Morgunblaðið - 20.10.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 41
*
+ Ásta Bryndís
Þorsteinsdóttir
fæddist í Reykjavík
1. desember 1945.
Foreldrar: Þor-
steinn Þorsteinsson,
sjómaður og fisk-
sali, f. 8.7. 1918, d.
20.2. 1975, og Ásdís
Eyjólfsdóttir, skatt-
endurskoðandi, f.
14.12. 1921. Systk-
ini: Víglundur,
framkvæmdastjóri,
f. 19.9. 1943, og
Hafdís Björg, sál-
fræðingur, f. 25.4.
1955. Eftirlifandi eiginmaður
Ástu er Ástráður B. Hreiðars-
son, yfirlæknir, f. 14.12. 1942,
en þau gengu í hjónaband hinn
10.9. 1966. Börn þeirra: 1) Arn-
ar, læknir í Gautaborg, f. 17.2.
1967, eiginkona: Steinunn J.
Krisljánsdóttir, fonileifafræð-
ingur. Börn hennar af fyrra
hjónabandi: Sigurhjörtur _ og
Helga Valgerður. 2) Ásdís
Jenna, guðfræðinemi, f. 10.1.
1970, unnusti: Heimir H. Karls-
son, kennaranemi. 3) Þorsteinn
Hreiðar, læknanemi, f. 19.9.
1975, unnusta: Björg Sæmunds-
dóttir, ritari hjá fastanefnd ís-
lands við Sameinuðu þjóðirnar.
Ásta lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar
1962 og prófi frá Norfolk High
Sehool, Norfolk, Nebraska 1963.
Hún útskrifaðist sem hjúkrunar-
fræðingur frá Hjúkrunarskóla
íslands 1968 og stundaði fram-
haldsnám í hjúki’unarstjómun
við Nýja hjúkrunarskólann 1987
til 1988. Þá nam hún skurð-
hjúkrun á Islandi og í Dan-
mörku. Ásta var skurðhjúkrun-
Þótt okkur ættingjum og vinum
Ástu systur minnar væri ljós hinn
alvarlegi sjúkdómur hennar og að á
honum yrði ekki sigrast kom dauði
hennar nú okkur engu að síður í
opna skjöldu, því við áttum ekki von
á honurn svo skjótt.
„Ég ætlaði mér ekki að fara svona
fljótt," sagði systir mín við okkur
fjölskyldu sína tveimur dögum fyrir
andlát sitt þegar henni var ljóst _að
skammt var eftir af lífi hennar. „Ég
ætlaði mér að gera svo margt enn.“
Nú í byrjun mánaðarins þegar
ljóst var að stríðið sem hún hafði
háð við sitt illvíga krabbamein síð-
astliðna sjö mánuði var tapað mætti
hún örlögum sínum af miklum
kjarki og æðruleysi, þótt ekki hafi
hún verið sátt við hlutskipti sitt eins
og orð hennar hér að ofan bera með
sér. Hugur og vilji stóðu til svo
margra ólokinna verka á hennar
áhugasviðum og þeim nýja vett-
vangi á Alþingi þar sem hún hóf
störf um síðustu áramót.
Með þeirri reisn og styrk sem ein-
kenndi öll verk Ástu bjó hún sig
undir að mæta dauða sínum. Þegar
Ijóst var hvert stefndi ræddi hún
hlutskipti sitt við eiginmann og börn
sem og móður okkar og kom til skila
þeim hugsunum sínum og atriðum
sem hún vildi koma frá sér áður en
yfir lyki. Af sama æðruleysi ræddi
hún örlög sín við aðra nánustu ætt-
ingja sína og vini. Reisn hennar og
kjarkur á þeirri stundu hjálpaði
okkur öllum að beygja okkur fyrir
þessum grimmu örlögum.
Ástu var ljóst í mars sl. þegar hún
greindist með sjúkdóm sinn að hún
myndi ekki vinna fullnaðarsigur í
baráttu við hann. En hún gerði sér
vonir um að með góðri læknismeð-
ferð og baráttu af sinni hálfu myndi
henni auðnast að halda hlut sínum
gegn honum um einhverra ára
skeið. Svo varð ekki þrátt fyrir þá
hörðu baráttu sem hún háði til þess
að þær vonir hennar gætu ræst.
Á kveðjustundu sækir margt
minninga um systur mína að mér úr
leik og starfi, hvort heldur úr æsku
okkar beggja sem frá síðari árum.
