Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Borgin Armenfa í Andesfjöllimum varð verst úti íjarðskjálftanum f Kólumbfu Um að litast eins og eftir loftárás Annenía. Reuters. Reuters SVONA var umhorfs í héraðshöfuðborginni Armeníu eftir jarðslqálftann en hún varð einna verst úti. Danski fjármálaheimurinn skekinn Fjársvikamál upp á tugi milljarða króna Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÓTTAST er að allt að tvö þúsund manns hafí farist í fjallaborginni Armeníu sem verst varð úti í öflug- um jarðskjálfta sem varð í miðhér- uðum Kólumbíu á mánudagskvöld. Tvær af hverjum þremur bygging- um í borginni, sem stendur ofar- lega í Andesfjöllunum, eru í rúst í kjölfar jarðskjálftans og lágu enn lík tuga manna í rústum húsanna þegar sól hneig til viðar í gær- kvöld. Jarðskjálftinn mældist sex á Richter og varð um kvöldmatar- leytið á mánudagskvöld að íslensk- um tíma, um hádegisbil að staðar- tíma. Átti skjálftinn upptök sín í miðri Kólumbíu, á mótum hérað- anna Tolima og Quindio, og gætti áhrifanna helst í miðvesturhluta landsins, á þeim slóðum þar sem Kólumbíumenn rækta mestan hluta kaffiuppskeru sinnar en hún er önnur mesta útflutningsvara Kólumbíu. Hækkaði verð kaffís á mörkuðum í gær, vegna ótta um að uppskerubrestur myndi valda litlu framboði á þessu ári, en svo virtist þó ekki í gær sem kaffiekrurnar hefðu beðið mikinn skaða, að sögn sjónarvotta. 60% Armeníu í rúst Jarðskjálftinn olli miklum skemmdum í borgum og bæjum hvarvetna í V-Kólumbíu og jafnvel í höfuðborginni Bogota, sem er 185 kílómetra í burtu frá upptökum skjálftans. Verst úti varð hins veg- ar borgin Armenía í héraðinu Qu- indio eins og áður segir en þar jöfnuðust heilu hverfin við jörðu, rafmagn fór af og mikill vatns- skortur var í borginni í gær. Er talið að sextíu prósent Armeníu séu nánast í rúst og var um að lit- ast eins og loftárásir hefðu átt sér stað. Eftir að skjálftinn var afstaðinn reyndu íbúar borgarinnar að bjarga særðum og slösuðum úr rústunum með skóflum eða jafnvel bei'um höndunum. Þorðu margir ekki aftur inn í húsin og Carlos Gil- berto Giraldo, talsmaður Rauða krossins, sagði í gær að 180.000 manns væru án heimilis í Armeníu einni saman. Hermdu fregnir einnig að tvö lít- il þorp í suðvesturhluta Valle del Cauca-héraði hefðu nánast verið þuri'kuð út af landakortinu. Andres Pastrana, forseti Kólumbíu, frestaði þegar fyrirhug- aðri ferð sinni til Evrópu vegna hamfaranna en hann átti t.a.m. að eiga fund með fulltrúum Alþjóða- bankans í Munchen og Jóhannes Páli páfa í Róm. Óttast farsóttir Björgunarstarf gekk hægt í Ar- meníu í gær en þó var verið að flytja slasaða flugleiðis til borg- anna Bogota, Medellin og Cali þar sem hlynna átti að þeim. Kvaðst Giraldo óttast að farsóttir brytust út yrði ekki senn hægt að koma lík- um látinna fyrir í frystigeymslum. Hafði útgöngubanni verið lýst yfir í fyrrinótt í því skyni að koma í veg fyrir að óaldarlýður nýtti sér ástandið. Á götum Armeníu ráfuðu þeir um sem misst höfðu ættmenni sín í hamforunum. Associated Press hitti að máli Iliönu Patriciu Vega en hún hafði verið stödd á annarri hæð heimilis síns, ásamt tíu ára syni sínum og sex ára dóttur, þeg- ar húsið hrundi, með þeim afleið- ingum að drengurinn dó samstund- is. „Á einhver lyf til að gefa mér?“ spurði hún grátklökk en dóttir hennar hafði hlotið slæman skurð á enni. Pedro Maria Londono, nágranni Vegas, hafði sloppið betur því á einhvern ótrúlegan hátt komust hann og fjögurra manna fjölskylda hans lífs af þegar heimili þeirra gjöreyðilagðist. Hafði hvert her- bergi í húsinu nema það sem fjöl- skyldan var í, þegar jarðskjálftinn reið yfir, hrunið til grunna. „THORSEN er eins og rússíbani. Ekki nóg með að hann fari upp og niður, heldur kostar að fara með honum.