Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 27 $vímr]ca augWlcrefmð - sti'ax iM {yjoftfylgir kaupumii iSÉj&M'í 'apoíekinulfnriu ERLENT Formlegur frágangur gildistöku evrunnar KLUKKAN sex í kvöld, gamlárs- dag, mun Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, tilkynna formlega end- anlegt gengi gjaldmiðlanna ellefu, sem evran tekur við af, gagnvart hinni sameiginlegu Evrópumynt. Þessi athöfn verður lokapunktur þrettán tíma athafnar, sem hefst í Brussel kl. 11 í dag. Þá fer fram fjarráðstefna yfirmanna gjaldeyr- isviðskipta í seðlabönkum stofnað- ildarlanda myntbandalagsins og aðalbankastjóra Evrópska seðla- bankans, Wims Duisenbergs. I hveijum seðlabanka verður markaðsgengi hverrar myntar gagnvart Bandaríkjadollar kann- að, og því miðlað til þeirrar stjórn- ardeildar framkvæmdastjórnar ESB sem sinnir efnahags- og fjár- málum (DG II). Embættismennirn- ir þar munu þá reikna út tvíhliða gengi hvers hinna ellefu gjald- miðla gagnvart ECU/evrunni. Fjármálaráðherrar ESB, sem bíða í höfuðstöðvum ráðherraráðs ESB í Brussel, fá síðan niðurstöðuna senda um kl. 12:30. Næstu klukkustund eða svo munu ráðherramir og sljórnar- menn Evrópska seðlabankans (ECB) takast á um hvert vera skuli hið opinbera endanlega gengi hverrar myntar gagnvart evrunni. Að því loknu, um kl. 13:30, verður 3.000 bláum blöðrum sleppt frá byggingunni og Jacques Santer, Yves-Thibault de Silguy, sem fer með EMU-málefni í framkvæmda- stjórn ESB, og Rudolf Edlinger, Ijármálaráðherra Austurrikis, halda blaðamannafund. Forseti framkvæmdastjómarinn- ar mun því næst skunda af stað til Lúxemborgar þar sem hann hittir hinn 85 ára gamla Pierre Wemer, fv. forsætisráðherra stórhertoga- dæmisins, en nafn Wemers er vitað að evran verður mjög svipuð að verðgildi og ECUið er nú. Þetta þýðir (miðað við markaðsgengi 29. desember) að ein evra verður u.þ.b. 1,96 þýzk mörk, 6,57 franskir frankar, 1990,48 ítalskar lírur, 166,63 spánskir pesetar, 200,82 portúgalskir eskúdóar, 0,79 írsk pund, 13,78 austurrískir schilling- ar, 5,95 fínnsk mörk, 2,2 hollenzk gyllini, 40,4 belgískir og lúxem- borgískir frankar. Gengi íslenzku krónunnar gagnvart ECU er nú um 81,2 kr. en ólíkt þátttökumynt- unum í evrunni er það gengi fljót- andi og mun því breytast frá degi til dags. I maí sl. var gengi allra evru- þátttökugjaldmiðlanna gagnvart hver öðrum gert óhagganlegt. Þar með var myntbandalag þátttöku- ríkjanna 11 í raun orðið að veru- leika og innleiðing evrunnar í stað allra þátttökumyntanna þannig séð ekki annað en tæknileg aðgerð sem í raun er óháð myntbandalaginu sem slíku. Það sem flækir málið er að ákveð- ið var að evran skyldi taka við af ECUinu á genginu 1:1, en í ECU- myntkörfunni eru þrír gjaldmiðlar sem taka ekki þótt í myntbandalag- inu, sterlingspundið, danska krónan og gríska drakman. Að vísu er sam- anlagt vægi þessara gjaldmiðla í ECUinu ekki meira en 16%, en þetta veldur því að gengi ECUsins gagnvart myntbandalagsmyntunum hefur verið breytilegt frá degi til dags og því ekki hægt að fastnegla gengi hvers þátttökugjaldmiðils gagnvart ECUinu/evrunni fyrr en við lokun gjaldeyrismarkaða á gamlársdag. Geta ríki sem einu sinni eru orðnir þátttakendur í EMU gengið úr því? Hátíð í Brussel og Lúxemborg óíjúfanlega tengt upphafi þess ferl- is, sem nú er að ná hámarki með stofnun EMU. Ilann var aðalhöf- undur skýrslu, sem samin var um evrópskt myntbandalag í umboði leiðtoga Evrópubandalagsins og var gefin út árið 1970. í henni var lagt til að myntsamruni þáverandi aðildarríkja færi fram í skrefum til ársins 1980. „Þetta verður stór- kostlegur dagur fyrir mig,“ tjáði Werner vikuritinu European Voice. Nærri 30 árum eftir að hann samdi þessa sögulegu skýrslu mun hann ásamt Santer taka í kvöld þátt í athöfn þar sem reglu- gerðin um hið endanlega gengi myntanna 11 gagnvart evrunni verður gefin út. Reglugerðin gengur í gildi á miðnætti að mið- evróputíma, sem þýðir að Finnar verða fyrstir til að skipta sínum gjaldmiðli lögformlega út. rM icrolax® hjálpar mér með mitt vandamál" Tímabundin hægðatregöa getur valdið óþægindum og leita flestir því eftir skjótri lausn. Microlax® verkar innan 15 mínútna á mildan og áhrifarikan hátt án langtímaáhrifa. Microlax® er ætlað fólki á öllum aldri ogfæst án lyfseðils í öllum apótekum. icrolax Pharmacia&Upjohn Sml Oysmaflcíystef atórmKia S Upjohn Microlax inniheldur Natrii citras og Natrii laurylsulfoacetas og er fljótvirkt hægðalyf. Það mýkir og smyr harðar hægðir án þess að erta þarmana og kemur af stað tæmingarþörf eftir 5-15 mínútur. Notkunarsvið: Timabundin hægðatregða. Undirbúningur fyrir rannsóknir. Venjulegur skammtur handa fullorðnum og bömum: Innihaldi einnar túpu er þrýst i endaþarm. Ef lyfið er notað handa börnum yngri en 3 ára skal eigi færa sprota túpunnar nema að hálfu inn í endaþarminn. Varúð: Ekki skal nota lyfiö við kviðverkjum af óþekktum orsökum og ef þú hefur bólgu I þörmum eða ristli og/eða garnaflækju. Aukaverkanir: Stundum hefur oröiö vart við væga brunatilfinningu i endaþarmi. I einstaka tilvikum hefur verið greint frá ofnæmi (almenn húðútbrot með eða án blóöþrýstingsfalls eða öndunarörðugleika). Athugið: Hægðalyf á einungis að nota I skamman tima í senn, þar eð langvarandi notkun getur leitt til röskunar á eðlilegri þarmastarfsemi. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Markaösleyfishafi: Pharmacia & Upjohn AS, Danmörk. Umboð á Islandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ. Það er ekki gert ráð fyrir því. Það er eitt áberandi einkenni mynt- bandalagsins að það er engin leið, hvorki lögfræðileg né almenn, nefnd um það hvort eða hvernig þátttökuríki geti dregið sig út úr samstarfinu eða verið vísað úr því. í þessu ævintýri ætlar ESB ekki að leyfa sér neitt annað en að allt gangi upp. ubmhlk 1 pIior©íUititWftl>tö AUGLÝSINGADEILD I i ..j j I l i ■ ími: 569 1111 * Bréfsími: 569 1110 * Netfang: augl@mbl.is . /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.