Morgunblaðið - 31.12.1998, Side 53

Morgunblaðið - 31.12.1998, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 53 HJONAMINNING HELGA MAGNÚSDÓTTIR OG STEFÁNINGVAR GUÐJÓNSSON + Helga Magnús- dóttir fæddist í Grófarseli, Hlíðar- hreppi, 6. septem- ber 1906. Hún lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 12. febrúar 1993. Stefán Ingvar Guð- jónsson fæddist á Þrándarstöðum, Eiðaþinghá, 8. apr- íl 1902. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 19. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Egilsstaðakirkju 30. desember. Mig langar til að minnast afa og ömmu með nokkrum kveðjuorðum nú þegar þau era bæði horfin. Eg hef margs að minnast þegar ég horfi til baka og þá ekki síst til minna bemskuára. Mér fannst gott að búa nálægt þeim og geta heim- sótt þau nánast þegar mig langaði til. Eg er ekki í nokkram vafa um að það, að hafa fengið að umgang- ast þau hefur kennt mér að þykja vænt um eldra fólk. Ég hef ekki verið há í loftinu þegar ég man fyrst eftir mér hjá ömmu og afa. Ég sat á eldhúsgólf- inu í gamla bænum, fyrir framan ömmu þegar hún greiddi og flétt- aði síða fallega hárið sitt. Svo setti hún flétturnar í tvo hringi utan um höfuðið og mér fannst hún með eins konar kórónu á höfðinu. Eftir afa man ég fyrst í geymsl- unni við að búa til hrífur. Sérstak- lega man ég eftir þegar hann bjó til fyrsta hrífuskottið mitt, eins og hann kallaði hrífuna mína. Hann hafði gaman af hugmyndum barns- ins um hvernig hrífan skyldi sett saman. Þá hló afi mikið, hlátrinum sem mér fannst alltaf skemmtileg- ur og þótti svo vænt um. Amma kunni margar vísur og mörg ljóð. Var það því ósjaldan sem ég trítlaði heim í DaH með skólaljóðin og hún hjálpaði mér að læra það sem fyrir mig hafði verið lagt. Ef hún kunni ekki lagið við ljóðið, sem var mjög sjaldan, þá fann hún lag sem hægt var að not- ast við og þannig var ég snögg að læra þau. Amma var afskaplega tráuð kona og er það eflaust þess vegna sem mér er minnisstæðast þegar ég átti að læra: „Víst ertu, Jesú, kóngur klár“, „Sálin hans Jóns míns“ og „Son Guðs.“ Amma vai- fyrst og fremst hús- móðir og var því mikið inni við. Sennilega er það þess vegna sem minningarnar um hana era skýrari en um afa. Afi gekk við staf og not- aði hann óspart til að stugga við fénu á vorin og í réttum. A sumrin var hann alltaf úti á túni að raka. Ég man þó glögglega eftir þegar hann kom heim til mín að láta pabba klippa sig. Afi var mjög tal- naglöggur maður og var snöggur að reikna í huganum. Mikið spilaði ég við ömmu og var það gaman. Ekki síst á seinni áram þegar hún vildi breyta reglunum eftir því hvernig hentaði hverju sinni, sérlega þó í Kasínu. Ég hef aldrei efast um að henni hafi fund- ist gaman að fá okkur barnabömin til að spila við, eða syngja fyrir, sem hefur í leiðinni stytt henni stundirnar. Ég get ekki látið þess ógetið hversu spennandi það var að fara og gista hjá ömmu og afa. En það var nokkuð sem var alveg spari. Amma kunni mikið af bænum og var hún óspör á að kenna okkur þær. Það var því notalegt að liggja í rökkrinu, fara með bænirnar með henni og hlusta á hana raula hin ýmsu vers. Amma kom ekki oft gangandi frameftir, en þegar við systkinin urðum þess vör að hún var að koma var hlaupið á móti henni, henni ákaft fagnað og sjálfsagt deilt um hver skyldi leiða hana hverju sinni. Að sjálfsögðu var komið við í búinu og henni sýndur bústofninn og allt annað sem búinu tilheyrði. Eftir að amma og afi fluttu í Egilsstaði þá hitti ég þau sjaldnar, alltaf fannst mér gott að koma í litlu íbúðina þeirra og spjalla við þau. Eftir að ég fór til Reykjavíkur fékk ég að gista hjá þeim, þegar ég var á ferðinni, ef eitthvað fór úr- skeiðis með flugið. Afi sá um að unglingurinn vaknaði á réttum tíma til að fara í vélina. I seinni tíð hef ég verið sjaldnar á ferðinni. Það var því orðið nokk- uð langur tími frá því ég hafði hitt ömmu, þar til ég kvaddi hana í febráar 1993. Afa hafði ég hitt tvisvar sinnum síðan og nú síðast í sumar og áttum við góða stund saman. Mér fannst á honum, að honum fyndist hann vera búinn að vera hér nógu lengi. Þess vegna var ég viss um þegar hann veiktist núna, að hann fengi hvfldina