“ Þannig lýsir danska blaðið Politiken kaupsýslumanninum Kurt Thorsen, sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna fjársvika. Ymsir kunnir menn í stjómmálum og fjármálum fá að öllum líkindum að borga fyrir ferðina með honum. Eftir miklar sviptingar í kringum Thorsen undanfarnar vikur, þar sem hann reyndi að ná undir sig tveimur dönskum fjárfestinga- og fasteignafyrirtækjum, meðal ann- ars með Poul Schliiter fyrrverandi forsætisráðhema sér við hlið, situr hann nú í gæsluvarðhaldi ásamt Rasmus Trads aðstoðarfram- kvæmdastjóra PFA-Byg, bygging- arfyrirtækis stórs lífeyrissjóðs. Trads er grunaður um að hafa hafa falsað veðleyfi sjóðsins fyrir um- svifum Thorsens upp á um tvo milljarða danskra kr., eða rúma tuttugu milljarða ísl. kr. Bendir allt til að þetta sé eitt stærsta fjársvikamál sem upp hefur komið í Danmörku. Framkvæmdagleði eða græðgi Kurt Thorsen er af athafna- mönnum kominn og fikraði sig inn í verktakageirann í uppsveiflu síð- asta áratugar. Hann var einn af þeim athafnasamari, svo þessi lág- vaxni, kringluleiti og brosmildi maður varð landsþekktur. Kunnug- ir segja að það sé ekki græðgi, sem reki hann áfram, heldur fram- kvæmdagleðin. Eitt tók við af öðru og 1992 varð hann gjaldþrota. Tap Unibank nam nokkrum millj- örðum ísl. kr. Næstu árin heyrðist lítið af Thorsen, en sjálfur segist hann hafa ferðast um allan heim og verið ráðgjafi við byggingarfram- kvæmdir. Hann stóð þó einnig í framkvæmdum heima fyrir því danskir lífeyrissjóðir voru enn til í að fjármagna þær. í fyrravor keypti Thorsen í félagi við danska lögfræðinga og auð- mann, er býr erlendis, gjaldþrota fasteignafyrirtæki, CVI Holding og um líkt leyti stofnaði hann De Soto Equity Aps. Ekki verður séð að neinir peningar hafi verið lagðir á borðið, en Rasmus Trads lagði fram tryggingu upp á 180 millj. danskra kr. Þessi greiði kom Thor- sen á flot aftur. Undir jól voru 300 millj. danskra kr. lagðar í CVI Holding frá skúffufyrirtæki á Jóm- frúareyjum. Kauphöllin gerir athugasemdir Frá CVI Holding fór Thorsen að fikra sig yfir í tvö dönsk fjárfest- ingarfélög, Norden og Gefion, án þess vitað væri hver væri á ferð. Thorsen-félagið keypti 40 prósent í Gefion af norska auðmanninum Kjeld Inge Rokke fyrir um 704 milljónir og 34,5 hlut í Norden af Codan tryggingafyrirtækinu fyrir um 798 milljónir á borðið. Um ára- mótin kom í Ijós að Thorsen var kaupandinn. í byrjun janúar gerir danska kauphöllin athugasemdir við kaupin, þar sem Thorsen var tregur að veita upplýsingar. En nú fór líka að koma hreyfing á ýmsa sem voru með Thorsen. Poul Schluter, sem átti að vera stjórnarformaður í stjórn Gefion, hætti við, þegar hann áttaði sig á að Thorsen laug því að PFA kæmi hvergi nærri fjármögnun kaupa í Gefion og Norden. Þetta tilkynnti hann kauphöllinni, en lét vera að gefa upp ástæðuna. Nú er Schluter harðlega gagnrýndur og mun vísast dragast inn í rannsókn málsins og þá hvort hann hafi með þögninni villt um fyrir kauphöllinni. Einnig hefur komið í ljós að í öll- um þessum kaupum hafa aldrei sést neinir peningar, aðeins trygg- ing frá PFÁ, sem síðan kom í ljós að Trads hafði falsað. Kvenfólk og peningar Sama dag og Thorsen var hand- tekinn sagði danskur verktaki í samtali við Morgunblaðið að hann tryði því ekki að Thorsen væri svindlari, þó hann spilaði djarft. Sama hafa greinilega hópar lög- fræðinga og fésýslumanna hugsað. Sumir þeiri-a fá nú að iðrast ein- feldni sinnar í fangelsi, aðrir hafa misst trúverðugleikann eins og Schlúter. Spurningin er hvort málið heldur vöku fyrir Thorsen, sem í blaðaviðtali fyrir nokkrum árum sagði: „Það eru aðeins kvenfólk og sjúkdómar sem geta gert út af við mann. Peningar geta í versta falli valdið smá áhyggjum." JARÐSKJALFTINN I KOLUMBIU Jarðskjálfti sem mældist sex á Richters-kvarðanum skók miðhluta Kólumbíu á mánudagskvöld og er óttast að yfir tvö þúsund manns hafi farist í skjálftanum. Borgin Armenía, sem er helsta borgin á þessu svæði, varð verst úti í náttúru- hamförunum og fórust þar að minnsta kosti 325 manns og yfir eitt þúsund særðust. Tuttugu bæir í fimm héruðum urðu illa úti í jarðskjálftanum. Pereira 40 km KOLUMBIA Bogota s Calarca Montenegro Upptök jarðskjálftans Jarðskjálftinn átti upptök sín um 180 kílómetra vestur af höfuðborginni Bogota og skall á rétt fyrir kvöldmat að islenskum tíma á mánudag. Hann varaði í sex mínútur. iG Þau héruð sem verst urðu úti BRAS- ILÍA ’ ' Gerið verðsamanburð HAIKfKK DEKK Vetrardekkin á lága verðinu Fólksbíladekk Jeppadekk Vörubíladekk á frábæru verfií! I V þ ,v. ;j't GOÐATÚNI 4-6, GARÐABÆ SÍMI 565 86 OO I JliLÁ SKÚTUVOGI 2 - SllVII 568 30 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.