Morgunblaðið - 27.01.1999, Page 18

Morgunblaðið - 27.01.1999, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Arnþór Halldórsson hjá Tali hf. á fundi um fjarskiptamál „Kínverskir múrar“ Landssímans Morgunblaðið/Árni Sæberg MARGIR helstu forystumenn á fjarskiptamarkaði mættu til fundarins og hlýddu á „reynslusögur“ fyrirtækja af markaðnum. FÖSTUM skotum var skotið á Landssímann og stöðu hans á markaðnum á hádegisverðarfundi Skýrslutæknifélags Islands í gær, sem bar yfirskriftina Reynslusögur - Fjarskiptamál í brennidepli - hef- ur samkeppnin skilað sér til neyt- enda? Á mælendaskrá fundarins voru forsvarsmenn fyrirtækja sem ann- aðhvort eru á símamarkaði hérlend- um, eða hafa boðað komu sína á markaðinn á þessu ári. Fundurinn var haldinn í tilefni af því að nú er rúmt ár liðið frá því ný fjarskiptalög tóku gildi, leyfð var samkeppni á markaðnum eftir um 90 ára einokun ríkisfyrirtækisins Landssímans og forvera þess Pósts og síma. Fá ekki aðgang að grunnnetinu Á fundinum gagnrýndu forsvars- menn samkeppnisaðila Landssím- ans fyrirtækið meðal annars fyrir að standa í vegi fyrir að frjáls sam- keppni kæmist á á markaðnum að fullu. Arnar Sigurðsson, sölu og markaðsstjóri Islandssíma, sem boðað hefur komu sína á markað með vorinu, sagði að þar sem fyrir- tækið fengi ekki aðgang að grunn- neti Landssímans, gæti fyrirtækið ekki hafíð samkeppni við það á öll- um sviðum og sagði að tafir á sam- keppni þýddu höft á samkeppni. „Af hverju fær fólk ekki frelsi til að velja hvaða símafyrirtæki það skiptir við án þess að þurfa að breyta símanúmeri sínu,“ sagði Arnar. í sama streng tók framkvæmda- stjóri sölu og markaðssviðs Tals hf., Amþór Halldórsson, og sagði m.a. að skýrari heimildir vanti í fjar- skiptalögin til að samkeppni gæti farið fram óhindrað hér á landi og biðlaði þar til stjómvalda að þau skoði málið. Hann sagði einnig að Landssím- anum hefði unnist tími til að byggja sér „kínverska múra“ áður en lögin komust á og hefði getað komið upp stafrænni símstöð og lagt Ijósleið- ara um allt land til að samkeppnis- aðstaða annarra aðila við fyrirtækið yrði verri, þegar samkeppni var loksins leyfð. Arnþór kom einnig inn á bráða- birgðaúrskurð Póst- og fjarskipta- stofnunar um að Landssímanum beri að innheimta fyrir millilanda- símtöl Tals hf., og sagði það rétt neytandans að hafa gegnsæi og geta séð á sama reikningi mismun- andi þjónustu sem hann kaupir, og á hvaða verði hún er. Fj arskiptafyrirtæki 21. aldarinnar Arnar Sigurðsson hjá Islandssíma sagði það meginstefnu fyrirtækisins að bjóða lægra verð en Landssím- inn. Hann sagði Íslandssíma fjar- skiptafyrirtæki 21. aldarinnar sem myndi meðal annars hafa að leiðar- ljósi í þjónustu sinni mögulegan samruna sjónvarps, Nets og síma. „Samkeppni snýst um hærri eða lægri fjarskiptakostnað, og meiri eða minni hraða við að innleiða tækninýjungar á markaðinn," sagði Arnar. Þór Jes Þórisson, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs Lands- símans, gerði kærur þær sem Landssíminn hefur fengið á sig frá samkeppnisaðilum á markaðnum frá því ný fjarskiptalög tóku gildi að umtalsefni. Hann sagði að kærumar væm eðlileg viðbrögð nýrra fyrirtækja á markaðnum, og sagði það alþekkt að kæram væri beitt til að tefja samkeppni af hálfu Landssímans í þessu tilfelli, og til að rýra álit al- mennings á fyrirtækinu. Þór sagði einnig að þrátt fyrir að Amar Sigurðsson héldi öðra fram í sínu erindi á fundinum fagnaði Landssíminn samkeppni og óskaði Íslandssíma og Tali góðs gengis, það efldi Landssímann til dáða. Þór sagði að helsti árangur Landssímans lægi í uppbyggingu stafrænna símstöðva, lagningu Ijós- leiðara og að tryggja greiða leið fjarskipta frá landinu, um gervi- hnetti og ljósleiðarann CANTAT 3. Þór benti á að Landssíminn hefði verið með lægsta talsímagjaldið í OECD-löndunum í könnun í nóvem- ber sl. og Island væri í 6. sæti í far- símaeign á hverja 1.000 íbúa. Brátt verða 40% landsmanna með farsíma að hans mati. Hann sagði að íslendingar ættu heimsmetið í Nettengingu heimila, 34% heimila væra tengd Netinu og sú tala hefði vaxið úr 23% frá byrj- un síðasta árs. í Bandaríkjunum era, til samanburðar, 26% heimila tengd Netinu. Um væntanlegar nýjungar sagði hann m.a. að Landssíminn ætlaði að hrinda af stað háhraða gagna- flutningsþjónustu í mars nk., ATM, sem biði upp á aukna bandbreidd, meiri sveigjanleika, hagstæðari kjör og svari þörfum markaðarins fyrir slíkt kerfi. Hann sagði að kerfið yrði að- gengilegt 90% fyrirtækja landsins innan 2 