Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Krossanesverk-
smiðjan
Urskurður
kærður
FORSVARSMENN Krossa-
nesverksmiðjunnar á Akur-
eyri hafa kært úrskurð Holl-
ustuverndar ríkisins, varðandi
vinnslu- og starfsleyfi verk-
smiðjunnar til umhverfisráðu-
neytisins.
Hollustuvernd hefur gefið
út starfsleyfi til verksmiðj-
unnar í eitt ár í senn síðustu
ár en hafnað óskum um
stækkun hennar. Forsvars-
menn verksmiðjunnar hafa
óskað eftir starfsleyfi til fjög-
urra ára, líkt og ílestar aðrar
verksmiðjur fá, og einnig ósk-
að eftir því að auka vinnslu-
getuna úr 500 tonnum í 850
tonn á sólarhring.
Eins og komið hefur fram
telja forsvarsmenn Krossa-
nesverksmiðjunnar sig ekki
njóta sama réttar og aðrar
verksmiðjur varðandi mögu-
leika á afkastaaukningu og
lengd starfsleyfis. Kæran til
umhverfisráðuneytisins var
send í upphafi ársins og má
vænta úrskurðar innan tíðar.
Ferðafélag
Akureyrar
Ferðaáætlun
ársins kynnt
FERÐAFÉLAG Akureyrar
kynnir ferðaáætlun þessa árs
á fundi í Galtalæk, húsi Flug-
björgunarsveitarinnar á
Akureyri, annað kvöld,
fimmtudagskvöldið 28. janú-
ar, kl. 20.30. Sýndar verða
myndir frá nokkrum þeirra
staða sem ætlunin er að ferð-
ast um á árinu og boðið verð-
ur upp á kaffiveitingar.
Ferðir ársins eru fjölbreyti-
legar að venju og ættu allir
að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi, en m.a. verður boð-
ið upp á gönguferðir, bæði
léttar og þyngri, útilegur af
ýmsu tagi, fjallaferðir og
fleira. Þá verður í allan vetur
farið í skíðagönguferðir á
laugardögum og verður sú
fyrsta farin næstkomandi
laugardag, 30. janúar, á
Súlumýrar.
Samvera
aldraðra
BJARNI Hafþór Helgason
framkvæmdastóri Útvegs-
mannafélags Norðurlands og
fyrrverandi sjónvarpsfrétta-
maður verður gestur á sam-
verustund aldraðra í Akur-
eyrarkirkju á morgun,
fimmtudaginn 28. janúar, en
hún hefst kl. 15.
Söngnemendur við Tónlist-
arskólann á Akureyri taka
lagið og þá verður almennur
söngur.
t
Morgunblaðið/Kristján
FRYSTITOGARINN Baldvin Þorsteinsson EA var með mesta afla-
verðmæti íslenskra fiskiskipa á síðasta ári.
Afli Samherjaskipa 1998 (almanaksárið)
Togskip Afli, tonn Aflaverðmæti, milljónir kr.
Baidvin Þorsteinsson EA-10 7.144 790,1 ' '
Víðir EA-910
5.390 634,41
Akureyrin EA-110
5.723
Margrét EA-710 2.863 444.81
Guðbjörg ÍS-46 2.318 320.1 \$m I
Samtals 23.438 2.823,2
Nótaskip
Þorsteinn EA-810 37.826 413.81 m
Háberg GK-299 30.160 242.1 ■ n
Oddeyrin EA-210 28.536 236.41 l
Samtals 96.522 892,2
Alls 119.960 3.715,5
Aflaverðmæti Baldvins Þorsteinssonar 800 milljónir í fyrra
Aflaverðmæti skipa Sam-
herja rúmir 3,7 milljarðar
AFLAVE RÐMÆTI skipa Sam-
herja hf. á síðasta ári, þ.e. frystitog-
ara og nótaskipa, nam rúmlega 3,7
milljörðum króna. Heildarafli
frystitogara félagsins var tæplega
23.500 tonn og heildarafli nótaskipa
rúmlega 96.500 tonn.
