Morgunblaðið - 22.10.1998, Side 49

Morgunblaðið - 22.10.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 49^ I i 1 I j 1 I AÐSENDAR GREINAR „Þetta er ekkert flókið“ Lítil samanburðarsaga: ,Segjum svo að ég eigi jörð á Norðurlandi en hafí ekki haft möguleika á að nýta hana sökum þess að mig skortir nauðsynleg tæki til þess. Nú kemur til mín maður sem vill fá að nýta jörðina og telur sig eiga rétt á því vegna þess að hann hefur yfir áður- gi’eindum tækjum að ráða. Eg segi manninum að hann geti feng- ið að nýta jörðina en að því til- skildu að hann greiði mér fyrir nýtinguna. Hann bregst reiður við og segir að hann hafí alls enga möguleika á því vegna þess að hann standi í svo miklum kostnaði vegna viðhalds á tækjunum auk annars kostnaðar. Auk þess njóti ég góðs af þessu öllu saman því hann borgi af þessu skatt og skyldur og þetta sé atvinnuskap- andi o.s.frv. Nú, ég vil engan veg- inn sætta mig við þessi málalok enda eigi ég jörðina og geti því ekki betur séð en að ég eigi ský- lausan rétt á einhvers konar greiðslum vegna nýtingar hennar. Maðurinn bregst hinn æfasti við þessari yfírlýsingu minni og vill meina að með þessu sé ég að vega að íslenskum landbúnaði og ís- lensku atvinnulífi í heild og að ég og mínir líkar séu þeir sem séu að brjóta niður íslenskan landbúnað og atvinnulíf og ég veit ekki hvað og hvað. Mér finnst nú maður þessi kominn svolítið út fyrir efnið þar sem ég var eingöngu að benda á rétt minn sem eiganda jarðar- innar á einhvers konar greiðslum fyrir nýtingu annars aðila á henni. En hann situr sem fastast við sinn keip og neitar því með öllu að hon- um beri að greiða mér eitthvað fyrir nýtinguna en viðurkennir þó að ég sé vissulega réttmætur eig- andi jarðarinnar." Þetta er það sem er uppi á ten- ingnum í dag hvað snýr að deil- unni um hvort setja eigi á ein- hvers konar veiðileyfagjald eður ei. I fyrstu grein fiskveiðistjórn- unarlaganna segir: „Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign ís- lensku þjóðarinnar. Markmið laga þessai’a er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Uthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði ein- stakra aðila yfir veiðiheimildum." Lögum samkvæmt eru auðlindir hafsins því sameign þjóðarinnar og eignarréttui; hennar því alger- lega skýlaus. í 67. gr. stjórnar- skrárinnar stendur ennfremur: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almennings- þörf krefji; þarf til þess lagafyrir- mæli, og komi fullt verð fyrir.“ Nú er það svo að þjóðin hefur verið skylduð til þess að láta af hendi sameign sína. Almenningsþörf krefst þess ekki og ef almennings- þörfin krefst einhvers í þessu máli er það að sanngjarnt og rétt verði að málum staðið. Hins vegar eru því miður til staðar lagafyrinnæli um framsal eignarinnar. Það breytir þó því ekki að skýrar laga- lega forsendur eru fyrir því að þjóðinni skuli greitt að fullu fyrir nýtingu sameignar sinnar. Stang- ist önnur lagaákvæði á við það ber þeim að víkja fyrir stjórnarskrár- ákvæði þessu. Það er svo að skilja á útgerðarmönnum að þeir annað- hvort hafi ekki möguleika á að greiða veiðileyfagjald í einhverri mynd, vegna þess að þeir standi í svo miklum kostnaði vegna út- gerðarinnar, eða þá að slíkt sé bara hreinlega út í hött að þeirra mati, vegna þess að þjóðin njóti svo góðs af þessu öllu saman þeg- ar upp er staðið. Þeir hafa síðan viljað snúa umræðunni í það að út- gerðin sé vanmetin af íslensku Ef einhver nýtir annars eign, segir Hjörtur J. Guðmundsson, er sjálf- gefíð að fyrir nýtinguna sé greitt. þjóðinni, þ.e. þeir virðast vilja meina að með kröfu þjóðarinnar um greiðslur fyrir nýtingu sam- eignar hennar sé þjóðin að gefa í skyn að íslensk útgerð sé ekki eins mikilvæg þjóðinni og hún er. Is- lensk útgerð er vissulega undir- staða íslensks atvinnulífs en það er bara ekki það sem umræðan snýst um. Umræðan snýst um það að þjóðin á skýlausan og lagalegan rétt á greiðslum vegna nýtingar á sameign hennar. Hitt er síðan allt annað mál. Ef einhver á einhverja eign og annar aðili nýtir hana þá á viðkomandi rétt á greiðslu fyrir nýtinguna fari hann fram á slíkt. Þetta er ekkert flókið. Meira að segja útgerðarmennirnir vita þetta. Málið er bara að þeim líkar eðlilega við fiskveiðistjómunar- kerfið eins og það er í dag enda er það algerlega þeim í hag. Þeir líta væntanlega á hvers kyns veiðileyfagjald sem auka- skattlagningu. Þeim finnst sjálf- sagt nóg að borga bara sína skatta og skyldur og þá sé samviskan hrein. En eins og allir vitibomir menn vita