Morgunblaðið - 20.10.1998, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 20.10.1998, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 43r Guð gaf og guð tók. Gjafir þær sem Asta hlaut voi-u miklar. Þær voru fólgnar í óvenju góðum gáfum og gnægð þeirra þátta sem í heild mynda mannkosti einstaklings. Ihugul fetaði hún hvert fótmál af varkárni en ákveðni og það breyttist ekki þótt síðar lengdist milli spor- anna. í hugarfylgsnum hennar blundaði sú þrá að geta eflt hag lítil- magnans í íslensku þjóðfélagi, eink- um fatlaðra og aldraðra. Með hjúkrunarfræðinámi tók hún fyrstu skrefin og lét til sín taka þar sem hún gat. Undirmeðvitundin gerðist ásæknari; það þurfti miklu meira til að finna hugsjóninni við- eigandi farveg. Hvemig? Jú, næsta fótmál hlaut að vera að öðlast reynslu af erfiðum fundahöldum og snörpum umræðum um heilbrigðis- mál. Hún nýtti hæfileika sína og þaut upp metorðastiga hjúkmnar- fræðinga við Landspítalann. Nú var hún reynslunni n'kari, undirbúningur fenginn að öðra og meira fyrir fólkið sem hún bar fyrir brjósti. Hvar eru reglugerðir og lög landsins ákveðin nema á Alþingi? Asta setti markmiðið hátt og sem eldingu hefði lostið var hún komin á þing og orðin varaformaður Alþýðu- flokksins. Nú biðu tækifærin. Leyst skyldi úr læðingi þrá hennar til eflingai- jafnræðis í þjóðfélaginu. Baráttan hófst samstundis og beitti hún henni bæpi til hægri og vinstri. Asta hafði aðeins kynnt þingheimi byi-junaráform sín þegar vora tók á þessu ári. A fögrum degi syrti skyndilega. Hún leitaði læknis, að því er virtist vegna smákvilla. Kvill- inn reyndist banvænn sjúkdómur. Hún neytti nú allra þátta mann- kosta sinna í varnarbaráttu. Svo hart var barist með styrkri stoð eig- inmanns að þeir sem þekktu, jafnvel læknar hennar, vora agndofa. Fár- sjúk sat hún á Alþingi til síðasta dags til að afla hugsjónum sínum meðbyrs. Asta hefur nú verið tekin frá okk- ur. Hún var ein af bestu dætram þessa lands og vonandi verða hug- sjónir hennar sem flestum að leiðar- ljósi. Aðstandendum öllum vottum við einlæga samúð. Auður og Þórir. „Engin er eins þæg og góð og Engin er eins hýr og rjóð og......“ Þannig segir í gömlu ævintýri um góðu prinsessuna sem með góð- mennsku sinni og umhyggju leysti prinsinn sinn úr álögum og fann þannig hamingjuna. Asta var í mín- um huga nútímaleg ævintýra- prinsessa. Með störfum sínum leysti hún ýmsa þegna þjóðfélagsins úr álögum. Hún var góð, hún var fal- leg, hún var vel gefin, hún var skemmtileg, hún var baráttukona, hún var hugsjónakona, hún var sterk. Asta hafði alla þá eiginleika sem nútíma kona þarf að hafa til að njóta hverrar stundar, en einnig til að komast í gegn um brimboða lífs- ins. Hún valdi hjúkrun að ævistarfi til að veita hugsjónum sínum fram- gang og geta hlúð að sjúkum og hrjáðum. Hún var góður hjúkrunar- fræðingur og góður stjórnandi því metnaður hennar fyrir hjúkrun var mikill. Það var þvi hjúkrunarstétt- inni mikill fengur að eiga slíkan stólpa sem Ásta B. Þorsteinsdóttir var stéttinni. Hún hafði óvenjulegan eldmóð sem fleytti málum sem hún barðist fyrir áfram. Hún sá margs konar ár- angur erfiðis síns rætast á stundum grýttri götu heilbrigðis- og félags- málakerfisins. Þess vegna barðist hún fyrir þá sem ekki gátu gert það sjálfir. Þess vegna lagði hún á sig að bjóða sig fram til Alþingis. Alþingi Islendinga er vettvangur þeirra sem vilja sjá nýjungar og framfarir og hafa áhrif til breytinga í samfélaginu. Tími hennar á Alþingi var naumt skammtaður og þar átti hún því mörg verkefni óunnin sem voru brennandi í hennar huga og hefðu orðið til gæfu fyrir þjóðina. Nú þurfa aðrir að tína upp blómin sem hún sáði til, á þeirri