Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 29 . STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MIKILVÆGI GRUNNRANN SÓKNA ÞAÐ ER mikill heiður fyrir ísland og íslenskt vís- indasamfélag að dr. Karl Tryggvason, prófessor í læknisfræðilegri efnafræði við Karólínska sjúkrahús- ið í Stokkhólmi, er í forystu fyrir norrænum hópi um eitt hundrað vísindamanna sem hlaut á mánudaginn styrk sem nemur rúmum milljarði íslenskra króna til rannsókna á sykursýki og fylgikvillum hennar. Þetta er einn stærsti rannsóknarstyrkur sem veittur hefur verið til læknisfræðilegra rannsókna í heiminum en hann er til tíu ára. Það er Novo Nordisk-sjóðurinn sem veitir styrkinn en hann hefur um árabil styi’kt vísindarannsóknir og -stofnanir. Sextíu norrænir rannsóknarhópar sóttu um styrkinn en á endanum valdi hópur breskra og bandarískra sérfræðinga hóp- inn, sem Karl Tryggvason veitir forystu, úr hópi fímm umsækjenda. í samtali við Morgunblaðið sagði Jan Lindsten, prófessor við Karólínska sjúkrahúsið og stjórnarmað- ur í Novo Nordisk-sjóðnum, að allir vísindamennirnir í hópi Karls væru í fremstu röð. „Það hafði vissulega sitt að segja að í fyrra birti Karl Tryggvason grein, þar sem hann greinir genið er veldur nýrnaskaða í sykursýkissjúklingum. Við vonum að í samstarfi svo góðra vísindamanna takist þeim að áorka í samein- ingu enn meiru en þeir gætu ella.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Novo Nordisk-sjóðurinn veitir svo háan styrk til eins rannsóknarhóps og sagði Ulrik V. Lassen, framkvæmdastjóri hans, að sú ákvörðun byggðist á þeim skilningi að rannsóknir væru undirstaða nútíma samfélags. Með stuðningi til tíu ára vildi sjóðurinn einnig sýna skilning á að það tæki langan tíma að komast að mikilvægum niður- stöðum. Þessi tilhögun ber vott um mikla framsýni hjá stjórn sjóðsins og ekki síður innsýn í það á hverju vísindalegar framfarir byggjast umfram flest annað, það er að segja miklum tíma og peningum. Ennfrem- ur er það lofsvert að sjóðurinn, sem er eignarhaldsað- ili í Novo Nordisk-lyfjafyrirtækinu, áskilur sér engan rétt umfram aðra til að nýta niðurstöðurnar. „Ef upp- götvanir hópsins verða arðvænlegar,“ sagði Vagn Andersen, stjórnarformaður Novo Nordisk-sjóðsins, „getur Novo Nordisk sótt um að nýta þær á sömu for- sendum og önnur fyrirtæki. Styrknum fylgja engin skilyrði um fjárhagslega nýtingu.“ Allt eru þetta hlutir sem ættu að verða öðrum til eftirbreytni og hér heima ættum við ekki síst að hafa í huga þá áherslu sem Karl Tryggvason leggur á mikil- vægi grunnrannsókna í viðtali við Morgunblaðið í gær en þar segir hann: „Við erum ekki aðeins að prófa eina tilgátu, sem síðan gæti sýnt sig eftir ár að vera röng, heldur stefnum við á breiðar grunnrannsóknir, því það er aðeins í grunnrannsóknum, sem uppgötv- anir eru gerðar.“ Hér á landi hefur ekki verið fullur skilningur á mikilvægi grunnrannsókna sem forsendu blómlegs menningar- og atvinnulífs, að minnsta kosti hefur sá skilningur ekki komið nægilega vel fram í því fjármagni sem í þær er varið. A allra síðustu árum hefur þó orðið nokkur breyting þar á en samt eigum við nokkuð í land með að standa jafnfætis nágranna- þjóðum okkar í þessum efnum. Þetta er kannski ekki síst bagalegt í ljósi þess að á undanförnum árum og áratugum höfum við ítrekað fengið staðfestingu á því að íslenskir vísindamenn standa í fremstu röð á alþjóðlegan mælikvarða. Ætti það ekki aðeins að verða íslensku vísinda- og fræða- samfélagi uppörvun og áskorun, heldur og ríki og