Morgunblaðið - 27.01.1999, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 17
AUGLÝSING
SÁÁ FRÉTTIR
Birt í Morgunblaðinu
8. árg. 1. tbl. - janúar 1999
Ábm: Theódór S. Halldórsson
m
SÁÁ, Samtök áhugafólks um
áfengis- og vímuefnavandann
Ármúla 18 • 108 Reykjavik
Sími: 581-2399 • Fax: 568-1552
Fréttir af SAA
í nýjum búningi
Félagar og styrktarfélagar SÁÁ
eru nú tæplega 20 þúsund. Frá
árinu 1991 hafa þeir fengið
SÁÁ Fréttir heimsendar í pósti.
Póstburðargjöld fyrir blöð og
tímarit hafa hins vegar hækkað
verulega undanfarin misseri,
þannig að útsendingarkostn-
aður fyrir svo stórt upplag var
orðinn óheyrilega hár. Því fór
SÁÁ þess á leit við Morgun-
blaðið að fá að kaupa eina síðu
undir þau tíðindi sem koma
þarf reglulega á framfæri tO fé-
laga, styrktarfélaga og vel-
unnara samtakanna. Um leið
og SÁÁ kemur ffegnum með
þessum hætti á framfæri til fé-
lagsmanna geta aðrir lesendur
Morgunblaðsins einnig orðið
nokkurs vísari um starfsemi
samtakanna.
Þeir félagar SÁÁ sem ekki
hafa aðgang að Morgunblað-
inu geta haft samband við SÁÁ
í síma 581-2399 og fengið sent
afrit af fréttabréfinu í pósti. Á
næstunni mun SÁA opna
heimasíðu á netinu og verða
þar enn meiri upplýsingar frá
SÁÁ en komast fyrir í ffétta-
bréfi af þessu tagi.
Ætlunin er að birta SÁÁ
Fréttir í Morgunblaðinu að
jafnaði einu sinni í mánuði, í
lok hvers mánaðar. Sú tíma-
setning er m.a. miðuð við að
birta dagskrá göngudeilda og
félagsstarfs í tæka tíð. Það er
von SÁÁ að þessi nýjung, sem
jafnframt er sparnaðarráðstöf-
un, rnælist vel fyrir.
Byggingu á nýjum álmum við Vog miðar vel
- Áætlum að Ijúka verkinu í nóvember, segir Oddur Hjaltason, formaður byggingarnefndar
Framkvæmdir eru nú hafnar að fullu
við byggingu á nýjum álmum við
sjúkrahúsið Vog. Samtals verða þess-
ar tvær álmur 1.400 fermetrar. Önnur
þeirra, sú sem rís vestan megin við
Vog, mun hýsa sérstaka meðferðar-
deild fyrir yngstu sjúklingana. Þörf
fyrir slíka aðstöðu er orðin mjög
brýn. í hinni álmunni verður ný
göngudeild sem mun létta mjög á
sjúkrarekstrinum og eyða biðlistum
eftir meðferð. Hið nýja húsnæði eyk-
ur einnig afköst og rekstrarhagræð-
ing er töluverð.
Oddur Hjaltason, byggingartækni-
fræðingur og stjórnarmaður í SÁÁ, er
formaður byggingarnefndar Vogs.
Hann segir að ef veður verði gott í
vetur verði vesturálman fokheld í
apríl og austurálman í maí.
„Standist áætlanir verður nýja hús-
næðið tekið í notkun í nóvember
næstkomandi," segir Oddur.
Byggingaraðili er Álftárós og verk-
efnisstjóri verkkaupa er Gunnar
Torfason verkffæðingur. Þegar er bú-
ið að slá upp sökklum vesturálmunn-
ar og byrjað er að grafa fyiir sökklum
austurhlutans þar sem göngudeildin
verður. Frost hafa tafið nokkuð að
hægt væri að steypa sökklana.
Heildarkostnaður er áætlaður um
200 mOIjónir króna. Fjármögnun er
margþætt. Samtökin reiða sig að
stórum hluta á gjafaffamlög frá ein-
staklingum, verkalýðsfélögum og fyr-
irtækjum en jafhffamt er leitað tO
ríkis og sveitarfélaga um ffamlög og
efnt tO sérstakra fjáraflana. Þeim sem
vOja leggja samtökunum lið er bent á
söfhunarreikning SÁÁ nr. 20 í úti-
búi Landsbankans Miklubraut.
