Morgunblaðið - 31.12.1998, Síða 60

Morgunblaðið - 31.12.1998, Síða 60
60 FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 SKOÐUN MORGUNB LAÐIÐ ENN ER LAG - FLJÓTSDALS- VIRKJUN f LJÓSI NÚTÍMANS VIRKJUNARMAL hafa verið mikið á döf- inni undanfarna mán- uði, og fyi-irhuguð Fljótsdalsvirkjun ekki ( síst, sem talin er eini virkj unarkosturinn, sem nú er tilbúinn til framkvæmda. Þar hafa tilskilin leyfl verið veitt, og Landsvirkjun telur að lögskipuðum kröfum um umhverfis- vernd á svæðinu hafi þegar verið fullnægt. Ennfremur heldur stofnunin því fram, að framkvæmdir við virkjunina hafi byrjað árið 1991, og því sé ekkert því til fyrirstöðu að halda þeim áfram þegar markaður fæst fyrir orkuna. Sá markaður er sagður í sjónmáli í - fsamningaviðræðum við norska fyr- irtækið Norsk Hydro. Sumu tókst að bjarga Þó að Fljótsdalsvirkjun hafi enn ekki komið til framkvæmda, á hún brátt hálfrar aldar sögu að baki. Sú saga hefur verið rakin í Lesbók Morgunblaðsins 24. okt. sh (41. tbl. 73. árg.). Þetta er sannkölluð slysasaga, því að ekki eru dæmi um önnur eins náttúruspjöll af —rnokkurri vatnsvirkjun, sem enn hefur verið gerð hér á landi. Helst má finna samsvörun í hugmyndum aldamótamanna um virkjanir við Gullfoss og Dettifoss. Þær hafa fyrir löngu verið blásnar af, og Sigiiður í Brattholti er orðin þjóð- hetja vegna andstöðu sinnar við virkjun Gullfoss. Frá síðari tímum eru hliðstæður áætlunum um „Gljúfurversvirkj- un“ Laxár í Þingeyjarsýslu, og virkjun á efsta falli Þjórsár með miðlunarióni í Þjórsárveram, sem voru á döfinni kringum 1970. Laxá var bjargað fyrir einarða andstöðu bænda og annarra ^neimamanna í Þingeyjarsýslu, sem ' t'engu stuðning úr ýmsum áttum. Málinu lyktaði með setningu laga um vemdun Mývatns og Laxár 1973. Verndun Þjórsárvera gerðist hins vegar að frumkvæði erlendra og innlendra dýrafræðinga. Þjórs- árver vom friðlýst skv. náttúru- verndariögum árið 1981. Til að ná fram þeirri friðlýsingu taldi Nátt- úraverndarráð sig verða að fallast á virkjun Jökulsár í Fljótsdal, með um 45 ferkm. miðlunarlóni á Eyja- bökkum, sem heimiluð var með lögum sama ár. Eyjabakkar og Jökulsá í Fljótsdal vora þá lítið þekkt og áttu sér engan „land- vörð“ á þessum tíma. Það gerði ‘"’gæfumuninn. Hvað er í húfi í Fljótsdal? Eyjabakkar eru al- mennt taldir „önnur merkasta hálendis- vin“ landsins, næst á eftir Þjórsárveram. Þar er að finna mjög sérstætt, lífríkt og lit- ríkt votlendi í skjóli hárra fjalla og jökla, þar sem fjalldrottn- ingin Snæfell er í for- sæti. Jökulsá kvíslast þar, ásamt nokkrum bergvatnsám, milli lágra nesja og fjöl- margra eyja og hólma, sem stráð era óteljandi tjörnum, og mynda í sameiningu listaverk náttúrannar, sem varla á sinn líka. Þar er að finna fágætar jökulminjar, og hreindýr, álftir og heiðagæsir eiga þar gi-iðland. Jök- ulsá í Fljótsdal er einhver fossa- ríkasta jökulsá landsins, sem rennur um fagran og sérstæðan dal. Nánari upplýsingar um þetta landsvæði er að finna í „Snæfells- blaði“ tímaritsins Glettings, sem nýlega er komið út, ríkulega myndsreytt, svo og í blaðagreinum okkar Skarphéðins Þórissonar: „Hvað fer forgörðum við Fljóts- Það væri ófyrirgefan- legt glapræði að fara nú að virkja þarna, seg- ir Helgi Hallgrímsson, án athugana, þegar augu okkar hafa loksins opnast fyrir fegurð og sérstöðu Eyjabakkasvæðisins. dalsvirkjun?