Frystitogarinn Baldvin Þor-
steinsson EA var með mesta afla-
verðmæti íslenskra fiskiskipa á síð-
asta ári, eins og undanfarin ár. Afla-
verðmæti skipsins var um 790 millj-
ónir króna og heildaraflinn rúmlega
7.100 tonn. Víðir EA var með afla-
verðmæti upp á 634,3 milljónir
króna, en afli skipsins var um 5.400
tonn.
Akureyrin EA var með aflaverð-
mæti upp á tæplega 634 milljónir
króna, en afli skipsins var rúmlega
5.700 tonn. Margrét EA var fyrri
hluta síðasta árs á rækjuveiðum og
seinni hlutann á bolfiskveiðum.
Guðbjörg ÍS var í leigu í Þýskalandi
fram í apríl í fyrra en var svo bæði á
rækju- og bolfiskveiðum á vegum
Samherja eftir það.
Þorsteinn EA var með lang mest-
an afla og mesta aflaverðmæti af
nótaskipum félagsins. Aflaverðmæti
skipsins var tæpar 414 milljónir
króna og aflinn rúmlega 37.800
tonn.
Morgunblaðið/Kristján
SKÍÐAÁHUGAFÓLK Qölmennti á skíðagöngunámskeið Skíðasambandsins í Hlíðarfjalli um helgina
Margir á
um um
SKÍÐAÁHUGAMENN, bæði
vanir og óvanir, fjölmenntu í
Hlíðarfjall um helgina, en þar
var boðið upp á snjóbrettanám-
skeið og námskeið í skíðagöngu,
auk þess sem lyftur voru í gangi
og skíðagöngubraut opin. Hauk-
ur Stefánsson, forstöðumaður
Skíðastaða, sagði að 600-700
manns hafí komið í fjallið um
helgina og þar af hafí um 200
„Au pair í Noregi
Erik, 2ja ára og yngstur í 5 manna fjölskyldu, óskar eftir
hressri, barngóðri og reyklausri „au pair“ sem allra fyrst.
Fær eigin íbúð.
Fjölskyldan býr í Asker, 25 km utan við Osló.
Vinsamlegast sendið umsókn með mynd til:
Family Kavli, Drengsrudveien 45b, 1370 Asker, Norge.
E-mail: jkavli@online.no
námskeið-
helgina
manns, á öllum aldri, tekið þátt
í skíðagöngunámskeiðinu.
Skiðasamband fslands stóð fyrir
skíðagöngunámskeiðinu en
verslunin Holan hafði veg og
vanda af snjóbrettanámskeið-
inu.
Þá stóðu félagar í Skíðaráði
Akureyrar fyrir maraþonskíða-
göngu og gengu í heilan sólar-
hring. Tilgangurinn var að vekja
athygli á skíðagönguíþróttinni
og þeirri frábæru aðstöðu sem
búið er að byggja upp fyrir
göngufólk í Hlíðarfjalli.
Haukur var að vonum ánægð-
ur með helgina og sagði aðsókn-
ina hafa verið mjög góða og þá
ekki síst miðað við árstíma.
Hann sagði skíðafæri mjög gott
og að nægur snjór væri í fjallinu.
„Hér hefur snjóað mjög mikið að
undanförnu og ég er sannfærður
um að þótt ekkert si\jói meira í
vetur, dugar þessi snjór langt
fram á vorið.“
Vinabæj-
armót í
Vásterás
UNGU fólki á aldrinum 16 til 20
ára fi'á Akureyi-i gefst kostur á
að taka þátt í vinabæjarmóti í
Vasterás í Svíþjóð dagana 28.
júní tíl 2. júlí. Oll dvöl ytra er
þátttakendum að kostnaðarlausu
og ferðastyrkir eru veittír bæði
af Vásterás og Akureyrarbæ.