leið sem hún markaði og koma þeim til vaxt- ar. Asta var vinur vina sinna af heil- um huga hvort sem var í glöðum leik eða á erfiðum stundum og ákaf- lega umhyggjusöm þannig að mikill styrkur var af nærvera hennar. Hún var óspör á að miðla af reynslu sinni, þekkingu og víðsýni og velti sífellt upp nýjum flötum til frekari skoðunar á málum svo réttsýni fengi að njóta sín. Fyrir mig var það ævintýri að kynnast Astu og vinátta hennar og tryggð var mér ómetanleg. Fyrir það er ég Guði þakklát. Erfitt er að skilja tilgang þess að hún var kölluð svo fljótt frá öllu því sem hugur hennar stóð til. Við vit- um hvað hún elskaði fólkið sitt heitt og hvað hún hafði gaman af lífinu. En við ráðum ekki ferðinni. Hún lifði lífinu með reisn, hún tókst á við sjúkdóm sinn með reisn, hún notaði síðustu krafta sína með reisn, hún kvaddi með reisn. Þannig er prinsessan í ævintýrinu. Hennar er sárt saknað, en bjarta brosið hennar og léttur hláturinn lifir. Góð- ur Guð styrki og styðji elskaðan eig- inmann hennar og börn ásamt öllum öðram ástvinum hennar og gefi þeim ljós í myrkrinu. „Vissulega eram við börn hins ei- lífa Ijóss og eigum heima í ríki sólar- innar. Hví skyldi myrkrið detta svo skjótt á, að öðrum kosti?“ (A. Thorstenson.) Hertha W. Jónsdóttir. Það er erfitt að sætta sig við Jriað að baráttuvilji og lífsgleði Astu Bryndísar Þorsteinsdóttur hafi ekki dugað til að hún mætti sigrast á sjúkdómnum sem hún barðist svo hart við. Við flokkssystur hennar og vinkonur höfum fylgst með þessari baráttu hennar alveg frá því Asta sjálf vissi hvað amaði að, því frá upphafi talaði hún um sjúkdóminn eins og hverja aðra flensu sem hún þyrfti að hrista af sér. í hvert sinn sem við hittumst talaði hún af bjart- sýni og sagði vanalega: „Eg ætla að taka sumarið í að ná þessu úr mér og verð orðin góð á Flokksþinginu í haust.“ Og með þessum orðum sín- um og glaðlegu fasi tókst henni að bægja burt þeim ótta sem að okkur sótti um að við myndum kannski missa hana. Þann missi gátum við ekki afborið að hugsa um. Strax í upphafi, þegar Asta fór að starfa fyrir Aiþýðuflokkinn, mátti finna að þar hafði flokkurinn eignast öflugan liðsmann. Ekki eingöngu í baráttunni fyrir þeim málum sem flokkurinn vildi standa að heldur ekki síður í því að efia innra starf í flokknum. Það hefur löngum verið hefð fyrir því að varaformaður flokksins sé sá sem einkum lætur sig varða innra starf flokksins. Þeg- ar Asta var kosin varaformaður, á næstsíðasta flokksþingi, kom strax í ljós að hún hugðist taka þetta hlut- verk alvarlega. Meðal þess sem hún lagði mikla áherslu á að gert yrði var að komið væri upp góðri aðstöðu til funda- og samkomuhalds, sem og starfsaðstöðu fyrir flokksfélögin, í því húsnæði þar sem flokksskrifstof- an er til húsa. Þetta var mikið verk sem nokkrir flokksfélagar unnu í sjálfboðavinnu og eins og eðlilegt má telja með slíka vinnu þá gengur hún hægar fyrir sig en launuð vinna. En Astu var það mikið kappsmál að koma þessu máli í höfn og hún mætti dag eftir dag í vinnugallanum til að leggja sitt af mörkum og til að drífa verkið áfram. Að öllum öðram ólöstuðum þá tel ég að það sé vegna þessarar atorkusemi hennar sem við í flokknum höfum nú hina ágætustu vinnu- og fundaraðstöðu. Það lýsir vel áhuga hennar á því að verkinu lyki að eitt sinn er ég talaði við hana í síma, og hún lá á sjúkrahúsi, þá var það fyrsta sem hún spurði um hvort búið væri að mála hurðirnar. En það var ekki aðeins í verklegum framkvæmdum sem Asta beitti sér. Jafnréttismál voru henni ofarlega í huga og hún vildi sjá jafnrétti við lýði í flokknum. Hún vildi sjá að bæði kynin hefðu jafnan rétt og að- gang til að hafa áhrif í flokknum og í