“ í Morgunblaðinu 9. júlí sl., og „Náttúraspjöll vegna Fljótsdalsvirkjunar“ sem birtist í Degi og Austurlandsblöðunum í september. „Utan eldvirkra svæða“ Snæfell hefur almennt verið talið útkulnað eldfjall. Sú skoðun hefur byggst á vanþekkingu, enda hefur fjallið nær ekkert verið kannað jarðfræðilega fyrr en á síð- ustu árum. í „Snæfellsblaðinu" umgetna greina þeir Armann Höskuldsson og Páll Imsland frá þeirri niðurstöðu sinni, að Snæfell sé ennþá virkt, og geti hvenær sem er vaknað af dvalanum, líkt og Helgi Hallgrímsson Ert þú meö gular tennur? það eina sem virkar er ’nú á tilboði í apótekinu þínu Meðferðin nú kr. 2.490,- Tannkremiö nú kr. 730,- t.d. Helgafell í Vestmanneyjum, sem ramskaði árið 1973 eftir 5 þúsund ára svefn. Ennfremur telja þeir að gosvirkni á Snæfells- Óræfajökuls-gosbeltinu muni fær- ast í aukana í framtíðinni. Það hefur hingað til verið talið Fljótsdalsvirkjun til gildis, að hún væri „utan eldvirkra svæða“, en nú er ljóst að svo er ekki. Eldgos í Snæfelli gæti haft afdrifaríkar af- leiðingar fyrir miðlunarlónið á Eyjabökkum og Eyjabakkastíflu. Að fórna landi Af hálfu virkjunarmanna er oft talað um að einhverju \erði að „fórna“ til að tryggja atvinnu og byggð. Fómin er gamalkunnug og hefur verið stunduð í allflestum trúarbrögðum, til að hljóta náð hjá guðunum. Hún felst í því að menn farga einhverju eða gefa eitthvað sem þeir eiga, og telja sér verð- mætt á einhvern hátt. Alþekkt dæmi úr Biblíunni er þegar ætt- faðir gyðinga, Abraham, ætlaði að fórna Isak syni sínum til að þókn- ast guði. Nú er talað um fórn í annarri merkingu, þ.e. að breyta landslagi og náttúrufari lands, sem viðkomandi aðilar eiga ekki og hafa lítið eða ekkert með að gera. Afréttin undir Fellum hefur lengi verið talin eign Valþjófsstaðar- kirkju, sem er helguð Maríu mey, svo líklega er María hinn raun- veralegi landeigandi á Eyjabökk- um, sbr. örnefnið Maríutungur á þessum slóðum. Auk þess er það siðfræðilegt vafamál, hvort eigna- réttur á landi getur nokkru sinni réttlætt að landið sé varanlega skemmt. Sú hugmynd er ævagöm- ul og rótgróin, að landið sé „léð“ okkur til afnota. Okkur er heimilt að nýta gæði þess til viðurværis, en ekki að ganga á þau. Þessi forna lífsregla kallast nú „sjálfbær nýting“. Eyjabakkar og Þjórsárver Það varð þrautaráð hins opin- bera málsvara náttúrannar á Is- landi árið 1981, að „fóma“ Eyja- bökkum fyrir friðun Þjórsárvera „sem frá sjónarmiði náttúruvernd- ar, og samkvæmt niðurstöðum rannsókna á báðum þessum svæð- um, era talin enn mikilvægari há- lendisvin", svo notað sé orðalag úr umsögn ráðsins. Spyrja má hvaða rétt Náttúru- verndarráð hafi haft til að ráðstafa Eyjabökkum á þann veg. Ekki var það á grandvelli eignarréttar, og ekki gat það byggst á neinum laga- heimildum, svo mér sé kunnugt. Lögfræðilega var þetta samkomu- lag heldur ekki staðfest. Þetta 20 ára gamla nauðungarsamkomulag hefur