Morgunblaðið - 27.01.1999, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ASGRIMUR
GUÐMUNDUR
BJÖRNSSON
+ Ásgrímur Guð-
mundur Björns-
son vélstjóri fæddist
á Siglufirði 22. febr-
úar 1927. Hann lést á
Sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar 14. janúar
síðastliðinn og fór út-
för hans fram frá
Siglufjarðarkirkju
23. janúar.
Nú hefur dauðinn
hrifið þá Eiríks-
sínuguttana Svenna og
Asa til sín með um
þriggja vikna millibili.
Þegar mér barst sú fregn til
Skotlands þar sem ég dvaldi um jól,
að Svenni Björns hefði dottið niður
eftir kóksopa á bensínstöðinni hjá
Óla Matta, þá þótti mér leitt að geta
ekki kvatt minn góða vin og spaug-
ara. Ég nota því tækifærið nú til að
kveðja þá báða.
Sólríkustu sumrin eru á Siglufirði.
I minningunni blasir við mér Jóns-
túnið baðað sólskini ofan við húsið á
Suðurgötu 26. Úr þessu túni hafði
hann afi minn selt og leigt lóðir. Ein
þeirra var undir húsið á Hverfisgötu
29 sem Björn Sigurðsson og Eirík-
sína Ásgrímsdóttir byggðu í sambýli
við Svein og Hansínu. Þama fæddist
líka sonur Asa, Sigurður, sem varð
leikfélagi minn og besti vinur. Af
hverju Siggi átti enga mömmu skipti
ekki máli þvi stundum fannst mér
hann eiga þær tvær og stundum
þrjár þegar við fórum að fara lengri
leiðangra að heimsækja Ása og
Guggu þar sem þau
bjuggu við Lindargöt-
una.
Þegar Eiríksína lést
um 1960 tók Hansína
við uppeldi Sigga. Mér
leikur grunur á að ekki
hafi verið höfð mörg
orð um þá ráðstöfun.
Siggi og Bjöm afi hans
bjuggu á efri hæð húss-
ins og var sú hæð öll
leiksvæði okkar strák-
anna. Margoft náði
móðir mín í mig renn-
blautan eftir bátaleiki í
baðinu og aldrei man
ég eftir því að rómurinn hafi verið
hækkaður þrátt fyrir óhemju ærsl
fjörugra stráka.
Hugur Sigga stóð snemma til sjó-
mennsku enda afi hans skipstjóri og
faðir hans vélstjóri. Ein af fyrstu
minningum mínum tengd sjó og
skipum er einmitt heimsókn um
borð í mb. Sigurð SI sem Ásgrímur
Sigurðsson bróðir Björns átti og Ási
var vélstjóri á.
Sveinn var mikill vinur tengdafor-
eldra minna, Jónasar Bjömssonar og
Hrefnu Hermannsdóttur, og á árshá-
tíðum Skagfirðingafélagsins á Siglu-
firði átti maður þess kost að rifja upp
gamlar minningar af Hverfisgötunni
með Sveini og Hansínu. Og þá var
ekki amalegt að heyra hann syngja
Danny Boy með þvílíkum tilþrifum á
kariaklósettinu á Hótel Höfn að oft
vora fleiri þar inni en í salnum.
Svenna kynntist ég svo upp á nýtt
þegar báðir höfðu gert eitthvað í
sínum brennivínsmálum eins og það
heitir á fagmálinu. Þar stóð hann
fremstur meðal jafningja og miðlaði
visku og reynslu með þeim húmor
sem var honum eðlislægur.
Við Ási vorum samskipa á skut-
togaranum Dagnýju SI 70 á áranum
1971-73. Það var gaman að endur-
nýja kynnin við þennan hægláta,
blíðlynda og vandaða mann. Á sjón-
um reynir stöðugt á samskipti
manna. Á Döggunni vora saman-
komnir 14 mjög svo ólíkir menn á af-
ar takmörkuðu rými sem þurftu að
deila saman súru og sætu og því var
oft vandlifað. En okkur tókst að lifa
saman án stórkostlegra átaka. Og
þar fór Ási fremstur með sinni fram-
komu. Aidrei lá honum illt orð til
annarra. Hann hafði svo góða nær-
vera að maður sóttist eftir því að
sitja með honum við spjall eða spil
eða bara til að þegja.
I þremur siglingum til Cuxhaven
og Grimsby var gott að eiga hann að
hvort sem maður var edrú eða fullur.
Með Ása fóra hlutimir aldrei úr
böndunum. Á stíminu á milli gafst oft
góður tími til að rabba um lífið og til-
verana og Ási var sérstaklega fróður
um margt sem sneri að sjómennsku
iyrri tíma og Héðinsfjörðinn þaðan
sem þeir bræður áttu rætur að rekja.