störfum á hans vegum - og hún vildi einnig sjá að jafnt ungt fólk sem eldra kæmi þarna að. Konur í flokknum hafa átt erfitt uppgöngu og Ásta taldi sér það bæði Ijúft og skylt að reyna það sem hún gæti til að bæta þar úr, jafnyel þó hún vissi að með því skapaði hún sér óvin- sældir hjá þeim sem ekki vora á sama máli. Alþýðuflokkskonur héldu sitt landsþing í september og að þessu sinni skyldi haldið með rútu út á land og var tilgangurinn m.a. sá að efla samskipti og tengsl milli lands- byggðarkvenna og þeirra af höfuð- borgarsvæðinu. Við undirbúning þessa kallaði Ásta á konur heim til sín til skrafs og ráðagerða, á milli þess sem hún lagðist fársjúk inn á spítala. Og hún var ekki fyrr orðin betri en hún hafði samband til að vita hvemig gengi með undirbúning og þátttöku. „Eg ætla að fara með Ástráði í tvær vikur til Spánar til að byggja mig upp eftir aðgerðimar,“ sagði hún í ágúst. „Ég kem svo beint þaðan og hitti ykkur á lands- fundinum á Akureyri." Og hún stóð við þessi orð sín. Sólbrún og falleg mætti hún en mér og fleirum brá í brún vegna þess hversu grönn hún var orðin. Og óttinn settist að í hjarta okkar. En Ásta gerði bara grín að holdafari sínu og sagðist vera að vinna að því að bæta á sig og fékk sér konfektmola því til sönnun- ar. Landsfundur okkar kvennanna var síðasta tækifærið sem við höfð- um til að vera samvistum við Ástu. Hún fór að vísu af spítalanum til að geta mætt á Flokksþingið og sinnti þar sínum skyldustörfum. Hún hafði þá enn óbilandi trú á því að hún myndi vinna bug á veikindunum og hún hafði tjáð okkur konunum að þau myndu ekki aftra henni frá að bjóða sig fram á ný sem varafor- maður. Enda fór það svo að hún hlaut stórglæsilega kosningu. Það gerðu líka aðrar konur sem buðu sig fram til trúnaðarstarfa fyrir flokk- inn og það gladdi Ástu ósegjanlega. Viku áður en Ásta lést töluðpm við saman í síma og hún sagði: „Ég þarf að fá ykkur heim konurnar og nokkra góða karla, á morgun eða hinn, bara í rauðvín og osta. Mig langar að ræða við ykkur um kom- andi kosningar og hvernig ég á að taka á minni stöðu þar.“ Við voram að sjálfsögðu reiðubúnar að leggja henni þar allt það lið sem í okkar valdi stæði, þó ekki væri nema til annars en launa henni öll þau verk og störf sem hún hafði innt af hendi fyrir okkur og flokkinn. Við voram því alls ekki viðbúnar þegar okkur barst sorgarfregnin. Við höfðum trúað því, eins og Ásta, að þrátt fyr- ir allt myndi hún sigra í baráttunni. Það er því erfitt á þessari stundu að sætta sig við það að við séum búin að missa hana Ástu, mestur og sárastur er þó missirinn fyrir eigin- mann hennai', Ástráð Hreiðarsson, sem hefur staðið með henni eins og klettur í gegnum þessa erfiðu tíma, og börnin hennar. Samband Alþýðu- flokkskvenna sendir Ástráði og fjöl- skyldum hans og Ástu sínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Minningarnar um Ástu og það vinarþel og baráttu- vilja sem hún bar með sér munu lifa með okkur öllum um ókomna fram- tíð. Bryndís Krisljánsdóttir, formaður Sambands Alþýðuflokkskvenna. Hinn 12. október síðastliðinn and- aðist Ásta B. Þorsteinsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og alþingismaðm-, eftii' harða baráttu við illkynja sjúk- dóm. Ásta tókst á við veikindi sín á að- dáunarverðan hátt og af hugrekki. Ásta leitaði allra leiða og gafst ekki upp fyrr en örfáum dögum fyrir andlátið, er hún loks játaði sig sigr- aða. Þá gerði hún sínar ráðstafanir, kvaddi sína nánustu og lagðist fyrir til hinstu hvíldar. Með stuðningi max-gra fékk Ásta að eyða síðustu dögunum á heimili sínu í faðmi fjöl- skyldunnar. Ásta vai' sérstök kona á allan hátt. Hún var mikill vinur vina sinna og heimili