því í raun ekkert gildi. Alþingi heimilaði Fljótsdals- virkjun með „Lögum um raforku- ver“ frá 4. júní 1981, ásamt Blönduvirkjun og nokkrum öðrum Upplýsingakerfi KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun virkjunum sunnan lands og norð- an. Lögunum var ætlað að móta samræmda stefnu í orkumálum. A þessum tíma var Fljótsdalsvirkjun eini stóri virkjunarkosturinn aust- anlands, enda hafði Bessastaðaár- virkjun þá verið sameinuð henni. Eftir umrætt samkomulag varð tæplega hjá því komist að heimila hana, því að annars var það gagns- laust. Allt „sérfræðingaliðið" mælti með því að Fljótsdalsvirkjun yrði leyfð, og Austfirðingum mikið í mun að fá stóra virkjun í fjórð- unginn, eins og þeim er enn í dag. Hér var við ramman reip að draga, og í því ljósi verður að skoða af- stöðu Hjörleifs Guttormssonar kringum 1980, sem lenti í þeirri stöðu að bera fram heimildarlögin sem iðnaðarráðherra. Nýir tímar og viðhorf Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið, og mannheimur hefur tek- ið ótrúlegum breytingum á þess- um 18 áram. Stórveldi hafa hranið og önnur myndast, fjölmiðla- og tölvubylting gengið yfir, og síðast en ekki síst hefur skilningur manna á umhverfi og náttúra tekið stakkaskiptum. Það er ekki sjálf- gefið lengur, að fáeinir aðilar sem eiga efnahagslegi'a eða pólitískra hagsmuna að gæta, fái að ráðskast með náttúruna að vild sinni og um- breyta henni. Menn gera sig ekki lengur ánægða með að geyma eitt sýnishorn af hverri landslagsgerð, gróðurlendi eða vistkerfi, eins og safngrip á hillu. Að velja á milli „mikilvægustu gróðurvinjar“ og þeirrar „næstmikilvægustu“ er nú fánýtt hjal að flestra dómi, enda ekki líklegt að við getum metið hvor þeirra er meira virði. Það er líka marklaust, að tala nú um að vemda Dettifoss og aðra fossa í Jökulsá á Fjöllum, sem þegar eru innan þjóðgarðs, og réttlæta með því eyðileggingu fossanna í Jök- ulsá í Fljótsdal. „Þrír milljarðar“ Landsvirkjun heldur því fram, að hátt í þrír milljarðar króna hafi verið lagðir í rannsóknir og undir- búning Fljótsdalsvirkjunar. Þessa fullyrðingu verður að taka með miklum fyrirvara. í fyrsta lagi hef- ur hluta þessa fjár verið varið í undirbúning Bessastaðaárvirkjun- ar, sem allt til 1978 var á döfinni sem sérstök virkjun, og til 1990 var samtengd Fljótsdalsvirkjun. Annar ekki óveralegur hluti hefur farið til að kanna Múlavirkjun, sem var afskrifuð um 1980. Ymsar jarðfræðilegar undirstöðurann- sóknir og umhverfiskannanir hafa verið sameiginlegar fyrir virkjun- arsvæði jökulsánna beggja, og svo- nefnda Hraunavirkjun að auki. Þess verður að krefjast, að Lands- virkjun leggi fram sundurliðun á þessari upphæð, þar sem hægt sé að sjá hvað hafi farið beinlínis til undirbúnings Fljótsdalsvirkjunar. Þó sú virkjun verði ekki gerð ber ekki að líta á þá upphæð sem tapað fé, því að þekking á náttúranni hefur auðvitað mikið gildi, og get- ur hvenær sem er orðið hagnýt á öðram sviðum. Umhverfismat Síðan 1. maí 1994 er skylda að allar meiri háttar framkvæmdir gangi í gegnum svokallað um- hverfismat, en framkvæmdir sem leyfðar vora eða hafnar fyrir þann tíma