Morgunblaðið - 22.10.1998, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 55
HALLDORA OLOF
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Halldóra Ólöf
Guðmundsdótt-
ir fæddist á
Mosvöllum í Önund-
arfirði 29. apríl
1906. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 15. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Guð-
niundur Bjarnason
bóndi á Mosvöllum,
f. 24.3. 1877 á Saur-
um í Álftafirði, d.
26.3. 1964 í Reykja-
vík, og kona hans
Guðrún Jóna Guð-
mundsdóttir, f. 8.1. 1873 á
Vöðlum í Önundarfirði, d. 29.7.
1959 í Reykjavík. Systkini Hall-
dóru: 1) Ragnheiður, f. 25.10.
1902, d. 7.4. 1991. 2) Ingileif
Þuríður, f. 25.2. 1905, d. 31.10.
1906, 3) Ingileif Steinunn, f.
6.8. 1907. 4) Ólafur Eggert, f.
29.12. 1908, d. 15.2. 1993. 5)
Guðný Margrét, f. 6.6. 1913.
Auk þeirra ólust upp á Mosvöll-
um Þórhildur Þórðardóttir og
frændsystkini Halldóru þau
Guðmundur Ásgeirsson, Guð-
mundur Jónsson, Guðmundur
Pálsson og Sigríður Pálsdóttir.
Halldóra var tvo vetur á Al-
þýðuskólanum á Núpi í tíð séra
Sigtryggs eins og öll þau systk-
inh Hún starfaði við fiskvinnslu
á fsafirði og í Reykjavík,
en
Halldóra Ólöf Guðmundsdóttir
föðursystir okkar var höfðingleg
kona, ákveðin í skoðunum, fasið
reist og örlætið mikið. Gulllituð
ballerína til að festa í telpubarm og
sápa með dýrlegri ilman en áður
hafði fundist á æskuheimili okkar
tengjast henni í bemskuminningum
okkar. Dóra frænka var þá nýkomin
frá hinum miklu Sovétríkjum og
færði okkur bömunum þessar dýr-
indisgjafir. Sjálfsagt hafði hún í
huga að stelpan var að reyna sig í
ballett og strákurinn oft sveittur við
íþróttaiðkun, því hún fylgdist vel
með bróðurbörnum sínum og iðju
þeirra. Og manni var ekki sama um
álit Dóm frænku. Þannig hafði sín
áhrif setningin sem Dóra lét falla
þegar henni barst til eýma að bróð-
urdóttirin væri að syngja opinber-
lega ballöður á enskri tungu: „Ég
fékk gallspýting þegar ég heyrði að
hún Stína væri að syngja á amer-
ísku!“
Vissulega var kjallaraíbúðin á
Flókagötunni, þar sem Dóra bjó
ásamt Torfa og dóttursyni sínum
Halldóri Tjörva, hvorki stór né
íburðarmikil. En í minningunni eru
heimsóknimar þangað á höfðingja-
setur. Þannig vora viðtökurnar, fas
húsfreyjunnar og veitingarnar sem
fram voru reiddar. Barnaafmælin
hans Tjörva voru í sérflokki, þar
sem saman fór frjálsræði og fyrir-
fram skipulagðar athafnir sem
börnin kunnu vel að meta.
Þegar við vorum komin af barns-
aldri áttuðum við okkur á því að hún
frænka okkar lét sig ekki einungis
varða velferð og athafnir ættingja
sinna eða heimilisgesta. Atorku
sinni beitti hún líka í þágu verka-
fólks, var m.a. formaður netagerð-
armanna, og hélt ótrauð fram þeim
skoðunum á þjóðfélagsmálum sem
hún taldi best gæta hagsmuna al-
þýðufólks og verja sjálfstæði ís-
lenskrar þjóðar.
Halldóra var vel lesin, fróð og
skörp í hugsun. þrátt fyrir langa
dvöl á elliheimili fylgdist hún vel
með þjóðmálum og var fullgild í um-
ræðum um stjómmál líðandi stund-
ar. Það var einnig gjöfult að hlusta
á hana segja frá löngu liðnum tíma,
þar nutu áheyrendur bæði góðs
minnis hennar og markvissrar
framsetningar. Rúmlega níræð lýsti
hún fyrir okkur hreppsnefndar-
fundum í foreldrahúsum hennar á
Mosvöllum í Önundarfirði. Þá sá
hún svo til, unglingsstúlkan, að hún
fengi ætíð að uppvarta karlana því
hún vildi fylgjast með öllu sem þeir
vann síðar við neta-
gerð í Reykjavík og
var formaður Nót-
ar, félags netagerð-
armanna. Árið 1937
gerðist hún ráðs-
kona Torfa Her-
niannssonar (f.