þeirx-a Ástráðs var öllum opið og þau höfðingjar heim að sækja. Margir minnast með þakk- læti þeii'i'ar hlýju og umhyggju sem streymdi frá Ástu og hún gat látið öllum líða vel. Á sama tíma var hún kvödd til forystu, og barðist af festu og stundum höx-ku fyrir réttindum þeirra sem minna máttu sín. Þekk- ingu Ástu og áhuga á heilbrigðis- málum almennt var við bragðið, en sérstaklega lét hún til sín taka í málefnum fatlaðra. Hún var um ára- bil forystumaður í Landssamtökun- um Þroskahjálp og fyrir atbeina Ástu vann sá hópur marga sigra, stóra og smáa. Aðalbarátta Ástu og Ástráðs var þó fyrir alhliða stuðn- ingi við dótturina Ásdísi Jennu. Sigrar Ásdísar Jennu unnust ekki síst vegna mikils stuðnings Ástu og hafa orðið öðram mikil hvatning. Ásta var heimsmanneskja, hún talaði Norðurlandamál og ensku eins og innfædd. Áhugi hennar á viðfangsefnum samfélagsins var mikill og segja má að ekkert mann- legt hafi verið henni óviðkomandi. Barátta hennar fyrir jafnrétti og réttlæti dró hana inn á vettvang stjórnmálanna. Ásta var stjórnmála- maður af hugsjón og samherjar hafa við fráfall hennar misst öflugan stuðningsmann og aðrir sakna verð- ugs andstæðings. Það gat verið gaman að deila við Ástu um málefni líðandi stundar, en miklu þægilegra vai' að hafa stuðn- ing hennar í málum. Alltaf setti Ásta sig inn í mál af brennandi áhuga og fylgdi þeim eftir af festu. Hún kunni listina að gleðjast á góðri stund og leyfa vinum með að njóta. Boðskapur Hávamála átti vel við Ástu. Veiztu, efþúvinátt, þanns þú vel trúir, ok vill þú af hánum gótt geta, geði skaltu við þann blanda ok gjöfum skipta, fara at fmna oft. Að leiðarlokum er þökkuð löng, gjöful og trygg vinátta. Söknuður allra sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Ástu verðui' mikill. Mestur verður þó missir Ástráðs, barna þeirra og móður Ástu, auk annaiTa ættingja. Megi góður Guð styrkja þau í sorg þeirra, en minningin um góða konu mun að eilífu lifa í hugum okk- ar allra. Fríða Bjarnadóttir, Tómas Zoega. Ásta mín, við þökkum þér fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir okkur. Þú sem varst alltaf brosandi og kát í vinnunni okkar hjá Þroska- hjálp. Við trúum því ekki enn að þú sért farin frá okkur, en það verður mjög tómlegt hjá okkur í vinnunni án þín og við þökkum þér fyrir allt gott sem þú gerðir fyrir samtökin hjá Þroskahjálp. Guð geymi þig í framtíðinni. Aldís Ágústsdóttir og Stefán Konráðsson. Eftirsóknarverðustu eftirmæli þess manns, sem á við ofurefli að etja og „eigi má sköpum renna“, era þau að hann bregði sér hvorki við sár né bana. Sú ímynd er e.t.v. helst til herská fyrir það líf, sem helgað var líkn þeirra sem hjálpar eru þuxfi. Líking sótt í náttúrannar ríki lætur betur hinu „ejlífa kvenlega": Að líf og dauði Ástu Bx-yndísar Þoi'steins- dóttur hafi minnt á það tré á akri lífsins, sem bognaði aldrei en brotn- aði í bylnum stóra, seinast. Meðfædd skapfesta og áunninn viljastyi'kur gerðu Ástu Bryndísi kleift að mæta þungbæram örlögum af óbilandi æðruleysi. Það hvarflaði ekki að henni að gefast upp, hvað sem á reyndi, meðan lífsneistinn blakti í brjósti hennar. Forsjónin (Guð) sýnist oft stjóm- ast af torx'áðnum forsögnum um hvernig deila eigi byrðum mann- anna, þannig að í'éttlætinu sé full- nægt. Ástu Bxyndísi vonx ætlaðar þyngri byrðar að bera en okkur flestum, sjálfsagt í trausti þess að hún myndi ekki kikna undan þeim. Það reyndist rétt til getið hjá al- mættinu. En Ásta Bryndís bar þær ekki ein. Sér til halds og trausts átti hún lífsföranaut, sem létti henni byi'ðarnar, einhvern mesta mann- kostamann, sem við Bryndís höfum kynnst. Saman virtust þau tilsýndar svo sterk að ekkert væri þeim