Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 59

Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 59 Terry Bozzio spilar í Loftkastalanum Svartklæddur sólótrommari sem vann með Zappa Á sunnudagskvöldið verður tónlistarveisla í Loftkastalanum en þá mun trommuleik- arinn Terry Bozzio halda tónleika í fyrsta skipti á Islandi. Dóra Osk Halldórsdóttir hringdi í Bozzio til Hollands á dögunum og spurði hann um ferilinn og væntanlega tónleika. ROMMULEIKARINN Terry Bozzio kemur til Is- lands á vegum hljóðfæra- verslunarinnar Samspil. Þrátt fyrir að hann komi einn fram á tónleik- unum er ekki hægt að segja að far- angurinn sé lítill, því trommusettið er yfir tonn að þyngd, en í því eru 28 trommur frá DW trommuverk- smiðjunum og 45 Sabian málmgjöll og er trommusettið sérhannað fyrir Bozzio. Ahugamenn um trommuleik, Frank Zappa og sérstök tónlistar- verk munu eflaust flykkjast í Loft- kastalann tíl að sjá meistarann spila, en þetta er í fyrsta skipti sem svona frægur trommuleikari kemur til Islands til tónleikahalds, en Bozzio er einn mest skapandi trommuleikari heimsins í dag og sýnir vel hvað hljóðfærið hefur upp á að bjóða. Tónverk fyrir trommur Terry Bozzio er mjög afslappað- ur maður að tala við, nánast eins og maður hafi þekkt hann lengi. í bak- grunni heyrist í börnum að leik og Ten-y er hinn viðmótsþýðasti þegai- blaðamaður spyr hann um ferilinn og tónleikaferðina. - Hvernig tónlist mega áhorfend- ur búast við á tónleikunum? „Það sem ég spfla er einleikur á trommur. Eg er með mjög stórt trommusett og í verkum mínum má heyra melódíska hljóma og flóknar trommusamsetningar. Eg tel verk- in standa algjöriega sjálfstæð og vera fullkomin tónlistarverk. - Er það ekki óvenjulegt? Yfir- leitt tengja menn ekki melódíur við trommuleik? „Jú, ég býst við því, enda er ég eini trommuleikarinn í heiminum sem er að fást við að búa til heild- stæð tónverk með einu hljóðfæri, trommum, en eins og ég sagði áður er trommusettið mjög stórt og býður upp á marga möguleika.“ Samstarfið við Zappa ómetanlegt Terry Bozzio vann með Frank Zappa á sjöunda áratugnum og ég spyr hann um þá samvinnu. „Þetta var stórkostleg upplifun fyrir mig,“ segir Terry. „Eg lærði mjög mikið og er Frank mjög þakklátur, því hann kom mér á framfæri á al- þjóðamarkaði. Flestir telja að þeir sem hafi spilað með Frank Zappa hljóti að vera mjög góðir tónlistar- menn, enda er það jú raunin. Þess vegna aflaði ég mér virðingar í tónlistarheiminum með þessari samvinnu okkar og mun ætíð vera í þakkarskuld við hann vegna þess. -Samdi Zappa ekki einhver verk fyrirþig á þessumtíma? „Jú, hann gerði það. Eg spilaði á þremur heimshljómleikaferðum með Zappa og spilaði inn á tiu plötur með honum. Á þessu tíma- bili samdi Zappa nokkur lög, bæði fyrir mig og sum um mig,“ segir Terry og hlær. „Þá á ég við nokkur popplaganna og sum laganna sem voru í kómískum anda. En svo samdi Zappa einnig klassískari verk með mig í huga, og má þar m.a. nefna eitt melódískt trommu- sóló sem hann kallaði Black Page.“ Nýbylgjusveitin fræg í 15 mínútur - Hvað tók síðan við? FÓLK í FRÉTTUM mitt sérsvið sé núna einleikurinn. Ég hef einnig samið talsvert af klassískri tónlist undanfarið og hef gert eina plötu af kamm- ermúsík og þrjár plötur með ein- leiksverkum fyrir trommur.