fyr- irtækjum hvatning til að leggja þeim meira lið. Hér þyrftu menn að hugleiða þau orð sem Karl Tryggva- son beindi til íslendinga hér í blaðinu í gær að sá styrkur sem hann tók við á mánudaginn væri bara eitt dæmi um að það þyrfti „mikla peninga til að gera stóra hluti í rannsóknum". Rætt um nýjar hugmyndir við undirbúning fyrir næstu kjarasamninga á kjaraþingi VR Mikill áhugi á gerð vinnustaðasamninga Morgunblaðið/Golli RAGNHEIÐUR Jóhannesdóttir, fulltrúi starfsmanna í 10-11 búðunum, Magnús L. Sveinsson, formaður VR, og Eiríkur Sigurðsson, eigandi 10-11 verslananna, undirrita einn af fyrstu fyrirtækjasamningunum sem gerðir voru á fyrstu mánuðum ársins 1997. Tómas Ingi Olrich, formaður utanríkismálanefndar Alþingis Þátttaka í evrópskri stefnu- mótun er Islandi mikilvæg ísland tekur í vor við formennsku í Evrópu- ráðinu, sem er samstarfsvettvangur 40 Evr- ópuþjóða. Auðunn Arnórsson fékk Tómas Inga Olrich, sem tekið hefur virkan þátt í stefnumótunarstarfí innan Evrópuráðsþings- ins, til að lýsa því í hverju mikilvægi ís- lenzkrar þátttöku í slíku starfí fælist. Morgunblaðið/Golli „VIÐ þurfum að finna nýjar Ieiðir til að nýta orkuna og tengja hana saman við þekkingu á sviði heilbrigðisþjónustu," segir Tómas Ingi Olrich, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. V erzlunarmannafélag Reykjavíkur vinnur að margvíslegum undirbún- ingi fyrir gerð næstu kjarasamninga. Síðasta laugardag sóttu um 100 trúnaðarmenn og full- trúar verslunarmannafé- laga og -deilda kjaraþing sem félagið efndi til en það er liður í undirbún- ingi fyrir kröfugerð verslunarmanna fyrir næstu samninga. Omar Friðriksson kynnti sér þær hugmyndir sem fram komu á þinginu. VIÐ höfum verið í viðræðum við Hagfræðistofnun Há- skóla íslands um að gera samanburð á arðsemi vinnuafls og fjármagns innan at- vinnugreina á Islandi og í Danmörk og Bandaríkjunum. Sambærileg könnun var gerð í nóvember 1997 og við hugsum okkur að endurtaka hana til að sjá hvort einhver breyting hefur orðið á,“ segir Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur um þá undirbúnings- vinnu sem hafín er fyrir nokkru fyrir næstu kjarasamninga félagsins. „Við erum einnig að ræða við Hag- fræðistofnun um að vinna að nokk- urskonar kjaravísitölu fyrir okkur sem mun sýna laun og launabreyt- ingar félagsmanna eftir starfsgi'ein- um. Með því móti gætum við fylgst betur með framvindu launa og notað þessar upplýsingar í kjarabarátt- unni. Það er þó rétt að taka fram að ekki verður hægt að lesa nöfn ein- staklinga út úr slíkri kjaravísitölu. Við ætlum einnig að semja við Hag- fræðistofnun um að gerður verði samanburður á launum verslunar- fólks hér á landi við laun verslunar- fólks í Danmörku. Samskonar sam- anburðarkönnun var gerð á árinu 1996 og viljum við sjá hvort kjara- samningarnir sem gerðir voru 1997 hafa breytt þeim launamun sem þá kom í ljós. Þá erum við einnig að semja við Félagsvísindastofnun Há- skólans um að gera launakönnun meðal félagsmanna okkar með sama hætti og gert var fyrir síðustu samn- inga árið 1996,“ segir hann. Starf stéttarfélaga færist út á vinnustaðina Magnús segir að kjaraþingið sem VR efndi til um helgina hafi tekist mjög vel. Þar fóru verslunarmenn yfir ýmsa grundvallarþætti varðandi gerð næstu kjarasamninga og þær breytingar sem verða á vinnumarkaðinum í næstu framtíð. „Það er alveg ljóst að það eiga sér stað mjög miklar breytingar á vinnu- markaðinum, störf eru að breytast og við þurfum því að fylgjast mjög vel með. Þetta snýr um leið að