Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Emleikaraprófstónleikar í Háskólabíói Með heila hljómsveit á bak við sig TVEIR nemendur Tónlistarskól- yfir í Tónlistarskóla Hafnarfjai-ðar ans í Reykjavík þreyta fym hluta einleikaraprófs á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit íslands í Há- skólabíói annað kvöld, fimmtu- dagskvöld. Nemendurnir eni þau Ástríður Alda Sigurðardóttir pí- anóleikari og Helgi Hrafn Jónsson básúnuleikari. A efnisskránni eru Konsert fyrir básúnu og hljómsveit eftir Henri Tomasi og Píanókonsert í a-moll op. 16 eftir Edvard Grieg. Verkin völdu þau sjálf, í samráði við kenn- ara sína. Helgi Hrafn, sem er 19 ára og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í desember sl., byrjaði að læra á básúnu sjö ára gamall. „Þá var lúð- urinn töluvert stærri en ég sjálf- ur,“ segir hann þegar hann rifjar upp sín fyrstu spor á tónlistar- brautinni. Astríður Alda þurfti ekki að leita út fyrir veggi heimil- isins þegar hún hóf sitt tónlistar- nám tæplega sex ára að aldri, því fyrsti kennarinn var móðir hennar, Guðrún Guðmundsdóttir píanó- kennari. Einstakt tækifæri að fá að spila með Sinfóníunni Oddur Björnsson hefur verið að- alkennari Helga Hrafns í Tónlist- arskólanum í Reykjavík undanfar- in fimm ár en áður var hann í Tón- listarskóla Seltjamamess hjá Kára Einarssyni. Þegar Astríður Alda hafði lært hjá móður sinni í tvö ár fór hún í píanónám hjá Guð- ríði S. Sigurðardóttur i Tónskóla Sigursveins, tíu ára færði hún sig til Magneu G. Olafsdóttur og 1994 fór hún svo í Tónlistarskólann í Reykjavík, þar sem hún hefur ver- ið síðan hjá Önnu Þorgrímsdóttur. Meðfram tónlistarnáminu hefur hún stundað nám við Flensborgar- skólann og lýkur þaðan stúdents- prófi af tónlistarbraut í vor. Þau em á einu máli um að það sé einstakt tækifæri að fá að spila með Sinfóníuhljómsveitinni á ein- leikaraprófi og Helgi Hrafn bendir á að hann viti ekki til þess að það tíðkist annars staðar að nemendur fái að spila með atvinnumanna- hljómsveit við útskrift. „Þetta er toppurinn á tilverunni," segir Astríður Alda himinlifandi, „þetta er það skemmtilegasta sem maður kemst í, að vera sólisti með heila hljómsveit á bak við sig.“ Raunar er þetta ekki í fyrsta sinn sem hún stígur á svið með Sinfóníunni, því hún spilaði með henni kafla úr konsert eftir Beethoven á jólatón- leikum fyiir þremur áram. Mikið líf og fjör og túlkun Eins og áður sagði spilar Helgi Hrafn Konsert fyrir básúnu og hljómsveit eftir franska tónskáldið Henri Tomasi. Verkið er skrifað árið 1956. „Það er töluvert im- pressjónískt, þó að það sé samið svona seint,“ segir hann. „Skemmt- anagildið er í hávegum haft, í öðr- um kaflanum notar hann t.d. mikið dempara og þar kemur fyiir alveg stórskemmtilegur blús. Eg spila sjálfur djass og þykir skemmtilegt að fá tækifæri til að koma með Morgunblaðið/Kristinn HELGI Hrafn Jónsson og Ástríður Alda Signröardóttir þreyta fyrri hluta einleikaraprófs frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík í Háskólabíói annað kvöld, þar sem þau leika einleik með Sinfóníuhljómsveit ís- lands, hann á básúnu og hún á píanó. hann inn í þetta hús,“ segir hann ennfremur. „Það var básúnuleikari að nafni Einar Jónsson sem kynnti mig fyrir þessu verki. Það hentar mér mjög vel, það er í því mikið líf og fjör og túlkun.