Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 19
VIÐSKIPTI
Morgunblaðið/Þorkell
GUÐBJÖRN Maronsson, forstöðumaður eignavörslu, Þorsteinn Þor-
steinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarbankans Verðbréf, Magnús
Pétursson, stjórnarformaður Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda, og Sig-
urbjörn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, skrifuðu undir
samninginn.
Séreignadeild Söfnunarsjdðs lífeyrisréttinda
Búnaðarbankinn Verð-
bréf annast vörslu
Nýbre.ytni hjá Lánasýslu ríkisins
Uppkaup fyrir allt
að milljarði króna
SÚ NÝBREYTNI verður hjá Lána-
sýslu ríkisins í dag að í stað þess að
vera með hefðbundin útboð ríkis-
verðbréfa þá er hún með uppkaup á
einum flokki spariskírteina, RS05-
0410/K (1. flokkur D1995, upphaf-
lega til tíu ára), með tilboðsfyrir-
komulagi (öfugt útboð).
Eigendum ríkisverðbréfa í við-
komandi flokki er gefinn kostur á að
senda inn sölutilboð til Lánasýslu
ríkisins sem síðan gengur að þeim
tilboðum sem hagstæðust eru, þ.e.
hafa hæstu vextina.
Útboðið er hluti af ákvörðun fjár-
málaráðherra um að greiða upp inn-
lendar skuldir ríkissjóðs. Með út-
boðinu er gert ráð fyrir að keypt
verði spariskírteini fyrir að lág-
marki um 300 milljónir króna en að
hámarki fyrir um 1 milljarð króna.
Að sögn Péturs Kristinssonar hjá
Lánasýslu ríkissins er stærð flokks-
ins, sem gefinn var út árið 1995, alls
um 15 milljarðar og því býðst ríkið
til að kaupa allt að 1/15 hluta flokks-
ins núna.
Orðið var við töluverðan áhuga
„Þetta er tilraun sem ekki hefur
verið reynd áður. Framkvæmdin er
nákvæmlega eins og þegar við erum
að selja verðbréf, hið eina sem
breytist er að við erum að kaupa.
Við höfum orðið vör við töluverðan
áhuga á þessu útboði en við vitum
þó ekkert um þátttöku fyrr en út-
boðið hefst,“ sagði Pétur í samtali
við Morgunblaðið.
Lágmarksupphæð hvers tilboðs
er 10 milljónir króna eða hærri að
söluvirði.
Flokkurinn er stærsti markflokk-
ur af alls átta markflokkum spari-
skírteina. Samkvæmt Pétri er heild-
arupphæð útistandandi markflokka
spariskírteina ríkissjóðs um 80
milljarðar.
Hræringar hafa verið með þenn-
an flokk verðbréfa á Verðbréfaþingi
íslands síðan tilkynnt var um út-
boðið 14. janúar sl. að sögn Péturs
og vextir á spariskírteinum hafa
farið lækkandi.
Umferð um Flugleiðavefinn jókst um 70% á einum mánuði
Aukninguna má rekja
til kynningarátaks
SÖFNUNARSJÓÐUR lífeyris-
réttinda hefur stofnað séreignar-
deild til að taka við viðbótarlíf-
eyrissparnaði sjóðfélaga og ann-
arra sem það kjósa. Hefur sjóð-
urinn gengið til samstarfs við
Búnaðarbankann Verðbréf um
rekstur séreignardeildarinnar
sem verður rekin sem aðskilin
eining óháð rekstri sameignar-
deildar sjóðsins.
Ákveðið var að ganga til sam-
starfs við Búnaðarbankann Verð-
bréf að undangengnu útboði til
aðila á fjármálamarkaði. „Samn-
ingurinn er hagstæður og mun
væntanlega skila sjóðfélögum
auknum ávinningi,“ að því er
fram kemur í fréttatilkynningu.
Söfnunarsjóður lífeyrisrétt-
inda var stofnaður árið 1974 og
er sjóðurinn sjötti stærsti lífeyr-
issjóður landsins með um 6 þús-
und greiðandi sjóðfélaga. Yfir 90
þúsund manns hafa greitt til
sjóðsins frá stofnun.
UMFERÐ um Flugleiðavefinn,
sem ritstýrt er á 10 markaðssvæð-
um Flugleiða í Evrópu og Norður-
Ameríku, jókst um 70% í janúar
miðað við fyrri mánuð. Þá fjölgaði
heimsóknum á vefinn um nærri
400% á síðasta ári.
