Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 37
JÓNÍNA ÞÓRA
SIG URJÓNSDÓTTIR
+ Jónína Þóra
Sigurjónsdóttir
var fædd í Gerðum í
Garði hinn 13. apríl
1910. Hún lést á
sjúkradeild Hrafn-
istu í Hafnarfirði
hinn 20. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Steinþóra, f. í Garð-
húsum í Reykjavík
4. júní 1883, d. 8.
febrúar 1945, Þor-
steinsdóttir, Jóns-
sonar frá Holti í
Garði og konu hans
Salvarar Sigurðardóttur frá
Garðhúsum, og Sigurjón, f. í
Miðkrika í Hvolshreppi 15. júlí
1877, d. 10. desember 1959,
Arnlaugsson, Jónssonar frá
Nýjabæ í Þykkvabæ og konu
hans Kristínar Guðmundsdóttur
frá Litluhólum í Mýrdal. Sigur-
jón kynntist konuefni sínu í
Garðinum, og voru þau gefin
saman árið 1902. Þau eignuðust
12 börn. Af átta systkinum sem
upp komust lifir Einar, f. 7.
ágúst 1924, einn systkina sinna.
Um tvítugt kynntist Jóna
verðandi eiginmanni sinum,
Ingimari Kristni Þorsteinssyni,
f. 27. maí 1907 á Meiðastöðum í
Garði, d. 18. nóv. 1958. Hann
var sonur hjónanna þar, Kristín-
ar Þorláksdóttur og Þorsteins
Gíslasonar útvegsbónda. Hann
lauk járnsmíðanámi 1927 og fór
þá fljótlega að reka jámsmíða-
verkstæði sjálfur, fyrst í félagi
við annan, en síðar einn, og rak
í Qöldamörg ár verkstæði á Ný-
lendugötu 14 undir eigin nafni
og ábyrgð. Hann datt niður við
vinnu sína og lést eins og áður
segir 18. nóv. 1958.
Þau giftu sig 22.
ágúst 1931. Bjuggu
þau fyrst við Selja-
veg en 1941 byggðu
þau sér heimili á
Kaplaskjólsvegi 11 í
Reykjavík. Þau
eignuðust sex börn
sem eru: 1) Þor-
steinn Kristinn,
járnsmíðameistari,
f. 6. júní 1932, á
hann fimm börn, 17
bamabörn og þijú
barnabarnabörn. 2)
Steinþóra, f. 30. okt.
1937, gift Friðriki Lindberg, f.
6. mars 1931, yfirdeildarstjóra,
og eiga þau fimm börn og 16
barnaböm (eitt látið). 3) Sigur-
jón, f. 15. des. 1941, símsmíða-
meistari, kvæntur Magneu Guð-
jónsdóttur, f. 22. mars 1945,
eiga þau saman eitt barn og tvö
barnabörn, áður á hún tvö börn
og þijú barnaböm. Fyrir á hann
þijú börn, níu barnaböm og eitt
barnabarnabarn með fyrri eig-
inkonu. 4) Kristín, f. 1. júní
1944, dó ung. 5) Kristín Inga, f.
9. aprfl 1947, gift Sigurd Ebbe
Thomsen, f. 7. ágúst 1934, eiga
þau fimm börn og þijú barna-
börn. 6) Jón Ingi, f. 25. mars
1952, verslunarmaður, kvæntur
Magneu Rögnu Ogmundsdóttir,
f. 19. mars 1961, eiga þau saman
fjögur börn, fyrir á hann tvö
börn og þijú bamaböm með
fyrri eiginkonu. Alls era afkom-
endur þeirra lijóna 80 talsins.
Jónína vann aldrei utan heimilis
síns.
Útför Jónínu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Ástkær tengdamóðir mín Jónína
Þóra Sigurjónsdóttir er í dag til
moldar borin. Lokið er tæplega 89
ára ævi hennar.
Jónína var fædd inn í stóra fjöl-
skyldu, ein af tólf systkinum. Hún
eignaðist sjálf stóra fjölskyldu eða
sex börn. Afkomendur hennar eru
um áttatíu talsins.
Það hefur eflaust ekki verið létt
verk um miðja öldina að hugsa um
stórt heimili án allra nútímaþæg-
inda. Oft voru margir í fæði því
Ingimar maður hennar var með
menn í vinnu sem þurfti að gefa
mat og kaffi. Einnig byrjuðu flest
börn þeirra sinn búskap á Kapla-
skjólsveginum og þar hafa mörg
barnabörnin stigið fyi’stu skrefin.
Heimilið var þekkt fyrir gestrisni
og glaðværð. Margar sögur hefur
maður heyrt um gamansemi og
prakkaraskap Ingimars og var oft
glatt á hjalla á heimilinu.