1884, d. 1975) hús-
gagnasmiðs frá
Fremstuhúsum í
Dýrafirði og
bjuggu þau á Flóka-
götu 3 í Reykjavík.
Dóttir Halldóru og
Jónmundar Gísla-
sonar (f. 1907, d.
1978) togaraskipstjóra er Guð-
rún Jóna, f. 6.2. 1934. Maður
Guðrúnar er Aðalsteinn Þór-
ólfsson, f. 31.5. 1928, og búa
þau nú á Húsavík en áður í
Stórutungu í Bárðardal. Börn
Guðrúnar eru Halldór Tjörvi
Einarsson, f. 23.11. 1952, og
Gunnjóna Sigrún Hringsdóttir,
f. 28.2. 1954. Börn Guðrúnar og
Aðalsteins eru Anna Guðrún, f.
13.7. 1956, Torfi, f. 9.8. 1957,
Þórólfur f. 20.5. 1959, Jón-
mundur, f. 1.6. 1960, Trausti, f.
25.5. 1961, Dóra, f. 6.3. 1963 og
Sveinn, f. 13.12. 1968. Afkom-
endur Halldóru Guðmundsdótt-
ur eru 47 talsins.
Útför Halldóru verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
höfðu um málefni sveitarinnar að
segja og skemmtilegast var þegar
bændur tókust hressilega á um önd-
verðar skoðanir.
Að leiðarlokum viljum við fyrir
hönd okkar systkinanna þakka
Dóra frænku fyrir höfðingsskapinn
sem hún sýndi fjölskyldunni í Stór-
holti alla tíð og fyrir eiginleikana
sem gera okkur stolt af því að vera
ættmenni hennar. Við kveðjum
hana með vísu sem faðir okkar orti
eitt sinn til systur sinnar:
Ótal margt þökkum við, Dóra, í dag.
þig dvaldi aldrei hik,
það var sama hvað skeði.
Að miða við orku eða efnahag
var aldrei þér tamt,
það var skapið sem réði.
(Ólafur E. Guðmundsson)
Far þú í friði, kæra frænka.
Kristín Á. Ólafsdóttir,
Þorvaldur Ólafsson.
Hún Dóra frænka er dáin, rúm-
lega níræð. I mínum huga var hún
einstök kona, kvenskörangur.
Tæpitungulaust og sköralegt mál-
far hennar og handatiltektir - ef
mikið lá við - mun mér seint úr
minni líða, enda þoldi hún ekki hik
og roluhátt.
Ef henni blöskraði úrræðaleysi
og vesaldómur til verka, einkum
karlkynsins, kom gjarnan lýsingar-
orðið „mélráfa". Ekki vildi ég fá þá
einkunn hjá þessari móðursystur
minni, eins gott að standa sig. Þetta
viðhorf varð mér lærdómsríkt.
Hún ólst upp við sveitastörf á
Mosvöllum í Önundarfirði og þótti
snemma liðtæk. Meira var hún fyr-
ir verk og átök stráka en dútl smá-
telpna, sagði mamma mér.
Hún hafði fallega og eftirminni-
lega söngrödd og söng mikið eins
og þau systkini öll. Eftir barnaskól-
ann nam hún tvo vetur við hinn
ágæta skóla sr. Sigtryggs Guð-
laugssonar að Núpi í Dýrafirði, eins
og systkini hennar, sem þá var
fremur fátítt. Þau systkinin vora öll
virkir þátttakendur í ungmennafé-
laginu Bifröst, fundir þess vora
stundum haldnir í stofunni heima á
Mosvöllum og ein af fyrstu endur-
minningum mínum er einmitt söng-
ur og vikivakadans þeirra ung-
mennafélaganna þar.
Hún flutti fljótlega að heiman í
atvinnuleit en næst man ég einkum
eftir heimsóknum hennar vor og
haust og oftast dvöl í fáeinar vikur.
Hún hafði lært netaviðgerðir í
Reykjavík og um síldarvertíðina
vann hún á Siglufirði, í mörg sum-
ur.
Sína einu dóttur, Guðrúnu Jónu,
fæddi hún á Mosvöllum árið 1934
og um síldartímann var Gunna þar í
umsjá afa og ömmu og móður
minnar, sín uppvaxtarár.
Dóru var töm verkstjórn við
netavinnuna enda var hún fæddur
stjórnandi. Þegar að verkalýðs- og
félagsmálum kom naut skörungs-
skapur hennar sín vel og hún var
lengi formaður Nótar, félags neta-
gerðarfólks. Hún sat mörg Al-
þýðusambandsþing og mér var
sagt að hún hefði verið þar at-
kvæðamikil.
