í þessu máli, því nú í byrjun þessa mánaðar lágu fyrir fjár- lög íslenska ríMsins fyrir árið 1999 en þar er ekki gert ráð fyrir neinni aukningu á fjárframlögum til þessa málaflokks. Þegar í byijun síðasta árs lágu fyrir upplýsingar um mikinn Ijölda ungmenna sem voru á biðlistum á Vogi og í viðtalí, sem birtist í Mbl. 27. janúar sl., við Þórarin Tyrfings- son lækni, sagði að að mati SÁÁ Þvílík martröð sem það hlýtur að vera að horfa síðan á imgling- inn sinn í eiturlyfja- vímu, segir Sigríður Jóhannesdóttir, og eiga að bíða allt að átta mánuðum eftir hjálp. væji nú meira um fíkniefni í umferð á Islandi en nokkru sinni fyrr og tíðkaðar nýjar aðferðir við neyslu þeirra og sjúklingar komi til með- ferðar verr farnir en áður. Þegar ég las þessa frétt í Morgunblaðinu í janúar fór ég upp í fyrirspurnartíma og beindi spurningu til heilbrigðis- ráðherra, Ingibjargar Pálmadóttur, um hvort meðferðarúrræðum yrði fjölgað í ljósi þessara upplýsinga. Þá taldi hún að þeim hefði fjölgað nóg og bætti því við að ríkisstjórnin væri fyrst og fremst með forvarnarátak í Sigríður Jóhannesdóttir gangi. Og á henni mátti skilja að þar með væri brunnurinn byrgður. Barnaverndarstofa hafði margít- rekað í tengslum við setningu laga um hækkun sjálfræðisaldurs að það þyrfti allt að tvöföldun á meðferðar- kerfi því sem ætlað er yngstu ald- urshópunum. Því miður hefur al- mennt ekM reynst árangursríkt að vista þessi börn á Vogi þar sem þau sjá síður eigin vandkvæði í réttu ijósi en fullorðnir. Það er einnig mat þeirra sem gerst þekkja til meðferð- ar slíkra vandamála hjá unglingum að þau þurfi mun sérhæfðari með- ferð en tíðkast á almennum opnum meðferðarstofnunum, en þar hverfa þau oft úr meðferð í miðjum Míðum. Þau þuifa mjög eindregið á að halda afeitrun á lokaðri stofnun. Og í raun enduruppeldi þegar slíM-i meðferð lýkur því það er skelfilegt að horfa upp á hvernig unglingar sem lenda í þessum vitahring breytast á ör- skömmum tíma og atferli þeirra verður nánast óþekkjanlegt frá því sem áður var og allt það góða sem foreldrar og aðrir uppalendur hafa reynt að kenna þeim hverfur eins og dögg fyrir sólu. Þess vegna dreymir mig og fleiri um heimavistarskóla úti á landi fyrir ungmenni sem væru búin að fara í afeitrun og sM-ifuðu undir tveggja ára samning þar sem þau gengju að ákveðnum skilyrðum varðandi hegðun og lífsstíl en fengju í staðinn enduruppeldi og menntun til að geta sýnt fram á kunnáttu í ákveðnu starfi sem þau veija sér. Öllum foreldrum bregður illa í brún þegar eiturlyfjaváin virðist vera að færast í aukana hér við bæj- ardyrnar hjá okkur. Það munu vera nýleg tilvik þar sem lögreglan hefur þurft að grípa í taumana vegna samkvæmis milli 20 og 30 14 ára unglinga sem neyttu eiturlyfja. Og samkvæmt upplýsingum frá Barna- verndarstofu er sá tími sem foreldr- ar þurfa að bíða í angist eftir með- ferðarúrræðum fyrir unglinginn sinn sem er í bullandi neyslu nú orð- inn allt að átta mánuðum, svo mikið hefur eftirspurnin aukist, sem segir nú ýmislegt um ástandið. Þetta eru allt börn sem foreldrar hafa borið á örmum sér, vakað yfír þeim veikum og lagt sig alla fram um að þau mættu eiga glæsta framtíð. Þvíiík martröð sem það hlýtur að vera að horfa síðan á unglinginn sinn í eit- uriyfjavímu með öllum þeim hryll- ingi sem fylgir í kjölfarið og eiga að bíða allt að átta mánuðum eftir hjálp. Ég held að við getum öll verið sammála um að við höfum ekki efni á að láta þessu fara svona fram. Við verðum að taka í taumana og veita þessum unglingum og foreldrum þeirra alla þá hjálp sem við megn- um. Við hljótum alltaf að hagnast á því að sem flestir sem hér hafa fæðst og alist upp verði nýtir þjóð- félagsþegnar þótt tímabúndið kosti það okkur fé að ná því marki. Höfundur er þingmaður Alþýðu- bandalagsins í Reykjaneskjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.