starfsemi stéttarfélaganna. Við þurfum að átta okkur á hvaða hlutverki stéttarfélög- in gegna í þessu breytta umhverfi," segir hann. „Fræðslumálin eru að verða stöðugt þýðingarmeiri vegna þess að fólk þarf að vera í stöðugri endur- menntun. Við þurfum að átta okkur á því hvernig við getum best stutt við bakið á okkar fólki til þess að það sé stöðugt sem best búið til að mæta breytingum á vinnumarkaðinum,“ segir Magnús ennfremur. Hann segir að komið hafi greini- lega fram á kjaraþinginu að vinnu- staðasamningar væru taldir mjög áhugaverðir. Magnús segir gi-einilegt að verslunarmenn séu mjög áhuga- samir um gerð vinnustaðasamninga og reynslan hafí leitt í Ijós að þeim fylgdu mun fleiri kostir en gallar. „Þarna er verið að færa samnings- formið miklu nær starfsfólkinu á vinnustöðunum og starfsmennirnir komast í meiri snertingu við gerð kjarasamninga en áður var. Það er líka ljóst að starfsemi stéttarfélag- anna mun örugglega færast miklu meira út á hina almennu vinnustaði en áður,“ segir Magnús. Markaðslaun í stað kauptaxta Gunnar Páll Pálsson, forstöðumað- ur hagdeildar VR, fjallaði um breyt- ingar á vinnumarkaði og kjarasamm inga framtíðarinnar á kjaraþinginu. I erindinu ræddi Gunnar Páll m.a. um leiðir til að þróa áfram svonefndan fyrii-tækjaþátt kjarasamninga og að tekin verði upp svonefnd markaðs- laun í stað kauptaxtakerfsins að danskri fyrirmynd, sem felst í því að launaliður kjarasamnings er nánast felldur út úr kjarasamningnum. Að hans sögn hafa æ fleiri hópar danskra verslunarmanna gert slíka samninga, þá fyrstu í iðnaði 1995 og í verslun og þjónustu 1997. „Þar er í raun og veru engin launatafla til staðar og engin ákvæði um hækkun launa en í staðinn er klá- súla í samningnum um að starfs- menn skuli árlega eiga viðræður um laun og að launin skuli taka mið af markaðslaun- um samkvæmt launa- könnunum. Reynslan hér á landi sýnir að launatöfl- urnar úreldast fljótt," segir Gunnar Páll í sam- tali við Morgunblaðið. Hann segir að kauptaxtana hjá VR hafi í raun verið að daga uppi og því gætu reglulegar launakannanir verið raunhæfur kostur sem viðmið í stað taxtanna. „í síðustu launakönn- un hjá okkur kom í ljós að tæp 4% tóku alfarið laun samkvæmt taxta og 10% til viðbótar höfðu taxta til við- miðunar. Það er því ljóst að í það minnsta 86% telja sig ekki hafa neitt viðmið við launataxta,“ segir hann. Gunnar fjallað einnig um aukna áherslu á möguleika starfsmanna til menntunar og oriofs og styttingu vinnutíma. „Menntun og færni í starfi ráða í raun og veru kaupi og kjörum meira heldur en barátta verkalýðs- hreyfingarinnar. Við teljum að gerð sé krafa til okkar um að sinna þessum þætti meira,“ segir hann. Á þinginu vöktu athygli nýjar hug- myndir sem Gunnar setti fram um að verslunarmenn seldu hluta af veik- indarétti sínum gegn auknu orlofi eða greiðslum m.a. í fræðslusjóð. Ekki yrði þó dregið úr veikindarétti félags- manna heldur kæmi Sjúkrasjóður VR í auknum mæli til móts við félags- menn. Tillaga Gunnars Páls er tví- þætt. Að hans sögn mætti annars vegar semja um að stytta veikinda- réttinn. „Við erum núna með allt að 6 mán- aða veikindarétt í kjarasamningum en hann mætti stytta jafnvel niður í þrjá til fjóra mánuði. Félagsmenn okkai’ myndu ekki líða fyrir það held- ur yi-ði þeim bætt það upp með greiðslum úr sjúkrasjóði, en það hef- ur verið góð afkoma af honum. Þetta myndi væntanlega létta af atvinnu- rekendum og þá er spurningin sú hvort við ættum að auka aðrar trygg- ingar eða fjölga orlofsdögum eða semja um blöndu af þessu. Hins veg- ar værum við svo hugsanlega til við- tals um að taka framan af veikinda- réttinum í fyrirtækjasamningum," segir Gunnar. Hann bendir á máli sínu til stuðn- ings það virtist færast í vöxt að fyrir- tæki kæmu sér undan því að greiða fyrir minni háttar veikindafjarvistir á fyrstu dögum veikinda. Reynslan sýndi t.d. að ungt fólk á stórum vinnustöðum færi ekki eftir þeim reglums sem teknar hefðu verið upp um tilkynningu veikinda til trúnaðar- lækna og atvinnurekendur felldu greiðslur því niður. Bendir hann á að víða erlendis tíðkist að greiða ekki fyrir fyrstu einn eða tvo veik- indadaga starfsfólks. Kveðst Gunnar hafa sett fram þá hugmynd á þing- inu að fella niður greiðslur fyrir fyrsta dag veikinda en í staðinn fengi stai'fsmaðurinn fjóra sumarleyfis- daga til viðbótar orlofi sínu. 1% eftirgjöf af kaupkröfum gæti þýtt 236 þús. í fræðslusjóð Guðmundur B. Ólafsson, lögfræð- ingur VR, fjallaði á þinginu um þá spumingu hvort rétt væri að leggja áherslu á menntamál í næstu kjara- samningum og hvernig verslunar- menn ættu að bregðast við þeim breytingum sem eru að eiga sér stað á vinnumarkaði hér á landi og erlend- is. „Mitt svar er að við eigum að ein- beita okkur að menntamálum, það er að segja að því að skapa okkur for- sendur fyrir því að gera fólk hæfara í starfi. Okkar hlutverk er að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft," segir hann. Guðmundur bendir á að ef verslunar- menn gæfu eftir 1% launahækkun í kaupkröfum sínum í næstu samning- um, og sú fjárhæð rynni þess í stað inn í sérstakan endurmenntunarsjóð, gæti það þýtt um 230 millj. kr. árleg- ar tekjur í sjóðinn. „Gildi þess fyrir félagsmenn í VR yrði mikið ef menn ættu aðgang að slíkum fjármunum til endurmenntunar sem leiðir til þess að þeir komast í betri og hærra laun- uð störf,“ segir hann. Kostir vinnustaðasamninga fleiri en gallarnir Einar Hermannsson, fyn'verandi trúnaðarmaður hjá Flugfélagi Is- lands, fjallaði um reynsluna af fyrir- tækjasamningum hjá FI. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að slíkum samningum fylgdu bæði kostir og gallar en kostirnir væru þó mun fleiri. „Helsti ókosturinn er nálægð undirmanns og yfirmanns, sérstak- lega í litlum og meðalstórum fyrir- tækjum þar sem starfsfólkið vinnur náið með yfirmönnum sínum,“ segir hann. Einar segir það einnig ókost að slíkir samningar gætu komið niður á samheldni innan fyrirtækisins. Ef samið væri um einhverja meðalhækk- un fyrir hópinn á vinnustaðnum sem samanstendur af starfsmönnum með mismunandi hátt prósentuálag á laun sín væri hugsanlegt að einhverjir þeirra næðu ekki sínu fram og yrðu óánægðir. Það gæti orðið til þess að splundra hópnum og ylli erfiðleikum við að fá fyrirtækjasamn- inginn samþykktan. „Helstu kostirnir eru þeir að í íyrirtækjasamn- ingum er samið um atriði sem skipta máli á vinnu- staðnum. Hægt er að vinna að breytingum og hagræðingu með stjórnendum fyrirtækisins, til dæmis um orlof, breytingar á vöktum og fleira,“ segir hann. „Kostirnir eru miklu fleiri en ókostirnir," bætti hann við og kvaðst telja víst að haldið yrði áfram gerð vinnustaðasainninga í framtíðinni, bæði starfsfólki og fyrir- tækjum til hagsbóta. Að sögn Einars urðu miklar umræður á þinginu um fyrirtækjasamninga. Þar kom m.a. fram að stærri verslunarkeðjur sýndu slíkum samningum lítinn áhuga. ISLAND gegnir nú varafor- mennsku í Evrópuráðinu, sem 40 Evrópuþjóðir eiga aðild að, og tekur við formennskuhlut- verkinu í vor til hálfs árs. Það er í fyrsta sinn sem ísland axlar þetta ábyrgðarhlutverk, en það gerist einmitt þegar samtökin fagna hálfrar aldar afmæli. Tómas Ingi Olrich, formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis, hefur tek- ið virkan þátt í því þingmannasam- starfi sem fram fer á vegum Evrópu- ráðsins, m.a. setið í vísinda- og tækninefnd Evrópuráðsþingsins. Morgunblaðið fékk Tómas til að út- skýra í hverju mikilvægi þátttöku ís- lendinga í starfi Evrópuráðsþingsins fælist og lýsa þeim hugmyndum sem væru uppi í því sambandi, og hvernig þessar hugmyndir tengdust íslenzk- um hagsmunamálum almennt. „Við eigum ekki aðild að Evrópu- þinginu, sem er mikill vettvangur fyr- ir stjómmálaumræðu - þar mótast hugmyndir manna um mörg stjóm- málaleg viðfangsefni," segir Tómas. Á Evrópuráðsþinginu hittist hins vegar fulltrúar 40 Evrópuþjóða, þar á meðal íslendinga, fjórum sinnum á ári og ræði flestalla málaflokka, þar á meðal tækni- og vísindamál. Flókið ferli alþjóðlegrar stefnumótunar „Við komum þarna að ýmsum mál- um sem hafa mikla þýðingu fyrir Is- land og getum haft áhrif á skoðanir fólks og jafnvel mótað stefnu í ýms- um þáttum." Stefnumótun á alþjóð- legum vettvangi segir Tómas fara fram með nokkuð flóknum hætti; það séu oft gerðar viðamiklar skýrslur og á þeim byggðar stefnumótandi tillög- ur sem myndi svo ramma að hug- myndafræði. „Svona hugmyndir mótast mikið til á Evrópuþinginu en það gerist að sjálfsögðu líka á Evrópuráðsþinginu. Hugmyndirnar verða til á ýmsum vettvangi og saman myndar þetta eins konar farveg," segir Tómas. Þau mál sem okkur snerta sérstak- lega á þessum vettvangi eru að sögn Tómasar ekki sízt sjávarútvegsmál og orkumál. „Sjávarútvegsmálin eru alla jafna tU umræðu í fiskveiðinefnd þingsins, sem er undimefnd landbún- aðarnefndarinnar. En þau koma til vísindanefndarinnar vegna þess að hún fjallar um tækni og vísindi og fískveiðistjórnun er háð hafrannsókn- um og hagfræði sem fræðigrein," seg- ir Tómas. „Flest fiskveiðimál koma því til kasta vísinda- og taekninefndarinn- ar,“ segir Tómas. „í því sambandi ber einna hæst mál sem ég tók þátt í að móta hugmyndir um, þ.e. um sjálf- bæra nýtingu auðlinda sjávarins. Eg fékk settan upp sérfræðingahóp hér heima á íslandi með mjög góðum mönnum - það voru Jóhann Sigur- jónsson sem þá starfaði hjá utanrík- isráðuneytinu, Arnór Halldórsson hjá sjávarútvegsráðuneytinu, Ki’ist- ján Þórðarson hjá LÍÚ og Ragnar Árnason hagfræðingur við Háskóla íslands. Þessir menn veittu mér að- stoð við að skrifa álitsgerð um nýtingu auðlinda hafs- ins. Þessi álitsgerð varð álitsgerð vísinda- og tækninefndarinnar og henni fylgdu tillögur sem gengu í raun og veru þvert á hugmyndir sem höfðu verið settar fram af fisk- veiðinefndinni. Um þetta var sem sagt tekizt á og niðurstaðan varð sú að meginþorri okkar tillagna var samþykktur,“ segir Tómas. Á skal að ósi stemma En hvaða þýðingu fyrir ísland hef- ur þátttaka af þessu tagi í evrópskri stefnumótun? Tómas segir Islendinga hreinlega ekki hafa efni á þvi að leiða þetta samstarf hjá sér. „Ef okkur býðst tækifæri til að halda um penn- ann eða móta hugmyndimar, eigum við tvímælalaust að gera það. Og ef okkur býðst ekki tækifæri eigum við að búa það til,“ segir hann. Þessi mál hafi mun meira vægi en almennt sé álitið. Uppi séu ýmiss konar hug- myndir varðandi nýtingu orkulinda, sem geti í framtíðinni orðið okkur ís- lendingum til mikils efnahagslegs tjóns, ef við látum ekki að okkur kveða. „Það er ekki ráðlegt að bíða þar til slíkar hugmyndir hafa eitrað út frá sér. Á skal að ósi stemma, eins og sagt er,“ segir Tómas. Á það beri til dæmis að líta, að hluti þeirra sem sækja fram undir merkj- um umhverfisvemdar hafi gjarnan hom í síðu umfangsmikilla, tækni- væddra fiskveiðiflota. íslenzkir út- gerðarmenn og sjómenn em með mikilvirkustu og afkastamestu fiski- mönnum heimsins. Þjóðin eigi því mikið undir því að undan starfi þeirra verði ekki grafið. Stefnumótun í orkumálum Vísinda- og tækninefnd Evi'ópu- ráðsþingsins hefur falið Tómasi að ski'ifa stefnumótandi skýi’slu þar sem á að fjalla um framtíðarstefnu Evr- ópuríkjanna í orkumálum, og athygl- inni skal beint sérstaklega að tengsl- um orku- og umhverfismála. Þessi skýrsla verður liður í heildarstefnu- mörkun sem fer fram bæði á vegum Evrópuráðsþingsins og Evrópuþings- ins. „Það er samstarf milli vísinda- nefnda Evrópuráðs- og Evrópuþings- ins,“ segir Tómas. „Þessi stefnumótun getur haft talsverða þýðingu íjtíi' okkur íslendinga vegna þess að það eru allnáin tengsl milli orku- og um- hverfismálanna. Við þurf- um meðal annars að skapa skilning fýrir því að gerð- ur sé greinarmunur á orku eftir því hvort hún telst umhverfisvæn eða ekki. Evi'ópa nýtir mikið kol, olíu og gas til að framleiða rafmagn. Þessi brennsla á jarðefnum veldur mikilli mengun og er sérstakt vandamál í sambandi við gróðurhúsaáhrifin svokölluðu. Það er ljóst að Evrópurík- in verða að grípa til ráðstafana til að draga úr mengun af þessum völdum, m.a. ef ná á markmiðum Kyoto-bók- unarinnar. Þau markmið hafa enn ekki haft nein umtalsverð áhrif á markaðsverð jarðefnaeldsneytis til orkuvinnslu. Þau áhrif munu hins vegar koma fram í náinni framtíð. Það skiptir því miklu máli fyrir okkur Islendinga hvernig umhverfismál verða tengd verðlagsmálum á orku- markaði,“ segir Tómas. íslendingar þurfa að vinna að því að fá viðurkennda skilgreiningu á endurnýjanlegum og „hreinum“ orku- lindum, þ.e.a.s. orkulindum sem ekki hafa í för með sér mengun við nýt- ingu. „Þessar orkulindir þurfa að fá sérstakan sess í orkustefnu framtíð- arinnar. Auk þess þurfum við að gæta varfærni á þessu sviði, því hagsmunir fiskveiðiflotans eru miklir. Það er ekki hægt að sjá fram á að flotinn geti breytt um eldsneyti í nánustu fram- tíð, þótt athygliverðar tilraunir séu nú gerðar á ýmsum sviðum," segir Tómas. Okkar eigin orkulindir, sem eru ekki nema að litlu leyti nýttar, geta að sögn Tómasar ekki enn leyst vanda bíla- eða skipaflotans. Við sé- um háðir þeim tækniframfijrum sem verið sé að vinna að í þessum efnum hjá öðrum þjóðum. „Við þui'fum að endurskoða vendi- lega allar okkar áætlanir um orku- vinnslu," segir Tómas. Orkuvinnslu- möguleikarnir séu tvímælalaust mikl- ir. Það sé hins vegar ekki einsýnt hvernig við eigum að nýta þessa möguleika, né hve langt við eigum að ganga. „Áfoim Landsvirkjunar eiga sér langan aðdraganda, jafnvel lengri en svo að þá hafi umhverfissjónar- miða verið farið að gæta að ráði,“ segir hann. „Það er óhjákvæmilegt að taka þessi áform til gagngerrar endurskoðunar. Eg hugsa að sú endurskoðun muni breyta áformum t.d. um meiri háttar vatnaflutn- inga.“ Við þessa endurskoðun íslenzkrar orkustefnu sé þó ekki rétt að stefna hagsmunum ferðaþjónustunnar gegn virkjunarkostum, þ.e. efnahagslegum hagsmunum eins aðila gegn öðrum. „í raun hef ég miklar efasemdir um að hálendið geti orðið uppspretta mikilla tekna í ferðaþjónustu. Há- lendið er mjög viðkvæmt fyrir rösk- un, hvort sem hún er af völdum ferðaþjónustu eða virkjana," segir Tómas. Of mikii áherzla á þungaiðnað „Það þarf líka að velta því fyrir sér í sambandi við nýtingu orkunnar hvort við einblínum ekki um of á vinnslu málma til þungaiðnaðar," segir Tómas. „Það hefur orðið til mikils tjóns að heilir landshlutar hafa beðið nánast í aðgerðaleysi eftir að þeim yrði færð stóriðja,“ segir hann. Vert sé að við veltum því fyrir okkur hvort við getum ekki nýtt ork- una öðru vísi og beint orkunýting- unni meira „að manninum en málm- inum“. í þessu sambandi vekur Tómas sérstaka athygli á möguleikanum á því að tengja saman orkunýtingu og þekkingu Islendinga á sviði heil- brigðismála. Hér væri hægt að ýta undir heilsurækt og heilbrigðisþjón- ustu með því að tengja hana nýtingu heita vatnsins og þróaðri baðmenn- ingu. „Við höfum mikla þekkingu á þessu sviði. Heilbrigðisþjónustan hér er mjög sterk, hér er mikið langlífi, það eru allar vísbendingar um að hér séu góðar aðstæður til að þróa hágæða heilsurækt." Þekkingin sé mikil, að- ferðimar góðar. Hér sé hollt fæði, gott loft og gott vatn. „Ef það tækist að búa hér til ákveðna baðmenningu sem væri í nánum tengslum við heilsugæzluna og þekkingu á sviði læknisfræði og heilbrigðisþjónustu þá gætum við líka selt þekkingu," segir Tómas. Ef farið verði út á þessa braut þurfi mikla fjárfestingu, en markaðurinn sé stór. Þjóðir sem hafi miklu minna af náttúrulegum auðæfum af þessu tagi reki mikla og arðbæra baðmenningu, Þjóðverjar til dæmis. Hér séu hinar náttúrulegu aðstæður fyrir hendi, og rík þekking á sviði heilugæzlu og læknisfræði. „Af hverju tengjum við þetta ekki betur saman og höslum okkur völl á þessu sviði. Ég tel að til- raunin með Bláa lónið sé mjög athygl- isverð frá þessum sjónarhóli," segir Tómas. Ein forsendan fyiir því að fara inn á þessa braut væri hins vegar, að mati Tómasar, að heilbrigðisstéttir íslands breyttu um viðhorf til við- skipta. „Þessar stéttir eru mótaðar af líknarviðhorfinu, sem er mjög svo virðingarvert, en þessi líknarviðhorf þurfa ekki að hindra að þekking á þessu sviði gæti orðið söluvara og jafnvel eins konar útflutningsvara, í þeim skilningi að við kölluðum útlend- inga hingað til að kaupa þessa þjón- ustu hér,“ segir hann. Þessi sjónarmið geti þvert á móti farið vel saman. Ef séð yrði fram á að við gætum selt okkar heilbrigðis- þjónustu í þessu sérstaka umhverfi sem hægt er að búa gestum á Is- landi, þá gætum við jafnframt fjár- fest meira í heilbrigðiskerfinu, sem allir vissu að við yrðum að fjárfesta meira í. Hagsmunamál fyrir landsbyggðina Ef skapa eigi hámenntuðum heil- brigðisstéttum viðundandi starfsað- stöðu á landsbyggðinni, þá verði að skapa þar vettvang fýrir rannsóknii'. Tómas segist sjá fyrir sér að lögin um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði geti skapað aðstæð- ur t.d. við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri sem væru sambærilegar við þær sem stóru sjúkra- húsin í Reykjavík bjóða upp á. „Við þurfum að finna nýjar leiðir til að nýta orkuna og tengja saman nýtingu hennar og þekkinguna," seg- ir Tómas. Það sé því mikið hags- munamál fyrir alla Islendinga, ekki sízt þá sem búi á landsbyggðinni, að efla til muna umsvif á sviði mennta, vísinda, þekkingar- og upplýsinga- miðlunar. „Stöðu okkar í heiminum eigum við að skoða út frá þessum möguleikum." 86% miða ekki laun sín við kauptaxta Vinna að gerð kjaravísitölu fyrir VR Höfum ekki efni á að taka ekki mótandi þátt í alþjóða- samstarfi Heilir lands- hlutar hafa beðið nánast í aðgerðaleysi eftir stóriðju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.