Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Kæru Sævars Ciesielski vísað frá MNE
Meira en sex mánuðir
liðnir frá lokadómi
MANNRÉTTINDANEFND Evr-
ópu í Strassborg hefur vísað frá
kæru Sævars M. Ciesielski á hend-
ur íslenska ríkinu. I forsendum
ákvörðunar nefndarinnar segir að
líta verði svo á að lokadómur í mál-
inu innanlands hafi verið kveðinn
upp með dómi Hæstaréttar 22.
febrúar 1980. Því sé ekki hægt að
fjalla efnislega um sakamálsmeð-
ferðina sem leiddi til sakfellingar
kæranda á sínum tíma né aðbúnað
í gæsluvarðhaldi. Meira en sex
mánuðir hafi nefnilega liðið frá
lokadómi innanlands uns kæra var
fram borin.
Kæra Sævars snerti einnig máls-
meðferð endurupptökumálsins en
endurupptöku var hafnað með
ákvörðun Hæstaréttar 15. júlí
1997. Segir mannréttindanefndin
að kvörtun þessi lúti hvorki að
borgaralegum réttindum né ákæru
af refsiréttarlegum toga í skilningi
6. greinar mannréttindasáttmál-
ans. Þess vegna uppfylli þessi þátt-
ur kærannar ekki efnisskilyrði fyr-
ir því að vera tekinn fyrir.
Akvörðun þessi var tekin 29.
október 1998 af þriggja manna
undimefnd mannréttindanefndar-
innar sem í sátu A. Weitzel, M.A.
Nowicki og P. Lorenzen.
Ragnar Aðalsteinsson hrl., lög-
maður Sævars, segir að þessi nið-
urstaða sýni að rétturinn til að fá
mál endurapptekin sé ekki vernd-
aður af mannréttindasáttmálanum.
Þróunin hafi reyndar orðið sú á
seinustu áram að málum er varða
endurapptöku hafi yfirleitt verið
vísað frá.
Borgarstj óri stýrði
fundi borgarráðs
TILLAGA Sigrúnar Magnúsdótt-
ur, borgarfulltrúa Reykjavíkurlista
og formanns borgarráðs, um að
fela borgarstjóra fundarstjórn á
fundi borgarráðs í gær, var sam-
þykkt með þremur atkvæðum
meirihluta Reykjavíkurlista gegn
tveimur atkvæðum sjálfstæðis-
manna.
Úrskurður félagsmálaráðuneyt-
is, þar sem felld er úr gildi sam-
þykkt borgarstjórnar frá því í júlí
sl. um að fela borgarstjóra fundar-
stjóm í borgarráði, var lögð fram í
upphafi fundar í borgarráði. I
framhaldi kom fram tillaga frá for-
manni borgarráðs um að fela borg-
arstjóra fundarstjórn.
Brýtur gegn
úrskurði
í fyrri bókun borgarráðsfulltrúa
Sjálfstæðisflokks sem lögð vai'
fram á fundinum, er afgreiðslu
meirihlutans mótmælt, þar sem
hún brjóti í bága við úrskurð fé-
lagsmálaráðuneytisins.
í bókun borgarráðsfulltrúa
Reykjavíkurlista segir að úrskurð-
ur félagsmálaráðuneytisins í kæra
Ingu Jónu Þórðardóttur sé kveðinn
upp samkvæmt eldri sveitarstjórn-
arlögum en ekkert mat sé lagt á þá
ákvörðun borgarráðs að fela borg-
arstjóra fundarstjórn á fundum
borgarráðs. „Nýju sveitarstjómar-
lögin, með skýringum og athuga-
semdum, hafa verið gefin út af
Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Þar segir m.a. í 38. gr.: „í 4. mgr.
er nýtt ákvæði um að formaður
byggðarráðs, skuli valinn úr hópi
kjörinna fulltrúi í byggðarráði. I
athugasemdum með framvarpinu
til sveitarstjórnarlaga var tekið
fram að slíkt ákvæði teljist ekki
koma í veg fyrir að byggðarráð
geti í einhverjum tilvikum falið
öðram fundarstjórn, t.d. fram-
kvæmdastjóra."