“ Tónleikarnir á íslandi eru lokatónleikar Bozzio á mánaðar- löngu hljómleikaferðalagi um Evrópu. Terry segir að evrópskir áhorfendur hafi tekið sér frábær- lega. „Það hefur verið troðfullt á alla tónleikana og viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Ég held að Evrópu- búar séu opnari fyrir þessari teg- und tónlistar en Bandaríkjamenn. Þeir hafa meiri innsýn í klassíska tónlist og meira athyglisþol. Þeir eru ekki aldir upp við bandarískt sjónvarp," segir Terry og hlær. Svartklæddur með svart trommusett CAMDEN DE LUXE HOTEL 84/87 Lr. Camden St., Dublin 2 STAÐSETT f GÖNGUFÆRI VIÐ HELSTA VERSLUNARHVERFI DUBLIN OG VINSÆLA SKOÐUNARSTAÐI ★ 34 herbergja hótel ★ Planet Murphy-veitingastaður og bar ★ Palace-næturklúbbur - Hvers vegna klæðistu bara svörtu? „Svartur er litur sem margh- tengja við dulúð. Það er litur sem tekur áhersluna af útlitinu, þannig að allir sem líta ekkert sérstaklega vel út ættu að klæðast svörtu," segh- Terry og skellihlær. „Ef ég klæðist litaglaðri skyrtu þá verð- urðu fyrir vonbrigðum þegar þú lítur á andlitið. Þess vegna klæðist ég svörtu svo ég líti betur út! En án gríns þá er svartur alvarlegur litur og ég vil láta taka mig alvar- lega sem tónlistarmann. Ef ég klæðist svörtu þá fell ég í skugg- ann og tónlistin tekst á loft, verður það eina sem máli skiptir. Þannig vil ég hafa það,“ segir Terry að lokum. TERRY Bozzio. „Eftir að ég hætti með Zappa lék með með The Brecker Brothers, sem er mjög góð bandarísk djasshljómsveit og við gáfum út eina plötu saman. Að því loknu gaf ég út tvær plötur með ensku hljómsveitinni UK. Síðan stofnaði ég mína eigin hljómsveit, Missing Persons, og við vorum mjög fræg í Bandaríkj- unum um 15 mínútna skeið,“ seg- ir Terry og skellihlær. „Við feng- um gullplötu og okkur gekk vel fjárhagslega. En ég var giftur söngkonu hljómsveitarinnar, Dale, og þegar við skildum hætti hljómsveitin. Eftir það vann ég talsvert með Jeff Beck og við gerðum eina plötu saman, Jeff Beck’s Guitar Shop with Terry Bozzio and Tony Hymas, en hún hlaut Grammy- verðlaun á sínum tíma. Undanfar- in tiu ár hef ég einbeitt mér að sólóferli í trommuleik. En meðfram hef ég ætíð unnið í samstarfi með öðrum og sem dæmi um það gerði ég fjórar plöt- ur með Tony Hymas og öðrum enskum tónlistarmonnum, The Lonely Bears, og einnig gerði ég plötu með David Torn, sem er frábær framúrstefnu gftarleikari, og Mick Carn, sem var í hljóm- sveitinni Japan á sínum tíma. Við stofnuðum hljómsveitina Poly- town og gerðum eina plötu í Þýskalandi. Fyrir ári gerði ég síðan plötu með Tony Levin og Steve Stevens sem bar nafnið Bozzio, Levin & Stevens. Ég er mjög hreykinn af þessu samstarfi með framantöldum aðilum, þótt Stretchbuxur St. 38-50 - Frábært úrval verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. 1 iberno ★ SÉRSTÖK TILBOÐ FYRIR MIÐJA VIKUNA OG HELGAR ★ Hringið í síma 00353 1 4780808 og fáið nánari upplýsingar. Tekur 5 kg -18 þvottakerfi Frjálst kerfisval - Frjálst hitaval Vinda 1000-400 sn. Rybfrí tromla - Rybfrír belgur HxBxD 85x60x52 Verb abeins kr. 42.000 stgr. iFOmx HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 T ónleikar í Hafnarborg, Hafnarfirði, 21. október kl. 20.30 Guðrún Ingimarsdóttir,_ sópran Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó Áshildur Haraldsdóttir, flauta Á efniskrá eru m.a. verk eftir Scarlatti, Schubert, Brahms, Strauss og Bernstein.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.