Morgunblaðið - 22.10.1998, Side 50

Morgunblaðið - 22.10.1998, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR Enn talar þjóðin ÞÁ HEFUR þjóðin enn og aftur tjáð hug sinn í hvalveiðimálinu. Skoðanakönnun framkvæmd af Gallup á íslandi í þessum mánuði sýnir meira en 80% fylgi meðal landsmanna fyrir því að hefja hvalveiðar að nýju. Aðeins um 10% landsmanna lýsa and- stöðu við hvalveiðar í sömu könnun. Niðurstaðan er á sömu nótum og verið hefur í skoðanakönn- jm unum undanfarin ár. Það er ekki eins og þessi niðurstaða sé eingöngu bundin við almenning heldur er hún studd af flestum ef ekki öllum hagsmuna- samtökum sem tengj- ast sjávarútvegi, hvort sem um er að ræða samtök vinnuveitenda eða samtök launþega. Flest hafa þau ítrekað lýst yfir eindregnum stuðningi við þá stefnu að hér eigi án tafar að hefja hvalveiðar að nýju. Mjög lík- legt verður að teljast að mikill meirihluti sé fyrir þessu máli á Alþingi. "' En þessi almenna skoðun og vilji hefur ekki dugað til. Nú hafa 12 þingmenn úr fjórum stjórnmála- flokkum lagt fram þingsályktunar- tillögu um að hvalveiðar skuli leyfð- ar hér við land frá og með árinu 1999 á þeim tegundum og innan þeirra marka sem Hafrannsókna- stofnunin hefur lagt til. Þessi til- laga er ekki ný af nálinni, hún hefur verið borin upp áður að hluta til af sömu flutningsmönnum. Ár eftir ár hefur því verið borið við að málið sé svo seint fram komið að ekki ynnist tími til að Ijúka því. Hvort sem það er nú rétt eða ekki á það alls ekki við nú. Með því að leggja fram til- löguna á fyrstu dögum þingsins er ljóst að flutningsmönnum er full al- vara með að í þetta sinn verði hval- veiðimálið til lykta leitt á Alþingi. Til að fylgja eftir opinberri stefnu stjórnvalda um að hvalveiðar skuli ein- hvern tíma hafnar að nýju hlýtur að vera styrkur fyrir ráðherra að hafa í farteskinu vilja Alþingis í málinu. Skynsamlegar sjávarnytjar snúast um að nýta auðlindir hafsins með sjálfbær- um hætti. Það er við- urkennt á alþjóðavett- vangi að sjálfbær nýt- ing dýrastofna sé eðlileg og oft nauðsynlegur þáttur til að viðhalda jafnvægi í lífkeðjunni. Skynsamlegar sjávar- nytjar, segir Jón Gunn- arsson, snúast um að nýta auðlindir hafsins, með sjálfbærum hætti. Það er okkur Islendingum lífs- nauðsynlegt að viðhalda jafnvægi í lífkeðjunni í hafinu. Það gerum við ekki með því að láta stofna sjávar- spendýra vaxa óhindrað og ekki í samhengi við aðra stofna sem við nýtum. Það verður okkur alltof dýrt þegar upp verður staðið, það gengur einfaldlega ekki upp. Alþjóðaumhverfið gagnvart hvalveiðum er að breytast. Alþjóða hvalveiðiráðið er sökkvandi skip sem með hroka- fullri og óraunsærri stefnu sinni er að sigla í strand. Þetta sjáum við m.a. á þeim viðhorfsbreyting- um sem urðu hjá samstarfsþjóðum okkar innan Nammco á síðasta ársfundi þess og þeim áhuga, sem þjóðir sem eru fylgjandi skynsam- legri nýtingu á dýrastofnum, hafa á að feta í fótspor okkar og stofna svæðisbundin samtök til að taka sameiginlegar ákvarðanir um af- rakstursgetu stofna. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur Is- lendinga í Ijósi þess að nú heyrast raddir vestur í Bandaríkjunum um að afnema beri ákvörðunarrétt strandríkja á nýtingu fiskistofna og stofnað skuli eitthvert alþjóða fiskveiðiráð sem úthluti veiðiheim- ildum. Það sjá það allir í hendi sér hvaða áhrif það hefði fyrir okkur Islendinga ef þessi viðhorf réðu ferðinni. Það er iöngu tímabært að Alþingi lýsi afstöðu sinni til hvalveiða við ís- land. Engin haldbær rök hafa kom- ið fram í þessu máli sem réttlæta aðra málsmeðferð. Það er kominn tími til að við nýtum rétt okkar til að ákvarða nytjar þeirra stofna sem nauðsynlegt er til að viðhalda jafn- vægi í lífkeðju sjávarins. Sú ákvörðun felur einnig í sér aðgerð sem er til þess fallin að verja full- veldisrétt okkar sem ekki eingöngu varðar hvalveiðar heldur mun stór- kostlegri hagsmuni. Við gerum það best með því að vera samkvæm sjálfum okkur en ekki með því að slá ákvörðun stöðugt á frest. Höfundur er formaður Sjíívíirnytjti. Jón Gunnarsson Fullunnum sérauglýsingum, sem eiga að birtast á sunnudögum þarf að skila fyrir klukkan 16 á föstudögum. Atvinnu-, rað- og smáauglýsingum, sem eiga að birtast á sunnudögum þarf að skila fyrir klukkan 12 á föstudögum. JNtwjpittMaMfr AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Er serkennslan ranglæti? HVAÐ veldur því að réttur nemenda til sér- kennslu er ekki lengur lögboðinn? Hvað veld- ur því að grundvallar- breytingar hafa orðið í grunnskólalögum frá 1995 þannig að þar er útrýmt öllum ákvæð- um um sérkennslu? Ný skólastefna: heiltæk? Hugmyndafræðina má relqa til skóla- stefnu sem af fylgjend- um sínum er nefnd heiltæk. I stuttu máli byggist hún á því að það sé réttlátt að líta svo á að allir nemendur séu alltaf jafnir. Allir nemendur eigi rétt á að stunda nám í sínum heimaskóla. Allir nemendur eigi rétt á að vera með jafnöldrum sínum í bekkjar- deild alla sína skólagöngu. Állir nemendur eigi sama tækifæri til náms, séu samstiga í námi og verði jafnir þátttakendur í bekkjarstarfi þótt þroski, geta og hæfileikar séu mismunandi. Allir nemendur eigi rétt á sömu markvissu kennslunni og félagstengslum inni í bekk. Allir kennarar tileinki sér sömu viðhorf, sömu vinnubrögð og sömu kennsluaðferðir. Sérkennsla - nei, takk! Talsmenn heiltæku skólastefn- unnar gera ekki ráð fyrir sér- kennslu og sérkennurum. Þvert á móti: þeir leggjast gegn sérkennslu og segja: sérkennsla er óæskileg fyrir nemendur, kemur sér illa fyrir almenna kennara og - ekki síst: er dýr. Nemendur: Talsmenn heiltæku skólastefnunnar eru á móti því að nemendur fái sérkennslu. Þeir halda því fram að sérkennslunem- endur fái einstaklingsnámskrá sem einungis taki mið af takmörkunum þeirra. Þeir missi af bekkjar- kennslu og félagstengsl þeirra rofni. Þeir séu ofverndaðir, verk- efni þeirra einfölduð og til þeirra séu gerðar litlar námskröfur. Sér- kennslan komi þeim því ekki til góða og geti jafnvel skaðað þá. Þeir séu flokkaðir, greindir eftir fötlun- um og stimplaðir. Allt verði þetta til þess að nemendunum finnist þeir öðruvfsi en aðrir. Talsmenn þessar- ar skólastefnu halda því fram að sérkennsla mismuni nemendum - ekki aðeins þeim sem njóti hennar heldur einnig þeim sem ekki fái hana - vegna þess að öllum nem- endum mundi ganga betur ef þeir fengju aukna aðstoð. Kennarar: Talsmenn heiltæku skólastefnunnar halda því fram að vera sérkennara í almennum skól- um geri almenna kennara óörugga. Þeir telji sér trú um að þeir geti ekki kennt öllum nemendum í getu- blönduðum bekkjum og varpi frá sér ábyrgðinni á erfiðustu nemend- unum til