Morgunblaðið - 31.12.1998, Síða 48

Morgunblaðið - 31.12.1998, Síða 48
48 FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURBERGUR MAGNÚSSON + Sigurbergur Magnússon fæddist á Steinum undir Austur-Eyja- fjöllum 13. ágúst 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 18. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Magnús Tómasson, bóndi á Steinum, og kona hans Elín Bárðardóttir. Eftirlifandi eigin- kona Sigurbergs er Elín Siguijónsdóttir frá Pétursey í Mýrdal, f. 12. jan- úar 1922. Foreldrar hennar voru Siguijón Árnason bóndi þar og kona hans Sigríður Kri- stjánsdóttir. Sigurbergi og Elínu varð ekki barna auðið. Ár- ið 1956 kom til þeirra Árni Sig- urðsson frá Rauðsbakka og hef- ur hann dvalið hjá þeim æ síðan. Sigurbergur ólst upp hjá for- eldrum sínum og tók þátt í bú- störfum um leið og kraftar leyfðu. Síð- ar stundaði hann sjósókn, vinnu hjá Vegagerð og fleira sem til féll. Hann bjó í Steinum með móður sinni frá 1941-1948, en tók þá við búi ásamt eiginkonu sinni og bjuggu þau þar til ársins 1993, er þau fluttust á Selfoss. Sigurbergur stund- aði oft ígripavinnu með búskapnum. Hann sat í sveitarsljórn Austur- Eyjafjallahrepps, var í stjórn Hrossaræktarsambands Suður- lands, formaður hestamannafé- iagsins Sindra, auk þess sem hann sinnti ýmsum öðrum fé- lagsmálum. Útför Sigurbergs fer fram frá Eyvindarhólakirkju laugardag- inn 2. janúar 1999 og hefst at- höfnin klukkan 14. Pað að fæðast og vera alinn upp í Steinahverfínu leiddi til þess að ég kynntist Bergi mjög náið. Frá því ég man fyrst eftir mér kallaði hann mig alltaf „nafna“, síðan fór ég að kalla hann það líka. Mikill samgangur var á milli heimilanna, til dæmis fannst mér jólin aldrei byrjuð fyrr en þau vestrí voru komin í mat á aðfanga- dagskvöld. A sumrin var alltaf hópur sumar- krakka hjá nafna, mörg þeirra sumar eftir sumar. Þau hjón höfðu einstakt lag á börnum og ungling- um. Yfír vetrarmánuðina þegar ekki neinir snúningakrakkar voru kom það stundum fyrir að nafni þurfti á hjálp að halda, það þótti mér mjög skemmtilegt, því ég hafði alltaf gott út úr því. I Steinum var einskonar miðstöð hestamennskunnar á þessum árum fyrir Eyjafjöll og Mýrdal og hús- bóndinn var konungur í því ríki. Þetta helgaðist af hinum mikla áhuga hans fyrir hestamennsku og öllu því er viðkom hrossum á einn eða annan hátt. Á tímabili járnaði Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Jinniii n i n ijpr H H H H H H H H H H H H H H Rr Erfisdrykkjur H H H H H P E R L A N Sími 562 0200 IITIIIittttititÍ1 hann meirihlutann af þeim hrossum sem voru á járnum undir Austur- Eyjafjöllum, og flestir Sunnlend- ingar könnuðust við hestaflutninga- bílinn sem æði oft fór um vegina, flytjandi hross til og írá. Fyrst þegar ég man eftir mér hafði ég miklu meiri áhuga fyrir rollum en hestum. Hafði reyndar lít- inn áhuga fyrir hrossum. En þetta átti eftir að breytast, þegar ég hafði hjálpað honum að setja inn hestana eða að halda í meðan hann var að jáma fékk ég að fara á bak og brátt varð þetta árátta. Sérstaklega man ég eftir þegar verið var að járna hestana hans nafna í Hlíð, þeir vom óþægir, en ef mér tókst sæmilega að halda í þá fékk ég hrós og svo líka að taka skeifnasprettinn. Nokkmm sinnum á vetri var farið í lengri reið- túra, þá var farið eftir mjaltir á morgnana og reynt að vera kominn heim fyrir seinni mjaltir, það var gjaman farið austur í Mýrdal eða útundir Ut-Fjöll, erindið var oftar en ekki að nafni var að sækja fola sem hann var að taka í tamningu. Komið var við á bæjum og þegnar góðgjörðir, karlarnir fengu jafnvel út í kaffíð, en það var líkt með Berg og okkur ki-akkana, áfengi bragðaði hann ekki, en var samt glaðastur allra. Þótt hann neytti aldrei áfengis átti hann það alltaf til, ef þurfti