Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 27 UMRÆÐAN Áhrif ríkisvalds á byggðaþróun Á UNDANFÖRNUM misserum hefur um- ræða um byggðamál verið nokkur og er ekki nema gott um það að segja. Þróun búferla- flutninga af lands- byggðinni hefur verið á þann veg á liðnum árum að enginn sem þau mál viðkoma getur horft fram hjá alvöru þess sem er að gerast. Stjómmálamenn eru farnir að viðurkenna að sá búferlaflutningur sem hefur verið af landsbyggð til höfuð- borgarsvæðisins er vandamál landsmanna allra, ekki einungis þeirra byggðarlaga sem sjá á eftir fólki til höfuðborgarsvæð- isins. Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu eru farin að ræða það opin- skátt að þessum fólksflutningum fylgi margháttaður kostnaður og ýmsir erfíðleikar. Ríkisstjórnin hef- ur lagt fram þingsályktunartillögu um aðgerðir í byggðamálum svo og nýlega tillögu um byggingu „menn- ingarhúsa“ úti um land sem líklega eru ætluð til að treysta byggð á landsbyggðinni (vafalaust til mót- vægis við tónlistarhúsið sem á að rísa í höfuðborginni). Hver eru áhrif hins opinbera? Það má minna á 1 þessu sam- bandi að áhrif ríkisvaldsins á byggðaþróun á undanförnum árum og áratugum hafa verið veruleg. Stjórnvöld og embættismenn hins opinbera hafa staðið þannig að Byggðastefna Mér finnst umræða um stöðu höfuðborgar- svæðisins og lands- byggðarinnar, segir Gunnlaugur Júlíusson, hafa minnkað á seinni árum. málum að opinber starfsemi af ýmsum toga hefur yfírleitt hvergi verið sett niður nema í höfuðborg- inni. Þannig má t.d. spyrja hvar þau 14.000 störf hafi lent, sem hafa orðið til hérlendis á síðustu 3-4 ár- um fyrir atbeina stjórnvalda að þeirra sögn. Af því má ráða að byggðaþróun hafi síður en svo ver- ið á forsendum íbúanna sjálfra, heldur hafi ríkisvaldið haft gríðar- leg áhrif þar á. Stjórnmálamenn og/eða embættismenn hins opin- bera hafa þannig lagt grunn að bú- setuþróun í landinu með ákvörðun- um sínum. Það má minna á í þessu sambandi hvað umræðan er oft af- stæð. Á árunum upp úr 1991 var mikið rætt um byggingu stóriðju. Þá var Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra, sem kosinn var á þing fyrir krata í Reykjaneskjördæmi. Þá snerist umræðan um að færa rök að því að hvergi væri hægt að reisa stóriðju nema á Suðurnesjum, fyrst og fremst út frá hagkvæmnis- sjónarmiðum. Svo merkilegt sem það er þá minnist ekki nokkur maður á það í dag að eitthvað sé því til fyrirstöðu út frá efnahags- eða rekstrarlegum forsendum að byggja stóriðju á Austurlandi. Það er meir að segja talið frekar óhag- kvæmt að leiða rafmagnið alla leið frá Austurlandi til Suðurnesja. Staða höfuðborgar og Iandsbyggðar í byggðatengdri umræðu liðinna vikna hefur það borið til að þing- menn Reykvíkinga hafa hafið máls á því að skilgreina þurfi hlutverk höfuð- þorgarinnar. „Á Reykjavík ekki að vera höfuðborg?“ er spurt. Því er síðan haldið fram af 15. þingmanni Reykjavíkur að hagur Reykjavíkur ráði úr- slitum um framgang þjóðarinnar og sam- keppnisstöðu hennar gagnvart útlöndum, annað skipti þar ekki máli. Kannske er þetta fyrirboði um þann tón sem sleginn verður þegar þingmenn höfuð- borgarsvæðisins verða með meirihluta á Alþingi eftir boð- aðar kjördæmabreytingar. En hér hangir fleira á spýtunni að mínu mati. Ef þörf er á að skil- greina hlutverk höfuðborgarinnar, þá er ekki minni þörf á að skil- greina hlutverk og stöðu lands- byggðarinnar í samfélaginu. Þá skoðun mína byggi ég á þeim rök- um að það verður að vera ákveðið hlutfall í búsetu milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis til að geta nýtt auðlindir landsins til lands og sjávar til fullnustu. Þær verða ekki nýttar einvörðungu út frá höfuð- borgarsvæðinu. Eg tel ekki sér- staklega „athyglisvert eða skemmtilegt" að hafa byggð sem víðast meðfram ströndum lands- ins, heldur tel ég að það sé nauð- synlegt. Þetta mat grundvallast ekki á rómantík heldur á raunsæi. Byggðatengdar aðgerðir í þessu sambandi má nefna að ráðandi öfl í ekki ómerkari samtök- um en Evrópusambandinu hafa viðhaft gríðarlegar aðgerðir til styrktar byggð á þeim svæðum sambandsins sem eiga undir högg að sækja. Sama má segja um Nor- eg, sem liggur utan ES eins og kunnugt er. Það er hins vegar eins og svo oft áður að hérlendis vilja ýmsir gjarna verða kaþólskari en páfinn og afneita þeim stjórnvalds- aðgerðum sem eru taldar sjálfsagð: ar í löndunum í kringum okkur. I nútímasamfélagi, með þeim breyt- ingum sem hafa orðið í samgöngum og fjarskiptatækni, er það hrein bábilja að það sé eitthvert náttúru- lögmál að öll starfsemi sem snertir að einhverju leyti umsýslu fjár- mála, fjarskiptamál, menntun eða annað sem snertir opinberan eða hálfopinberan þjónustugeira þurfi að vera á höfuðborgarsvæðinu. Dæmin erlendis frá sýna fram á annað. Umræðan er að harðna Ástæða þess að ég hripa þetta niður er fyrst og fremst sú umræða um stöðu höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar sem mér finnst hafa orðið æ fyrirferðarmeiri á seinni árum. Það ber æ meir á því í málflutningi af höfuðborgarsvæðinu að menn vilja láta afl fjöldans ráða meir en áður í ýmsum málaflokkum. Hálendisumræðan sl. vetur var dæmi um slíkan málflutning þegar sá tónn var sleginn að sveitarfélög- um úti um land væri ekki treystandi stjórnskipulega fyrir hálendinu og fjöldinn á suðvesturhorninu ætti að ráða. Þegar síðan koma fram hjá mönnum í áhrifastöðum hreinir for- dómar í garð fólks á landsbyggð- inni, eins og dæmi er um í grein ný- bakaðs 15. þingmanns Reykvíkinga í Mbl. þann 7. jan sl., þá fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér afstöðu ráðandi manna til landsbyggðarinn- ar í framtíðinni, ef hún mótast eftir þessum nótum. Höfundur er sveitarstjóri d Unufurhöfn. Gunnlaugur Júlíusson Mikilvægi þekkingar öflunar og góðra launa í UPPHAFI árs sé ég ástæðu til að hvetja stjórn Ríkisspítala (RSP) til að huga að hvernig hlúa megi að starfsfólki spítalans og hvetja það til^ þekk- ingaröflunar. Á árs- fundi RSP 4. desember sl. kom fram í skýrslu stjórnarformanns, Guðmundar G. Þórar- inssonar, er hann fór yfir rekstur spítalans að sjúklingum hefði fjölgað um 11% á árinu og væru 48.600 talsins. Á sama tíma hefur kostnaður við hvern sjúkling lækkað um rúm 3% sem er býsna athyglisvert í ljósi þess að innlagðir sjúklingar eru mun veikari en áður þar sem sjúklingar eru útskrifaðir mun fyrr heim og enginn er lagður inn nema hjá því verði ekki komist. Nú þegar sjúklingum, veikari sjúklingum, fjölgar og rík áhersla hefur jafnframt verið lögð á að sinna aðstandendum, hefur stöðu- gildum við spítalann fækkað um rúm 4% á milli ára. Þegar þessum tölum er slegið saman eins og Guð- mundur gerði réttilega á ársfund- inum kom fram að sjúklingafjöldi á hvert stöðugildi hefur aukist um 15.9%. Fulltrúar Ríkisspítalanna stærðu sig af afkastagetu spítalans og frábærri framleiðni starfsfólks- ins við lækningu sjúkra. Hinsveg- ar gleymdist það í ræðum for- svarsmannanna að auðvitað á starfsfólk sem vinnur undir slíku álagi að hafa mjög góð laun og frá- bæra starfsaðstöðu svo það endist meira en örfá ár í starfi. Þar fyrir utan á starfsfólk sem er nánast á hlaupum allan daginn að sjálf- sögðu ekki að hafa lakari kjör en starfssystkini