ára. Aðrar nýjungar sem Þór nefndi vora tilraunir með háhraðaflutning á koparstreng, stafrænar sjón- varpsrásir um breiðbandið og sagði að innan árs myndi fyrirtækið væntanlega geta boðið upp á ríflega 100 stöðvar með þeim hætti. Áframhaldandi verðlækkanir Dagný Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Skímu hf., dótturfyr- irtækis Landssímans, sagði að Skíma stundaði nú sem fyrr svo- kallaða virðisaukandi fjarskipta- þjónustu, sæi um fjarskiptaþjón- ustu um Netið sem og þróun og rekstur margmiðlunarefnis fyrir Netið. Einnig hóf fyrirtækið talsíma- þjónustu um Netið 1. desember á síðasta ári, Net símann, þar sem boðin era símtöl til útlanda á 20-30% lægra verði á dagtaxta en Landssíminn býður, að hennar sögn. Hún sagði að verð þjónustunnar myndi lækka enn frekar á þessu ári Hún sagði að samkeppni á Net- markaði hefði skilað neytendum meiri gæðum, lægra verði og betri þjónustu. Arnþór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Tals hf., sagði undir lok fundarins að það sem myndi ráða úrslitum í samkeppninni á fjarskiptamarkað- inum væri hæfileikinn til að mark- aðssetja vöra sína, frekar en tækninýjungar. Hann sagði að fyrirtækið væri nú með 15% markaðshlutdeild á far- símamarkaði en sagði að stefnt væri að því að bjóða upp á þjónustu á fleiri sviðum talsímaþjónustu. Arnþór varpaði fram þeirri spurningu hvort ekki væri eitthvað bogið við það að Landssíminn væri bæði með lægstu símgjöldin í OECD-löndunum en gæti samt ver- ið með hlutfallslega 3. mesta hagn- að símfyrirtækja í Evrópu. Þessu svaraði fulltrúi Landssímans í lok fundar með því að velgengnin fælist í góðri stjómun fyrirtækisins. „Ríkisrekstur í fjarskiptum er tímaskekkja og ég hvet yfirvöld til að sýna þann kjark og það þor sem þarf til að sleppa takinu af Lands- símanum,“ sagði Arnþór. FASTEIGNA r- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 OPIÐ VIRKA DAGA KL. &-18. Netfang: http://habil.is/fmark/ Framkvæmdastjóri Sundagarða ehf. um niðurstöðu samkeppnisráðs Harmar að Eimskip geti ekki viðurkennt mistök sín 2 Z cc =) o < cc < 2 < z o IXi i— (n < u_ Nesbali - Seltiarnarnesi Einstaklega vandað og vel skipulagt 160 fm einbýlishús ásamt 43 fm tvöföldum bílskúr. Saml. stofur, 3-4 svefn- herbergi. Arinn. Gufubað. Stór og falleg ræktuð lóð, verðlaunagarður. Heitur pottur. Verð 21,5 millj. EIGN í SÉRFLOKKI. GÍSLI V. Einarsson, framkvæmda- stjóri Sundagarða ehf., kveðst sam- mála niðurstöðu samkeppnisráðs um að tilboðsgerð Eimskipafélags íslands hf. í tilboð i flutning á papp- ír í símaskrár hafi haft skaðleg áhrif á samkeppni og farið í bága við góða viðskiptahætti. Hann segir að í greinargerð samkeppnisráðs komi skýrt fram að Eimskip hafi gert mistök í tilboðsgerð sinni varðandi flutning fyrir Landssímann. „Það kemur okkur því veralega á óvart og hryggir okkur að Eimskip skuli ekki ennþá geta viðurkennt mistök sín í þessu máli eins og fram kemur í viðtali við Þórð Sverrisson, framkvæmdastjóra hjá Eimskip, í Morgunblaðinu á þriðjudag. En þessi mistök réðu því engu að síður hvaða tilboð varð lægst og hvaða til- boði var tekið enda vegur flutnings- kostnaður mjög þungt í þessu máli. Þar af leiðandi skaðaði tilboðsgerð Eimskips hagsmuni okkar verulega eins og kemur fram í greinargerð samkeppnisráðs." Gísli segir að annað hvort hafi þessi mistök verið gerð viljandi eða óviljandi. „Þegar á það er litið að málið er búið að vera hjá Sam- keppnisstofnun í marga mánuði til umfjöllunar með tilheyrandi skýrslugjöfum, og ennþá hefur Eimskip ekki getað skýrt hvers vegna þeir töldu sig þurfa að flytja sama magn af pappír í 21 gámi frá Noregi en aðeins 17 gámum frá Kanada, verður erfitt að að draga þá ályktun að tiiboðsgerðin hafi ver- ið gerð óviljandi." Póstur og sími (Landssíminn) auglýsti 2. desember 1997 eftir til- boðum í 424 tonn af pappír fyrir símaskrá. Á meðal þeirra sem buðu í símaskrárpappírinn voru Skelj- ungur vegna North American Speciality Paper (Skeljungur) og Sundagarðar. Landssíminn ákvað að semja við Skeljung, þar sem verð fyrirtækisins var hagstæðara, jafn- vel að teknu tilliti til flutnings- gjalda, að því er kemur fram í greinargerð samkeppnisráðs. Sundagarðar gátu ekki fallist á þá ákvörðun og óskaði fyrirtækið eftir því að Samkeppnisstofnun kannaði hvaða verð hefði verið boðið í flutn- inginn á pappírnum og hvort Eim- skipafélagið hefði beitt ólögmætum sjónarmiðum og/eða aðferðum til þess að tryggja að boði Skeljungs yrði tekið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.