Hin síðari ár sín var hún heilsu-
lítil og dvaldi þá fyrst á heilsuhæli í
Hveragerði en síðan lengi á dvalar-
heimili aldraðra, Hrafnistu í Laug-
arási.
Eftirfarandi erindi, ort til Dóru,
eftir Halldór Kristjánsson frænda
hennar, lýsir vel þessari eftirminni-
legu konu:
Peir gömlu fara í fortíðina að rýna
þar festa í hugann ýmsar myndir sig,
þú vildir aldrei hálfVerk hafa að sýna
en heil og falslaus ganga æfistig.
Þú varst þú sjálf og sagðir meining þína
og svona vil ég alltaf muna þig.“
(H.Kr.)
Margar þakklátar minningar
koma upp í hugann er ég hripa
þessi kveðjuorð, hugulsemi og höfð-
ingsskapur þinn kom vissulega
fram í góðum gjöfum þínum til
þessa elsta systkinabarns þíns í
bernsku minni. Þökk sé þér
frænka. í of fáum heimsóknum
mínum til þín í Laugarásinn kom
glöggt í ljós þín andlega reisn og
óbrigðult minni, til hinstu stundar.
Þó þú fæddir aðeins eitt barn
sjálf eru afkomendur þínir nú orðn-
ir fjöratíu og sjö, myndar- og dugn-
aðai-fólk. Ég sendi þeim öllum sam-
úðarkveðjur og vona að atorka ætt-
móðurinnar verði þeim hvatning til
dáða um ókomin ár.
Valdimar Ólafsson.
BRAGI
INGÓLFSSON
+ Bragi Ingólfs-
son fæddist á
Húsavík 22. október
1947. Hann lést 11.
september síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá Húsa-
víkurkirkju 18.
september
Mig langar að minn-
ast Braga, tengdaföður
míns, sem hefði orðið
fimmtíu og eins árs í
dag, 22. október. Ég vil
þakka fýrir að hafa
fengið að kynnast þér og fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir okkur og þá
sérstaklega Braga og Arnar.
Það er varla að mað-
ur trúi því ennþá að þú
sért farinn frá okkur.
En ég vona að þér líði
vel þar sem þú ert
núna og minning þín
mun lifa.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta
skalt.
(V. Briem.)
Vertu sæll og guð
geymi þig.
Þinn tengdasonur
Marinó Önundarson.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
HERA NEWTON,
Garðatorgi 7,
Garðabæ,
andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 20. októ-
ber sl.
Stanley Páll Pálsson,
Sigríður Rut Stanleysdóttir, Hólmar Ólafsson,
Áslaug Líf Stanleysdóttir,
Sif Stanleysdóttir, Axel Örn Ársælsson
og barnabörn.
t
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN JÖRUNDARDÓTTIR,
Gullsmára 9,
Kópavogi,
lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði þriðjudag-
inn 20. október.
Helga Sigurbjörg Árnadóttir, Helgi Freyr Kristinsson,
Árni Freyr Helgason.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ARNBJÖRN ÓSKARSSON,
Gnitanesi 10,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 23. október kl. 13.30.
Hréfna Karlsdóttir.
Sigríður Arnbjarnardóttir, Ingimundur Sveinsson,
Anna Arnbjarnardóttir, Ólafur Erlingsson,
Óskar A. Oskarson, Karen Oskarson,
Guðmundur Á. Arnbjarnarson, Ástrún B. Ágústsdóttir
og barnabörn.
+
Faðir minn, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og
langafi,
JÓN BACHMANN GUÐMUNDSSON
bifvélavirki,
Fellsmúla 12,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á
morgun, föstudaginn 23. október, kl. 15.00.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem
vilja minnast hans, er bent á Krabbameins-
félagið.
Magnús Jónsson, Edda Pálsdóttir,
Guðrún Vilborg Guðmundsdóttir, Jónas Eysteinsson,
Hallfríður Guðmundsdóttir, Gunnar Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem veittu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
JÚLÍUSAR HALLDÓRSSONAR,
Ægisíðu 86,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar
11E á Landspltalanum.
Þórunn Gröndal,
Ingibjörg Júlíusdóttir, Jón Kr. Hansen,
Halldór Kr. Júliusson,
Lára V. Júlíusdóttir,
Sigurður Júlfusson,
Sigurður Konráðsson,
Áslaug Konráðsdóttir,
Anna Júlíusdóttir,
Þórunn Júlíusdóttir,
Pétur Benedikt Júliusson, Ellen Apalset
og barnabörn.
Ólína Guðmundsdóttir,
Þorsteinn Haraldsson,
Anna Eyjólfsdóttir,
Kolbrún Eggertsdóttir,
Karl Júlíusson,
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson,