Morgunblaðið - 27.01.1999, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Menntun kvenna á Norðurlandi vestra
Hvaða námi hefur þú lokið?
Grunnnám
Húsmæðraskóli
....... 38
Háskólapróf
Iðnnám/starfsnám 3
Stúdentspróf O24
Búfræðipróf " [ 18
Annað framhaldsnám i 10
Svara ekki I 3 2
Hvaða atvinnu stundar þú?
Opinbera þjónustu
Aðra þjónustu
Landbúnaður
32
24
Annan matvælaiðnað
19
Verslun eða veitingareks.
Annað
Ferðaþjónusta
Opinbera stjórnsýslu [ j 3
Fiskiðnað [ | 2
Annan iðnað [] 2
17
Fjöldi
Fjöldi
72
Hagur kvenna í dreifbýli á
Norðurlandi vestra
Tekjur duga oft
ekki til að fram-
fieyta fjölskyldu
TEKJUR 65% íbúa á Norðurlandi
vestra nægja ekki til framfleyta
fjölskyldunni en tekjur 32% íbúa
nægja til þess. Þetta kemur fram í
rannsókn Rannsóknarstofnunar
Háskólans á Akureyri á stöðu og
viðhorfum kvenna í dreifbýli á
Norðurlandi vestra.
I könnuninni kom fram að tæp-
lega helmingur kvenna hefur ein-
ungis lokið grunnnámi, eða 47,6%,
og tæp 10% hafa lokið
háskólanámi en landsmeðaltal er
12,7%. Búskapur er stundaður á
jörðinni í 91,9% tilvika og þar af
sauðfjárbúskapur sem aðalgrein í
49,9% tilvika. Búin eru í flestum
tilfellum skráð á maka eða í 62,3%
tilvika. í 47% tilvika fóru konur að
stunda búskap á jörðinni vegna
þess að maki þeirra ólst þar upp
en í 36% tilvika af öðrum ástæð-
um.
I niðurstöðum könnunarinnar
segir að konur í dreiíbýli á Norð-
urlandi vestra vinni mikið, bæði
við búskap og annað. Af þeim sök-
um sé misvísandi að tala um dulið
atvinnuleysi meðal kvenna en hins
vegar mætti segja að um tekju-
skort sé að ræða. Opinber
þjónusta sé mikilvæg uppspretta
atvinnu fyrir konurnar. Því geti
flutningur opinberrar þjónustu-
starfsemi út á land eflt og aukið
atvinnutækifæri kvenna.
Rjúpnaskytta á Jökuldal sýknuð af ákæru
Vafi lék á um
eignarrétt að
heiðalandi
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknaði
rjúpnaskyttu af ákæni fyrir að hafa í
trássi við lög nr. 64/1994 um vemd,
friðun og veiðar á villtum fuglum og
villtum spendýrum veitt í heimildai’-
leysi á jörðinni Gilsá á Jökuldal. Ekki
væri nægilega sannað að allt það
svæði sem væri innan marka jarðar-
innar samkvæmt gögnum málsins
væri fullkomið eignarland. Héraðs-
dómur Austurlands hafði hins vegar
sakfellt manninn.
Samkvæmt lögum hafa menn mis-
munandi rétt til fuglaveiða eftir því
hvort um eignarlönd er að ræða eða
afrétt. Islenskum rikisborgunim og
útlendingum með lögheimili hér á
landi er heimil fuglaveiði á afréttum
og almenningum enda hafí þeir til-
skilin leyfi umhverfisráðherra. Á
eignarlandi þarf hins vegar einnig
samþykki jarðeiganda. Akærði, sem
var við veiðar haustið 1997, kvaðst
hafa talið sig í fullum rétti til veiða á
heiðarlandi þessu því það væri al-
menningur. Því hefði hann ekki aflað
sér leyfis hjá Eiríki Slqaldarsyni
bónda á Skjöldólfsstöðum II og eig-
anda Gilsár.
Vitnað til Landnámu
I dómi Hæstaréttar eru raktar
þær heimildir sem fram komu í mál-
inu um mörk Gilsárlands og nýtingu
þess. Jörðinni Gilsá vai- skipt út úr
landi landnámsjarðarinnar Skjöld-
ólfsstaða árið 1941. Samkvæmt kaup-
samningi þeim og landamerkjabréf-
um fyrir Skjöldólfsstaði, sem lesin
voru á manntalsþingi 21. júní 1884 og
27. júlí 1922, nær land Gilsár frá
Jökulsá alllangt inn á heiði og upp í
hæsta tind Skjöldólfsstaðahnjúks,
sem er í 792 metra hæð yfir sjó.
Vitnai- Hæstiréttur til þess að
samkvæmt Landnámu hafi Hákon
numið Jökuldal allan fyrir vestan
Jökulsá og fyrh’ ofan Teigará og búið
á Hákonarstöðum. Skjöldólfur Vé-
mundarson hafi numið Jökuldal fyrir
austan Jökulsá upp frá Hnefilsdalsá
og búið að Skjöldólfsstöðum. Af þess-
ari lýsingu verði ekki ráðið að heiðar-
lönd ofan dalsins hafi verið numin í
öndverðu. Ekki njóti við eldri heim-
ilda í málinu um landamerki
Skjöldólfsstaða og síðar Gilsár en
landamerkjabréfsins frá 1884, sem
áður er getið.
