Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Kæru Sævars Ciesielski vísað frá MNE Meira en sex mánuðir liðnir frá lokadómi MANNRÉTTINDANEFND Evr- ópu í Strassborg hefur vísað frá kæru Sævars M. Ciesielski á hend- ur íslenska ríkinu. I forsendum ákvörðunar nefndarinnar segir að líta verði svo á að lokadómur í mál- inu innanlands hafi verið kveðinn upp með dómi Hæstaréttar 22. febrúar 1980. Því sé ekki hægt að fjalla efnislega um sakamálsmeð- ferðina sem leiddi til sakfellingar kæranda á sínum tíma né aðbúnað í gæsluvarðhaldi. Meira en sex mánuðir hafi nefnilega liðið frá lokadómi innanlands uns kæra var fram borin. Kæra Sævars snerti einnig máls- meðferð endurupptökumálsins en endurupptöku var hafnað með ákvörðun Hæstaréttar 15. júlí 1997. Segir mannréttindanefndin að kvörtun þessi lúti hvorki að borgaralegum réttindum né ákæru af refsiréttarlegum toga í skilningi 6. greinar mannréttindasáttmál- ans. Þess vegna uppfylli þessi þátt- ur kærannar ekki efnisskilyrði fyr- ir því að vera tekinn fyrir. Akvörðun þessi var tekin 29. október 1998 af þriggja manna undimefnd mannréttindanefndar- innar sem í sátu A. Weitzel, M.A. Nowicki og P. Lorenzen. Ragnar Aðalsteinsson hrl., lög- maður Sævars, segir að þessi nið- urstaða sýni að rétturinn til að fá mál endurapptekin sé ekki vernd- aður af mannréttindasáttmálanum. Þróunin hafi reyndar orðið sú á seinustu áram að málum er varða endurapptöku hafi yfirleitt verið vísað frá. Borgarstj óri stýrði fundi borgarráðs TILLAGA Sigrúnar Magnúsdótt- ur, borgarfulltrúa Reykjavíkurlista og formanns borgarráðs, um að fela borgarstjóra fundarstjórn á fundi borgarráðs í gær, var sam- þykkt með þremur atkvæðum meirihluta Reykjavíkurlista gegn tveimur atkvæðum sjálfstæðis- manna. Úrskurður félagsmálaráðuneyt- is, þar sem felld er úr gildi sam- þykkt borgarstjórnar frá því í júlí sl. um að fela borgarstjóra fundar- stjóm í borgarráði, var lögð fram í upphafi fundar í borgarráði. I framhaldi kom fram tillaga frá for- manni borgarráðs um að fela borg- arstjóra fundarstjórn. Brýtur gegn úrskurði í fyrri bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lögð vai' fram á fundinum, er afgreiðslu meirihlutans mótmælt, þar sem hún brjóti í bága við úrskurð fé- lagsmálaráðuneytisins. í bókun borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlista segir að úrskurð- ur félagsmálaráðuneytisins í kæra Ingu Jónu Þórðardóttur sé kveðinn upp samkvæmt eldri sveitarstjórn- arlögum en ekkert mat sé lagt á þá ákvörðun borgarráðs að fela borg- arstjóra fundarstjórn á fundum borgarráðs. „Nýju sveitarstjómar- lögin, með skýringum og athuga- semdum, hafa verið gefin út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar segir m.a. í 38. gr.: „í 4. mgr. er nýtt ákvæði um að formaður byggðarráðs, skuli valinn úr hópi kjörinna fulltrúi í byggðarráði. I athugasemdum með framvarpinu til sveitarstjórnarlaga var tekið fram að slíkt ákvæði teljist ekki koma í veg fyrir að byggðarráð geti í einhverjum tilvikum falið öðram fundarstjórn, t.d. fram- kvæmdastjóra." Sjálfstæðismenn mótmæla afgreiðslu meirihlutans Bent er á í bókuninni að minni- hluti borgarráðs hafi mótmælt því að með orðalaginu „í einhverjum tilvikum“ geti falist heimild til að kjósa annan en formann byggðar- ráðs fundarstjóra í lengri tíma. Álitaefni enn óútkljáð Það álitaefni sé enn óútkljáð enda sé ekki tekið á því í úrskurði félagsmálaráðuneytisins. Minni- hlutinn hafi hins vegar sjálfur hald- SJÖ tilboð bárust í útboði um gerð mislægra gatnamóta á mótum Skeiðarvogs og Miklubrautar. Lægsta tilboðið kom frá Veli hf og hljóðaði upp á 291.658.500 krónur eftir yfirferð tilboðsins sem er 78,12% af kostnaðaráætlun sem hljóðar upp á 373.335.480 krónur. Til framkvæmdanna telst gerð steinsteyptrar brúar yfir Miklu- braut auk allrar vega- og stíga- gerðar. Fimm tilboðanna vora undir kostnaðaráætlun. Næstlægsta til- boðið kom frá Armannsfelli hf. og ið því fram í kæra sinni til ráðu- neytisins að þetta orðalag eigi við í undantekningartilfellum. Venjubundin meinbægni Þá segir: „Borgarstjóra var falin fundarstjórn á þessum tiltekna fundi og með vísan til fyrri rök- semda minnihlutans verður ekki séð á hverju mótmæli þeirra við þeirri tilhögun byggjast, nema ef vera kynni venjubundinni mein- bægni.“ I síðari bókun borgarráðsfull- trúa Sjálfstæðisflokks segir að úr- skurður félagsmálaráðuneytisins sé afdráttarlaus hvað varði fundar- stjórn, en niðurstaðan sé sú að það sé hlutverk formanns borgarráðs að stjórna fundum. Verktökum Magni ehf., 331.039.620 krónur sem er 88,67% af kostnað- aráætlun en þriðja lægsta tilboðið frá JVJ ehf. var lítið eitt hærra, 332.045.100 krónur sem er 88,94% af kostnaðaráætlun. Þá buðu Háfell hf„ Eykt ehf. og Loftorka Reykjavík ehf. 353.000.000 króna sem er 94,55% af kostnaðaráætlun, Istak hf. 365.573.191 krónu, sem er 97,92% af kostnaðaráætlun, Verkafl ehf. 404.966.000 krónur og hæsta til- boðið barst frá Hjarðarnesbræðr- um ehf., 454.704.650 krónur. Gerð mislægra gatnamóta á Miklubraut Lægsta tilboð 81 millj. undir áætlun Morgunblaðið/Ásdís Járnrör skall í rúðu strætisvagns SMÁVÆGILEGAR tafir urðu á leið 7 hjá SVR í gær þegar vinstri framrúða á vagninum sprakk við það að járnrör kom á fijúgandi ferð ofan af fimmtu hæð gamla Morgunblaðshússins við Aðalstræti og skall í rúðunni. Rörið sem var hluti af vinnupöllum, sem verið var að breyta utan á húsinu, losn- aði frá og féll niður. Ohappið varð klukkan 14.50 og var vagninum skipt út fyrir annan, sem var tilbú- inn til notkunar í Lækjargötu. Lögreglan í Reykjavík var kölluð á vettvang og tók skýrslu. Engin slys urðu á fólki vegna óhappsins. Sérblöð í dag sstam ► í Verinu í dag er fjallað um verð fall á fiskimjöli og I lýsi og niðurskurð á úthafsrækjukvótanum um þriðjung. * Þá er viðtal við framkvæmdasljóra NASCO og sagt frá • aflabrögðum og mörkuðum. . ísur * JP'óstur A-- ■-°a í vandia Fylgstu með nýjustu fréttum ' www.mbl.is ~ I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.