þá tíðkast það alls staðar í heiminum að menn verða að greiða fyrir hráefnið til framleiðslu sinnar. „Það er ekkert ókeypis í þessum heimi,“ sagði einhver. Ef það væri nú svo að það tryggði manni einhvern nýtingarrétt á auð- lindum í eigu þjóðarinnar að borga bara sína skatta og skyldur þá gæti sérhver borgari þessa lands að sama skapi safnað til þess fjár- magni og skroppið síðan upp á há- lendið og virkjað svo sem einn foss sí svona og stórgrætt síðan á raf- orkusölu!?? Þessir menn hafa þó ekki hugsað sér að hella sér út á þann markað? Það væri öragglega hægt að fá löggjafann til að setja lög sem heimiluðu slíkt fyrst hann staðfesti blessuð fiskveiðistjómar- lögin. Það væri gaman að vita fyrir alvöra hvemig blessaðir útgerðar- mennimir hugsa þetta. Kerfið er náttúrlega algerlega þeim í hag og þjónar þeiiTa hagsmunum út í ystu æsar og væntanlega er það einmitt það sem ræður ferðinni og hugs- anahættinum hjá þeim. Röksemda- færsla þessara manna hefur nú ekki verið svo gáfuleg upp á síðkastið; reyndar ekki frá upphafi. Rökhugsun manna vill skiljanlega fara svolítið úr skorðum þegar hagsmunimir blinda þeim alger- lega sýn. Síðasta stóra útspil þess- ara aðila var að kaupa upp heilu síðumar í Morgunblaðinu og draga þar til allt um það hvað útgerðin skipti þjóðina miklu máli o.s.frv. o.s.frv. sem er alveg heilagur sann- leikur en um það snýst málið bara ekki. Þó svo sjávarátvegurinn sé undirstaða atvinnulífs Islendinga þýðir það ekki að þeir eigi rétt á einhvei’jum sérstök kjöram, und- anþágum og hvað þá gjöfum. Því mætti síðan bæta við hér að lokum að fyrrgreint útspO útgerðarmanna - er mjög vinsæl aðferð ýmissa auð- valdsmanna þegar þeir fyllast ör- væntingu og finnst þeir vera að missa tökin á einhverju. Síðasta dæmi um þetta var í síðustu for- setakosningunum þegar keyptar vora ófáar síðurnar í Mogganum á lokaspretti kosninganna vegna þess að kaupendunum líkaði ekki frambjóðandinn sem allt benti til að væri að sigra í kosningunum. Þó er sá munur á þessu að í því tilfelli var um að ræða ófrægingu á hend- ur frambjóðandanum en nú er ein- *. göngu um lofsyrði að ræða og öll- um óþægilegum staðreyndum sleppt. Þetta fer auðvitað allt eftir því hvort það er viðkomandi kaup- endum í hag að nota lof eða níð. En nóg um það. Utgerðarmennirnir hafa auðvit- að engan áhuga á því að breyta kerfinu og munu því væntanlega neyta allra ráða til að verja núver- andi ástand. En það breytir því ekki að kerfið eins og það er í dag er með engu móti sanngjarnt. Það ættu allir með heilbrigða skynsemi að sjá. Ekki er þó ætlunin að fara frekar út í þetta. Nóg er að útgerð- armennirnir virðast eiga eitthvað erfitt með að halda sig við efnið. Sumum gæti þótt þetta allt ein- um of mikO einfóldun, en í grannat- riðum er þetta svo sannarlega svona. Það sem togast á í þessari deilu era einfaldlega hagsmunir einstakra aðila annars vegar og það sem er rétt og sanngjamt hins vegar. Þetta er bara staðreynd og þetta era flestir tilbúnir að sam- þykkja, þ.e. svo framarlega að þeir séu ekki bundnir í báða skó af eigin hagsmunum. Höfundur er laganemi. '*■' allabouteyes"-' En fyrsl er a5 undirbúo verkið vel með nýjq All About Eyes óður en fjörið byrjar. Þetta létta kremgel styrkir húðina og dregur úr dökkum baugum og linum. Það mildor skugga kringum augun svo það verður bjartara yfir þeim, eflir rakavernd húðarinnar og byggir upp fyrir framtíðina. lSml 2.815 kr. Af hverju á fjörið bara að vera á vörunum? Hjá Clinique finnst okkur kominn tími til að augun fai líka að komast í fjörið. Sjáið bara nýju augnskuggastiftin, Smudgesides. Þau eru eins og „varalitur" fyrir augun, líta eins út og renna mjúklega á - og tolla á við bestu varaliti. Þessir „varalitir" eru í fallegum, augnvænum litum, allt frá himinbláu yfir í Ijósbleikt. Til að blanda og setja saman. Til að leika sér með. Smudgesides, 2,2 g 1.520 kr. Ráðgjafi frá Clinique verður í versluninni Söru í dag og á morgun (Sara Bankastræli 8, sími 551 3140 gjNlQUt ■00% ilmefnalaust Útsölustaðir: Meíríháttar barnafatnaður irá /ms) K I D 5 Wear APfP.OVED E5y C HtLDREN ROLLINGAR, KRINGLUNNI. ÓLAVÍA & ÓLIVER, GLÆSIBÆ. BARNAHEIMAR, SIÐUMÚLA 22. SPÉKOPPAR, HVERAFOLD OG LAUGAVEGI 35. EMBLA, HAFNARFIRÐI. OZONE, AKRANESI. LEGGUR OG SKEL, ÍSAFIRÐI. HANS OG GRÉTA, SAUÐÁRKRÓKI. KÁTIR KRAKKAR, AKUREYRI. VERSLUNIN KARÓLÍNA, HÚSAVÍK. SENTRUM, EGILSSTÖÐUM. LÓNIÐ, HÖFN. MOZART, VESTMANNAEYJUM. GRALLARAR, SELFOSSI. PALOMA, GRINDAVÍK. www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.