Sjálfstæðismenn
mótmæla
afgreiðslu
meirihlutans
Bent er á í bókuninni að minni-
hluti borgarráðs hafi mótmælt því
að með orðalaginu „í einhverjum
tilvikum“ geti falist heimild til að
kjósa annan en formann byggðar-
ráðs fundarstjóra í lengri tíma.
Álitaefni enn
óútkljáð
Það álitaefni sé enn óútkljáð
enda sé ekki tekið á því í úrskurði
félagsmálaráðuneytisins. Minni-
hlutinn hafi hins vegar sjálfur hald-
SJÖ tilboð bárust í útboði um gerð
mislægra gatnamóta á mótum
Skeiðarvogs og Miklubrautar.
Lægsta tilboðið kom frá Veli hf og
hljóðaði upp á 291.658.500 krónur
eftir yfirferð tilboðsins sem er
78,12% af kostnaðaráætlun sem
hljóðar upp á 373.335.480 krónur.
Til framkvæmdanna telst gerð
steinsteyptrar brúar yfir Miklu-
braut auk allrar vega- og stíga-
gerðar.
Fimm tilboðanna vora undir
kostnaðaráætlun. Næstlægsta til-
boðið kom frá Armannsfelli hf. og
ið því fram í kæra sinni til ráðu-
neytisins að þetta orðalag eigi við í
undantekningartilfellum.
Venjubundin
meinbægni
Þá segir: „Borgarstjóra var falin
fundarstjórn á þessum tiltekna
fundi og með vísan til fyrri rök-
semda minnihlutans verður ekki
séð á hverju mótmæli þeirra við
þeirri tilhögun byggjast, nema ef
vera kynni venjubundinni mein-
bægni.“
I síðari bókun borgarráðsfull-
trúa Sjálfstæðisflokks segir að úr-
skurður félagsmálaráðuneytisins
sé afdráttarlaus hvað varði fundar-
stjórn, en niðurstaðan sé sú að það
sé hlutverk formanns borgarráðs
að stjórna fundum.
Verktökum Magni ehf., 331.039.620
krónur sem er 88,67% af kostnað-
aráætlun en þriðja lægsta tilboðið
frá JVJ ehf. var lítið eitt hærra,
332.045.100 krónur sem er 88,94%
af kostnaðaráætlun.
Þá buðu Háfell hf„ Eykt ehf. og
Loftorka Reykjavík ehf.
353.000.000 króna sem er 94,55% af
kostnaðaráætlun, Istak hf.
365.573.191 krónu, sem er 97,92%
af kostnaðaráætlun, Verkafl ehf.
404.966.000 krónur og hæsta til-
boðið barst frá Hjarðarnesbræðr-
um ehf., 454.704.650 krónur.
Gerð mislægra gatnamóta á Miklubraut
Lægsta tilboð 81
millj. undir áætlun
Morgunblaðið/Ásdís
Járnrör skall í
rúðu strætisvagns
SMÁVÆGILEGAR tafir urðu á
leið 7 hjá SVR í gær þegar vinstri
framrúða á vagninum sprakk við
það að járnrör kom á fijúgandi
ferð ofan af fimmtu hæð gamla
Morgunblaðshússins við Aðalstræti
og skall í rúðunni. Rörið sem var
hluti af vinnupöllum, sem verið
var að breyta utan á húsinu, losn-
aði frá og féll niður. Ohappið varð
klukkan 14.50 og var vagninum
skipt út fyrir annan, sem var tilbú-
inn til notkunar í Lækjargötu.
Lögreglan í Reykjavík var kölluð á
vettvang og tók skýrslu. Engin
slys urðu á fólki vegna óhappsins.
Sérblöð í dag
sstam
► í Verinu í dag er fjallað um verð fall á fiskimjöli og I
lýsi og niðurskurð á úthafsrækjukvótanum um þriðjung. *
Þá er viðtal við framkvæmdasljóra NASCO og sagt frá •
aflabrögðum og mörkuðum. .
ísur
* JP'óstur
A-- ■-°a í vandia
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
'
www.mbl.is
~
I