Þarf ástandið að versna mikið meira áður en það lagast?
Bráðlega mun SÁÁ birta nýjustu
upplýsingar um ástandið í vímuefna-
málum. Þó að tölulegar upplýsingar
um árið 1998 liggi ekki endanlega
fýrir er ljóst að það slæma ástand sem
skapaðist á miðju ári 1995 í vímu-
efhamálunum er komið tO að vera. í
barnaskap okkar, trúgirni og með-
fæddri bjartsýni vonuðum við flest
að þetta væri tímabundið ástand sem
mundi lagast fljótt. En svo er ekki.
Þessar upplýsingar þýða einfaldlega,
að í náinni framtíð mun álag á heil-
brigðisstofnanir, einkum þó stofnan-
ir SÁÁ, aukast verulega. Meiri tími
heilbrigðisstarfsmanna, lögreglu, lög-
ffæðinga og dómara mun fara í að
sinna afleiðingum af langvarandi
vímuefhaneyslu. Opinberir sjóðir
munu borga brúsann.
Það forvarnarstarf sem unnið er í
landinu hefur einkum byggst á því að
höfða til skynsemi og sjálfsstjórnar og
draga þannig úr eftirspurn einstakl-
inganna eftir vímuefhum. Taka síðan
þá sem veikjast og veita þeim viðeig-
andi meðferð. Þetta starf hefur skOað
miklum og góðum árangri. Frá árinu
1995 hafa þó varnirnar
verið að bresta. Víðtæk-
ar þjóðfélagsbreytingar
hér og í nágrannalönd-
um hafa aukið áhuga
unglinga á vímuefhum
og gert þeim auðveldara
að ná í þau. I Ijós kemur
að það er ekki nóg að
höfða til skynsemi og
sjálfsstjórnar við þessar aðstæður. Til
þess eru þeir sem eru í mestri hættu
of ungir. Tvennt þarf þvi að gera hið
bráðasta. 1 fyrsta lagi þarf að draga úr
aðgengi ungmenna að áfengi og
öðrum vímuefnum. I öðru lagi þarf
að nota þá læknisfræðOegu þekkingu
sem fyrir, er til að finna þá sem eru í
mestri hættu nógu snemma og beina
kröffum að þeim áður en þeir sýkjast.
Allir sem að þessum vanda koma
verða að gera sér ljóst að nú er brýn-
ast að herða róðurinn í aðhaldsmál-
unum og minnka
aðgengið að vímu-
efnunum. Fullorðna
fólkið verður að láta
eitthvað á móti sér
og leggja á sig aukið
erfiði. Ábyrgð for-
eldra og annarra
uppalenda er hér
stærst. En þeir eru
fleiri sem þurfa að bretta upp erm-
arnar. Sveitarstjórnir á suðvestur-
horninu verða að standa sig betur og
gera sér ljóst að meðan einhver hluti
skemmtanaiðnaðar í þessum sveitar-
félögum er í höndum lögbrjóta er
ekki von á góðu og í skjóli hans munu
umsvif vímuefnamangara vaxa.
Efla þarf menningarstarfsemi og
gera eftirsóknarvert fyrir heiðarlega
listunnendur og þá sem bera hag ungs
fólks fyrir brjósti, að sjá um skemmt-
analífið í miðborginni og bæjunum
hér í kring. Skera þarf upp herör gegn
skattsvikurum, klámkóngum og þeim
sem brjóta núverandi áfengislöggjöf,
ekki af nauðsyn heldur af ásettu ráði
í von um aukinn gróða á kostnað
æsku þessa lands. Þeim er ekki treyst-
andi fyrir ungu fólki á síðkvöldum og
um helgar. Álmenningur verður að
leggjast á sveif með skólayfirvöldum,
stjórnmálamönnum og lögreglu til
að herða aðhaldið og löghlýðnina.
Það þarf bein í nefið tO að gera þetta.
Því miður bendir ekkert tO þess að
samfélagið búi yfir þeim myndugleik
sem til þarf. Við getum því búið okk-
ur undir að ástandið muni versna
talsvert mikið meira áður en það fer
að lagast.
1:1
Þórarinn
Tyrfingsson,
yfirlæknir
og formaöjr
SÁÁ, skrifar
um vímu-
efnavandann
Göngudeildarþjónusta
AKUREYRI
Glerárgötu 20 • sími 462-7611
Göngudeild SÁÁ á Akureyri er
opin fyrir viðtöl og ráðgjöf alla
virka daga ffá kl. 9-17.
Fundir og ff æðsla í febrúar:
Mánudagur 1. febrúar, kl. 18.30:
Fyrirlestur Þórarins Tyrfingssonar
um „Vanda aðstandenda". Fyrir-
lesturinn er öllum opinn. Aðgangs-
eyrir er kr. 500.
Mánudagur 8. febrúar, kl. 20.00:
Stefán Ingólfsson ráðgjafi heldur
kynningarfund um „Meðferðarúr-
ræði“. Aðgangur er ókeypis.
Helgina 13.-14. febrúar verður
haldið helgarnámskeið fýrir að-
standendur. Nánari upplýsingar
fást hjá göngudeildinni.
Mánudagur 15. febrúar, kl. 20.00:
Halldóra Jónasdóttir ráðgjafi held-
ur fýrirlestur um „Bata við alkó-
hólisma (bataþróun)“. Aðgangs-
eyrir er kr. 500.
Samstarf við sveitarfélög um víðtækar forvarnir
Síðustu ár hefur athyglin beinst að
gOdi víðtækra forvarna tO að draga úr
vímuefhavanda ungs fólks. Sveitarfé-
lagaverkefni SÁÁ og heObrigðisráðu-
neytisins er gott dæmi um slíkt.
„Þetta er viðamesta verkefnið sem
ForvarnadeOd SÁÁ vinnur að. Árið
1997 hófú 5 sveitarfélög samvinnu
við deOdina og 7 bættust við á síðasta
ári. HeObrigðisráðuneytið og SÁÁ
gerðu samning til tveggja ára um að
ráðuneytið legði fram 6,5 mOljónir
Starfsmenn Forvarnadeildar SÁÁ ásamt verkefnastjórum þeirra sveitarfélaga sem
tóku þátt í verkefninu á sífiasta ári. F.v.: Einar Gylfi Jónsson (SÁÁ), Indrið Jósafatsson
(Borgarbyggö, Ásþór Ragnarsson (SÁÁ), Ólöf Thorarensen (Árborg), Sigmundur
Sigmundsson (Siglufirð), Hlynur Snorrason (ísafirð, Bolungarvík og Súðavík),
Haukur forvaldsson (Hornafirð) og Ingi Baeringsson (SÁÁ).
hvort ár og tryggði þannig framgang
verkefnisins,“ segir Einar Gylfi Jóns-
son, deOdarstjóri ForvarnadeOdar.
Að sögn hans er meginhugsunin á
bak við sveitarfélagaverkefnið sú, að
tO þess að ná árangri í forvörnum
þurfi að byrja á því að byggja ákveð-
inn grunn. Hluti af því er að ná víð-
tækri samstöðu um hvað samfélagið
telur sæmandi að bjóða börnum og
unglingum og með hvaða hætti lykil-
aðilar vinna með foreldrum að þvi að
veita ungdómnum aðhald og stuðn-
ing. Sveitarfélögum er boðin fagleg
aðstoð við að móta stefnu sína í for-
vörnum og virkja lykOaðila með
fræðslu og leiðsögn. Auk þess er for-
eldrum og unglingum boðið upp á
ffæðslu. Arangur á hverjum stað fer
fýrst og ffemst eftir því hversu vel
tekst til að virkja stofnanir, félaga-
samtök og almenning.
„Eðli málsins samkvæmt er verk-
efnið í stöðugri þróun. Við þessi ára-
mót hefúr verið farið yfir starfið í
samráði við sveitarfélögin sem tekið
hafa þátt og ýmsar endurbætur
gerðar. Á þessu ári er búist við að ekki
færri en sjö sveitarfélög bætist við.“
Göngudeildarþjónusta
REYKJAVÍK
Síöjmúla 3-5 • sími 581-2399
Fundir meðferðarhópa á vegum
SÁÁ eru haldnir sem hér segir:
Meðferðarhópur (M-hópur): Mót-
töku- og kynningarfúndir eru á
fimmtudögum kl. 16.15. FundirM-
hóps eru fyrir þá sem geta nýtt sér
áfengismeðferð á göngudeild. Með-
ferðin fer ff am á hópfundum, fyrir-
lestrum og með viðtölum. Fyrstu 4
vikurnar er mætt 4 kvöld í viku en
síðan vikulega í þrjá mánuði.
