Morgunblaðið - 22.10.1998, Side 44

Morgunblaðið - 22.10.1998, Side 44
' 44 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR NÝLEGA heyrði ég í fréttum að umboðs- maður barna á Alþingi hefði kallað íslensk ungmenni til fundar um einelti. Með frétt- inni fylgdi að einelti í t skólum ykist og kenn- arar horfðu oft hjálpar- lausir upp á eða tækju jafnvel þátt í aðförun- um sjálfir. Þetta hryggir mig; upplýst nútímaþjóðfélag ætti ekki að þurfa að þola slíkt. Sjálf þurfti ég að þola einelti í Austur- bæjarskóla, frá árun- um 1981-1989. Ég þorði ekki í skólann á morgnana, ég þorði ekki út á leikvöllinn í frímínútunum, ég þorði ekki einu sinni að fara ein- sömul heim til mín því að alls stað- ar beið óvætturin: hópur stráka •' sem fannst það vera svalt að níðast á vamarlausum. I þessari frétt var einelti kynskipt á þann hátt að stelpur yrðu fyrir stríðni og strák- ar væru frekar barðir. Það er ekki mín reynsla. Ég var svo óheppin að verða snemma kynþroska og þurfti því að þola kynferðislega áreitni og niðurlægingu af hendi skólasystk- ina minna, jafnvel ókynþroska kyn- systra minna. Uti á leikvelli var ég barin og húfum, vettlingum og treflum stolið af mér. Arásirnar voru ekki eingöngu bundnar við skólalóðina því að ég var ekki óhult á leiðinni heim úr skólanum; ég gat hvenær sem er átt von á fyrirsát á ólíklegustu stöðum. Hvað gerði fullorðna fólkið? Það hef ég enn ekki fengið að fullu útskýrt en ég fékk snemma að heyra að strák- arnir væru bara skotnir í mér og þetta myndi líða hjá. Einnig fékk ég að heyra að ég yrði að vera dá- lítið ákveðin við krakkana en það er ekki auðvelt þegar heilir hópar ráðast á mann með barsmíðum og hrópum. Aðeins einu sinni fékk ég liðsinni kennara gegn barsmíðun- um. Ég kom grátandi heim úr skólanum annan hvern dag. For- eldrar mínir og kenn- arar vissu um þetta vandamál en engu er líkara en að ekkert hafi verið aðhafst því að eineltið hætti ekki fyrr en ég byrjaði í menntaskóla. Einelti líður ekki hjá. Þegar einn er byrjaður fylgja fleiri fordæmi hans, það myndast ákveðin hefð fyrir að níðast á til- teknum einstakling- um sem skera sig^ á einhvern hátt úr hópnum. Ég hafna því alfarið að strákar berji stelpur af því að þeir séu skotnir í Enfflnn ætti að horfa framhjá þeim sálrænu afleiðingum, segir Kristín Vilhjálmsdótt- ir, sem einelti hefur á þolendur. þeim - í mínum huga jafngildir það því að segja að menn hafi sjálf- sagðan rétt til að berja eiginkonur sínar. Þeim kennuram sem taka þátt í einelti eða horfa aðgerða- lausir upp á það skyldi umsvifa- laust vikið frá: þeir eru augljóslega ekki starfi sínu vaxnir og þurfa sjálfir á hjálp að halda. Gerendur sem slíkir eiga við sín vandamál að stríða og taka reiði sína og mátt- leysi út á þeim sem minnst mega sín meðal jafningja sinna: skólafé- laganna. Þegar ráðist er beint að viðkvæmustu líkamshlutum ómót- aðs einstaklings og miskunnar- laust klipið, káfað, barið og upp- nefnt er hæpið að hann komi óskaddaður úr slíkri eldraun. Fái maður að heyi’a að maður sé