Jónína var myndarleg húsmóðir
og skilaði sínu með miklum sóma.
Einnig var hún bókhneigð mjög og
hafði ánægju af leiklist og fallegum
söng. Enda mikið sönglíf á hennar
bernskuheimili.
Jónína fór ekki varhluta af sorg-
inni því eina dóttur missti hún árs-
gamla og Ingimar lést í blóma lífs-
ins 1958. Hélt Jónína þá heimili
með yngstu börnum sínum á Kapla-
skjólsveginum og dvaldi aldraður
faðir hennar á heimilinu síðasta ár-
ið sem hann lifði. Einnig hafa öll
systkini hennar nema yngsti bróð-
irinn farið á undan henni. Síðustu
árin hefur heilsuleysi hrjáð Jónínu
og naut hún þá góðrar umönnunar
á deild 4B á Hrafnistu í Hafnar-
firði, en þangað fluttist hún 1995.
Hvíldin var kærkomin þreyttum
líkama eftir vel unnið ævistarf. Veit
ég að vel verður tekið á móti henni
fyrir handan og fagnaðarfundir
miklir hjá ástvinum hennar sem á
undan eru farnir.
Vil ég að lokum þakka tengda-
móður minni samfylgdina sl. tutt-
ugu ár og allar góðar stundir sem
við áttum saman.
Hvíl í friði.
Magnea Ragna Ogmundsdóttir.
Elsku amma. Nú er komið að
kveðjustund. Margar eru minning-
arnar sem koma upp í hugann þeg-
ar við kveðjum þig, amma. Attum
við margar skemmtilegar stundir
með þér í sumarbústöðum, ferða-
lögum og heima á Kaplaskjólsvegi
11 í húsinu sem afi byggði. Við vor-
um alltaf velkomin til þín. Við byrj-
uðum snemma systkinin að heim-
sækja þig upp á eigin spýtur.
Bjami fór fyrstur gangandi ofan af
Háaleitisbraut, en við yngri notuð-
um strætó með hjálp frá strætis-
vagnastjóranum hvar við ættum að
fara úr vagninum í fyrstu ferðum
okkar til þín. Alltaf varstu hlý og
glaðvær og þú varst ávallt svo góð
við okkur. Þú lumaðh’ ætíð á alls
kyns góðgæti. Munum við vel eftir
öllu sælgætinu sem þú áttir í stofu-
skápnum og bauðst okkur upp á.
Gaman var að sitja með þér á
litlu svölunum á Kaplaskjólsvegin-
um. Þar var mikið skrafað og hleg-
ið. Minnumst við þess vel hvað þú
hugsaðir vel um litlu smáfuglana á
veturna og hafðir gaman af því að
sýna okkur þá.
Við kynntumst ekki Ingimari afa,
en þú kynntir hann fyrir okkur með
því að segja okkur lifandi sögur af
honum Inga þínum sem þú misstir
alltof snemma.
Elsku amma, við þökkum þér
langa og góða samfylgd. Þú náðir
næstum 89 ára aldri og kom það
þér sjálfri örugglega mest á óvart.
Við munum alltaf minnast þín með
gleði í hjarta, því minningarnar um
þig eru svo góðar.
Ég bý að brosum hennar
og blessa hennar spor
því hún var mild og máttug
og minnti á jarðneskt vor.
(Davíð Stef.)
Guð geymi þig, elsku amma.
Bjarni, Linda og Petrea Kr.
Elsku amma mín. Þakka þér fyr-
ir allar dásamlegu stundirnar sem
ég átti með þér. Minningamar um
þær eru fjársjóður sem ég mun
njóta allt mitt líf.
Alltaf var hægt að treysta á góðar
móttökur hjá þér. Þú dekraðir við
okkur ki’akkana með því sem pass-
aði hverju sinni. Pylsur voru galdra-
ðar fram þegar sex ára gutti stalst í
strætó til þín, svörtu karamellurnar
voru á sínum stað þegar skotist vai’
út í mjólkurbúð fyrir þig og seinna
var alltaf hægt að treysta á margt
góðgætið með kaffisopanum.
Þú hafðir brennandi áhuga á
flestum hlutum og gaman var að
spjalla við þig um heima og geima.
Það voru dásamlegar stundir þegar
við sátum saman í borðstofunni
þinni, drukkum kaffi og létum móð-
ann mása. Þú varst svo áhugasöm
um allt sem ég tók mér fyrir hend-
ur og ég fann alltaf íyrir hlýjum
kærleika þínum.
Þú einstaka sál.
M varst svo gjöful og hlý.
M kunnir svo vel að gleðjast, ræða
og hugsa.
M varst falleg og góð.
M varst elsku besta amma mín.