Á vinabæjarmótum er unnið
að margvíslegum verkefnum
sem tengjast daglegu lífi og tóm-
stundum hins almenna borgara,
svo sem menningu, listum og
iþróttum. Vinabæjarmótin hafa
mikið gildi fyrir tengslin milli
Norðm-landanna, þau eru vett-
vangur almennings til að stofna
til vináttu við fólk í þessum ná-
grannalöndum okkai-, kynnast
menningu þeirra og daglegu lífi
og öðlast skilning á mikilvægi
samvinnu og samstöðu meðal
þjóðanna.
Meginverkefnin á mótinu í
sumar eru leiklist og línuskauta-
dagskrá. Hvað leiklistina varðai-
er gert ráð fyrir að dagskráin
byggist upp á blöndu af leik,
tónlist og dansi og munu þátt-
takendur annast öll atriði dag-
ski-árinnar. Þá er gert ráð fyrir
að línuskautadagskrá byggist á
frjálsri notkun línuskauta og
munu þátttakendur fara hóp-
ferð um bæinn Vásterás í lokin.
Val þátttakenda fer fram í
febrúar og hefst undirbúningur
ferðarinnar fljótlega . Frestur til
að sækja um er til 2. febrúar en
umsóknareyðublöð liggja frammi
í framhaldsskólum, Kompaníinu
og á skrifstofu Akureyrarbæjar
við Glerárgötu 26, en þar fást
nánari upplýsingar.
Umframmjolk
greidd að fullu
STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga
hefur ákveðið að taka upp greiðslur
fyrir úrvalsmjólk og þá ætlar kaup-
félagið einnig að greiða fullt afurða-
stöðvarverð fyrir alla mjólk sem
berst Mjólkursamlagi KEA á yfir-
standandi verðlagsári.
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðn-
aði mótuðu tillögm- um flokkun og
greiðslu fyrir úrvalsmjólk á síðasta
ári, en stjórn samtakanna ákvað að
leggja það í vald einstakra mjólkur-
samlaga hvort greitt yrði eftir tillög-
unni eða ekki.
Hólmgeir Karlsson, mjólkursam-
lagsstjóri Mjólkursamlags KEA,
sagði að stjórn KEA hefði ákveðið
að fara að tillögum samtakanna og
taka upp greiðslur fyrir úrvals-
mjólk. Gæðabónus, 25 aurar á hvern
lítra, verður greiddur fyrir úi-vals-
mjólk og fara greiðslur fram mán-
aðarlega. Á síðustu árum hafa um
50 bændur hlotið viðurkenningu
fyrir framleiðslu á úrvalsmjólk.
Meðalbú á svæði Mjólkursamlags
Kaupfélags Eyfirðinga er með 120
þús. lítra framleiðslurétt þannig að
tekjur bænda á meðalbúi sem fram-
leiða úrvalsmjólk aukast um 30 þús.
kr. á ári.
„Við viljum að þeir sem framleiða
bestu mjólkina njóti þess. í leiðinni
er þetta hvatning til bænda þannig
að fleiri sjái sér hag í að bætast í
þennan hóp,“ sagði Hólmgeir.
Stjóm KEA hefur einnig ákveðið
að greiða fullt verð fyrir alla mjólk
sem berst samlaginu á þessu verð-
lagsári. Bændur á samlagssvæðinu
voru síðasta sumar hvattir til að
framleiða sem mest af mjólk, enda
ostabirgðir hættulega litlar, að sögn
Hólmgeirs. Brugðust bændur vel við
var innvegin mjólk 20,6 millj. lítra
sem er einni milljón lítra meira en
var 1997. „Mest munaði um aukning-
una sem varð á síðari hluta ársins,
þessi viðbót kemur sér afar vel og nú
hefur okkur tekist að snúa þróuninni
við, ostabirgðir eru nægar,“ sagði
samlagsstjóri.