Ásta var einstaklega vel gerð mann-
eskja, opin og jákvæð með stórt
arfræðingur á
Borgarspítala 1968
til 1969. Hún starf-
aði sem hjúkrunar-
fræðingur í Dan-
mörku frá 1971 til
1980, lengst af sem
skurðhjúkrunar-
fræðingur við
kvennadeild Aarhus
Kommunehospital.
Hún var hjúkrunar-
fræðingur á Land-
spítala frá 1980, þar
af við skurðdeild
kvennadeildar 1982
til 1988 og hjúkrun-
arframkvæmdastjóri á árunum
1988 til 1997. Ásta var í stjórn
Landssamtakanna Þroskahjálp-
ar frá 1983 til 1995 og formaður
frá 1987 til 1995. Hún starfaði í
ýmsum opinberum nefndum,
m.a. við endurskoðun laga um
málefni fatlaðra 1992 og 1996,
nefnd um forgangsröðun í heil-
brigðismálum 1997 og nefnd um
skipulag framhaldsmenntunar
fatlaðra. Hún var auk þess full-
trúi íslands í Nordiska Namden
för Handicap Frágor. Hún sat
um árabil í stjórnum norrænna
hagsmunasamtaka fatlaðra,
þ.á m. norrænna samtaka for-
eldra fatlaðra og var m.a. vara-
formaður NFPU (Norrænu sam-
tökin um málefni þroskaheftra)
frá 1991 til 1997. Hún var vara-
formaður Alþýðuflokksins frá
1996 og 1. varaþingmaður
flokksins í Reykjavíkurkjör-
dæmi frá 1995 þar til í janúar
1998 er hún tók fast sæti á Al-
þmgi.
Utför Ástu fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
hjarta, ávallt reiðubúin að rétta öll-
um sem eftir leituðu hjálparhönd í
smáu sem stóru. Þessi sterku per-
sónueinkenni hennar komu í ljós
strax í bemsku og birtust í öllu
hennar lífshlaupi gagnvart fjöl-
skyldu sinni, vinum og ekki síður
gagnvart þeim fjölmörgu sem á lífs-
leiðinni leituðu til hennar í störfum
hennar.
Eðli hennar, kraftur og persónu-
töfrar voru slíkir að fólk laðaðist að
henni og Ástráði eiginmanni henn-
ar, sem ekki var eftirbátur í þeim
efnum. Á heimili þeirra var gjarnan
ys og þys, stór hópur vina sem og
fjölskyldumeðlimir tíðir gestir, sem
nutu í áranna rás mikilla og
skemmtilegra samvista við þau. Að
bjóða til vinafagnaðar af smáum
sem stórum tilefnum var þeim hjón-
um kærkomið gleðiefni og fundu
vinir þeirra sig þvi ávallt velkomna
og nutu í í’íkum mæli samvista við
þau og fundu að það var ávallt með
gleði og hlýju í hjarta sem þau Ásta
og Ástráður j'ögnuðu þeim. Samhug-
ur Ástu og Ástráðs og barna þeirra
og ósérhlífni var einstök i öllu en að-
dáunarverðust var þó samvinna
þeirra allra við að tryggja Ásdísi
Jennu sem mest jafnrétti í lífinu
þrátt fyrir fötlun sína.
Á þeim tíma sem hún fæddist var
hér á landi fátæklegt um úrræði og
þjónustu við fatlaða. Á áttunda ára-
tugnum var ekki gert ráð fyrir að
þjóðfélagið okkar þjónaði mikið fötl-
uðum einstaklingum á annan hátt en
að vista þá á stofnun. Slíkt hlut-
skipti dóttur þeirra var nokkuð sem
þau aldrei tóku í mál.
Stuttu eftir fæðingu Ásdísar
Jennu var svo komið högum þeirra
að fyrir dyrum stóð framhaldsnám á
erlendri grundu. Við þá ákvörðun
var það í fyrirrúmi að nema á þeim
stað sem að þeirra mati bauð upp á
bestu möguleikana til menntunar og
þjálfunar fyrir hana. Að vel athug-
uðu máli ákváðu þau að fara til
náms í Danmörku, en þar fundu þau
það besta á þeim árum í menntunar-
aðstöðu og annan-i þjónustu við fjöl-
fatlaða. Þjónustu sem uppfyllti þær
grundvallarhugmyndir þeirra
beggja að þeir fengju notið allra
sömu þegnréttinda sem þeir heil-
brigðu, gætu verið þátttakendur í
hinu daglega lífi okkar í leik og
starfi en ekki geymd á stofnunum.