á öðrum ríkisstofn- unum eins og staðan er í dag. Annað sem gleymdist í umræð- unni og mikilsvert verður að telja er hlutur rannsókna þegar öll starfsorka fer í að sinna sjúkling- um og aðstandendum. Sú hugsun læðist að manni hvar landbúnaður- inn væri staddur ef búfræðingarn- ir væru í því að moka flór allan daginn. Ríkisspítalar eru háskóla- sjúkrahús sem ber ábyrgð á kennslu fagfólks í öllum heilbrigð- isgi-einum. Þær fagstéttir sem eru innan vébanda Bandalags háskóla- manna og starfa á RSP eru bóka- safnsfræðingar, eðlisfræðingar, fé- lagsráðgjafar, hagfræðingar, hjúki'unarfræðingar, iðjuþjálfar, listmeðferðarfræðingar, líffræð- ingar, ljósmæður, matvæla- og næiúng- arfræðingar, meina- tæknar, prestar, röntgentæknar, sál- fræðingar, tölvunar- fræðingar, viðskipta- fræðingar auk nokk- urra annarra sérfræð- inga þar sem einn til tveir eru í faginu. Aðr- ar háskólastéttir á spítölunum eru t.d. læknar, verkfræðingar og tæknifræðingar. Sú spuming vaknar, þegar starfsfólkið þarf að afkasta svo miklu í umönnun sjúkra og aðstandenda, hvort það bitni ekki á þekkingaröfluninni sem er for- senda þess að hægt sé að sinna há- skólakennslu sem er annað megin- hlutvei'k stofnunarinnar. í háskóla viðgengst það ekki að kennarar séu eins og gatslitnar grammófón- Kjaramál Þessi grein er hugsuð sem hvatning fremur en skammir vegna þess sem liðið er, segir Björk Vilhelmsdóttir í hvatningu til stjórnar Ríkisspítala. plötur en svo verður nema há- skólakennarar hafi tækifæri til að bæta við eigin þekkingu, bæði með lestri fi-æðirita og ástundum hverskyns þekkingaröflunar sem oftar en ekki er í formi rannsókna og úrvinnslu á þeim. I flestum heil- brigðisgreinum fer megnið af kennslunni fram í háskólum undir handleiðslu fastráðinna kennara. Hins vegar fer nær öll verk- kennsla og tenging fræða og fags Byrjendanámskeið í karate að hefjast. Upplýsingar í síma 551 4003 www.itn.is/thorshamar fram hjá sérfræðingum í hverju fagi inni á háskólasjúkrahúsunum. Ég hef sjálf reynslu af því á RSP að hafa ekki haft ráðrúm til að líta upp úr dagsins önn og eiga svo að fara að kenna og miðla þekkingu. Það vantaði ekki að ég hefði frá nógu mörgum málum að segja, en ég hafði ekki haft tíma til að vinna skipulega úr reynslunni, þannig að úr yrði nothæfur þekkingargrunn- ur. Ég veit að ég er ekki ein um þessa reynslu. Það væri fróðlegt fyiir stjórn- endur Ríkisspítalanna að einblína ekki um of á framleiðni spítalans þ.e. fjölda stöðugilda, kostnað og innlagnartíma hvers sjúklings heldur spyrja um gæði þjónust- unnar, bæði gagnvart sjúklingum, aðstandendum og nemendum. Ég veit að það er vilji til breyt- inga og því er þessi grein hugsuð sem hvatning fremur eiq skammir vegna þess sem liðið er. Á ársfundi RSP kom fram að bæta þyrfti starfsandann innan stofnunarinnar og gera rannsókn á kjörum starfs- manna samanborðið við kjör hjá öðrum ríkisstofnunum. Áður hafði komið fram í fjölmiðlum að breyta þyrfti starfsmannastefnunni. Ég vona að framkvæmdarstjórn spít- alans sjái ástæðu til góðs samstarf við stéttarfélög og heildarsamtök þeirra til að raunverulegar um- bætur nái fram að ganga. Málefni Ríkisspítalanna varða okkur öll, það eru hagsmunir okkar allra að hlúð sé að kjöi-um og starfsaðstöðu starfsfólksins svo Ríkisspítalar þjóni hlutverki sínu sem fi'amfara- afl í heilbrigðisvísindum þjóðarinn- ar. Höfundur er félagsráðgjafi og for- maður Bandalags háskólamanna. Björk Vilhelmsdóttir ÚTSALAN hófst í morgun kl. 9 Fjöldi tilboða SKÓUERSLUN KÚPAUOGS HAMRABORG 3 • SÍMI 5 54 1754

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.