Morgunblaðið - 22.10.1998, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ
54 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998
Nupo létt
næríngarduft með trefjum
Hefur þú prófað Nupo?
Tilboðsverð kr. 999,-
INGOLFS
APÓTEK
Kringlunni
Reykjavík
Sími 568 9970
CAMDEN DE LUXE HOTEL
84/87 Lr. Camden St., Dublin 2
STAÐSETT í GÖNGUFÆRI VIÐ
HELSTA VERSLUNARHVERFI DUBLIN
OG VINSÆLA SKOÐUNARSTAÐI
★ 34 herbergja hótel
★ Planet Murphy-veitingastaður og bar
★ Palace-næturklúbbur
★ SÉRSTÖK TILBOÐ FYRIR MIÐJA VIKUNA OG HELGAR ★
Hringið í síma 00353 1 4780808 og fáið nánari upplýsingar.
líOa VBl
getur verið besta tímabil ævinnar
HjúkrunarfræSingur kynnir
Menopace
I DAG KL.
vítamín- og
steinefnablönduna
ætluð konum
um og eftir fertugt
14-18
Menopace
Hentugur valkostur
fyrir konur um og eftir
breytingaraldur.
Au5relt - aðeins 1 hylki á
dag með máltíS.
O
VITABIOTICS
NESAPOTEK
Eiðistorgi 17 Seltjarnarnesi
Sími: 562 8900
ÞEIR ERU A
ALLRA VÖRUM!
Nýjti
varalit-
blýantarnir
Talkers
12 girnilegir
varalitblýantar
sem teikna línu
| og lita varimar.
Varalitur sem varir.
Kynning í dag, fimmtudag, 10% kynningarafsláttur!
GRAFARVOGS APOTEK
Hverafold 1-3, sími: 587 1200,
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Velferðar-
þjóðfélagið?
Á DÖGUNUM var Alþingi
íslendinga sett með eftir-
minnilegum hætti með
þöglum mótmælum ör-
yrkja. Þar sem ég er ör-
yrki og móðir fjögurra
yndislegra einstaklinga, þá
get ég ekki annað en
spurt: Eim ráðamenn þess-
arar þjóðar að bíða eftir
því að öryrkjar og aldraðir
leggi sér hunda- og katta-
mat til munns eins og raun
varð þegar velferðarríkið
Sviþjóð hrundi?
Samt hafa öryrkjar og
aldraðir mun meira handa
á milli þar en hér á landi.
Eru það ekki börnin okkar
sem eiga að erfa landið?
Og eru það ekki aldraðir
sem hafa slitið og borgað
skatt allt sitt líf? Þegar
landsmenn eru að kaupa
hlutabréf fyi-ir milljónir er
félag í þessu landi sem á
virkilega undir högg að
sækja, sem er Félag
fátækra barna. Fólk vili
hreinlega ekki viðurkenna
að börnin okkar séu fátæk!
Ég veit ekki hversu oft
ég hef fengið að heyra að
ég fái meðiag og svo og svo
mikið í barnabætur. En
það gieymist að það þarf
að fæða og klæða börnin
og þau borða upp meðlagið
og eru ennþá svöng.
Ég er virkilega stolt
mamma og það kostar
mikla sálarkvöl að þurfa að
leita sér hjálpar vegna
þess að endar ná ekki sam-
an.
Mér er það ekki ljúft,
lesandi góður, að skrifa
þessar línur en þegar ég
þarf að spyrja sjálfa mig
dag eftir dag hvar mann-
legi þátturinn í lífinu sé þá
get ég ekki orða bundist
því þrátt fyrir allt el ég
börnin mín upp í botnlaus-
um kærleik, ekki í kapp-
hlaupi við hlutabréf.
Margrét Christensen.
Söfnun á röngum
forsendum
SÓLVEIG hafði samband
við Velvakanda og vildi
hún benda fólki á að það sé
kona hér í bæ sem gengur
í fyrirtæki og safnar mun-
um til styrktar Hjartveik-
um börnum. En þessi
sama kona er að selja
þessa muni í Kolaportinu
fyrir sjálfa sig. Vill hún
vara við þessari konu.
Tapað/fundið
Budda í óskilum
BUDDA fannst í Foss-
vogskirkjugarði. Upplýs-
ingar í síma 552 6756.
Nöfn í húfur
GUÐRÚN hafði samband
við Velvakanda og vill hún
ná sambandi við konur
sem prjóna krakkahúfur
með nöfnum á. Guðrún er í
síma 553 4519.
Lyklakippa týndist
í Hafnarfirði
LYKLAKIPPA týndist 18.
október í Hafnarfirði með
fjórum lyklum, þar af einn
bíllykill, Benzlykill (sá eini
sanni). Finnandi vinsam-
lega hringið í síma
699 7174.
Hringur týndist
HRINGUR, stór með
tígrisdýri ofan á, týndist
líklega í Mjóddinni eða við
Núðluhúsið eða í Lágmúla
6. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 561 2796.
Dýrahald
Steingrá læða
týndist
STEINGRÁ 6 mánaða
læða týndist frá Melseli
10. október. Þeir sem hafa
orðið hennar varir hafi
samband í síma 557 5070.