Vikingahópur: Fundir eru á mánu-
dögum og fimmtudögum frá kl.
16-17. Móttaka og skráning er á
sömu dögum kl. 15.30. Eftir Vík-
ingameðferð á StaðarfeUi er göngu-
deildarstuðningur í eitt ár. Fyrstu 8
vikurnar er mætt tvisvar í viku en
síðan vikulega í 44 vikur.
• • • • •
Kvennahópur: Móttaka og skrán-
ing er mánud. kl. 15.30 og fimmtu-
daga kl. 17. Eftir „Kvennameðferð"
á Vík er veittur göngudeildarstuðn-
ingur í eitt ár. Fundir eru tvisvar í
viku fyrstu 12 vikurnar síðan einu
sinni 1 viku. Fjölskyldumeðferð er
liður í stuðningi við hópinn.
Spilafíklar: Fundir eru á þriðju-
dögum ffá kl. 18-19. Móttaka og
skráning er sömu daga kl. 17.30.
Eftir viðtal við ráðgjafa geta spila-
fíklar fengið ótímabundinn stuðn-
ing. Þessum hópi og aðstandend-
um standa til boða ffæðsluerindi,
viðtöl og hópstarf. Ef nauðsyn kref-
ur er spilafíklum boðin meðferð
sem er um helgar og felst í erind-
um, viðtölum og hópfundum.
Unglingahópur: Vikulega eru
haldnir stuðningsfundir fýrir ungt
fólk, 14-22 ára, með vímuefna-
vandamál. Móttaka og skráning er
mánud. kl. 17.20. Fólk kemst inn í
hópinn að lokinni meðferð á Vogi
eða á eftirmeðferðarstöðum SÁÁ.
Stuðningshópur fyrir alkóhólista
hittist daglega kl. 11 árdegis. Inn-
ritanir eru hjá læknum á Vogi.
Einnig geta ráðgjafar á göngudeOd
komið fólki í hópinn.
Stuðningshópur fyrir aðstandendur:
Fundir aðstandenda alkóhólista
eru á þriðjud. kl. 16.1 þann hóp fer
fólk eftir viðtöl við ráðgjafa eða
fjölskyldunámskeið á göngudeild.
Foreldrahópur er stuðningshópur
fýrir foreldra ungra vímuefnaneyt-
enda. Hópurinn er jafnt fýrir for-
eldra sem eiga börn í meðferð og
barna sem hafa lokið meðferð.
Jafnframt er hópurinn fýrir þá
foreldra sem leita sér upplýsinga
vegna gruns um fíkniefnaneyslu.
• • • • •
Fræðslunámskeið fyrir alkóhólista:
Haldin eru helgarnámskeið um
bata og óftOlkominn bata. Á þeim
er fjaUað um ýmsa þætti sem koma
í veg fyrir bata fýrstu mánuði eftir
meðferð. Þessi námskeið henta líka
vel þeim sem þurfa að ná sér eftir
áföll eða aðra erfiðleika.
• • • • •
Fjölskyldunámskeið SÁÁ eru af
tvennum toga, 5 vikna námskeið og
helgarnámskeið. Á þeim er leitast
við að auka þekkingu þátttakenda á
vímuefnasjúkdómnum, einkennum
hans, hvernig hann birtist og
hvernig hann hefur áhrif á fólk sem
er í nábýli við hann.
Þriðjudagsfyrirlestrar: SÁÁ stend-
ur fýrir fýrirlestrum aUa þriðjudaga
kl. 17. Þeir eru öUum opnir en að-
gangseyrir er kr. 500. Á næstunni
eru eftirtaldir fyrirlestrar:
2. feb: Alkóhólismi og lyíjanotkun.
9. feb: Ófúllkominn bati.
16. feb: Hass, fíkn og fráhvörf.
23. feb: Sjúkdómurinn alkóhólismi.
2. mar: TUfinningar; ótti og kvíði.
• • • • •
Kynningarfundir SÁÁ eru haldnir
í Síðumúla 3-5 aUa fimmtudaga.
Kynningin hefst kl. 19 og stendur í
45 mín. Á eftir eru leýfðar fýrir-
spurnir. Á fundunum er fjallað um
starfsemi SÁÁ, áfengissýki og aðra
fíkn og meðvirkni.
G.A. fundir eru haldnir á fimmtu-
dögum kl. 20.30 og kl. 18 sömu
daga eru haldnir Gam-anon fúndir.