því hann var tilbúinn fyrir hana. Efast ég ekki um að þau amma hafi sam- einast að nýju, ásamt sonum sínum tveimur sem hrifnir vora í burtu langt á undan þeim. Að lokum vil ég þakka ykkur, afi og amma, fyrir allar þær góðu samverastundir sem ég fékk að njóta með ykkur og ég veit að ykk- ar er vel gætt á Guðs vegum. Ásdís. t Hugheilar þakkir til allra, nær og fjær, fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ARA JÓSEFSSONAR, Hraunbæ 5, Reykjavík. Kristín Aradóttir, Guðmann Sigurbjörnsson, Ómar K. Arason, Áslaug Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. _______AÐSENDAR GREINAR_ Um störf kennara, liðleskjur og fleira HINN 26. nóv. sl. birtist í Morgunblað- inu greinin „Liðleskj- umar við krítartöfl- una“ efth- Þórð Rrist- jánsson kerfisfræðing. Sá sem þetta ritar ætl- aði að gera þá þegar nokkrar athugasemdm við þessa grein, en hafði ekki tök á því sökum anna fyrr en nú. í henni era gamal- kunnar árásir á kenn- arastéttina, en slíkar dylgjur era algengar í blöðum hérlendis, og þessi skrif era oft heldur fátækleg. Hér verður nú vikið að liðleskjutalinu og síðan fjallað um sitthvað fleira, sem varðai’ skólamál. Hugum hér fyrst að þeirri ein- kunn, sem kei’fisfræðingurinn gef- ur kennarastéttinni, þ.e. „liðleskj- ur“. Samkvæmt Islenskri orðabók Menningarsjóðs þýðir þetta orð „duglaus maður, lélegur verkmað- ur, verkleysingi, ónytjungur". Og samkvæmt Islenskri samheita- orðabók er orðið „liðleskja“ sam- heiti orðanna „aumingi“ og „mann- leysa“. Kerfisfræðingurinn, sem líklega hefur áður fengið menntun á ýmsum skólastigum, telur við hæfi að viðhafa slíkt orð um kenn- ara, m.a. kennara sína frá liðnum áram. Hann minnist á lág laun kennara og gefur einfalda og skýr- ingu á því, en ástæðan „er sáraein- föld: þeir vinna svo lítið.“ Síðan fylgja heldur óframlegar fullyrð- ingar um vinnutímann hjá „lið- leskjunum", þ.e. „að sumarfríið er um þrír mánuðir, páskafríið rám vika og jólafríið aldrei styttra en tvær vikur, oftast nær það þó þremur til fjórum". Þessari grein- ingu fylgja svo tillögur til úrbóta og um nokkra launahækkun „þeg- ar þeir væra farnir að stunda vinnu jafn marga mánuði ársins og annað launafólk". Tillögurnar era áh'ka vitrænar og greining vandans, og verður því ekki vikið að þeim hér. Samkvæmt Islenskri orðabók Menningarsjóðs er kerfisfræðing- ur „sérfræðingur í að undirbúa verkefni í tölvu til að láta hana leysa þau“. Ekki efa ég að Þórður Kristjánsson er fróður um þessi mikilvægu og vel metnu málefni, en hann virðist ekki hafa yfirgrips- mikla og djúptæka þekkingu á skólamálum. Fullyrðingar hans era í heldur litlu samræmi við raun- veraleikann, og þær lýsa fremur höfundinum sjálfum en kennuram. Þær era hins vegai- í nokkru sam- ræmi við þá umfjöllun, sem oft hef- ur komið fram hjá sumum ráða- mönnum og ritstjórum, sem hafa á liðnum áram alið sérstaklega á óvild og andúð í garð menntunar og fræðslustarfa. Aðferðin er fólgin í því að gefa í skyn, að starf kenn- arans felist nánast eingöngu í kennslunni í skólastofunni, kennar- arnir séu vondir við börn, gísla- tökumenn, o.m.fl. álíka gáfulegt. Fastur liður í þessari viðleitni er að stilla kennurunum upp sem sér- stökum andstæðingum vinnandi manna og allrar alþýðu, og um þetta eru tiltæk ýmis dæmi. - Kerfisfræðingurinn ungi, sem nú hefur lagt út á þessa vafasömu braut, getur margt lært af slíkum siðum, en ég tel þetta aumkunar- vert og ég vorkenni mönnum sem haga sér með þessum hætti. Ég hef spurt ýmsa menn, sem vel þekkja til annars staðar á Norðurlöndum, hvort slfldr siðir tíðkist þar meðal sumra valdsmanna og áhrifamanna um skoðanamyndun, og þeir minn- ast þess ekki. Líklega er þetta ein- stakt fyrirbæri meðal siðaðra manna á Norðurlönd- unum. Sá sem þetta ritar hefur stundað kennslustörf í tæp 30 ár. Það er áhugavert og ánægjulegt starf en afar erfitt og slítandi og ýmis ytri skilyrði og fjandsamleg um- fjöllun gera það erfið- ara en vera þyrfti. Að- eins hluti starfsins fer fram í skólastofunni, en mestur hlutinn felst í undirbúningi og yfir- ferð skriflegra æfinga og ritgerða. Hjá mér og mörgum þeim sam- starfsmönnum, sem ég þekki vel til, fara margar helgar og