að veita hestaskál. Á sumrin var svo farið í lengri hestaferðir. Fyrsta ferðin sem ég fór í þá var ég þrettán ára og farið var á fjórðungsmót á Hellu, mér fannst ég loks orðinn maður með mönnum, en eitthvað hefur þó verið stutt í bamið í mér. Við lögðum af stað frá Hellu um kvöldið eftir mót. Þegar hestunum var sleppt út úr réttinni fóm þeir al- veg fulla ferð austur, þá kom sér vel eins og stundum oftar að nafni var á Sel, sem þá var viljugri og fljótari en Blómustofa Friðfmm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavfk ♦ Símí 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. flestir aðrir hestar, hann hafði fyrir hrossin áðm- en þau komust inn á brúna á Eystri-Rangá. Þegar við komum austur að Hvammi var klukkan að verða fímm um morgun, ég var orðinn afskaplega syfjaður. Bergur tók eftir því og sagði best að ég legði á Storm gamla, sem ég og gerði og reið honum síðasta spölinn, en það er í eina skiptið sem ég dott- aði á hestbaki, - karlmennskan var ekld meiri en það. Annað hvert ár var farið í fímm daga ferð austur á Síðu. Nafni var alltaf með mikið af hestum á jámum, hesta frá honum sjálfum eða hesta sem hann var með í sölu eða tamningu fyrir aðra. í þessum ferðum, sem voru félags- ferðir hestamannafélagsins Sindra, voru gjaman 30-40 manns og á ann- að hundrað hross. I einni slíkri ferð var riðið yfír Kúðafljót, það er klukkutíma reið. Það þui-fti mikinn kjark og áræði til að leggja í fljótið með svo stóran hóp, en allt fór það vel. Ella og Árni sáu um búskapinn á meðan á þessum ferðum stóð. Ogleymanlegt var líka að fara ríð- andi á kappreiðarnar og fá að taka þátt í þeim. Ef svo vel vildi til að við strákamir unnum til verðlauna á folunum hans var nokkuð víst hvar verðlaunin lentu. Eins og áður sagði vom alltaf sumarkrakkar í Steinum, sum þeirra höfðu aldrei kynnst hestum, en fengu sína eldskírn við vemna og em hestamenn enn í dag. Þama var verið að breiða út þátt- töku í hestamennskunni. Glettni og glaðværð var ríkjandi á heimilinu og var þá alveg sama hvort þjónanna átti í hlut. Ekki minnist ég þess að við stærri strákamir fengum bágt fyrir þótt við reyndum nýju sumarkrakkana í ýmsum þrautum, stundum var vinsælt að sjá hvað þau gætu stokkið langt og svo „óheppi- lega“ vildi stundum til að verið var mjög nálægt haugstæðinu. Ekki varð heldur neinn hávaði þótt við notuðum óhefðbundnar aðferðir við að tína ullarlagða. Að Steinum vom allir alltaf vel- komnir. Ekki síður þeir sem minna máttu sín. Árni kom á sjötta ára- tugnum og er búinn að vera hjá þeim í rúm fjömtíu ár. Þegar Jónas og Gerða í Hlíð gátu ekki búið leng- ur vegna elli var sjálfsagt að þau fæm að Steinum. Jónas nánast al- veg rúmfastur og lést hann svo í Steinum eftir nokkur misseri. Gerða var hjá þeim áfram í mörg ár. Á þessu fólki, eins og öðm, höfðu Steinahjón sérstakt lag. En ekki er ég frá því að frændi minn hafí haft lúmskt gaman af því þegar Árni og Gerða vora að kýtast og kannski stundum stuðlað að því. Bergur sá í mörg ár um sauðfjár- veikivarnargirðingu við Jökulsá á Sólheimasandi. Það var ákveðinn spenningur á hverju vori hvort hann bæði mann að koma með í við- haldið. Þá var farið strax eftir mjaltir á morgnana, Ella útbjó nesti fyrir daginn. Það var segin saga að þegar búið var að borða nestið í hádeginu hallaði nafni sér aftur á bak, setti húfuna yfír andlit- ið og sofnaði, alveg sama hvort set- ið var á sandöldu eða í grasbala. Eftir fimm mínútur reis hann á fætur og haldið var áfram að girða fram að kvöldi, þá var haldið heim á Land-Rovernum, og Bergur söng á leiðinni „með sínu lagi“, t.d. Nú hef ég selt hann yngri Rauð eða Komdu og skoðaðu í kistuna. Steinar standa í þjóðbraut. Bæði af þeim sökum og hinu líka að hús- bændur voru afskaplega gestrisnir komu