ljót- ur, feitur, leiðinlegur og heimskur fer maður smátt og smátt að trúa því sjálfur og dregur sig inn í skel sem erfitt getur verið að komast út úr aftur. Efasemdir um eigið gildi, þunglyndi og sjálfsvígshugleiðing- ar fylgja ósjálfrátt í kjölfarið. Þessu mynstri er ekki auðvelt að komast út úr. Reyndar leyfi ég mér að efast að nokkur þolandi eineltis bíði þess bætur - hversu „saklaust“ sem það er eða hversu lengi það stendur yfir. Mér kom nokkuð á óvart að ekki skyldi vera til einn einasti sjálfs- hjálparhópur fyi-h- þolendur einelt- is hér á landi. Nú eru slíkir hópar til fyrir þolendur kynferðislegs of- beldis og uppkomin börn alkókólista, svo dæmi séu tekin. Ég neita að skammast mín lengur fyr- ir þessa sára reynslu, ég neita að vera feimin, þögul mús sem læðist meðfram veggjum í þeirri von að enginn sjái mig. Ég veit fyrir víst að til era margir einstaklingar sem orðið hafa fyrir svipaðri eða sömu reynslu og mér finnst full þörf á sjálfshjálparhópi fyrir okkur sem eigum um sárt að binda vegna ein- eltis. Slíkir hópar hafa gefið góða raun og óska ég eftir að heyi-a í fleiram um þetta málefni. Það er fjarri mér að ætla að koma með lausn á þessu félagslega vandamáli - til þess hef ég ekki bolmagn. Hins vegar er ljóst að aðgerða er þörf fyrr en seinna. Það líður vart sá dagur að ég þurfi ekki að horfast í augu við afleið- ingarnar. Mér finnst ég endalaust þurfa að réttlæta sjálfa mig fyrir öðrum, mér er ákaflega mikið í mun að koma vel fyrir og útlitið skiptir mig öllu máli. Mér finnst ég ekki geta hitt og þetta - finnst ég ekki vera nógu gáfuð eða nógu mikils virði. Mér líður illa í fjöl- menni. Skelin góða er aldrei langt undan. Ég hef engu gleymt og fæstum fyrirgefið enda hefur eng- inn beðið mig afsökunar á nokkr- um hlut - og þykir sjálfsagt engin ástæða til, við vorum jú „bara krakkar og krakkar geta verið svo grimmir". Ég óska ekki nokkurri manneskju að þurfa að ganga í gegnum sama helvíti og ég hef gert, því ákalla ég þjóðina alla að taka á þessu vandamáli nú þegar. Okkur ber skylda til þess, þetta eru okkar börn. Höfundur er enskuncmi við HÍ. Nokkur orð um einelti Kristín Vilhjálmsddttir Tvöfaldan asna með lambinu MIG langar að stinga mér aðeins til sunds í hið straum- þunga fljót sem skilur á milli þeirra sem smjatta áfergjulega á góðu borðvíni og dá- sama vínmenninguna og hinna sem básúna bindindi og segja menn feiga ef þeir taka fyrsta sopann. Tilefnið má rekja til játningar gam- als vinar og bekkjar- bróður, Skapta Hall- grímssonar, hér í blað- inu nýverið (Mbl. 3. okt. 1998) og skoðana- skipta hans og bindind- ismanna síðsumars og á haustdög- um. Að vísu hafa þeir síðarnefndu Þótt fráleitt kunni að virðast þá er til líf án áfengis, segir Stefán Þór Sæmundsson, og það líf er ekki litað af eymd og volæði, eftir- sjá eða öfund. verið heldur rislitlir en félagi Skapti á hinn bóginn flogið hátt og fimlega yfir lendur víns og rósa. Mikið vín hefur runnið um kverk- ar síðan við Skapti vorum í æði fjör- ugum bekk í Menntaskólanum á Akureyri. Ekki þykir mér