Morgunblaðið - 31.12.1998, Síða 70

Morgunblaðið - 31.12.1998, Síða 70
70 FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf Smáfólk Já, herra... þetta virðast vera mistök... við komum til að fá hundaleyfi, og þeir gáfu honum tímabundið ökuleyfi... Held ég að hann gæti staðist ökupróf? „Grein 203: Stefnuljósið skal sett á áður en ökutækið kemur að gatnamótum." Ja, maður skal aldrei segja aldrei... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Fegurðin og sjónin Frá Guðmundi Viggóssyni: NÚ STENDUR yfir hátíð ljóss og friðar og framundan eru áramótin með allri sinni gleði. Ljósadýrð flugelda á skammdegishimni lætur fáa ósnortna. En stutt getur verið milli gleði og sorgar. Það hef- ur nánast verið árlegur við- burður hér á landi að einhverj- ir hafi orðið fyrir alvarlegum augnslysum um áramótin. Augnlæknar hafa löngum bent á þá hættu sem sjóninni getur stáfað af skoteldum. Rann- sóknir sýna að það eru drengir á aldrinum 10-12 ára, sem eru í langmestri hættu. Það er skylda okkar sem eldri erum að uppfræða böm okkar um þá hættu sem röng meðferð skotelda getur haft í fór með sér. Það er ekki gaman að þurfa að horfa upp á barn sitt missa sjón á auga. Augnabliks óvarkámi og óvitaskapur getur breytt lífi bams ævilangt. Með einföldum ráð- um má koma í veg fyrir langflest þessara slysa. Förum því eftir leið- beiningum framleiðenda. Notum ætíð trygga undirstöðu undir flug- eldana. Notum hanska og hlífðar- gleraugu. Blindrafélagið hefur síð- astliðin ár sent heilum árgangi ung- linga hlífðargleraugu að gjöf og með því hvatt til slysavama. Það vill ekki að félagsmönnum sínum fjölgi að óþörfu og undir það taka augnlæknar. Fylgjumst með hvað börn okkar aðhafast þessa dagana. Heillarík áramót og megum við njóta fegurð- ar og gleði um ókomin ár. GUÐMUNDUR VIGGÓSSON, augnlæknir, yfirlæknir Sjónstöðvai- íslands. Áreiðanleiki Biblíunnar Frá Rúnari Kristjánssyni: GUÐMUNDUR Rafn Geirdal hef- ur um nokkurt skeið ritað talsvert um andleg mál í Morgunblaðið. Hann ræðir mikið um það hvað maðurinn sé orðinn „þróaður" á okkar dögum og vegna þess sé eðli- leg framvinda að segja skilið við allt sem hann kallar gamaldags og úrelt í nútímanum. Eitt af því sem þessi afar lærði maður virðist telja gamaldags og úr takti við tímann er Biblían og það sem hún stendur fyrir - kristin trú og lífsskoðun. Það er ekki neitt nýtt að ráðist sé að kristninni og jafnvel einmitt með þessum hætti. Það hafa marg- ir gert á undan Guðmundi Rafni og það er meira en líklegt að margir muni iðka þann sið löngu eftir að hann með allt sitt vit er horfinn af sviðinu og þá sennilega hættur að þróast. Það hefur margur lyft merki Celsusar í gegnum aldimar en kristindómurinn lifir samt og mun lifa alla slíka. Allt tal Guðmundar Rafns virðist mér bera keim af nýaldarstefn- unni, þar sem gengið er út frá því að maðurinn sé einfær um að frelsa sjálfan sig. Hann þurfi bara að þró- ast ofurlítið meira og þá sé þetta komið. Ef til vill væri fróðlegt fyrir menn að kynnast því í nærmynd hversu langt komnir menn eins og Guðmundur Rafn séu í því að frelsa sjálfa sig frá vandamálum þessa heims! Fyrir nokkru skrifaði Guðmund- ur grein í Mbl. undir yfirskriftinni „Oáreiðanleiki Biblíunnar" og í henni fór hann að mestu troðnar slóðir vantrúarmanna allra alda. Ég ætla ekki að eltast við þann heilaspuna í sjálfu sér, en þó vil ég nefna nokkuð til andsvara. Ég tel Biblíuna hiklaust Orð Guðs og sú andlega næring sem fæst af því að lesa hana með opnum huga er hrein sálarblessun. Sú er líka reynsla milljóna manna og kvenna um allan heim og þess vegna verð- ur Biblían áfram sem hingað til Bók bókanna og ljós fyrir þá sem ljós vilja sjá. Það sem frá Guði kemur er áreiðanlegt. Það er einlæg von mín að Guð- mundur Rafn Geirdal verði ekki svo „þróaður" alla sína daga, að hann fari þar af leiðandi á mis við þá blessun sem Biblían getur sann- arlega gefið inn í líf manna. Þá á ég við, inn í líf manna sem viðurkenna í auðmýkt hjartans að þeir þurfi á náð Guðs að halda í öllu lífi sínu. Slík afstaða til guðdómsins er grundvallarforsenda þess að réttur skilningur á eðli Orðsins geti vakn- að í hjarta mannsins og orðið hon- um sáluhjálp til frambúðar. Hvað stoðar það manninn að dýrka „þró- un“ sem færir hann stöðugt lengra frá Guði sínum! RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að Iútandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.