Verulegur vafí
„Hluti þess lands, sem eigandi
Gilsár telur sína landareign,“ segir
Hæstiréttur, „liggur hátt yfir sjó og
er fjarri bæjum, hvort heldur er litið
til Gilsár eða Slqöldólfsstaða. Ekkert
liggui’ fyrir í málinu um aðra nýtingu
lands innan hinna lýstu marka Gilsár
á heiðinni en til sumarbeitar fyrii’
búfénað, og ekki er í ljós leitt að farið
hafi verið með land þar sem eignar-
land varðandi fjallskil. Að því gættu,
sem að framan greinir, verður að
telja verulegum vafa háð hvort land
það ofan Jökuldals, sem hér um ræð-
ir, hafi verið numið í öndverðu eða
síðar. Er sá vafi eðli máls samkvæmt
ríkastur að því er varðar þann þluta
heiðai’Iandsins, sem liggm- fjærst
byggð. Þá er óvissu háð, hvar innan
þessa svæðis ákærði fór við veiðarn-
ar eða hvar hann náði bráð sinni.
Þegar allt framangreint er virt
verður að telja, þrátt fyrir áðurnefnd
landamerkjabréf, slíkan vafa leika á
um að stofnast hafi að lögum til beins
eignarréttar eiganda jarðarinnar
Gilsár yfii- öllu því landsvæði, sem
ákærði kann að hafa verið við veiðar
á, að sýkna verði hann af broti því,
sem hann er ákærður fyrir ...“
Málið flutti Bogi Nilsson ríkis-
saksóknari af hálfu ákæruvaldsins en
Olafur Sigurgeirsson hdl. vai’ skipað-
ur verjandi ákærða.
Hagfræðingnr VSÍ gagnrýnir skuldasöfnun sveitarfélaga
Sveitarfélögin að bregðast
hagstj drnarhlutverki sínu
HANNES G. Sigurðsson, hagfræðing-
m- Vinnuveitendasambandsins, segir í
fréttabréfi VSÍ að ef sveitarfélögin
haldi áfi’am að auka skuldir sínar séu
sveitarsjóðimir að bregðast hagstjóm-
arhlutverki sínu. Aukið vægi sveit-
arfélaga við stjóm efnahagsmála í
landinu kalli á aukna ábyrgð sveitar-
stjómanna bæði við stjóm heildareft-
irspumar í landinu og í launamálum.
Heildarskuldii’ sveitarfélaganna
hafa aukist ár frá ári þennan áratug ef
frá er skilið árið 1996 þegar skuldii’
lækkuðu lítillega. Heildai’tekjur sveit-
arfélaganna námu 56,4 miUjörðum
1997 og jukust þær um 7,4 milljarða
milli ára. Gjöldin jukust hins vegar um
10,3 milljarða eða sem nemur 20,7%.
Umsvif sveitarfélaganna hafa auk-
ist vemlega á undanfómum ámm.
Árið 1997 stóðu sveitarfélögin að baki
27% opinberra útgjalda, en hlutfallið
nam lengi 20-22%.
Áframhaldandi skuldasöfnun
Hannes segir að fréttir sem borist
hafi af fjárhagsáætlunum sveit-
arfélaga fyrir árið 1999 bendi ekki til
að fjármál sveitarfélaganna verði til
þess að draga úr eftirspum og við-
skiptahalla. Hann nefnir sérstaklega
fjárhagsáætlanir Reykjanesbæjar og
Hafnaifjarðai’, sem gerir ráð fyrii’ 900
m.kr. halla.
Hannes gagnrýnir sveitarfélögin
fyrir að hafa gert of ríflega kjara-
samninga við starfsmenn sína. Launa-
kostnaður vegna gmnnskólans, sem
var 5,6 milljarðar 1995, hafi verið 8,7
milljarðar 1998 og stefni í 9,5 millj-
arða árið 2000.
Hannes segir að ef sveitarfélögin
taki ekki á vandanum verði stjómvöld
hugsanlega að bregðast við með
svipuðum hætti og dönsk stjómvöld
gerðu á síðasta áratug þegar útgjalda-
vöxtur og tekjuþörf danskra sveit-
arfélaga virtist stjórnlaus. Þá vom
sett lög í Danmörku sem takmörkuðu
mjög möguleika sveitarfélaga til
lántöku. Hann segir að slíkar aðgerðir
hljóti að vera neyðarúrræði sem vart
verði gripið til nema stefni í hreint
óefni.