margir við, áætlunarbílar stoppuðu, kaupfélagsbílar úr Vík komu við og bílstjórar fengu kaffí. Bergur hafði yndi af verslun. Bens- ínsala var í Steinum og síðar sjoppa, þar sem yngstu viðskipta- vinimir þurftu ekki alltaf að hafa mikið í buddunni til að eignast það sem hugurinn gimtist. Lítil frænka sagði frá því í Reykjavík að í sveit- inni væri miklu betri sjoppa, því þar þyrfti maður ekki aura til að fá nammi. Bóndinn hafði líka mikinn áhuga fyrir hestaverslun og ég hygg að fáir eða engir hafi selt fleiri hross á sjötta og í byrjun sjöunda áratugarins en hann. Enginn hefur haft meiri áhrif á lífshlaup mitt en hann fyrir utan foreldra mína. Hann var tilbúinn að hvetja mig hvenær sem var. Nú er hann genginn á vit fóllnu gæðing- anna Sels og Kóps og allra hinna. Við systkinin stöndum í mikilli þakkarskuld fyrir að hafa fengið að vera jafn mikið og raun ber vitni samvistum við frænda okkar. Elsku Ella og Árni, söknuður ykkar er mikill, en minningin um glaðværan og góðan dreng mun ylja um hjartarætumar. Blessuð sé minning hans. Bergur Pálsson. „Ég held að hann sé kominn sá brúni.“ Með þessum orðum Sigur- bergs í Steinum hófust samskipti okkar. Á haustdögum 1993 var höfðingi allra hestamanna sóttur á Selfoss, þá nýfluttur þangað ásamt Elínu konu sinni og Árna. Nú var komið að því, og frumraun mín í hestamennsku og eldskírn hófust í gerði baka til á Steinum. Frá því andartaki að mér var hjálpað á bak þeim brúna skildi ég Ijómann sem umlykur tengsl hests og manns. Ohrædd, máske vegna algjörs kunnáttuleysis og afskap- lega stolt, sat ég hestinn, þráðbein í baki. Það reyndist vinátta og traust á báða bóga hjá mér og „drengnum" okkar Sigurbergs. Hann er skemmtilegur, stundum kúnstugur, en umfram allt elsku- legur vinur og gleðigjafi. Blessað- ur Sigurbergur minn, ljúfur, lítil- látur, prúður, rólegur og yfirveg- aður, þannig tamdi hann, þannig gaf hann af sjálfum sér. Það eru forréttindi að mega eiga samleið með slíkum manni. Oft var skropgið í heimsókn til þeirra hjóna og Ama. Þær stundir em fjársjóður yndislegra minninga um kátínu, hestasögur og væntum- þykju. „Þú hefur kannski hugsað þér að skila honum,“ var iðulega sagt við mig mjúkri djúpri röddu í spaugi þegar ég hringdi til þess að leyfa uppalandanum að fylgjast með alls konar uppátækjum þess hests sem hann hafði tamið af mikilli alúð. Ég verð að viðurkenna fúslega að hálf er hann spilltur af eftirlæti, blessaður. ,AJdrei,“ var svarið mitt í hvert sinn og ég veit að snillingur- inn mun fylgjast grannt með okkur Símoni frá Steinum og mér. Þegar jólin gengu í garð kvaddi elskulegur maður, við hin drúpum höfði með virðingu og þakklæti og dveljum aðeins lengur. Svo hitt- umst við heil, fetum hægt af stað en sprettum skjótt úr spori, á söndun- um fyrir austan á vekringunum okkar, náttúrlega! Hjartans kveðj- ur til þín, Ella mín, og Árna vinar okkar. Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðfíegt ár og góðar og blessaðar tíðir, gef himneska dögg gegnum harmanna tár, gef himneskan frið fyrir lausnarans sár og eilífan unað um síðir. (V. Briem) Renate Það var mikið lífslán að kynnast og eiga samleið með fólkinu í Stein- um. Upphafið var að Bárður bróðir Bergs var til sjós hjá fóður mínum, Ásmundi Friðrikssyni skipstjóra á Friðþjófí og Helga í Vestmannaeyj- um á fjórða áratugnum, síðar var Bergur hjá honum á Sjöstjömunni. Framhaldið var svo fimm sumur sem ég átti, sem snúningastrákur hjá Steinafólkinu. Það var ógleym- anlegur og góður tími, og mikið langaði mig að dvelja þar vetrar- langt, en það gekk eÚd eftir. Fyrstu fjögur sumrin mín í sveit- inni bjó Elín Bárðardóttir, þá nýorðin ekkja eftir Magnús Tómas- son bónda sinn, á jörðinni með börnum sínum fjómm sem enn vom heima. Þau vom auk Bergs, sem