Morgunblaðið - 31.12.1998, Page 1

Morgunblaðið - 31.12.1998, Page 1
STOFNAÐ 1913 297. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Árni Sæberg Efnahags- og myntbandalag Evrópusambandsins gengur í gildi um áramót Ellefu Evrópuþjóðir taka upp sameiginlega mynt Brussel. Reuters. Rauð áramót í Króatíu Zagreb. Reuters. EF eitthvað er að marka und- irfatasölu í Zagreb er líklegt að margir sjái rautt á nýárs- nótt í Króatíu. Rauðar kvennærbuxur selj- ast nú sem heitar lummur í höfuðstaðnum, Zagreb, því samkvæmt gamalli trú veit það á gott nýtt ár að klæðast einhverju rauðu 31. desem- ber. Gífurleg eftirspurn Verslunarfólk tjáði króat- íska dagblaðinu Jutarnji List að gífurleg eftirspurn hafí að undanförnu verið eftir rauðum undirfötum af öllum gerðum, ekki síst ódýrum, hnésíðum nærbuxum og verulega ögrandi, rauðum, kniplinga- buxum með streng. Verð á undirfötum í öðrum litum hefur hins vegar verið lækkað verulega á útsölum eft- ir jólin. LOKAHÖND verður í dag lögð á undirbúning hinnar sögulegu stofn- unar sameiginlegs gjaldmiðils Evr- ópusambandsins, evrunnar, sem tekur við af gjaldmiðlum ellefu aðildarlanda sambandsins um áramótin. Kampavínið var sett í kæli í gær og fjármálamarkaðir settu sig í stell- ingar þegai- ræðuritarar fjáiuiála- ráðhen-a aðildarlandanna unnu að því að smíða viðeigandi setningar sem næðu að lýsa mikilfengleik at- burðar, sem i sögulegu Ijósi mun teljast hliðstæða falls Berlínarmúrs- ins sem risastór áfangi í sam- runaþróun Evrópu. í dag, gamlársdag, koma fjármála- ráðherrar þátttökuríkjanna saman í Brussel tii að ákveða hið endanlega opinbera gengi sem hver og einn gjaldmiðill sem evran tekur við af mun hafa gagnvart hinni nýju Evr- ópumynt. Af ESB-ríkjunum fimmtán standa fjögur utan við myntbandalagið - Bretland, Danmörk, Svíþjóð og Grikkland. Gordon Brown, fjármála- ráðherra Bretlands, verður ekki viðstaddur fundinn í dag, né heldur sænski starfsbróðir hans Erik Ás- brink. Þeir senda staðgengla úr ráðuneytum sínum, en það gerir reyndar einnig Oskar Lafontaine, hinn áhrifamikli fjármálaráðherra Þýzkalands. Erill hjá verð- bréfasýslurum Frá og með næsta mánudegi, þeg- ar viðskipti hefjast á ný á fjár- málamörkuðum eftir nýárshléið, mun 291 milijón evrópskra borgara deila sama gjaldmiðlinum. Eftir þrjú ár munu milljarðai' nýrra evru- myntpeninga og seðla koma í staðinn fyrir mörk, franka, lírur og svo fram- vegis. Yfír helgina mun að minnsta kosti 50.000 manna starfslið banka og ann- arra fjármálastofnana og -fyrirtækja vinna sleitulaust að því að sjá til þess að umskiptin úr viðskiptum í „gömlu“ gjaldmiðlunum í þann nýja gangi snurðulaust fyrir sig. Mai'gh' telja að verkefnið, sem felur meðal annars í sér „þýðingu“ á margra trilljóna króna vh'ði af verðbréfum í evrur, sé það stærsta og flóknasta af sínu tagi fyrr og síðar. Þetta starf fer af stað um leið og tilkynnt hefur verið um lokagengi „gömlu“ gjald- miðlanna gagnvart evrunni, en það verðum um hálfeittleytið að íslenzk- um tíma í dag. Athygli vakti í gær, að Wim Duisenberg, Hollendingurinn sem í vor var skipaður fyrsti aðalbanka- stjóri Evrópska seðlabankans, sem með aðsetur í Frankfurt ber ábyrgð á mótun peningastefnu evnmnar, fullyrti aðspurður í franska blaðinu Le Monde að hann myndi ekki láta af embætti eftir fjögur ár. Eftir að Frakkar höfðu krafizt þess að franski seðlabankastjórinn Jean- Claude Trichet fengi embættið var fundin sú málamiðlun í maí sl. að Duisenberg sæti fyrri helming átta ára skipunartímabils síns en Trichet tæki þá við. Hátíð fer í hönd Fyrir alla þá stjórnmálamenn og embættismenn framkvæmdastjórn- ar ESB sem hafa sett allt undh- til að gera drauminn um myntsamrunann að veruleika, verður sú stund jafn- framt rásmerkið fyrir fagnaðarlæti sem falla munu saman við ái’amótafagnaðinn, en „fæðingu" evrunnar verður minnzt með ýmsu móti í bland við nýársfagnaðinn allt frá Helsinki til Lissabon. ■ Sjá umfjöllun á bls. 26-27.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.