“ Astríður Alda leikur Píanó- konsert í a-moll op. 16 eftir Ed- vard Grieg. „Hann var 25 ára þeg- ar hann samdi konsertinn, sem var framfluttur í Kaupmannahöfn 1869. Aðaleinkenni verksins eru náttúralýsingar, allt frá hinu stóra til hins fíngerða," segir hún. Tónleikarnir nú eru fyrri hluti einleikaraprófsins en seinni hlut- inn fer fram í vor. Bæði eru þau Astríður Alda og Helgi Hrafn far- in að huga að framhaldsnámi utan landsteinanna. Hún er að leita sér að góðum kennara, í Evrópu eða Bandaríkjunum, og er aó búa sig undir að senda upptökur hingað og þangað og fara í inntökupróf. Hann er á leið til Bandaríkjanna í lok febrúar, þar sem hann fer í inntökupróf í tveimur skólum, í Fíladelfíu og New York. Á báðum er að heyra að þau séu alsæl með það sem þau eru að gera. „Þetta er orðið manns líf, það snýst allt í kringum tónlistina. En maður veit svo sem aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir hann og kveðst ákveðinn í að setja markið hátt. Tónleikarnir verða í Háskólabíói annað kvöld og hefjast kl. 20. Að- göngumiðar era seldir á skrifstofu Tónlistarskólans í Reykjavík, skrifstofu Sinfóníuhljómsveitar Is- lands og við innganginn. Sjálfsvitund og myndlist Sama Veli-Pekka Lehtola -/elina Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473. C \ BIODROGA snyrtivörur Tölvur og tækni á Netinu vf^mbl.is _A.LLTAf= eiTTHV'AÐ HÝTT VELI-Pekka Lehtola, dósent við há- skólann í Rovaniemi heldur fyi-irlest- ur um sjálfsvitund Sama í samfélagi nútímans á morgun, fimmtudag, kl. 20.00 í fundarsal Norræna hússins og verður fyrirlesturinn á sænsku. Veli-Pekka Lehtola er bók- menntafræðingur og dósent og kennir við háskólana í Rovaniemi og Uleáborg. Hann hefur skrifað fræði- bækur um samísk málefni, m.a. sögu Sama eftir síðari heimstyi-jöld og um norrænar og samískar bókmenntir. Veli-Pekka Lehtola er einnig höf- undur að kynningu á helstu mynd- listarmönnum Sama sem gefin hefur verið út á margmiðlunardiski (CD- Rom). Eftii- fyrirlesturinn verður efni margmiðlunardisksins sýnt á stóru sýningartjaldi. Níu myndlistarmenn era kynntir úr hópi þekktra lista- manna frá Finnlandi, Svíþjóð, Nor- egi og Rússlandi. Auk þess er kynnt- ur listamaður úr hópi Nenetsbúa sem eiga heimkynni sín við ánna Ob á Jamalinskaga. Sagt er frá mynd- listarmönnunum, lífi þeirra og starfi. Menningu Sama eru einnig gerð góð skil, lýst er þeim breytingum sem hafa orðið á högum þeirra allt frá hirðingjaþjóð yfir í nútíma samfélag sem hið ytra líkist nú öðrum norræn- um samfélögum. Af listamönnum frá fínnska sama- svæðinu era kynntir Nils-Aslak Val- keapáá og Merja Laetta Ranttila. Britta Marakatt-Labba og Maj-Lis Skaltje eru frá sænska samasvæð- inu. Þær þrjár og Ingunn Utsi frá Noregi eiga verk á sýningunni Geaidit - Sjónhverfingar, sem stend- ur yfir í sýningarsölum Norræna hússins um þessar mundir. Aðrir listamenn sem eru kynntir era Iver Jáks sem er nokkurs konar föðurímynd samískrar listar, Aage Gaup frá Karasjoli og Synnove Per- sen. Hún og Ingunn Utsi era báðar í framvarðarsveit norskra listamanna. Aðgangur er ókeypis. Draumur á Jónsmessunótt í Tjarnarbíói LEIKFÉLAG enskunema Háskóla Islands sýnir verk Williams Shakespeares, „A Midsummer Night’s Dream“, Draumur á Jóns- messunótt, í Tjamarbíói á fóstudag kl. 20. Verkið verður flutt á ensku og leikstjóri er Martin Regal. Verkið, sem er eitt af þekktari gamanleikritum Shakespeares, fjall- ar um það hvemig sambönd nokk- urra elskenda þróast með afskiptum hrekkjóttra álfa frá því að vera byggð á miskilningi og afbrýði til farsællar lausnar fyrir alla. Loka- þáttur verksins er svo giftingarhátíð elskendanna þar sem nokkrir áhuga- leikarar klúðra flutningi á harmleik sem þeir hafa ákveðið að setja upp brúðhjónunum til heiðurs. Önnur sýning verður laugardag- inn 30. janúar og lokasýning sunnu- daginn 31. janúar. Sýningamar hefj- ast kl. 20 og er miðaverð kr. 600. ------------------- Hallgrímur Helgason les ljóð í Gerðj^^^ ^ Hallgrfmur ur Helgason, rit- Helgason höfundur og skáld, úr ljóðmælum sínum 1978-98. Aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.