hafa verið undanþegnar. Deilt er um hvort Fljótsdalsvirkj- un eigi þrátt fyrir það að fara í lög- formlegt umhverfismat. Hafa nán- ast allir sem um það hafa rætt eða ritað verið því meðmæltir, enda er það sjálfsögð og eðlileg krafa. Fjölmargar ályktanh- liggja fyrir um það frá félögum og stofnunum, m.a. frá öllum opinberam aðilum náttúrvemdar. Iðnaðarráðherra þrjóskast enn við að koma þessu í kring, og Landsvirkjun segist vera að gera sitt eigið umhverfismat. Lögin um umhverfismat era á ýmsan hátt gölluð. Lögformlegt umhverfismat mun kannski ekki breyta miklu varðandi framkvæmd Fljótsdalsvirkjunar. Hins vegar veitir það a.m.k. tveggja ára frest, til að kanna ýmislegt betur, og gera athugasemdir, sem skylt er að taka tillit til. Breytt tilhögun Meðal þess sem líklega yrði litið á í umhverfismati era möguleikar á breyttri tilhögun vh-kjunar Jök- ulsár í Fljótsdal. Telja má líklegt að fyrirhugaðar aðveitur kvísla, er frá Snæfelli falla, verði afskrifað- ar, því að þær hafa verið mikill þyrnir í augum náttúravemdar- og útvistarfólks. Þá er hugsanlegt að stífluhæð yrði endurskoðuð, og jafnvel lón- stæðið sjálft. Til dæmis hlýtur að vera mögulegt að stífla ána neðar í farveginum, og losna þannig við að kaffæra Eyjabakka. Þá yrði miðl- unarlónið í efstu drögum Norður- dals, og heildarfall og afkastageta virkjunar myndi minnka nokkuð. Nokkur ár era síðan sú hug- mynd kom fram, að hætta við sér- staka virkjun Jökulsár í Fljótsdal, en veita henni í þess stað yfir í Jök- ulsá á Dal og vh-kja með henni. Þyrfti þá ekki nema lítið inntakslón rið Eyjabakkafoss. A þessu era þó ýmis vandkvæði, kannski fyrst og fremst markaðslegs eðlis. Enn er lag I átján ár hefur Fljótsdalsvirkjun beðið þess að verða framkvæmd, og árið 1991 munaði aðeins hársbreidd að svo færi, þegar Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra Alþýðuflokksins, veitti leyfi fyrir framkvæmd henn- ar, en markaðsaðstæður urðu því til hindranar. Þetta má kalla ótrúlega slembilukku, svo mikla að manni býður í gran, að það sé einhver „hulinn vemdarkraftur", sem haldi hlífiskildi yftr Eyjabakkasvæðinu og Jökulsá. Það væri ófyiirgefanlegt glapræði að fara nú að virkja þama, án frekari athugana, þegar augu okkar hafa loksins opnast fyrir feg- urð og sérstöðu Eyjabakkasvæðis- ins, og mikilvægi þess að varðveita það. Megi hin algóða og alvitra for- sjón forða okkur frá því. Ef okkur hendh' það slys mun íslenska þjóðin hafa samviskubit til frambúðar, ekki ósvipað og sumar þjóðir eða ríki hafa fyrir glæpi sem þær frömdu gegn samborgurum. Einnig er hætt við að slíkt óheillaspor myndi kalla fram stríðsástand á Austurlandi. Því vekur það áhyggj- ur og furðu, að fáeinir Austfii'ðingar berjast um á hæl og hnakka fyrir því að hafnar verði framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun þegar á næsta ári, og telja að ekki sé tími til að framkvæma lögformlegt umhverfis- mat. Um þá er aðeins hægt að segja, það sem sagt var forðum: Guð fyrirgefi þeim, því að (líklega) vita þeir ekki hvað þeir gjöra. Höfundur er náttúrufræðingur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.