svo- nefndir frídagar, m.a. í páskaleyfi, í yfirferð ritgerða og verkefna. Margir „gamlir“ nemendur mínir hafa síðar þakkað ábendingar í rit- gerðunum og sagt að þeir hafí haft gagn af þeim. - Þá hafa ýmsir Framtíð þjóðarinnar er að verulegu leyti undir því komin, segir Ólafur Oddsson, að ungt, vel menntað fólk fáist til kennarastarfa. kennarar, m.a. sá sem þetta ritar, aðstoðað nemendur við menningar- lega blaðaútgáfu, bókmenntakynn- ingar, ræðukeppni og fleira þess háttar. Slík starfsemi er bráðnauð- synleg fyrir þroska nemendanna og hún er í góðu samræmi við skýr og skynsamleg lagafyrirmæli um hlutverk skóla. Raunhæft mat á störfum í skólum hlýtur að taka mið af þeim lagafyrinnælum, en umfjöllun um „vinnudaga kenn- ara“, þar sem aðeins er fjallað um vinnudaga í skólum, er út í hött. Mikið annríki er oft í skólum á próftímum. Þá þarf að semja próf, samræma fyrirgjöf og fara yfir all- ar úrlausnimar. Þá era yfirsetur oft langar og strangar, einkum þar sem húsnæði er óhentugt. - Nauð- synlegt er, ef menn ætla ekki að staðna í sínum fræðum, að lesa sér ti! í þeim og sækja ýmis námskeið en þau geta verið mislöng og á ýmsum tímum. Fullyrðingar um að kennarar hafi þrjá mánuði í sumar- leyfi bera vitni um fáfræði og for- dóma. Ég fjallaði um þetta efni og aðstöðuleysi kennara í greinum um skólamál í Morgunblaðinu 15. og 30. júlí 1997 og læt nægja að vísa til þess hér. Þess skal hér getið, að ýmsir kennarar, m.a. sá sem þetta ritar, hafa oft varið drjúgum hluta sumarsins í það að útbúa námsefni komandi vetrar. Jakkapeysuúrvalið er í Glugganum Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854 Að undanförnu hafa sumir menn haft uppi stór orð um það, hve mikið laun kennara hafi hækkað að undanförnu. Þeir nefna þar til tugi prósentna og halda jafnvel uppi sérstökum árásum á kennara og forystumenn þeh’ra. Það er dapur- legt að lesa þetta. En eitt nefna þessh- menn aldrei. Það er, að háar prósentur af mjög lágum tölum eru mjög litlar upphæðir hjá hverjum manni. Samkvæmt. þeim upplýsingum, sem ég hef fengið hjá Hinu íslenska kennarafélagi, voru sl. haust byrjunarlaun kenn- ara, sem lokið höfðu tilskildum prófum eftir allangt nám liðlega 100 þús. kr. Og þau hækka furðu lítið þótt menn hafi lagt á sig langt viðbótarnám og starfað áratugum saman. Hér á landi er fremur lítill skilningur á gildi mikillar og traustrar menntunar. Ymsir kenn- arar þurfa og sjálfir að leggja fram aðstöðu á eigin heimili með mikl- um tilkostnaði, af því að vinnuað- staðan, sem þeir fá í skólum, er heldur fátækleg. Fyrir rámum áratug kenndi ég ungum og efni- legum manni. Að loknu stúdents- prófi stundaði hann nám í Kenn- araháskólanum og lauk þaðan prófi. Ég hitti hann aftur nýlega og fór að spyrja hann um kennsl- una. Hann kvaðst vera hættur á þeim vettvangi og hefði stundað síðar allt annað og skynsamlegra nám, sem hann svo tilgreindi. Hann tjáði mér, að margir í ár- gangi hans hefðu horfið frá • kennslustörfum og þ.á m. allir pilt- amir. Það var hryggilegt að heyra þetta. Hins vegar samgladdist ég unga manninum vegna hins nýja starfsvettvangs hans. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að stunda nám á ýmsum skólastigum. Mér er eru minnis- stæðir margir mikilhæfir kennar- ar, allt frá Skóla Isaks Jónssonar til Háskóla Islands, og margt gagnlegt mátti læra hjá þeim. Mér er hlýtt til þeirra skóla sem ég var í um hríð, og þess vegna skil ég ekki þá lágkúrulegu andúð á skól- um og starfinu þar, sem svo oft má sjá í opinberri umræðu hér á landi. Það er dapurlegt, að á undan- förnum áram hefur vantað mörg hundruð menntaða kennara í grunnskólum landsins. Þá hafa oft í framhaldsskólum liðlega tvítugir stúdentar fengist við kennslu. Það er ekki nóg að setja skyn- samleg lög um skóla og menntun kennara. Það verður með öllum tiltækum ráðum að stuðla að því að ungir og vel menntaðir menn, konur og karlar, fáist til þess að mennta æsku þessarar þjóðar. Farsæld þjóðarinnar í framtíðinni er að verulegu leyti undir því komin. Höfundur er menntaskólakennari. -/elinei Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473. Ólafur Oddsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.