var þeirra elstur, Vigdís, Rút- ur, Páll og uppeldissystirin Krist- björg. Magnús og Elín höfðu í lang- an tíma búið myndarlega í Steinum. Hún var mikil húsmóðir og góð kona við okkur kaupstaðarkrakk- ana, sem vom fimm til sex á mínum ámm þarna. Það vom systkinin líka. Að auki var hún ljósmóðir sveitarinnar, virt og dáð í því starfi. Magnús hafði fyrir búskap sinn í Steinum verið farsæll formaður á vélbátnum Elliða í sex vertíðir í Vestmannaeyjum við upphaf vél- bátaútgerðar. Síðasta sumarið mitt í Steinum var Bergur giftur Elínu Sigurjóns- dóttur frá Pétursey í Mýrdal. Þau urðu þá húsbændur í Steinum. Ella var mikil húsmóðir en fyrst og fremst mikið yndisleg og góð kona. Þetta var einstakt lán þeirra beggja, varla er hægt að minnast á annað, án þess að geta hins. Mér finnst eins og þau hafi verið nýtrú- lofuð allar götur síðan. Einstaklega hamingjusöm hjón. Steinar liggja í þjóðbraut og því mikill gestagangur þar alla tíð. Að auki hefur þar lengst af verið versl- unarrekstur og bensínsala. Áætlun- arbílar skildu eftir póst á næstu bæi, og í Steinum var lengi eini síminn í nágrenninu. Það áttu því margir erindi þangað, og það þekktist ekki annað en þeir þægju góðgerðir. Það var sjaldan að fjöl- skyldan sæti ein til borðs. Og þótt mildð væri að gera alla tíð, var eins og þau hjónin hefðu nógan tíma til þess að sinna gestum. Þau veittu öllum vel og þá ekki síst börnunum, sem alltaf urðu að taka með góð- gæti í nesti. Hjá Bergi og Ellu vora alltaf margir krakkar í sumardvöl, við fjögur systkinin höfum verið þarna lengi, og elsti sonur okkar Erlu, Ás- mundur, í nokkur sumur. Ég get ekki únyndað mér að bömum og unglingum hafi nokkurs staðar get- að liðið betur. Öll þurftu þau að vinna en það var ekkert fyrir því haft. Bergur og Ella vom dáð af þeim öllum að verðleikum og eng- um datt annað í hug en gera það sem honum bar. Betri uppalendur en þau hjón finnast ekki. Gamalmenni, vandalaus, áttu at- hvarf í Steinum síðustu ár ævi sinn- ar og var um þau hugsað af ein- stakri hlýju af þeim báðum. í minni tíð var þar háöldmð kona og síðar voru þau fleiri. Árni Sigurðsson á Rauðsbakka kom til þeirra ungur maður og var hjá þeim alla tíð upp frá því. Það var öllum til góðs, þau hafa reynst honum einstaklega vel, og Ami, blessaður, eins og Bergur hefði sagt, staðið sig vel í öllum sveita- störfum. I Steinum var búskapur með kýr og kindur og mikið af hrossum, því Bergur var mikill hesta- og tamn- ingamaður. Oft unnu hrossin hans til verðlauna á hestamannamótum og oft stóð hann í miklum flutning- um hrossa víðsvegar um land. Hvernig sem hlutirnir gengu fyr- ir sig var hann léttur og jákvæður, duglegur og mikil driffjöður. í rosa og rigningarsumram var hann ekk- ert að kvarta eða hafa áhyggjur. Þó vissi hann manna best um minnk- andi fóðurgildi heyfengsins af þeim sökum. Það var bara hans stíll að vera léttur, kátur og góður maður. Það stóð heldur ekki á því að sinna heyskapnum þegar það gerði þurrk. Hann var þá árrisulastur allra eins og endranær og hreyf alla með sér af dugnaði og fjöri. Allt gekk þá ótrúlega vel, enda vel skipulagt og býlið vel tækjum búið hverju sinni. Mér finnst ég hafi fáum kynnst, sem em eins miklir fyrirmyndar- menn og Bergur í Steinum. Alltaf hraustur og vel á sig kominn, glað- ur, áhugasamur, mikill bindindis- maður og stórveitull höfðingi. Það er mikið gott að hafa þekkt hann og kynnst honum. Alltaf leið manni vel í návist þeirra Bergs og Ellu. Þau vora elskuleg hjón. Að henni er nú mikill harmur kveðinn, en hún á góðs að minnast í Bergi, og það ylj- ar. Allar minningar um hann hljóta að vera henni bjartar. Ég og fjölskylda mín öll sendum henni og Ama dýpstu samúðar- kveðjur. Friðrik Ásmundsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.