Ingimar Þór.
Elsku Jónína amma.
Okkur systkinin langar til að
minnast þín í örfáum orðum.
Kynni okkar af þér, elsku amma,
voru ekki mikil fyrstu árin, þar sem
við bjuggum úti á landi en þú í
Reykjavík. Þegar þú komst til okk-
ar á Hvammstanga var oft mikið
hlegið, eins þegar við komum til
Reykjavíkur og gistum hjá þér. Þar
varst þú eins og drottning og áttir
meira að segja stól við hæfi, sem er
okkur mjög minnisstæður. Alltaf
tókst þú okkur opnum örmum og
þótti okkur vænt um það. Og húsið
þitt stóra, ekki áttu allir ömmu sem
átti svona stórt hús. Það kom sér
vel þegar Guðjón fór í skóla í
Reykjavík og fékk herbergi hjá
þér, og áttuð þið oft góðar stundir
saman.
Strax eftir að við fluttum til
Reykjavíkur urðu samverustund-
irnar fleiri, en svo fór að halla í ní-
rætt og þú þurftir á dvalarheimili
og skrítið var að koma þangað, ein-
hvern veginn varst það aldrei þú.
En nú ertu farin og þér líður vel
hjá afa og fleira góðu fólki.
Elsku Jónína amma, við munum
ávallt minnast þín með hlýju og vit-
um að þið afi munið gæta okkar
allra.
Guð blessi minningu þína.
Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur
og fagrar vonir tengdir líf mitt við
minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar
en horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá.
Heyrirðu ei hve hjartað kallar á?
Heyrirðu storminn kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina
sem aldrei gleymi meðan lífs ég er.
(Cæsar.)
Astarkveðja,
Guðjón, Sigurósk og Lillý.
Amma var búin að vera veik
lengi en síðustu viku hrakaði henni
mjög og ávkáðum við systur að fara
til hennar, og mikið er ég fegin að
hafa fengið að kveðja hana þá.
Jónína amma mín átti stóra fjöl-
skyldu og þegar margir voru í
kringum hana og lætin sem mest
þá var alltaf stutt í húmorinn hjá
ömmu og hlátrasköllin heyrðust
langa leið í fjölskyldunni.
Mínar fyrstu minningar um
ömmu eru frá því að pabbi fór með
okkur systkinin í Vesturbæjarlaug-
ina á sunudagsmorgnum og á leið-
inni heim var alltaf komið við hjá
ömmu. Amma lagði alltaf á borð
fyi’ir okkur og fengum við kræsing-
ar hjá henni. Eftir því sem árin liðu
urðum við nánari vinkonur og oft
fór ég til ömmu, því henni gat ég
sagt allt. Alltaf var það líka amma
sem varð að sjá kærastana mína en
þeir voru fljótlega dregnir til ömmu
svo hún gæti skoðað þá og spurt út
úr. Hjá ömmu fengum við mæðgur
h'ka skjól þegar ég var í húsnæðis-
leit rétt eftir fæðingu elstu dóttur
minnar. Þá vaknaði amma með mér
á nóttunni til að gefa þeirri litlu og
spjölluðum við þá mikið um gömlu
dagana.
Elsku amma, nú ert þú farin frá
mér og okkur öllum en ég er viss
um að þið Ingimar afi hafið fundið
aftur hvort annað og leiðist nú létt í
spori á fallegum stað. Ég kveð þig
með söknuði en eftir stendur ylur
minninga um góða ömmu.
Inga María.
A þessari kveðjustund, er ég sit
hér og reyni að festa á blað endur-
óm ljúfra minninga - einskonar
bergmál úr heimi bernsku minnar,
heyri ég úr fjarlægð óm af vörum
sem nú er slokknaður, ég finn yl úr
lófa sem nú er kaldur. Já, ég þakka
og blessa alla þá ást og umhyggju
sem þú gafst mér. Mér er enn í
fersku minni er ég kom í fóstur til
þín aðeins fimm ára gömul, við að-
skilnað foreldra minna. Akveðni
þín, ábyrgð og framsýni varð þó til
að milda þann sársauka sem slíkt
veldur ungum börnum, með því að
láta mig njóta samvista við móður
mína eins oft og kostur var, þótt
hún dveldi í öðrum landshluta.
Margs er að minnast frá morgni
æskudaga - bæjarferða okkar þar
sem báðhr skörtuðu sínu besta.
„Maður verður að sýna sjálfum sér
virðingu ætlist maður til þess af
öðrum,“ voru hennar orð. Ævinlega
fékk ég að fylgja með ef farið var af
bæ, ýmist „suður með sjó“ að hitta
Valda frænda í vörum, sem ætíð
vakti tilhlökkun í ungu barnshjarta,
ekki gleymist Færeyjaferðin sem
enn er ofarlega í minni. Hún amma
naut þess að vera meðal fólks, og
hvort heldur hún sótti tónleika hjá
Sinfóníunni eða í veislu vina og fjöl-
skyldu fékk lítil hnáta oftast að
fljóta með.