hyggilegt að rifja þá tíð upp hér en við félag- arnir getum þó ábyggilega verið sammála um það að slíkur lifnaður er ekki til fyrirmyndar. Síst af öllu ef menn halda þessu rugli áfram eftir að þeir verða ráðsettir fjöl- skyldumenn. Þá er eins gott að drífa sig í því að þroskast og axla ábyrgð. Sumum tekst þetta, öðrum ekki. Eflaust koma virðing, skyn- semi og sjálfsagi þar nokkuð við sögu (sbr. grein Skapta) en einnig sú staðreynd að sumir þróa með sér sjúklega fíkn. En er nokkuð nauð- synlegt að taka áhætt- una? Þurfa allir að drekka áfengi? Ég er Skapta hjart- anlega sammála um það að þær predikanir eru úreltar sem segja einstaklinginn kalla sjálfkrafa yfir sig eld og brennistein ef hann tekur fyrsta sopann; hann geti ekki hætt og fljóti sofandi að feigðarósi. Við lifum í þróuðu upplýsingasam- félagi og vel menntuð æskan veit að hinn al- ræmdi fyrsti sopi mun ekki steypa þeim í glötun þótt reyndar geti hann kveikt neistann í þeim sem hafa erft sjúkdóminn alkóhólisma eða eru sérlega veikir fyrir, svo ég slái varnagla. En alkóhólistar þurfa yf- irleitt að drekka nokkuð stíft og lengi til að þróa sjúkdóminn og missa stjórn á drykkjunni og lífi sínu. Því fyrr sem maður byijar að drekka þeim mun meiri hætta er á alkóhólisma. Ef við kjósum að nota áfengi margborgar sig að draga það sem lengst, byrja ekki fyrr en 18-20 ára og fara varlega í saldmar. Viðhorfsgreinar Skapta í Morg- unblaðinu draga upp heilbrigða og menningarlega mynd af áfengi. Þar er talað um að dreypa á víni, sötra eitt rauðvínsglas, fá sér léttvínstár o.s.frv. Vínandi suðrænna menning- arþjóða svífur yfir vötnum, þjóða sem í aldir hafa alist upp við fram- leiðslu léttvíns og neyslu þess með mat. Já, þessi menning á sér langa þróunarsögu og mér finnst fráleitt að heimfæra hana upp á íslendinga, þessa óhefluðu landabruggara og berserki sem eru nýlega skriðnir út úr moldarkofunum. Það mun taka aldir frekar en áratugi að gera ís- lendinga álíka siðmenntaða í um- gengni við áfengi og þær þjóðir sem margir víndýrkendur horfa til með glýju í augum. Mér er t.a.m. minnisstætt þegai’ ég fór með hópi ágætra manna á veitingastað þar sem við fengum okkur Ijúffenga lambasteik. All- Stefán Þór Sæmundsson. Efnahagslegur aðbún- aður hefur ekki batnað í HÓPRANNSÓKN Hjartaverndar á áran- um 1967-1990 hafa verið gerðar félags- læknisfræðilegar kannanir. Þátttaka var 75-80% af þeim er boð- aðir voru til rannsókn- *ar. Jafnframt kannað- ur hagur þeirra er höfðu verið fjarver- andi frá starfi 29 daga eða lengur á ári vegna veikinda og saman- burður gerður á hög- um og aðbúnaði þeirra og annarra þjóðfélags- hópa. Um 80% karla og kvenna er féllu í sjúklingahóp- inn höfðu átt við vanheilsu að stríða 7-10 ár að meðaltali og telj- ast því öryrkjar. Örfáir hafa unnið ; 1-9 klukkustundir á viku. Aður hafa verið birtar niðurstöður er náðu frá áranum 1967-1987, sjá tölfú I. Nú hefur verið unnið úr gögn- um er ná fram til ársins 1991 og nær könnunin til 2.214 kvenna á aldrinum 52-69 ára. Á höfuðborg- arsvæðinu var þátttaka 