Þessi reynsla og kynni þeirra af
þessum málum erlendis leiddi þ_au
til mikilla starfa í þágu fatlaðra á Is-
landi eftir að þau fluttu aftur heim í
byrjun níunda áratugarins. Starfa
sem um margra ára skeið tóku upp
allan þein’a frítíma. Á þeim vett-
vangi skipaðist Ásta til forystu-
starfa, sem mörgum eru kunn og
aðrir munu fjalla um sem betur til
þekkja, en í störfum sínum á þeim
vettvangi sem formaður Landssam-
takanna Þroskahjálpar lagði hún of-
urkapp á að við Islendingar breytt-
um afstöðu okkar til þessara mála
og byggjum svo um hnútana að fatl-
aðir fengju notið allra þeirra sömu
réttinda til náms, starfs og sjálf-
stæðs lífs og við hin. Að þeir gætu
notið jafnréttis í okkar þjóðfélagi.
Ég veit að hún og samstarfsmenn
hennar á þeim starfsvettvangi náðu
miklum árangri til jöfnuðar. Þó var
enginn fullnaðarsigur unninn þar að
hennar mati og heyrði ég það á
henni nú síðustu misserin að hún
bar geig í brjósti vegna þessara
mála eftir brejd,ta verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga. Hún var ötull
stuðningsmaður þess að þjónusta
við fatlaða flyttist til sveitarfélaga,
en jafnframt hafði hún af því
áhyggjur að við breytinguna hefðu
sveitarfélög ekki fengið nógan
tekjuauka af hálfu ríkisvaldsins svo
þau fengju staðið undir þessari
þjónustu.
Fyrir nokkrum árum hóf Ásta
systir mín afskipti af stjómmálum
og voru henni falin margvísleg trún-
aðarstörf á þeim vettvangi. Hugur
hennar stóð til margvíslegra verka á
sínum nýja starfsvettvangi á þeim
sviðum þar sem þekking hennar var
mest eins og í heilbrigðismálum.
Störf hennar og reynsla sem hjúkr-
unarframkvæmdastjóri á Landspít-
alanum um tíu ára skeið og glíman á
þeim vettvangi við aukna þörf á
nýiri þjónustu við sjúklinga annars
vegar og takmarkaða fjármuni hins
vegar höfðu sannfært hana um að sá
grundvöllur sem íslenska heilbrigð-
iskerfið byggist á: það er réttur
allra til allrar heilbrigðisþjónustu án
takmarkana og forgangsröðunar,
myndi ekki fá staðist að óbreyttu.
Var hugur hennar mjög við það
hvort ekki væri skynsamlegra að
innleiða að nýju sjúkratryggingar
sjúki-asamlaga í nýrri og bættri
mynd frá því sem áður var, í stað
þess að byggja á forræði ríkisvalds í
þessum efnum.
I þeim málum sem og ýmsum öðr-
um sem hugur hennar stóð til ætlaði
hún sér að vinna að breytingum til
aukins öryggis okkar allra, en af því
gat ekki orðið.
Á þessari kveðjustund er mörgum
að þakka fyrir hlýjan hug og mikinn
stuðning við systur mína í hennar
erfiðu veikindum sem og hlýjar
kveðjur vina og samferðamanna eft-
ir andlát hennar.
Vinum hennar þökkum við sér-
staklega af öllu hjarta fyrir stór-
fenglegan stuðning við Ástu í henn-
ar veikindum frá byijun og ekki síst
vinkonum hennar og samstarfskon-
um sem hlúðu svo vel og fallega að
henni síðustu daga hennar heima í
Hofgörðum, jafnframt starfsfólki
heimahlynningar Kjrabbameinsfé-
lagsins, sem veitti henni ómetanlega
aðstoð síðustu dagana sem hún lifði.
Að lokum vil ég fyrir hönd okkar
ættingja hennar og vina þakka
hjúkrunarfólki og læknum á Land-
spítalanum og Sjúkrahúsi Reykja-
víkur fyrir allt sem þau reyndu Ástu
til aðstoðar og hjálpar í veikindum
hennar. I þeirri baráttu var einskis
látið ófreistað.
Systur minni Ástu Bryndísi óska
ég blessunar og friðar.
Víglundur Þorsteinsson.
Mig langai’ að deila með ykkur
minningum mínum um móður mína
þótt það sé erfitt og sárt fyrir mig.
Elsku mamma var falleg og ynd-
isleg kona sem mér þótti vænt um.
Hún var meiriháttar móðir sem
bakaði alltaf dúkkuskúffukökur á af-
mælum mínum þegai’ ég var lítil.
Mamma ól mig upp sem ófatlaða í
þeim skilningi að þau pabbi létu mig
gera allt sem ófatlaðir krakkar gera,
til dæmis fara á skíði og skauta, mér
fannst það alveg frábært.