Alltaf fékk ég sama glaðlega bros-
ið þegar við hittumst eftir að ég
hafði hætt á sjónum og flutt úr bæn-
um. Það var eins og við hefðum ekki
skilið nema í svona eina 12 tíma vakt
og væram að heilsast í borðsalnum á
Döggunni. Sama var með Svenna,
við byrjuðum alltaf samtalið þar
sem því hafði lokið síðast.
Ég kveð nú strákana hennar Ei-
ríksínu og Björns með söknuði en á
ekki von á öðra en að það verði fagn-
aðarfundir þegar þeir hittast að
nýju hinum megin. Ég sendi Guggu,
Hansínu, Sigga, Frigga, Bjössa,
Eyju og Stebba kveðjur í sorginni.
Gunnar Trausti.
+ Erling Adolf
Ágústsson fædd-
ist í Vestmannaeyj-
um hinn 9. ágúst
1930. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur hinn 8. janúar
síðastliðinn og fór út-
för hans fram frá
Fossvogskirkju 15.
janúar.
Að leiðarlokum vil ég
minnast vinar míns og
félaga í tónlistinni Eri-
ings Ágústssonar.
Hugurinn reikar aft-
ur til áranna þegar jazzinn blómstr-
aði í Eyjum. Tímabilið 1950-1960
var áratugur sveiflunnar. Þegar
HG-sextettinn hóf að leika í „Café
Stjörnunni" (Aiþýðuhúsinu) byrjaði
Erling að syngja opinberlega. Það
kom fljótt í ljós að hann var mjög
rytmískur og gat sungið sína eigin
sólóa.
Að loknu tónlistarnámi kom Guð-
jón Pálsson heim til Eyja og stofnaði
hljómsveit undir eigin nafni. Erling
var ráðinn söngvari og
varð brátt landsþekkt-
ur fyrir söng sinn.
Hann samdi texta við
erlend lög og komust
tvö þeirra á toppinn í
þættinum „Lög unga
fólksins“: „Ungur enn“
og „Vertu sæt við mig“
urðu geysilega vinsæl.
Á þessum áram var
ekki mikið um hljóm-
plötuútgáfur. Hann
söng þó inn á plötu með
hljómsveit Eyþórs Þor-
lákssonar. Á þeirri
plötu átti hann m.a.
textana „Oft er fjör í Eyjum“ og
„Við gefumst aldrei upp þótt móti
blási". Síðamefndi textinn var fram-
lag hans í baráttunni um stækkun
landhelginnar. Hljómsveit Guðjóns
Pálssonar var mjög vinsæl um þetta
leyti og átti Erling stóran þátt í
þeim vinsældum.
Hann hlustaði á breskar útvarps-
stöðvar og tók upp lögin sem vora á
„topp tíu“-listunum. Síðan lærði
hann textana og þar með var hljóm-
sveitin alltaf að leika vinsælustu
dægurlögin í Evrópu.
Á þessum árum léku margir af
fremstu hljóðfæraleikuram landsins
í Eyjum. Þá vora gjarnan haldnar
jam-sessionir á sunnudagseftirmið-
dögum. Þar léku allir sem vildu.
Erling naut sín vel á slíkum stund-
um og söng lög eins og „Lady be
good“ af mikilli innlifun. Hann
hreifst mikið af allri tækni og reyndi
margt í þeim efnum. T.d. kom hann
sér upp litlu hljóðveri, sem var sjald-
gæft í þá daga. Við eigum honum að
þakka að margar upptökur frá
blómatíma jazzins í Eyjum era til í
dag. Einnig hafa varðveist upptökur
frá kabarettum þar sem margir efni-
legir söngvai-ar komu fram.
Frá árinu 1992 hefur verið haldin
mikil jazzhátíð í Eyjum um hverja
hvítasunnu. Sú fyrsta var haldin í
minningu félaga okkai' Guðna Her-
mannsen. Þá söng Erling með sín-
um gömlu félögum. En því miður
ekki oftar. Nú er rödd hans þögnuð
en minningin um góðan dreng lifir.
Ég er þakklátur forsjóninni fyrir ár-
in sem við áttum saman í tónlistinni
og að fá að njóta ævarandi vináttu
hans.
Við Elsa sendum Imbu og börn-
um, Ágústu og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Sigurður Guðmundsson.
ERLING ADOLF
ÁGÚSTSSON
GYÐA
GUÐMUNDSDÓTTIR
il og góð samskipti við
Gyðu, enda tók hún
mér vel þegar ég
kynntist fjölskyldu eig-
inmanns míns, Júlíusar
Ingasonar. Þrátt fyrir
að við byggjum í Olafs-
vík framan af okkar bú-
skap, þá áttum við
alltaf gott athvarf i
Hólmgarðinum í öllum
bæjarferðum. Ég
minnist margra góðra
stunda við eldhúsborð-
ið hjá Gyðu og áttum
við oft og iðulega góðar
samræður. Hún íylgd-
barnabörnunum sínum
+ Gyða Guðmunds-
déttir fæddist í
Reykjavík 21. sept-
ember 1918. Hún lést
á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 14. janúar síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá Bú-
staöakirkju 22. janú-
ar.