Ég veit það af reynslunni, móðir mín,
hve mjúk hún er höndin þín.
Þín umhyggja er fógur sem himinninn
hár,
ég hef ekki skoðað þau grátsöltu tár,
sem þú hefur kysst burt af kinnum mínum
og klappað í burtu með höndum þínum
í fjöldamörg umliðin ár.
(Jóhann Sigurj.)
Já, faðmurinn hennar ömmu var
opinn og hlýr, hvort sem var á
sunnudagsmorgnum er við kúrðum
saman undir sæng og lásum
„Moggann" eða þegar allar heims-
ins skýjaborgir ungrar konu virtust
hrynja, þá var gott að létta af sál-
inni því hún amma kunni þá list að
hlusta af áhuga og skilningi, með
óendanlegt umburðarlyndi, aðeins
ef það gæti eflt og styrkt þann er í
nauðir rataði. Finnur minn minnist
allrar hlýju og góðvildar frá fyrsta
degi ykkar kynna, svo og börnin
okkar. Lokið er lífinu, sem fólst í
því að gera vel það sem gert er, og
vera sátt við Guð og menn.
Elsku amma mín. Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Jónína Þdra Sigurðardóttir.
Elsku langamma. Ég vil þakka
þér fyrir stutta en góða samveru.
Þú varst alltaf svo góð við mig og
sýndir því áhuga hvernig mér gengi
í lífinu.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vom grætir,
þá líður sem leiftur af skýjum,
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.I.H.)
Góða ferð, elsku langamma.
Þín
Rakel.
GUÐNI
KRISTINSSON
+ Guðni Kristins-
son fæddist í
Raftholti í Holtum í
Rangárvallasýslu 6.
júlí 1926. Hann Iést á
heimili sínu á Skarði
á Landi 25. desem-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Skarðskirkju 9.
janúar.
Kæri frændi, nú ert
þú farinn á vit feðra
okkar.
Það var eitt af
gæfusporum mínum í
lífinu að hafa fengið að kynnast
þér og þinni fjölskyldu. Það var
sumarið eftir Heklugosið 1980 að
ég kom fyrst að Skarði til sumar-
dvalar, 12 ára gamall. Það voru
margar ógleymanlegar samveru-
stundirnar og ferðirnar sem við
fórum um sveitina og Landmanna-
afrétt þau sumur sem ég dvaldist í
Skarði.
Það var gæfa fyrir ungling að
kynnast þeim metnaði, framsýni og
vinnusemi sem gerði Guðna Krist-
insson að einum mesta stórbónda á
íslandi. Ég mun ávallt búa að því
veganesti sem þú gafst mér. Vertu
sæll, frændi.
Elsku Dóra og fjölskylda, ég
votta ykkur innilega samúð mína.
Magnús Árni Skúlason.
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast Guðna Kristinssonar,
bónda á Skarði í Landsveit, en vin-
áttu hans og hlýhug í minn garð
mun ég meta mikils um ókomna
tíð. Þegar ég var níu ára bauð
Guðni mér að koma að Skarði. Ég
þáði boðið með þökkum og sá ekki
eftir, því þar átti ég eftir að dvelja
mörg yndisleg sumur sem barn og
unglingur. Á mínum fyrstu árum í
sveitinni voru við-
fangsefni okkar Dóru
yngri að ná í hestana
út á flöt, hjálpa því
næst Dóru í eldhúsinu
og við heimilisstörfin,
en að því loknu spurð-
um við svo Guðna
hvort við mættum fara
á hestbak því við viss-
um að hjá honum
fengjum við jákvætt
svar. Svo var lagt á og
riðið um sveitina og
jafnvel kíkt í heim-
sóknir til merkis-
manna á næstu bæj-
um. Önnur verkefni tóku við eftir
því sem ég varð eldri, en alltaf var
jafn gaman í Skarði og alltaf var
tilhlökkunin jafn mikil að koma
aftur.
Ég er Guðna og Dóru ævinlega
þakklát fyrir að bjóða mig vel-
komna á heimili sitt og fyrir þær
góðu minningar sem ég á frá
Skarði. Ég hef kynnst mörgu fólki í
gegnum dvöl mína þar og ekki síst
fjölskyldunni og barnabörnunum
sem eru meðal minna nánustu vina
ídag.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Ég sendi Sigi’íði Theodóru og
Skarðsfjölskyldunni allri mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Áslaug Pálsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.