Mamma var mikil hugsjónamann-
eskja og barðist fyrir réttindum
fatlaðra í skólamálum og félagslega
kerfinu. Við áttum frumkvæði að
svo mörgu sem er í gildi núna í dag,
til dæmis íbúðakjarna fyrir fatlaða
þar sem þau fá þjónustu frá svæðis-
skrifstofum málefna fatlaðra.
Fyrir mér var mamma ekki að-
eins móðir mín heldur besta vinkon-
an mín í lífi mínu sem ég gat leitað
til ef eitthvað bjátaði á. Hún hvatti
mig áfram í gegnum námið og gaf
mér ráð sem ég hef reynt að fara
eftir í daglega lífinu.
Ég veit, elsku mamma, að við eig-
um eftir að hittast aftur í næsta lífi,
þangað til mun ég geyma minning-
una um þig í hjarta mínu og reyna
að njóta lífsins.
Guð blessi minningu þína.
Elsku Móðir svo yndisleg og blíð,
strýkur mér um kinn
ogsegirviðmig:
Við höfum átt
góóar stundir
saman og
við skulum muna þær
með gleði í huga.
Og ég horfi hamingjusöm
á eftir henni inn í landið eilífa
og veit að hún verður
heilbrigð að nýju.
(Asdís Jenna Ástráðsdóttir)
Ásdís Jenna Ástráðsdóttir.
Þessa örlagaþrungnu tíma falla
heit tár af því að himinninn sjálfur
gi-ætur. Lífið er dýrleg gjöf, en ekk-
ert megnar að stilla örlög né sorgir,
þjáningin sker innstu hjartarætur.
Tilveran tekur að mæla og lýsa upp
myndir blessaðra, gleðiríkra daga.
Orð fæðast án tóna, þau eiga.sér
stað í vitundinni. Frá þeim berst vit-
neskjan um að lífi alls og allra ráði
æðri máttarvöld.
Samvistum hér er lokið, en það er
til ljós sem lýsir inn í heim kæi’leika
og friðar. Frá því ljósi hrökkva guð-
sneistai- sem tengja jörð við himin
og glæða lífið mætti til að halda
áfram í blessun og þökk fyrir
kjarnakonu sem kvödd er í dag.
Við verðum að lúta þeim er líf gef-
ur og tekur. Sem einnig hefur gefið
kærleikann er sameinar mátt okkar
í því að biðja um huggun og styrk
þeim er sárast syrgja - og opinn,
líknandi faðm þeim er lokið hafa
ógleymanlegum störfum hér á
jörðu, til þjóðarheilla.
Hún virti og elskaði land sitt, þjóð
og tungu.
í blessun og þökk.
Jenna Jensdóttir.
Kveðja frá tengdafólki
I dag kveðjum við Ástu hinstu
kveðju, en hún beið lægi'i hlut fyrir
skæðum óvini, þrátt fyrir hetjulega
og ákafa baráttu. Við horfum á eftir
henni með eftirsjá og söknuði, nú
þegar hún er fallin frá allt of
snemma.
Ásta kom ung inn í fjölskyldu
okkar, er hún bast Ástráði. Við
fylgdumst með og tókum þátt í basli
námsáranna í kjallaranum í Kapla-
skjólinu. Við fylgdumst með og
fögnuðum fæðingu barnanna þeirra
þriggja og minnumst gleðinnar í
samskiptum bamanna við Hreiðar
afa og Steina afa, sem báðir eru
gengnir. Við fylgdumst með og tók-
um þátt í sársauka fjölskyldunnar,
þegar smátt og smátt varð Ijóst að
Ásdís Jenna væri með alvarlega lík-
amlega fötlun. Við horfum stolt á
hvernig börnin þrjú hafa vaxið úr
grasi og nálgast óðíluga takmark
sitt í lífinu. Við sáum, hvernig Ást-
ráður og Ásta efldust við átök lífsins
og urðu að sterkum einstaklingum
og hvernig Ásta í vaxandi mæli
beitti sér fyi-ii’ breytingum á þjóðfé-
lagi okkar til hagsbóta fyrir fatlaða,
sjúka og aðra, sem eiga á brattann
að sækja. Við undruðumst ekki,
þegar hún var valin til forustustarfa
í stjórnmálaflokki sínum og síðan til
setu á Alþingi.