Mig langar til að
minnast tengdamóður
minnar, Gyðu Guð-
mundsdóttur, sem er
nýlátin, með nokkram
orðum. Það má segja
að allt frá árinu 1962 hafi ég átt mik- ist vel með
og spurði um hvern og einn enda
skipti það hana miklu máli að öllum
liði vel í leik og starfi.
Eftir að við fluttum í bæinn
kynntist ég henni enn betur enda til-
heyrði það orðið daglegri rútínu að
líta inn í Hólmgarðinum og eiga þar
góða stund yfir rjúkandi kaffi og
kökusneið að ógleymdum kandís-
sykrinum. Ef heimsókn féll niður í
nokkra daga hafði hún Gyða miklar
áhyggjur og innti mig iðulega eftir
því hvort ég hefði orðið veik. Hún
var mér góð vinkona ekkert síður en
góð tengdamóðir. Það er því mikill
sjónarsviptir að þessari góðu konu,
enda er tilveran mjög tómleg þegar
hinar venjubundnu heimsóknir era
fallnar niður. Vinátta þessarar góðu
konu var mér mikils virði og henni
mun ég aldrei gleyma. Guð varðveiti
þig, elsku Gyða.
Þóra V. Árnadóttir
og fjölskylda.
ÁGÚSTA
BJÖRNSDÓTTIR
+ Ágústa Björns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 17. febrú-
ar 1917. Hún lést á
Sjúkrahúsi Þingey-
inga 15. janúar síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Kópavogskirkju 22.
janúar.
Á vetrardegi, 26 ár-
um eftir eldgosið í Eyj-
um, var ég að fletta
Morgunblaðinu og
rakst á andlátsfregn
um hana Ágústu
Björnsdóttur. Hugurinn reikaði aft-
ur um rúman aldarfjórðung, _en þá
gerðist atvik, sem tengdist Ágústu
mjög.
Þannig var, að um margra ára
skeið sá Ágústa um dagskrárgerð
við Ríkisútvarpið. Ágústa gerði
þætti um allt mögulegt. Hún fléttaði
saman staðarlýsingar og frásagnir
af ýmsum atburðum, sem þar gerð-
ust. Má nefna að Ágústa gerði m. a.
þátt um Náttfaravíkur og sagði auð-
vitað frá honum Náttfara, sem þar
bjó. Ágústa flutti mál sitt af ein-
stakri hlýju og flutti efnið á þann
hátt að hrein unun var á að hlýða.
Svo sá Ágústa um bamatíma hjá út-
varpinu og einmitt árið 1973, þegar
þetta atvik gerðist, var Ágústa með
barnatíma Ríkisútvarpsins ásamt
fleira góðu fólki.
Við Arnþór bróðir minn vorum þá
með Eyjapistilinn, sem flutti fréttir,
frásagnir og margt fleira frá Eyjum.
I desember árið 1973 var ákveðið að
við bræður færum til Eyja að ná í
efni, sem nota skyldi í jóladagskrá
Eyjapistils, og skyldum við m. a.
hljóðrita litlujól Barnaskólans, sem
haldin voru í félagsheimilinu í Eyj-
um. Við hittum Ágústu Björnsdóttur
á göngum útvarpsins og spurðum
hana hvort hún vildi ekki fá efni úr
Eyjum í barnatímann sinn. Ágústa
tók því mjög vel. Svo fóram við Arn-
þór ásamt Hrafni Baldurssyni
tæknimanni til Eyja.
Þetta var með verri svaðilforam,
sem ég hef lagt í. Við fórum um borð
í hann Herjólf gamla, sem lá í
Reykjavíkurhöfn. Það var nístings-
kuldi og hvasst og Herjólfur lagði úr
höfn, vel fullur af fólki, bflum og alls
konar öðram varningi. Við félagar
fengum ekki koju, heldur urðum að
sitja uppi í borðsal skipsins alla
nóttina. Herjólfur valt óskaplega og
ég hélt frá mér sjóveikinni með því
að liggja á gólfinu í farþegarýminu
og það var býsna kalt.
