Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gísli Már Gíslason um andmæli gegn nýju námasvæði í Mývatni
Kveðst ekki skilja gagnrýni
framkvæmdastjóra Kísiliðju
Helgi Hjörvar
Arður af
lághita-
svæðum
„ÞAÐ er áhyggjuefni að vara-
borgarfulltrúi í Reykjavík
skuli taka með þessum hætti
undir áróður Hafnfírðinga um
að Hitaveita Reykjavíkur inn-
heimti óhófleg þjónustugjöld
og taki gagnrýnislaust undir
að Reykvíkingar megi ekki
hafa arð af eigin fjárfestingum
en eigi að láta Hafnfirðinga
njóta uppbyggingarinnar á
Hitaveitu Reykjavíkur," segir
Helgi Hjörvar, borgarfulltníi
R-lista, vegna ummæla Eyþórs
Ai'nalds, borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisfloksins, um dapurlegan
rökstuðning Helga, sem ekki
þori að horfast í augu við stað-
reyndir.
„Staðreyndin er sú,“ segir
Helgi, „að arður af hitaveit-
unni er fyrst og síðast af lág-
hitasvæðunum sem þjóna
Reykjavík en ekki af Nesja-
vallavirkjun og því veitukerfí
sem því tengist og þjónar
nágrannasveitarfélögunum.
Þess vegna er arðurinn Reyk-
víkinga."
GÍSLI Már Gíslason, stjómarfor-
maður Náttúrurannsóknastöðvar-
innar við Mývatn og prófessor í
vatnalíffræði, kveðst ekki skilja um-
mæli Gunnars Arnar Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar
við Mývatn, um að ákvörðun Nátt-
úruverndar ríkisins um að leggjast
gegn nýju námasvæði verksmiðj-
unnar í Mývatni hafí verið ótíma-
bær.
Náttúrurannsóknastöðin sendi frá
sér greinargerðina, sem Náttúru-
vemd ríkisins samþykkti með öllum
atkvæðum nema einu. Gísli Már
sagði að Kísiliðjan hefði farið fram á
tvennt, annars vegar að víkka út
námasvæði í ytri flóa og hins vegar
leiðbeiningar um það hvemig standa
bæri að mati á umhverfísáhrifum
kísilgúrnáms í syðri fióa.
Kísiliðjan að biðja um að taka
upp ákvörðun frá 1993
„Þeir báðu um þetta, fengu svör
við þessu og ég skil ekki hvernig
það getur verið ótímabært," sagði
Gísli Már og bætti við að
stjórnsýslulega bæri sér að svara
öllum erindum. „Iðnaðarráðherra
og umhverfisráðherra taka
ákvörðun árið 1993 í samráði við
Náttúruverndarráð að ekki yrði um
frekari námavinnslu að ræða þegar
búið væri að vinna innan núverandi
takmarka, eða fram til ársins 2010
ef það fyndist kísilgúr utan þessa
svæðis, til dæmis undir hraununum.
Þessi ákvörðun er tekin þá og þess
vegna er Kísiliðjan að þiðja
Náttúruvernd ríkisins að taka upp
þessa ákvörðun, en rannsókna-
stöðin lagðist gegn því og Náttúru-
verndarráð samþykkti ekki.“
Hann bætti við að enda hefði á
sínum tíma verið farið langt út fyrir
þau mörk, sem rannsóknastöðin
hefði talið eðlileg vegna afkomu
ýmissa fuglastofna á borð við flór-
goða og rauðhöfða, sem ættu
aðalaðsetur sitt á íslandi á þessu
svæði.
„Náttúrurannsóknastöðin gerði
því grein fyrir því að yrði um frek-
ari vinnslu kísilgúrs að ræða í
Mývatni yrði hún að uppfylla
ákveðin skilyrði," sagði hann. „Þau
eru skráð lið fyrir lið. Við matið
yi-ðu menn að hafa í huga að hún
myndi ekki hafa áhrif á undirstöðu
vistkerfisins í vatninu. Það skilyrði
er sett fyrir nýrri tegund af náma-
greftri. Náttúruvernd ríkisins tekur
undir það og sendir áfram. Ég átta
mig ekki á því að þetta sé ótíma-
bært svar og hrein neitun."
Hann sagði að í fyrsta lagi hefði
verið farið fram á leyfi til að fara út
fyrir námasvæðið og leiðbeiningum
um það hvernig standa ætti að mati
á umhverfisáhrifum.
„Við leggjumst gegn frekari
útvíkkun á leyfinu og það byggist á
því að búið er að taka þá ákvörðun
að ekki verði um frekara námaleyfi
að ræða og hún byggist á mjög
miklum rannsóknum, sem hafa
staðið meira og minna frá 1971 og
staðfestu það, sem menn vissu áður.
Þær beindust kannski ekki beint að
kísiliðju í byrjun en gerðu það frá
1985. Það hefur ekkert breyst í
þeim efnum og sú ákvörðun, sem
tekin var 1993, stendur."