Bygginffarfélagið Úlfarsfell hf. hyggst reisa íbúðarbyggð á Blikastaðalandi á tíu árum
Samkomulag um
kaupin á landinu
KAUPENDUR að Blikastöðum hafa
staðfest við seljendur að þeir muni
nýta kauprétt sinn á Blikastaðalandi
og er komið á bindandi samkomulag
um kaupin á landinu, að sögn Eyjólfs
Sveinssonar, stjþmarformanns Bygg-
ingai’félagsins Úlfarsfells hf., sem var
stofnað um miðjan desember til að sjá
um þróun þessa 180 hektara lands.
Eyjólfur sagði í gær að verið væri að
semja við bæjarstjóm Mosfellsbæjar
um skipulag landsins. Bæjarstjórn
Mosfellsbæjar ákvað 20. janúar að
vísa skipulagi Blikastaðajarðar til
heildai-endurskoðunar á aðalskipulagi
bæjai-ins. Að sögn Jóhanns Sigur-
jónssonar, bæjarstjóra Mosfellsbæj-
ar, hefur Úlfarsfell lagt fram hug-
myndir um að reisa byggð fyrir 2.000
íbúa á næstu tíu ámm. Bæjarstjómin
er andsnúin því að svo þétt byggð rísi
á svo stuttum tíma, en málið sé enn
opið og viðræður standi yfir.
„Samræður við sveitarstjórnina
standa nákvæmlega þar sem við ósk-
um,“ sagði Eyjólfur Sveinsson. „Við
höfum kynnt þeim okkar hugmyndir
og mér sýnist að í grófum dráttum
falli þær og hugmyndir bæjarstjórn-
arinnar saman. Ekkert hefur komið
upp á, sem bendir til annars.“
Hann sagði að hugmyndir Úlfars-
fells um framkvæmdir á svæðinu,
sem liggur meðfram Vesturlandsvegi
frá Korpu að byggð í Mosfellsbæ,
snerust í grófum dráttum um
blandaða byggð. „Þetta yrði að mestu
leyti íbúðarbyggð, hugsanlega að ein-
hverju leyti afmörkuð svæði undir
þjónustu- og verslunarhúsnæði,"
sagði hann. „Eg sé ekki annað en að
við munum ná fullkomlega saman um
uppbygginguna."
Að sögn Eyjólfs eru aðstandendui’
Úlfarsfells Armannsfell hf. með um
þriðjung hlutafjár, Islenskir aðal-
verktakar með um þriðjung hlutafjár,
Óháði fjárfestingasjóðurinn hf. með
tæp 20% og þar fyrir utan nokkrir
fjármögnunai’aðilai’. Hann sagði að
auk þess hefði stórt danskt verktaka-
íyrirtæki sýnt áhuga á þátttöku í
verkefninu bæði _sem framkvæmda-
aðili og hluthafi í Úlfarsfelli hf.
Eyjólfur gaf ekki upp kaupverð, en
sagði að þegar undirbúningskostnað-
ur, gatnakerfi og veitukerfi og
þjónustustofnanfr við íbúðarbyggð
væru taldar með myndi heildarfram-
kvæmdakostnaður nema 15 til 20
milljörðum króna. Framkvæmdatími
er áætlaður 10 ár.
Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri
Mosfellsbæjar, sagði í gær að farið
hefði verið í gegnum mikla skoðun á
skipulagi á Blikastöðum þar sem um
stór áform væri að ræða og á fundi
20. janúar hefði verið ákveðið að taka
það til athugunar í endurskoðun aðal-
skipulagsins. Hann sagði að gert væri
ráð fyrir að eitt til tvö ár tæki að end-
urskoða aðalskipulagið.
Svæðisskipulag
„Sveitarstjórn ber eftir hverjar
kosningar að taka ákvörðun um það
hvort endurskoða eigi aðalskipuiag,"
sagði hann. „í ljósi þess að verið er
að vinna að svæðisskipulagi hér á
höfuðborgarsvæðinu vildu menn
endurskoða aðalskipulag bæjarins í
tengslum við það.“
Hann sagði að vegna stærðar
Blikastaðamálsins og áhrifa þess á
önnur byggingarsvæði í Mosfellsbæ
hefði þótt eðlilegt að það yrði tekið
til skoðunar í leiðinni.
„Það er mjög erfitt að skoða
[Blikastaði] án þess að taka með í
reikninginn önnur byggingarsvæði,
sem eru inni í þessu skipulagstíma-
bili,“ sagði hann. „Við höfum svarað
þeim því til að miðað við þær for-
sendur, sem þeir hafa sýnt okkur,
séum við ekki tilbúnir til þess.“
Jóhann sagði að Úlfarsfell miðaði
við 2.000 íbúa byggð, en fyrirtækið
væri tilbúið að lækka það. Bæjar-
stjórnin væri ekki tilbúin að hleypa
Úlfarsfelli af stað á þeim forsendum,
bæði vegna hraða uppbyggingarinn-
ar, íbúafjöldans og þeiira áhrifa,
sem þetta gæti haft á uppbyggingu
sveitarfélagsins og möguleika á að
standa undir þefrri þjónustu, sem
þessir íbúar myndu kalla eftir. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
gæti 1.000 til 1.500 manna byggð
orðið viðunandi lausn fyrir báða
aðila.