75%. ~ Gerður var samanburður á félags- legum aðbúnaði þeirra er flokkast undir sjúklinga með langvinna sjúkdóma, alls 39 kvenna, og annarra hópa sem ekki flokkast í þann hóp, alls 2.175. Um 80% þeirra er flokk- ast í sjúklingahópinn höfðu þjáðst af veik- indum að meðaltali í 10 ár. Niðurstöður: I tölfu II sjást nið- urstöður úr þremur könnunum, þ.e. 1968- 69,1981-84 og 1988-91. I þessari töflu sést að eignarað- ild sjúklinga á húsnæði hefur versnað á tímabilinu, þ.e. mun fleiri era leigjendur en áður. Þær búa því við ótryggari húsnæðis- kost en áður meðan aðrir þjóðfé- lagshópar hafa mjög bætt sína að- stöðu. Að vísu era konur annarra þjóðfélagshópa eldri en sjúklinga- hópurinn. Hlutfall þeiraa er búa í einbýlis-/rað-/fjölbýlishúsi er næsta óbreytt í báðum hópum. Þeim sem búa í minnsta húsnæð- Örorkugreiðslur eru of rýrar, segir Ólafur Olafsson, og rýr efna- hagur aldraðs fólks og öryrkja flýtir fyrir vist- un á stofnunum - sem er afar dýr kostur. inu, 20 fm íbúð, hefur snarfækkað meðal annarra þjóðfélagshópa en er næsta óbreytt hlutfall meðal sjúklinga. Aðgangur að bifreið er næsta óbreyttur meðal sjúklinga en hefur stóraukist meðal annarra þjóðfélagshópa. Nú skal engan undra að á mestu velferðartímum sem gengið hafa yfir Island þá hefur hagur flestra batnað veralega og er betri en fólks með langvinna sjúkdóma. En að hagur fólks með langvinna sjúk- dóma í húsnæðismálum hafi ekki batnað eða jafnvel versnað er vart vansalaust. Forsenda góðs aðbúnaðar er oftast mikil vinna og langur vinnu- tími. Öryi'kjar geta ekki unnið Ólafur Ólafsson Tafla 1: Samanburc langvinna sjúkdóma c 3ur á félagslegum aðbúnaði fólks með >g annarra hópa í þjóðfélaginu 1967-1987 Sjúklingar með Aðrir langvinna sjúkdóma þjóðféiagshópar 34-68 ára 34-68 ára 1967-76 (112) 1979-'87 (150) 1967-76 (10.011) 1979-’87 (8.775) Eigendur húsnæðis 59,0% 58,6% 82,9% 90,9% p«0,001 Leigjendur 29,0%* 41,4% 16,7% 7,6% p<0,001 Stærð íbúðar <20m2/íb. 29,5% 18,7% 23,4% 4,8% p<0,001 Einbýlishús/raðhús 32,0% 28,0% 50,3% 52,6% N.S. Bifreiðaeign 42,6% 36,7% 68,7% 77,6% p<0,001 * Nokkrir búa hjá aðstandendum Tafla 2: Sama langvinna sjúkd 1968-’69,1981- og 1988-’91 riburður á félagslegum aðbúnaði fólks með óma og annarra hópa í þjóðfélaginu 84 Sjúklingar með Aðrir langvinna sjúkdóma þjóðfélagshópar 34-68 ára 52-69 ára 1968-’69 (8) 1981-'84 (38) 1988-’94 (39) 1968-'69 (2.372) 1981-’84 (3.587) 1988-91 (2.175) Eigendur húsnæðis 88% 83% 64% 82% 91% 94% Leigjendur 13% 48% 36% 17% 8% 5% Einbýlishús/raðhús 13% 16% 18% 49% 46% 48% Fjölbýli 88% 82% 80% 47% 53% 51% Stærð íbúðar <20m2/íb. 25% 21% 18% 37% 6% 3% Bifreið 38% 11% 31% 55% 64% 75% * Nokkrir búa hjá aðstandendum langan vinnutíma og þaðan af síð- ur yfírvinnu. Áugljóslega hafa sjúklingar ekki fengið þá hlutdeild í bættum hag þjóðarinnar sem mörgum finnst réttmætt. Alþekkt er að rýr efnahagur eldra fólks hefur í för með sér að fleiri óska eftir vistun á stofnun. Þetta er því dýr kostur. Höfundur er landiæknir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.