Heimsóknarmet slegið
Á tímabilinu 23. desember til 21.
janúar heimsóttu 3.747 notendur
vefinn um heim allan að jafnaði á
hverjum degi, Sigmundur Hall-
dórsson, forstöðumaður beinnar
sölu hjá Flugleiðum, segir að á
sama tíma hefði mátti greina tæp-
lega 87 þúsund snertingar (hits) á
dag. „Til marks um stóraukinn
áhuga á vefnum og að þessar tölur
verða fljótt úreldar er að met um
fjölda heimsókna á einum degi var
slegið 20. janúar, en þann dag
skoðuðu yfir 5.500 vefinn og er það
met.“
Sigmundur segir að aukning um-
ferðar um vefinn hafi verið hlut-
fallslega mest á markaðssvæðum
Flugleiða í Þýskalandi og Bret-
landi. „Þar nam aukningin 200%.
Heimsóknum breskra notenda
fjölgaði meðal annars úr 500 að
jafnaði á dag í 1.500. Aukninguna
má einkum skýra með vel heppn-
uðu kynningarátaki á markaðs-
svæðunum tveimur og breytingum
sem gerðar voru á vefnum sem
þjónar meginlandi Evrópu.“
Sala á Netinu er enn sem komið
er mest í N-Ameríku. í nýlegri
könnun meðal farþega félagsins
kom í ljós að einn af hverjum 20
bandarískum farþegum félagsins
(5,5%) segist hafa keypt miða sinn
á Netinu. Sigmundur segir að far-
miðasala á Netinu hafi aukist
hratt á markaðssvæði félagsins í
N-Ameríku en á síðasta ári marg-
faldaðist sala á hverjum ársfjórð-
ungi.
Sigmundur segir að komið hafi í
ljós að farþegar Flugleiða skoða
vefinn í auknum mæli og kaupi
jafnvel miða sinn þar. „í könnun
sem gerð var í nóvember sl. kom
fram að nærri þriðji hver farþegi
hefur skoðað Flugleiðavefinn mið-
að við 18% og 19% í tveimur sam-
bærilegum eldri könnunum. Þar af
hafa 39% íslenskra farþega skoðað
vefinn og 37% þeirra sem koma frá
Bandaríkjunum."
Uppselt á þremur
klukkustundum
Sigmundur segir að meðlimir til-
boðsklúbbs Flugleiða á Netinu séu
vel vakandi gagnvart öllum tilboð-
um sem eru í boði á vef félagsins.
Fyrir skömmu seldist dagsferð til
Glasgow upp á þremur klukku-
stundum á Netinu, en tilboðið var
eingöngu fyrir meðlimi tilboðs-
klúbbsins og kostaði ferðin fimm
þúsund krónur auk flugvallarskatts.
Tveir ráðherrar til Asíu
Finnur Ing-
ólfsson fer
til Malasíu
ÍSLENSK viðskiptasendinefnd með
fulltrúum ellefu íslenskra fyrirtækja
fóru í gær áleiðis til Suðaustur-Asíu
með Halldóri Ásgrímssyni utanríkis-
ráðherra. Halldór mun fylgja við-
skiptasendinefndinni til Taílands en
Finnur Ingólfsson tekur síðan við
forystu nefndarinnar og fylgir henni
til Malasíu.
Heimsóknin í Taílandi mun standa
yfir frá 28.-30. janúar. Meðan á
henni stendur mun Halldór m.a. eiga
fundi með varaforsætisráðherra, ut-
anríkisráðherra, viðskiptaráðherra,
og landbúnaðarráðherra Taílands.
Þá mun hann opna íslenska kaup-
stefnu, taka þátt í málþingi um evr-
ópumál og kynna sér starfsemi taí-
lenskra sjávarútvegsfyrirtækja.
Frá Taflandi mun viðskiptasendi-
nefndin halda tfl Malasíu þar sem
Finnur tekur við forystu hennar og
þar stendur heimsóknin frá 1.-4.
febrúar. Mun hann m.a. eiga fundi
með iðnaðar- og viðskiptaráðherra
landsins og opna íslenska kaup-
stefnu.
Siírefhisvönir
Karin Herzog
Kynning
í Apótekinu íðufelli,
ídag kl. 15-18.
_____ rgllPfa. _____
Morgunverðarfundur á Hótel Borg
Fimmtudaginn 28. janúar 1999, kl. 8:00 - 9:30
HIN HLIÐIN Á
2000 VANDANUM
• Hver á að borga fyrir aðlögun tölvukerfa?
• Hver ber ábyrgð á hugsanlegu tjóni?
• Getur athafnaleysi stjómenda leitt til ábyrgðar?
• Hvað um tryggingaþáttinn?
• Hvað með viðskiptavildina?
FRAMSÖGUMENN: _____________________________________________________s
Guðjón Rúnarsson hdl., aðstoðarftamkvæmdastjóri Verslunarráðs
Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Skifunnar ehf.
Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tölvumynda hf.
Sigmar Ármannsson, framkvæmdastjóri Sambands ísl. tryggingafélaga
Að loknum framsöguerindum geta fundarmenn komið á framfæri fyrirspumum eða
komið með athugasemdir.
Athugið að fundurinn verður á Hótel Borg.
Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.500,-
Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er
að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða
bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is.
VERSLUNARRAÐ ISLANDS
4