of- viða. Ásta Bryndís ólst upp í verka- mannabústöðum Héðins við Hring- braut í Vesturbænum. Getur verið , að andi Héðins hafi enn svifið þar yfir vötnum og mótað þá, sem stigu fyrstu sporin í lífsbaráttunni í því umhverfi? Það er allavega naumast einleikið, hversu margir sem þar slitu bamsskónum sóra sig í ætt jafnaðannannaleiðtogans. Héðinn var pólitískt heljai'menni og stóð að lokum einn og óstuddur. En hann var hugsjónamaður, sem kaus að beita kröftum sínum ótæpi- lega til að létta öðrum byrðamar á lífsleiðinni - öðrum sem minna máttu sín. Ástu Bryndísi - nöfnin vísa til bai'áttu í nafni umhyggju - ' kippti í það kynið. Sjálf var hún og allt hennar fólk öflugir einstaklingar, sem lærðist snemma í uppvextinum að gera rneiri kröfur til sjálfra sín en ann- arra. Kreppan var að baki og betri tímar fóru í hönd. Ástu Bryndísi buðust betri tækifæri til að þroska huga og hönd en formæðram henn- ar og hún hafði alla burði til að nýta þau. Að loknu gagnfræðaprófi sautján veti'a stundaði hún nám einn vetur í Nebraska í miðríkjum Bandaríkj- anna, sem var óvenjuleg lífsreynsla á þeirri tíð. Að því loknu lagði hún fyrir sig hjúkranarfræðinám, sem hún lauk fyrst hér heima, en hélt síðan til framhaldsnáms og starfa í Árósum í Danmörku. Þar bjuggu þau Ástráður og störfuðu í tæpan áratug. Árin í Danmöi'ku voru þeim hjónum bæði lærdóms- og liam- ingjurík. Þangað sóttu þau vegar- nesti, sem fjölskyldan hefur búið að síðan. Eftir heimkomuna starfaði Ásta við Landspítalann óslitið í tæpa tvo áratugi. Fyrst sem hjúkrunarfræð- ingur við göngudeild en síðan sem skurðhjúkranarfræðingur við*. skurðdeild kvennadeildar og loks sem hjúkranai-framkvæmdastjóri frá árinu 1988. Skömmu fyrir Danmei’kurfórina fæddist þeim Ástu og Ástráði dóttir, Ásdís Jenna, sem frá fæðingu reyndist alvarlega fjölfótluð. Sú staðreynd mótaði allt þeirra líf upp frá því. Ást þeirra og umhyggja fyr- ir dótturinni, samheldni þeirra og ótrauð barátta fyrir rétti hennar til þroskavænlegs lífs yfirskyggði allt annað. Upp frá þeirri stundu var líf Ástu Bi-yndísar helgað baráttunni fyrir málefnum fatlaðra og öryrkja. Þannig vai'ð lífsreynsla hennar sem móður aflvaki fómfúsrar baráttu í þágu annarra foreldra, sem þurftu á s skilningi og hjálpai'hönd meðbræðra og systra að halda. I því stríði var hún vakin og sofin dag og nótt og alla tíð. Það munaði um hana þegar hún beitti sér af allri sinni festu og þi'ótti til að leggja öðram lið, enda varð henni mikið ágengt. Kynni okkar Ástu tókust seint á lífsleiðinni. Hún kom í fyrsta sinn á minn fund, skömmu eftir að við höfðum tekið frumkvæði að viður- kenningu á endurreistu sjálfstæði Eystrasaltsríkja. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar hún birtist einn góðan veðurdag á skrifstofu minni í utan- í’íkisráðuneytinu, björt yfirlitum og fi-íð sýnum, fasmikil og einbeitt og kom sér beint að efninu: „Og hvað ætlai’ðu að gera svo til að leggja þessu fólki lið, þegar það ræður sér loksins sjálft?" Hún tók af mér ómakið og svaraði sér sjálf, því hún hafði ráðagerðir á prjónunum um að stofna fyrstu umönnunarstofnunina fyrir fötluð börn í Litháen með stuðningi Norðui'landaþjóða. Á þeim tíma var Ásta Bryndís varafoimaður norrænna samtaka foreldra fatlaðra. Þeim samtökum beitti hún til að hrinda málinu í framkvæmd. Ég held það hafi verið einhver stoltasta stundin í lífi henn- ar, þegar hún fékk tækifæri til að vera viðstödd þegar þessi fyrsta að- hlynningarstofnun fatlaðra í Lit- háen var foimlega vígð. Hlýhugur foreldra í framandi landi, sem staðið höfðu í sömu sporum og hún, yljaði henni um hjartarætur. SJÁNÆSTUSÍÐU^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.