Perla er týnd
PERLA sem er hvít kisa
með ljósbrúnum/dökkgrá-
um skellum, eyrnamerkt
og með bjöllu um hálsinn,
týndist þriðjudaginn 13.
október í austurbæ Kópa-
vogs. Þeir sem hafa orðið
hennar vai'ir hafi samband
í síma 564 3313.
Finkupar óskast
ÓSKA eftir gefms
finkupari. Upplýsingar í
síma 555 3041.
Mási er týndur
MÁSI er fressköttur sem
var í pössun í Hæðargarði
og týndist þaðan 30. sept-
ember sl. en hann á heima
í Suðurhólum í Breiðholti.
Hann er gi'ábröndóttur
með hvíta höku og eyrna-
merktur, og þegar hann
hvarf var hann með ljós-
bláa ól með þremur bjöll-
um. Hafi einhver orðið
ferða hans var er hann
beðinn að hringja í síma
557-6746 eftir kl. 17 eða í
vs. 560-1647 á skrif-
stofutíma.
Með morgunkaffinu
COSPER
... aðfæra honum
góðar fréttir.
TM Reg. U.S. Pat. Off. — all rights reserved
(c) 1998 Los Angeles Times Syndicale
SVO bætast 15 krónur við
þegar ég er búin að
seija glerið.
VIÐ fengum fyrirmæli um að spara efni í búningana.
Víkveiji skrifar...
HUGAMANNALEIKFÉLÖG
keppa um það árlega að kom-
ast á svið Þjóðleikhússins með sýn-
ingar sínar. Sérstök dómnefnd vel-
ur þá sýningu, sem fær að baða sig
í sviðsljósum Þjóðleikhússins og
þykir leikfélögunum jafnan nokkuð
til um þetta val. Ahugamannaleik-
félögin taka líka oft til sýningar
verk, sem Þjóðleikhúsið hefur áður
sýnt, en á því er nú orðin skemmti-
leg undantekning. Þjóðleikhúsið
hefur hafið sýningar á leikriti Arn-
mundar Bachman; Maður í mislit-
um sokkum, en það hefur áður ver-
ið sýnt og í höfuðborginni; fyrr á
þessu ári. Það var leikfélagið Snúð-
ur og Snælda, sem sýndi leikritið,
og að sögn talsmanns leikfélagsins
barst leikritið þangað eftir að hafa
legið lengi óhreyft í Þjóðleikhúsinu.
Sýning Snúðs og Snældu þótti
takast vel og hreif greinilega for-
ystu Þjóðleikhússins svo, að hún
ákvað að setja leikritið upp sjálf á
sínu sviði.
XXX
AÐ ER ekki ofsagt af far-
símagleði okkar Islendinga.
Víkverji var við kirkjuathöfn fyrir
skemmstu, þar sem farsími hringdi
skyndilega í vasa eins kirkjugests-
ins á sérstaklega viðkvæmu andar-
taki. Eigandinn var þó greinilega
snöggur að slökkva á símanum.
Þegar Víkverji sagði kunningjum
sínum frá þessu, sagði einn þá
sögu, að við jarðarför hefði það
gerst, þegar kistan var borin fram
kirkjugólfið að farsími hringdi í
vasa eins líkmannsins. Honum hug-
kvæmdist þó ekki að slökkva á
gripnum, heldur tók upp símann
með lausu hendinni og svaraði:
Viltu hringja seinna, ég er nefni-
lega svolítið upptekinn núna!
XXX
FRÉTTIR berast af því að verk-
takar í tækjaleit fyrir Ríkisút-
varpið villi á sér heimildir og þykist
vera að framkvæma skoðanakönn-
un fyrir Félagsvísindastofnun
Háskóla Islands.
Af þessu tilefni spunnust um-
ræður Víkverja og kollega hans
um liðna tíma, þegar menn á veg-
um ríkisútvarps og sjónvarps
gengu í hús og þaulspurðu hús-
ráðendur um það af hverju ekkert
sjónvarp væri á heimilinu. Það
þótti ekki þá frekar en nú
trúverðugt líf án sjónvarps! Einn
kollegi Víkverja sagðist þá hafa
verið sjónvarpslaus um langa tíð
og ekki farið varhluta af tor-
tryggni þessara innheimtumanna.
Komu þeir oft og horfðu grun-
semdaraugum á sjónvarpstengla í
veggjum líkt og þeir vildu særa
fram mynd tækisins, sem hús-
ráðandi feldi ábyggilega f;
þeim. En aldrei fundu þeir n
tæki. Meðan þessu fór fram, v
vinir og vandamenn líka i
stöðugar áhyggjur af sjónvai
leysinu og vildu ólmir bæta úr
Kolleginn stóðst þrýstinginn h
vel, en á endanum tókst að ki
inn á hann sjónvarpi að láni.
Og það var eins og við mam
mælt. Daginn eftir bönkuðu s
varpsspæjararnir upp á og bai
vel í veiði; sjónvarp á sínum sta'
Það tók tímann sinn að k'
þessu máli á hreint, því auðv
höfðu spíónarnir oft heyrt þi
setningu: Ég var að fá þetta i
að láni. Kanntu annan? sögðu
bara og horfðp manndrápsaugu
húsráðanda. Á endanum slapp 1
ráðandinn fyrir horn. En þá \
ekki aftur snúið; hann hefur I
sjónvarp síðan.