Klukkan um átta um morguninn
var lagst að bryggju í Eyjum eftir
11 tíma sjóferð. Veðrið í Éyjum var
alveg brjálað, bálhvöss ellefu vind-
stig og um 16 stiga frost og allt
fraus, sem frosið gat. Við félagarnir
héldum beint upp á Heiðarveg 20,
þar sem við Arnþór áttum æsku-
heimili. Húsið var mannlaust en haft
ljós í einstaka glugga, svo að það
sýndist ekki eins yfirgefið og það
var. Þegar við komum þangað inn,
áttuðum við okkur á því að ofnar
vora kaldir. Þá vora góð ráð dýr:
Við Hrafn héldum niður í miðstöðv-
arherbergi, en þá voru hús í Eyjum
olíukynt. Við reyndum að koma mið-
stöðinni í gang, en ekkert gekk.
Leiðslan úr olíutankinum var gadd-
freðin. Bræður mínir, Stefán og
Páll, komu, það var
fengin olíutunna, hún
tengd við miðstöðina og
allt fór vel.
Þá héldum við í Fé-
lagsheimilið, þar sem
gullfalleg jólaböm voru
að undirbúa litlujólin.
Við Hrafn, angandi af
svartolíustybbu, og
Arnþór höfðum ekki
haft rænu á að skipta
um föt, stóðum inni á
sviðinu á lopapeysum
og gallabuxum, Hrafn
hljóðritaði skemmtun-
ina og við Arnþór vor-
um fengnir til þess að spila undir
söng barnanna.
Svo hófst efnisöflun íyrir barna-
tímann og Eyjapistil. Hrafni, sem
var ákaflega hugmyndaríkur og
hreinn snillingur, datt í hug að fá
stelpur úr barnaskólanum til þess að
taka viðtöl við börn úr skólanum.
Þeim vora lagðar lífsreglurnar og
þær stóðu sig hreint frábærlega vel.
Svo datt okkur í hug að alltaf væra
góðu börnin fengin í alla hluti og því
var ákveðið að biðja stelpurnar að
taka viðtal við einn mesta prakkara
skólans. Stelpurnar vissu auðvitað
hver hann var, peyinn mætti í viðtal,
lýsti m. a. mjög nákvæmlega hvern-
ig þeir Eyjapeyjar söfnuðu í ára-
mótabrennur og þá var ekki beitt
vinsælum meðulum. Húsverðir úr
fiskvinnslustöðvum lokkaðir burt og
jafnvel hálfrotaðir með tómum tunn-
um, svo hægt væri að ná einhverjum
eldsmat í brennuna. Þá spyr önnur
stelpan: ,Af hverju era stelpur
aldrei með í að safna í brennu?"
Eyjapeyinn svaraði og það hnussaði
í honum: „Það er ekki hægt. Stelpur
þora aldrei að stela neinu.“
Þegar við svo héldum til Reykja-
víkur, var hann Herjólfur gamli al-
veg stútfullur af fólki og við urðum
að sitja uppi aðra nótt í borðsal
skipsins. Ferðin tók eina 14 tíma til
Reykjavíkur og það hlóðst ísing á
skipið svo að skipverjar stóðu í
ströngu.
Þegar við komum tfl Reykjavíkur,
hófst samsetning barnatímans og ég
fékk þá tíu ára gamla frænku mína,
hana Kristbjörgu Hrand, til þess að
kynna meginefni dagskrárinnar. Við
kölluðum á Ágústu Björnsdóttur og
sögðum henni að hún fengi hvergi
nærri að koma, og hvort hún væri
ekki til í að lofa okkur að ráða þessu.
Ágústa hlustaði á barnatímann og
skemmti sér konunglega og sagði
okkur að ráða þessu. Barnatíminn
var eigi að síður kynntur undir
stjórn eða umsjón hennar, en öflun
efnis væri í höndum okkar hinna.
Bamatíminn var svo fluttur og olli
auðvitað miklu fjaðrafoki, einhverjir
skrifuðu um að prakkaraskapur og
hrekkir barna ættu alls ekkert erindi
í útvarp og skólastjóri Bamaskólans
sór auðvitað barnatímann af sér.
Mér þótti Ágústa Björnsdóttir
sýna okkur strákunum alveg ein-
stakt umburðarlyndi og með þessu
fann ég hversu víðsýn hún var. Hún
gat tekið þátt í leik með þeim, hvort
sem þeir vora henni mörgum árum
yngri eða eldri að árum.
Blessuð sé minningin um hana
Ágústu.
Ritað 23. janúar 1999, þegar liðin
era 26 ár frá eldgosinu á Heimaey.
Gísli Helgason.
V // »
INGVIBJÖRGVIN
JÓNSSON
+ Ingvi Björgvin Jónsson fædd-
ist í Framnesi við Dalvík 24.
mars 1910. Hann lést í Dalbæ,
dvalarheimili aldraðra á Dalvík,
21. desember og fór útför hans
fram frá Dalvíkurkirkju 30. des-
ember.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast engiar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo bijóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stef.)
Elsku besti afi, hafðu þökk íyrir aUt.
Hjördís og Jón Ari.