Morgunblaðið - 22.10.1998, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 33
LISTIR
Jón Óskar
Eftir Jóhann Hjálmarsson
SKRIFAÐ í vindinn hét fyrsta
ljóðabók Jóns Óskars (1953) en
áður hafði komið frá honum smá-
sagnasafnið Mitt andlit og þitt
(1952).
Höfundarferill Jóns Óskars er fjöl-
breyttur þótt okkur sé tamast að líta á
hann sem ljóðskáld. Hann var meðal
helstu ljóðaþýðenda og þýddi líka minnis-
stæðar skáldsögur og leikrit, skáldsagna-
höfundur, smásagnahöfundur, ritgerða-
höfundur, ævisagnahöfundur og enn má
bæta við.
Minningabækur Jóns Óskars um ung
og upprennandi skáld og rithöfunda á
stríðsárunum og eftir stríð, meðal þeirra
Fundnir snillingar, Hernámsáraskáld og
Kynslóð kalda stríðsins, vöktu mikla at-
hygli. Léttur og leikandi stíll frásagnar-
innar var áberandi en undir niðri mátti
gi-eina nokkur vonbrigði og jafnvel
beiskju vanmetins bókmenntamanns og
skálds. Jafn fjölhæfur höfundur og Jón
Óskar fékk reyndar alla tíð að kenna á
því óréttlæti að verk hans náðu ekki til
nógu margra þrátt fyrir mikilvægt erindi
þeirra og aðgengileik. Seinast var hann ef
til vill farinn að sætta sig við þetta, bjóst
ekki við öðru.
Það er ljóst að Jón Óskar var meðal
höfuðskálda sinnar kynslóðar, þeirra sem
hann sjálfur tók af öll tvímæli um að
væru réttilega „atómskáld". Tveir þeirra,
Hannes Sigfússon og Sigfús Daðason, eru
einnig látnir og fáeinir eftir.
Ljóðstíll Jóns Óskars var frá upphafí
léttur og hljómrænn. Hann lærði margt
af frönskum skáldum, en átti eigin tón
sem alveg eins mætti kalla „þjóðlegan" ef
það skipth- einhverju máli að vera að búa
til skýringu eins og gagnrýnenda er sið-
ur.
Veröldin öll var aftur á móti yrkisefni
Jóns Óskars eins og segir í ljóðinu Þú og
veröldin, í mestu ljóðabók hans, Nóttinni
á herðum okkar (1958):
Þú gengur einn um stíginn, leggst í grasið
og heyrir fótatak þúsundanna að baki
trjánna, hlustar, leitar einnar raddar
en nemur aðeins hjartslátt þinn og finnur
að þú ert einn og veröldin er rödd þín
sjálfs og ríst á fætur, lyftir höfði
og skyggnist um og gengur einn um stíginn
og finnur hjartað slá í brjósti þínu
og heyrir fótatak þúsundanna að baki
hjartslætti þínum, gengur einn um stíginn
og leitar þess sem hvergi fínnst, og staldrar
á götuhomi, skyggnist milli trjánna
í leit að augum sem þú hélzt í svipinn
að hefði brugðið fyrir milli trjánna,
og veizt um leið að augu þessa heims
eru augu sjálfs þín, veröldin þín rödd,
og tilgangslaust að skyggnast um og hlusta
í hverja átt, þú gengur einn um stíginn.
Maðurinn yengur vissulega einn en í
huga Jóns Oskars var það ríkt að sjá
heiminn og alla menn í einu samhengi eða
einingu og hvort tveggja vildi hann bæta.
í síðustu ljóðabók sinni, Hvar eru
strætisvagnarnir? (1995) yrkir hann í lok-
in um ný ljóð og nýja drauma en þá var
ekki að fínna í mannauðri, ljóslausri og
strætisvagnalausri Reykjavík draumsins
þar sem auðnin og tómið minnti á súrreal-
99 Maðurinn gengur vissu-
lega einn en í huga Jóns
✓
Oskars var það ríkt að
sjá heiminn og alla menn
í einu samhengi eða ein-
ingu og hvort tveggja
vildi hann bæta. u
íska mynd eftir Chirico. í þessari
bók er að finna ljóð eins og Stúlk-
an og hafið, Töfrabrögð og Ljóð
um París þar sem skáldið nær að
tjá sannindi lífsins í afar einföld-
um ljóðum sem leyna á sér, segja
raunar allt sem þarf að segja í
ljóði.
Smásögur Jóns Óskars, einkum
hinar fyrstu eins og Maður á
kvisti - kona á miðhæð, Symfonia
pastorale og Ég, barnið, hundur-
inn, svo að einhverjar séu nefnd-
ar, eru í senn merkilegar og ný-
stárlegar. Ferðasögur hans, til
dæmis Páfinn situr enn í Róm
(1964), eru í senn skrifaðar af
góðri list og lærdómi og eru
„menningarblaðamennska" af
sjaldgæfu tagi.
Við Jón Oskar kynntumst á
sjötta áratugnum þegar við sátum
í ritnefnd Birtings. Þrátt fyrir ald-
ursmun og stundum smá ágrein-
ing urðum við góðir vinir og skrif-
uðumst á þegar báðir voru í út-
löndum, hann í París en ég í öðr-
um bæjum. Þessi bréfaskipti
skiptu að minnsta kosti mig miklu
máli því að í bréfum Jóns Óskars
talaði hinn reyndari og staðfastari
en í mínum ríkti óvissan og öng-
þveitið ofar öllu.
I öllum bókum Jóns Óskars er
mannúðarstefna ofarlega á baugi og hann
óttaðist ýmiss konar tortímingaröfl og af-
mennsku. Það var ekki út í bláinn að loka-
ljóðið í Skrifað í vindinn endar á ósk og
hvatningu, voninni sem hann lagði svo
mikið upp úr: „Að þið fengjuð að lifa í
fidði/ að þið megið sofa að þið megið vaka/
að þið megið haldast í hendur/ að þið meg-
ið unnast hvítir svartir gulir/ að þið fengj-
uð að lifa í friði.“
Eins og svo margar aðrar óskir var
þessi skrifuð í vindinn. En skáldskapur
Jóns Óskars mun lifa.
Litir: Dökkqrænt, jökulblátt,
grábrúnt, blátt
Stærðir: M-XL
Verð kr. 9.900,-
GonverTible bunui ^
Hlýjar og liprar
Litir: Svart, beige ^
Stærðir: S-XL < .
Verð kr. 5.900,- * ^ \
illiilliiilill®
v ' ' ii
■aMMi
:SBi iifflíiiii
heill anorakur
Litir: Blátt, svart, grátt,
dökkorange
Stærðir: S-XL
Verð kr. 11.900,-
uPIUIIÖ II renndur jakki
Litir: Hvítt/blátt, Svart/grátt
gult/fjólublátt
Stæroir: S-XL
Verð kr. 11.900,-
Down iacket - Dunulpa
Litir: Örange, Dökkblátt, karrígult
URVAL AF: HÚFUM, VETTLINGUM,
EYRNABÖNDUM, ÚTIVISTARFATNAÐI,
ÚTIVISTARSKÓM OG ÖLLU, SEM ÞÚ
ÞARFT TIL AÐ HALDA Á ÞÉR HITA I
VETUR!
Fitness Shoþ
Skeifunni 1 9 - S. 568 1 71 T
jjÉf'Ji ■ ' 1
K j m 1