sérkennaranna. Þetta sé þó ástæðulaust því almennir kenn- arar búi í raun yfir nægri þekkingu og færni sem þeir nýti ekki til fulls í mjög getublönduðum bekkjum. Al- mennir kennarar þurfi því aðeins að leggja sig betur fram og verða markvissari. Það sé ekki nemand- ans sök þótt hann nái ekki tilætluð- um árangri heldur sé það vísbend- ing til kennarans um að hann þurfi að endurbæta kennsluna. Peningar: Talsmenn heiltæku skólastefnunnar segja sérkennslu dýra. Fénu sé betur varið beint til skólanna til umbóta og betri skipu- lagningar sem komi öllum nemend- um til góða. Sérhjálp er ranglæti Talsmenn heiltæku skólastefn- unnar halda því fram að sérkennsla geti nýst öllum nemendum, jafnt þeim sem best gengur og hinum sem eiga í mestum erfiðleikum. Þess vegna sé það ranglæti að láta aðeins fáa njóta sérkennsl- unnar. Allir saman - alltaf Nú þegar er veru- lega lagt á bekkjar- kennara og sérgreina- kennara í getublönduð- um bekkjum - jafnvel þótt sérkennara njóti við. Heiltæk skóla- stefna segir: burt með sérkennarann og inn með alla nemendur - líka þá sem mestrar sérkennslu þarfnast! Með þessum hætti mun getu- breiddin í nemendahópnum aukast að miklum mun og bekkjarkennar- Hvað veldur því, spyr Ragna Freyja Karls- dóttir, að réttur nem- enda til sérkennslu er ekki lengur lögboðinn? inn þarf að sinna hverjum og einum eftir þeirra þörfum - eins og hann hefur alltaf gert. Sumum gengur mjög vel og þeim þarf hann að finna viðbótarverkefni og styðja þá svo að hæfileikar þeirra nýtist til hins ýtrasta - eins og hann hefur alltaf gert. Sumum þarf að að sinna einstaklingsbundið í verulegum mæli - eins og hann hefur alltaf gert. Til viðbótar koma nemendur sem eiga í slíkum erfiðleikum að þeir þurfa manninn með sér meira og minna allan skólatímann til að geta tekið minnstu framförum. Hvað þarf til? Allir kennarar verða að skipu- leggja kennslu sína á nýjan hátt, undirbúningurinn verður mun tímafrekari og kennslustarfið sjálft enn meira krefjandi. Ohjákvæmilegt verður að fækka í bekkjardeildum. Hugsanlegt er að taka upp tveggja kennara kennslu allan skólatímann. Það er til þess að eng- inn kennari sérmerkist við það að hann kenni sérstökum nemendum - því slíkt kallar sértæka skólastefn- an mismunun. Fyrst og fremst hlýtur þó að þurfa að leggja áherslu á aukna menntun kennara. Inn í hana hlýt- ur að þurfa að bæta eins til tveggja ára námi í sérkennslufræðum - eða hvað? Hvað er næst? Það er Ijóst að talsmönnum þess- arar heiltæku skólastefnu hefur orðið verulega ágengt í fræðslu- kerfinu. Sérkennslu hefur verið útrýmt úr grunnskólalögum og starfsheiti sérkennara er ekki að finna í lögunum um starfsheiti frá því í júní á síðasta sumri! Nemend- ur eiga ekki lengur lögvarinn rétt til sérkennslu! Viljum við þetta? Hvar tengist þessi heiltæka skólastefna raunveruleika grunn- skólakennarans, nemandans og for- eldranna? Hvernig lítum við al- mennt á þá hugmyndafræði sem vill láta þann nemanda, sem best gengur í námi og leik, og hinn, sem á í mestum erfiðleikum, sitja við sama borð? Ekki megi aðstoða þann sem lakar gengur því þá sé réttur brotinn á hinum! Er það þetta sem við köllum réttlæti? Höfundur er sérkennari barna og unglinga sem eiga í tilfínningaleg- um og geðrænum erfiðleikum. Ragna Freyja Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.