Ásta var viljasterk og hafði til að
bera sterka réttlætiskennd. Hún
hafði ákveðnar skoðanir og stundum
gustaði óþægilega af henni, einkum
þegar henni fannst hún mæta
ósanngirni. En enginn var jafn
raungóður, þegar á reyndi, og
hvergi var betra að koma og eiga ró-
lega stund en á heimili þeirra. Þær
stundir voru þó of fáar þegar litið er
til baka, meðal annars vegna lang-
dvala fjölskyldna okkar sitt hvorum
megin við Átlantsála. En hinn stóri
og tryggi vinahópur, sem hefur lað-
ast að þeim Ástráði og Ástu í gegn-
um árin, segir meira en orð um
tryggð þeirra og gæði.
Við höfum öll misst mikið við frá-
fall Ástu. Þjóðin hefur misst
málsvara jafnréttis og réttlætis.
Tengdafólk og vinir hafa misst
traustan vin og félaga. Mestur er þó
missir eiginmanns, barna, tengda-
barna og móður, sem búa nú við
ótímabæran missi ástvinar. Við
treystum því að minningin um
mannkosti hennar verði þeim líkn í
sorg sinni.
Stefán J. Hreiðarsson.
Elskuleg vinkona okkar er látin
og komið að kveðjustund.
Við þökkum forsjóninni fyrir að
hafa leitt okkur saman gegnum lífið.
Leiðir okkar vinanna lágu fyrst sam-
an þegai’ við Ásta hófum nám í
Hjúknmarskóla Islands en Ástráð-
ur, unnusti hennar, var þá í lækna-
deild. Ekki leið á löngu þar til Ásta r
var búin að kynna mig fyrir manns-
efninu mínu svo ég á henni mikið að
þakka.
Það duldist engum að þar sem
Ásta fór var engin meðalmanneskja
á ferð. Hún var óvenju sterkur per-
sónuleiki og góðum gáfum gædd.
Hárfínar tilfinningar hennar fyrir
lífinu og meðfæddur næmleiki hafa
vafalaust leitt hana inn á braut
hjúkrunar og umönnunar. Hún lyfti
skólanum upp á æðra stig eins og
reyndar öllu sem hún kom nálægt í f-
lífinu.
Leiðir okkar vinkvennanna lágu
síðan saman í skurðhjúkrun meðan
mennirnir okkai’ luku læknisfræði. Á
þessum árum sköpuðust órjúfanleg
vináttubönd milli okkai- sem aldrei
hafa slitnað.
Við vorum samhliða í Danmörku
þar sem Ástráður og Einar stund-
uðu framhaldsnám og við Ásta unn-
um saman á skurðstofu kvennadeild-
ar á Kommunehospital í Árósum.
Hafsjór minninga streymir fram
eins og dýrindis perlur þegar litið er
yfir farinn veg. Árin þegar börnin
okkar voru að koma í heiminn eitt af
öðru og uxu úr grasi. Ásta var svo
natin og óendanlega þolinmóð við .
börn og henni var jafn annt um hag
minna barna eins væru þau hennar
eigin og þannig hefur það verið alla
tíð. Þegar í ljós kom hversu fötlun
Ásdísar Jennu, dóttur þeirra, var
mikil komu styrkur og þrek Ástu
best í ljós. Þá var leitað hjálpar hjá
öllu hugsanlegu fagfólki og aldrei
gefist upp þótt sífellt væri á bratt-
ann að sækja.
Ótrúlegt er hve Ásdís Jenna hef-
ur náð langt í lífinu og má með sanni
segja að óbugandi baráttuþrek og
viljafesta foreldranna hafi þar unnið
kraftaverk.
Eyfitt er að minnast Ástu án þess
að Ástráður sé nefndur á nafn, svo
samstiga voru þau og studdu vel
hvort annað í öllu sem mætti þeim í
lífinu.
Uppeldi barnanna þeirra þriggja
einkenndist af takmarkalausri ástúð
og þolinmæði.
Það var eifítt að flytja heim eftir
9 ára dvöl í Danmörku, sérstaklega
vegna fötlunar Ásdísar Jennu. Þjón-
usta fyi’ir fatlaða var þá afar
skammt á veg komin hér á landi. Þá
hófst nýr barúttukafli í lífi Ástu, hún
fór að vinna fyrir Þroskahjálp og á
þeim vettvangi lyfti hún grettistaki.
Hún hafði einstakt lag á að laða
fram það besta í hverjum einstak-
lingi svo öllum leið vel í návist henn-
ar. Það stóð enginn höllum fæti
samvistum við Ástu.
Ásta vai’ alla tíð störfum hlaðin,
hún gegndi ábyrgðastöðum á Land-
spítalanum um árabil, þó hafði hún
ætíð nægan tíma fyrir vini sína og
SJÁNÆSTU SÍÐUÍ
ÁSTA BRYNDÍS
ÞORSTEINSDÓTTIR