Hafna alfarið áframhaldandi
greftri með gömlu aðferðinni
Hann sagði að í öðru lagi yrði
gröftur með nýrri aðferð að upp-
fylla ákveðin skilyrði.
„Við höfnum alfarið að halda
áfram með gömlu aðferðinni," sagði
hann. „Við erum ekki einir um þá
skoðun. Framkvæmdastjóri Kísil-
iðjunnar, Bjarni Bjarnason, tók
undir þá skoðun í viðurvist stjórnar
Kísiliðjunnar og fulltrúa Skútu-
staðahrepps og enginn mótmælti
því þegar framkvæmdastjórinn
sagði að Kísiliðjan myndi aldrei fara
fram á að vinna með gömlu að-
ferðinni vegna þess að hún eyðilegði
botn Mývatns. Þetta sagði hann í
vitna viðurvist og enginn hefur mót-
mælt því, ekki einu sinni stjórn
Kísiliðjunnar, og hvað ættum við að
vera að taka undir að breyta
ákvörðun þeirra?“
Samkeppnisráð um Stangveiðifélag Reykjavíkur
Skattfrelsi andstætt
samkeppnislögum
SAMKEPPNISRÁÐ telur það fara
gegn markmiði samkeppnisiaga að
veita Stangveiðifélagi Reykjavíkur
undanþágu frá greiðslu tekju- og
eignarskatts á sama tíma og skatt-
skylda hvíli á keppinautum Stang-
veiðifélagsins, t.d. Lax-á ehf., sem
bar upp erindi um þetta efni við sam-
keppnisráð.
I fi-amhaldi af þessari niðurstöðu
samkeppnisráðs hefur það beint
þeim tilmælum til skattstjórans í
Reykjavík að við túlkun emþættisins
á undanþáguákvæðum 4. gr. laga um
tekju- og eignarskatt verði haft
þetta álit ráðsins en samkeppnisráð
telur vafa leika á þvi að rekstur
SVFR uppfylli skilyrði um undan-
þágu frá skattskyldu.
Lax-á ehf. sendi Samkeppnisstofn-
un erindi 18. maí sl. og kvartar yfii’
ójafnri samkeppnisstöðu aðila sem
taka laxveiðiár á leigu og selji veiði-
leyfi. Á sama markaði starfi Stang-
veiðifélag Reykjavíkur sem selji
fleiri en félagsmönnum veiðileyfi.
Kvartandi telur sig ekki sitja við
sama borð og SVFR hvað skattlagn-
ingu varði og skekki það verulega
samkeppnisstöðu hans á markaðn-
um. Honum beri að greiða tekju- og
eignarskatt en SVFR ekki og er
óskað eftir að Samkeppnisstofnun
gn'pi til nauðsynlegra ráðstafana til
að leiðrétta framangi’einda aðstöðu.
Almenningsheill
Erindi Lax-ár ehf. var sent skatt-
stjóranum í Reykjavík og SVFR til
umsagnar. I svari skattstjórans er
tilgreint að í 4. gr. laga nr. 75/1981
um tekju- og eignarskatt sé kveðið á
um almennar undanþágur og sagt að
lögaðilar skuii ekki greiða tekju- né
eignarskatt ef þeir verja hagnaði
sínum einungis til almenningsheilla
og hafa það að einasta markmiði
samkvæmt samþykktum sínum.
Einnig er þar sagt að félög, sjóðir og
stofnanir sem ekki reki atvinnu skuli
hvorki greiða tekjuslStt né eignar-
skatt.
I svari SVFR segir að ekki sé rök-
stutt af Lax-á ehf. með hvaða hætti
undanþága SVFR geri stöðuna
ójafna. Bent er á að Lax-á ehf. hafi
hvorki greitt tekju- né eignarskatt
samkvæmt skattskrá 1997. Verði því
ekki séð ástæða til afskipta Sam-
keppnisstofnunar.
Umsagnirnar voru síðan sendar
kvartanda sem gerir m.a. þær at-
hugasemdir að rekstur Stang-
veiðifélagsins geti ekki verið undan-
þeginn þeirri almennu reglu að
lögaðilar skuli greiða tekjuskatt af
öllum tekjum sínum enda sé ekki um
að ræða félag sem verji hagnaði sín-
um til almenningsheilla. Augljóst sé
að um atvinnustarfsemi sé að ræða
og félagið stundi rekstur í samkeppi
við aðra sambærilega starfsemi hér-
lendis. Það er ekki talið skipta máli
hvort rekstur Lax-ár ehf. hafi skilað
slíkum hagnaði að greiða hafi þurft
tekjuskatt, aðalatriðið sé að rekstur
Lax-ár sé skattskyldur en ekki
rekstur Stangveiðifélagsins.
