Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 62

Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 62
MORGUNBLAÐIÐ 62 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 Taktu þátt í leiknum á mbl.is, hlustaðu á Erlu Friðgeirsdóttur milli klukkan 13 og 16 á Bylgjunni og hver veit, kannski vinnur þú! Föstudaginn 23. október er kvikmyndin The Truman Show frumsýnd. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og þykir Jim Carrey, sem hingað til hefur verið í gamanhlutverkum, sýna á sér nýja og góða hlið. Einnig þykir handrit myndarinn- ar líklegt til að keppa um Oskarsverðlaunin eftirsóttu. Aðalvinningar, tvö glæsiieg Sony KV-29X5 29 tommu sjónvarpstæki frá Japis. í tilefni frumsýningarinnar standa Morgunblaðið á Netinu og Laugarásbíó fyrir léttum leik þar sem þú getur unnið miða á myndina eða glæsilegt 29 tommu Sony sjónvarpstæki frá Japis. JAPISS ÍZZ HÁSKOLABIO www.mbl.is LAUGA 1liö FÓLK í FRÉTTUM Norræna barna- myndahátíðin 1998 Hátíðin hefst í kvöld I KVOLD hefst norræna barnamyndahátíðin með pomp og prakt í Regn- boganum. Þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin og í fyrsta skipti sem Islendingar eru gestgjafar. Hátíðin hefst með ávarpi framkvæmda- stjórans, Þorgeirs Gunnarssonar, og síðan syngur Graduale-barnakór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar organista. Stuttmyndir frá hveiju Norðurlandanna eru fyrstu sýningar hátíðarinnar. Noregur „Huset p& kampen“ er sjö mínútna hreyfi- mynd frá Noregi eftir Pjotr Sapegin, gerð árið 1998. Hún fjallar um mann sem kaupir hús í Kampen-borgarhlutan- um. I ljós kemur að húsið er ekki autt eins og við mætti búast held- ur býr einhver í því. Danmörk Frá Danmörku kemur myndin „Ska’vi være kærester?" eftir leikstjór- ann Birger Larsen frá ár- inu 1997. Þetta er leikin ell- efu mínútna mynd og fjall- ar um hinn tíu ára Ludvig sem er skotinn í Alice. Hann gefur henni fótbolta- skyi’tuna sína og vonast eftir hálsmeni hennar í staðinn. Talsvert gengur á áður en sú von rætist. Finnland Frá Finnlandi kemur fyrsti hluti teiknimyndar- innar „The Sun is a Yellow Giraffe" frá árínu 1997, sem skiptist í fimm 5 mín- útna myndir. Fyrsti hlut- inn, „The Child’s Dream“, segir frá vinunum Totti og hundinum Ea og draum um engil. Leikstjórai’ eru Antonia Ringbom og Ja- ana Wahlforss. Svíþjóð Sænska myndin er „Limpan ár sugen“ frá árinu 1997 og tekur sjö mínútur í sýningu. Höfundur hennar er Eva Lindström og seg- ir myndin frá Limpan sem hittir breiðvaxna konu sem borðar græðgislega á meðan Limpan engist af hungri. Spurningin er hvort sú feita breytir um afstöðu eður ei. Island Framlag Islands fyrsta kvöldið er „Palli var einn í heiminum" frá árinu 1997 sem er gerð eftir sögu Jens Sigs- gaard í leikstjórn Ast- hildar Kjartansdóttur. Hún tekur 25 mínútur í sýningu, er leikin, og segir frá Palla sem er bara fimm ára og upp- götvar einn daginn að hann er einn í heiminum. Síðasta hraðlestrarnámskeiðið... á þessu ári hefst innan skamms. Ef þú vilt margfalda afiköstin í starfi og námi skaltu skrá þig strax. Margfaldaðu afköstin! HRAÐLESTRARSKÓLINN Sími: 565-9500 Fax: 565-9501 www.ismennt.is/vefir/hradlestrarskolinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.