Morgunblaðið - 31.12.1998, Page 4

Morgunblaðið - 31.12.1998, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tveir starfsmenn Morgunblaðsins hætta eftir áratuga störf Láta vel af tímamótunum TVEIR starfsmanna Morgun- blaðsins láta af störfum nú um áramótin fyrir aldurs sakir, þau Jódís Kristín Jósefsdóttir, um- boðsmaður og síðar starfsmaður á skrifstofu blaðsins á Akureyri, og Stefán Friðbjarnarson, blaða- maður á ritstjórninni í Reykja- vík. Þau Iáta bæði vel af þessum tímamótum og telja sig hafa ým- islegt við tímann að gera þótt, þau hætti nú þessum daglegu launuðu störfum súium. Jódís Kr. Jósefsdóttir hefur verið umboðsmaður Morgun- blaðsins á Akureyri frá árinu 1980. „Ég byrjaði þó að starfa við það í ársbyijun 1962 þegar maðurinn minn, Stefán Eiríks- son, gerðist umboðsmaður og tók síðan við eftir að hann dó,“ segir Jódis, en árið 1986, þegar Akureyrarskrifstofa blaðsins var stofnuð, fór hún að „vinna“ þar eins og hún orðar það. „Þá minnkaði ég við mig, fór að vinna hálfan daginn og tók líka sumarfrí, sem maður gerir nú ekki þegar maður vinnur hjá sjálfum sér.“ Þegar þau Jódís og Stefán maður hennar tóku við umboð- inu skiptu þau bænum í 16 hverfí og sáu um að ráða fólk í útburð og um innheimtu áskrift- argjalds og sitthvað fleira sem hún segir að fylgt hafi starfínu. „Þá kom blaðið með morgun- fluginu að sunnan, var oft komið um níuleytið, og þá var fyrsta verkið að keyra það út til krakk- anna og telja um leið, því þá kom blaðið ekki búntað niður eins og nú. Við vorum yfirleitt tvö í þessu og síðan þurfti að pakka blaðinu til að senda á bæ- ina í sveitunum í kring og í ná- grannaþorpin," segir Jódís og á þeim árum náði svæðið allt aust- ur á Vopnaljörð og vestur undir Brú. Hún segir blaðinu oft hafa seinkað vegna flugsins og stund- um hafí verið mikið verk að koma því út þegar ekki hafði verið flogið í nokkra daga. Hverfin í dag eru orðin 41 eða 42 segir Jódís og er útburðurinn heldur reglulegri eftir að farið var að aka blaðinu norður að næturlagi. „Þá er það yfirleitt komið snemma morguns og auð- vitað borið út um leið. Blaðinu seinkar svo sem stundum en það er helst vegna þess að þeir koma því ekki í gang í prentsmiðj- unni,“ segir Jódís og telur það sjaldnar teljast vegna veðurs, enda séu bflarnir góðir og bfl- Morgunblaðið/Kristján JÓDIS Kr. Jósefsdóttir hefur í áratugi séð um að koma Morg- unblaðinu til áskrifenda á Akureyri og nágrenni. stjórarnir ekki síður. „Nú starfa margir fullorðnir við útburðinn og ég sakna eiginlega krakk- anna sem voru svo sérstaklega samviskusöm, ekki síst 10 til 11 ára krakkarnir, sem við megum ekki lengur ráða í þessi störf.“ Hefðbundið er að spyrja að lokum hvað taki við: „Ég kem til með að hafa nóg fyrir stafni, fara í ferðalög, sjá um hestana með kærastanum og kíkja í heimsókn til krakkanna í af- greiðslu Morgunblaðsins, enda telur maður sig nú ennþá bráð- lifandi!" Viðloðandi blaðamennsku í hálfa öld Fyrstu tengsl Stefáns Frið- bjarnarsonar við Morgunblaðið Morgunblaðið/Árni Sæberg STEFÁN Friðbjarnarson kom fyrst nálægt blaðamennsku í Siglufirði fyrir um hálfri öld. hófust árið 1950 þegar hann gerðist fréttaritari blaðsins í Siglufirði. „Þá var Guðjón Jóns- son, verksljóri í Sfldarverk- smiðjum ríkisins, Iíka fréttarit- ari og hann sá um að senda fréttir frá sjávarsíðunni,“ segir Stefán. Frá árinu 1951 starfaði Stefán hjá Siglufjarðarbæ, var fyrst bæjarbókari, þá bæjarrit- ari og árið 1966 gerðist hann bæjarsljóri til ársins 1974. Af- skipti hans af blaðamennsku hófust öllu fyrr eða um 1948 og ná því yfir hálfa öld. „Þá sá ég um útgáfu á Siglfirðingi, blaði sem faðir minn hafði