Samkeppnisráð féllst ekki á þau
rök SVFR að umrædd starfsemi
falli utan gildissviðs samkeppnislaga
þar sem ljóst sé að SVFR stundi
beina markaðssetningu og sölu á
veiðileyfum til aðila utan félagsins í
samkeppni við aðra. Þá er í rökum
samkeppnisráðs bent á að félag sem
telji sig falla undir undanþág-
uákvæði verði að verja hagnaði sín-
um til almenningsheilla. Af árs-
skýrslu SVFR 1997 sjáist að
hagnaður félagsins hafi nýst til að
byggja upp sterka eiginfjárstöðu og
verkefna í þágu félagsmanna en þeir
eru rúmlega tvö þúsund. Virðist
hagnaði af starfi SVFR því ekki hafa
verið varið til almenningsheilla í
raun. Telur samkeppnisráð vafa
leika á því að rekstur SVFR uppfylli
skilyrði til undanþágu frá skatt-
skyldu og er þeim tilmælum beint til
skattstjórans í Reykjavík að hafa
hliðsjón af framangreindu áliti í
túlkun embættisins á undanþág-
uákvæðum 4. gr. laga um tekju- og
eignarskatt.
Morgunblaðið/Þorkell
Hart í ári
VETURINN hefur verið fuglun-
um erfiður síðustu vikur enda
snjór yfir öllu. Gæsir eru þar
engin undantekning því brauð
hefur verið af skornum skammti
við Tjörnina og í umferðinni er
eins gott að fara varlega og
horfa bæði til hægri og vinstri.
Níu rekkjunautar
að meðaltali
ÍSLENSKIR karlmenn sofa að
meðaltali hjá tólf konum yfir
ævina en konur leita að meðaltali
rekkjubragða við alls sex karl-
menn, samkvæmt niðurstöðum
könnunar sem Landlæknis-
embættið gerði árið 1992 og birtar
eru í nýútkomnu fylgiriti heil-
brigðisskýrslna 1998.
Bæklingurinn nefnist Kyn-
hegðun og þekking á alnæmi og er
þar unnið úr þeim svörum könnun-
arinnar sem varpað geta ljósi á
tengsl kynhegðunar og útbreiðslu
HlV-smits.
Meðalfjöldi rekkjunauta á mann
á íslandi er níu. 28% karlmanna
segjast hafa sofíð hjá fleirum en
fimmtán aðilum yfir ævina en 8%
kvenna eru með jafnmikla reynslu.
í skýringum segir að niðurstaðan
komi heim og saman við megin-
þorra kannana í Evrópu, „flestir
hafa fáa rekkjunauta en fáir hafa
marga rekkjunauta".
í bæklingnum segir: „Aukin
smokkanotkun, færri skyndikynni
og aukin varkárni í neyslu áfengis
og annaiTa vímuefna virðast vera
þær ráðstafanir sem eru mest
áberandi hjá fólki, af þeim valkost-
um sem gefnir voru upp sem
varúðarráðstafanir til að forðast
smit af völdum alnæmis. Ekki er
hægt að meta í þessari könnun
hvort svörin endurspegli viðhorf
eða raunverulega hegðun fólks.“
14,3% karla og 9,2% kvenna
kváðust hafa breytt kynhegðun
sinni vegna hættu á alnæmi og
4,6% sögðust hugsa um að breyta
kynhegðun sinni.
I bæklingnum er bent á að um-
ræða um kynferðismál sé veiga-
mikill þáttur í fræðslu. „Sérstaka
athygli vekur að enginn karlmað-
ur á aldrinum 16-19 ára segist
hafa rætt við lækna eða hjúkrun-
arfræðinga á heilsugæslustöð.
Þetta er ef til vill vísbending um
að fræðsla um kynsjúkdóma fari
eingöngu fram í skólum og/eða að
heilsugæslan hafi ekki nægileg
tengsl við þennan aldurshóp hvað
snertir kynsjúkdómavarnir."
„Ungt fólk nú á tímum hefur
sín fyrstu kynmök fyrr en afar
þess og ömmur,“ segir í bæklingi
Landlæknisembættisins. Jafn-
framt er bent á að íslenskir ung-
lingar virðast vera fyrr á ferðinni
í þessum efnum en unglingar í
Noregi, Frakklandi og Bandaríkj-
unum.
Ný jafnrétt-
islög í vor
PÁLL Pétursson félagsmálaráð-
herra kynnti frumvarp til nýi-ra jafn-
réttislaga á ríkisstjórnarfundi í gær-
morgun og kvaðst í samtali við
Morgunblaðið leggja áherslu á að
það verði frá Alþingi fyrir vor.
I frumvarpinu er lagt til að í stað
kærunefndar jafnréttismála verði
skipuð úrskurðarnefnd að Skrifstofa
jafnréttismála stai’fi beint undir
félagsmálaráðherra en ekki stjórn
Jafnréttisráðs.
Að sögn félagsmálaráðhen’a er
frumvarpið að stofni til byggt á nú-
gildandi jafnréttislögum, en kæru-
leiðum og skipulagi breytt.