stofnað og varð á þessum árum málgagn Sjálfstæðisflokksins í Siglufirði. Eyjólfur Konráð Jónsson starf- aði með mér að útgáfunni og um tíma þetta sumar gáfum við blaðið út þrisvar í viku,“ segir Stefán og rifjar upp að á þess- um árum hafi þeir hitt Valtý Stefánsson, þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem setti þá inn í eitt og annað varðandi blaðamennsku. Eftir feril sinn sein bæjar- stjóri fluttist Stefán til Reykja- víkur og hóf störf á Morgun- blaðinu 1. júlí 1974. „Fyrsta ára- tuginn eða svo var ég þing- fréttaritari blaðsins en eftir það hef ég haft umsjón með aðsend- um greinum og starfað í svo- nefndum Ieiðarahópi," segir Stefán, sem hefur gegnum árin skrifað ýmislegt um sveitar- stjórnar- og byggðamál. En hvernig var að starfa að frétta- flutningi úr þinginu? „Það var í senn erfíður og skemmtilegur tími. Þá var vinn- an ekki bara dagvinna heldur líka þessar tarnir sem alltaf komu á vissum tímum og mikið um að vera. En önnur svið í blaðamennskunni hafa líka ver- ið áhugaverð og verkefnin alltaf næg.“ . Er það kvíðvænlegt eða til- hlökkunarefni að láta af störf- um? „Bæði og. Það er tilhlökkun- arefni að verða meira sjálfs sín ráðandi og ég ætla í fyrstunni að taka því rólega. Hin hliðin er náttúrlega að ég kem til með að sakna vinnustaðarins og ekki síður þeirra ágætu vinnufélaga sem hér eru. Ég kem þó til með að lita inn og halda sambandi við fólkið hér og fylgjast síðan með gangi mála úr íjarlægð," segir Stefán að lokum. Morgunblaðið/Ásdís KRING14N ...óskar ykkur gleðilegs mjs árs oy þakkor víðskiptin á árinM sem év að iíða Trjr Opid í dag 9.00-12.00 KRINGMN Gleðilega hátíð Ungir sleða- stjórn- endur MARGIR huga nú að skíðum sínum, skautum og sleðum og öðrum vetraríþróttabúnaði, þar sem draumur margra um hvít jól virðist hafa ræst. Lokað var á skiðasvæðinu í Bláfjöllum í gær vegna hvassviðris eftir góða aðsókn fyrstu tvo skíða- daga vetrarins á sunnudag og mánudag. A Seltjarnarnesinu má hins vegar finna sér smá- halla til að æfa sleðaakstur eins og þessi rjóðu börn gerðu í gær. Sandafell Stangarfjatl Sultartaiv Vaíialda Ný háspennulína 400 kV Stöðvarhús Frárennslisskurður Skeljafell Sigöldulína 3 220 kV Búrfell Stækkaö svæði D Sultartanga- lína 2 hlýtur samþykki SKIPULAGSSTOFN-UN hefur fallist á lagningu Sultartangalínu 2, sem er 12,5 km löng 400 kV há- spennulína milli tengivirkja Sultar- tangavirkjunar og Búrfellsstöðvar. Að mati stofnunarinnar hefur lagn- ing línunnar ekki umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir eða samfélag. Línan kemur til með að liggja frá Sultartangavirkjun niður Sandafell og að Sigöldulínu 3 og fylgir henni það sem eftir er leiðai-innar að Búr- fellsstöð. Línan verður í 50 metra fjarlægð frá Sigöidulínu 3 og munu flest möstrin standast á þrátt fyrir að fjárhagslega sé hagkvæmara að hafa lengra á milli mastranna. Með Sigöldulínu 3 liggur slóð sem þarf að lagfæra til að hún standist burð- arkröfur. Að mati Skipulagsstofn- unar mun ásýnd landsins breytast með tilkomu línunnar, en sjónræn ásýnd verði hins vegar óveruleg vegna nálægðar við Sigöldulínu 3. Ekki ■ séu hins vegar aðrir kostir fyrir hendi og bent er á að lagning jarðstrengs muni auka kostnað við línulögnina tólffalt og geti því vart talist raunhæfur kostur. í úrskurði Skipulagsstofnunar ei-u sett almenn skilyrði sem flest miða að því að lágmarka jarðrask. Tekið er fram að framkvæmdin sé í samræmi við aðalskipulag Gnúp- verjahrepps 1993-2013 eins og því var breytt með staðfestingu um- hverfisráðherra í vor. Kærufrestur vegna úrskurðarins er til 27. janúar nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.