Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 39
LÁKIJSINGI
GUÐMUNDSSON
+ Lárus Ing-i Guð-
mundsson fædd-
ist í Reykjavík 23.
júlí 1944. Hann lést
á gjörgæsludeild
Landspítalans 18.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Lárusson frá Skarði
í Gönguskörðum, f.
23.4. 1903, og Jó-
fríður Gróa Sigur-
laug Jónsdóttir frá
Litlu-Hvalsá í Bæj-
arhreppi í Stranda-
sýslu, f. 2.2. 1916, d.
13.11. 1998. Bræður Lárusar
eru: 1) Jón Valgeir, f. 26.2.
1948, kvæntur Sigurlaugu Guð-
mundsdóttur, f. 24.5. 1949. 2)
Kristján Sigurbjörn, f. 7.2.
1954.
Til 16 ára aldurs bjó Lárus
hjá foreldrum sínum á Baldurs-
götu 21, en flutti þá með þeim
að Snorrabraut 81.
Lárus fluttist 1990 í
íbúð í Sjálfsbjargar-
húsinu við Hátún,
en bjó nokkur síð-
ustu árin á sjúkra-
deild í sama húsi.
Sökum fötlunar gat
Lárus ekki stundað
almenna vinnu, en
hann var þó mjög
virkur við happ-
drættismiðasölu
fyrir Sjálfsbjörgu
um langt árabil.
Lárus gerðist fé-
lagi í Skátafélagi
Reykjavíkur þegar þar var
stofnaður flokkur fyrir fatlaða
skáta og starfaði þar í nokkur
ár. Hann var virkur í Iþróttafé-
lagi fatlaðra meðan heilsa leyfði
og keppti oft í boccia.
Utför Lárusar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Nú hefur elsku Lalli loksins
fengið hvfldina sem hann hefur svo
lengi beðið eftir. Ég minnist Lalla
fyrst þegar ég var þriggja ára.
Hann var svo flottur, keyrði um á
mótorhjóli eða mótorþríhjóli og
seldi happdrættismiða fyrir utan
Mál og menningu á Laugaveginum.
Þetta var spennandi farartæki fyr-
ir lítinn strák og gaman var að fá
að fikta í hjólinu. Heimsóknir með
mömmu og pabba til ömmu, afa,
Lalla og Kidda um helgar voru
alltaf skemmtilegar. Lalli var fast-
ur hluti af tilverunni á Snorra-
brautinni og oftast tók hann á móti
okkur fyrir utan húsið, þar sem
hann stóð við vegginn brosandi og
veifaði stafnum. Eitt af því sem var
mest spennandi á Snorrabrautinni
var að skoða verðlaunapeningana
og bikarana hans Lalla, sem mér
þóttu ótrúlega margir og mikið til
koma. Skemmtilegast var þó að
uppgötva þegar eitthvað nýtt var
komið í safnið. Lalli spilaði lengi
boccia með íþróttafélagi fatlaðra
þar sem hann var fremstur meðal
jafningja í mörg ár og fór m.a. utan
í keppnisferðir með félaginu. Á
þessum árum fórum við oft á skíði
og þá oftast með Lalla og Kidda. Á
meðan við vorum á skíðum beið
Lalli í bílnum, oft fjóra til fimm
tíma, horfandi á fólkið og spjallaði
við þá sem gengu framhjá. Hann
var ótrúlega þolinmóður, en hafði
líka mikla ánægju af því að vera
meðal fólks. Það var hklega þess
vegna sem hann var svo duglegur í
happdrættissölunni, því meðan
hann var að selja hitti hann svo
mikið af fólki. Hann átti ótal
fastakúnna og vini, m.a. í Hagkaup,
þar sem hann seldi í mörg ár.
Sama fólkið keypti af honum ár eft-
ir ár og maður leit vart svo til hans
að hann væri ekki að spjalla við
einhvem. Þrátt fyrir fötlun sína fór
Lalli alltaf ferða sinna sjálfur, fyrst
á mótorhjólum sem hann átti, en
síðan á sínum frægu Volvoum, en
hann hafði bara bflpróf á Volvo og
raunar eingöngu R-1978. Þeir sem
MINNINGAR
keyrðu Snorrabrautina hafa lfldega
oft séð Lalla fyrir utan númer 81
með tuskuna í hendi þurrkandi bíl-
inn. Eitt var alltaf víst, bfllinn hjá
Lalla var alltaf hreinn, hvemig
sem viðraði. Lalli var líka afbragðs
bflstjóri og var aldrei tekinn af lög-
reglunni, að minnsta kosti ekki
fyrr en hann var stoppaður á Suð-
urlandsbrautinni á rafmagnshjóla-
stólnum.
Lalli hafði yndi af ferðalögum og
þá sérstaklega jeppaferðum með
Kidda. Því stærri sem brekkurnar
vom og vegimir erfiðari því betra.
Lalla tókst vel að aðlagast fótlun
sinni þótt Hfið hafi oft verið erfitt.
En amma og afi hugsuðu ótrúlega
vel um drenginn sinn og Kiddi hef-
ur verið honum ómetanlegur. Síð-
ustu ár hafa verið Lalla sérstak-
lega erfið, en nú hefur hann fengið
hvfldina og það er ég viss um að
hann gengur uppréttur þar sem
hann er nú kominn.
Þinn frændi
Guðmundur Ingi.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jðrðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá,
en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða.
Og sumum liggur reiðinnar ósköp á,
en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða.
(Tómas Guðm.)
Þetta ljóð fékk allt aðra merk-
ingu fyrir mér er ég sat hjá Lalla
mínum á gjörgæsludeildinni, þess-
ar elskur sem þar vinna settu
diskinn með lögunum eftir Tómas
Guðmundsson á og hljómuðu þau
um herbergið undurbh'tt. Síðan fór
að halla undan fæti hjá vini mínum,
þá var hann farinn að bíða við hót-
elgluggann. Samlíkingin í kvæðinu
að sitja við hótelgluggann og bíða,
þetta átti svo vel við.
Lalli var búinn að lifa viðburða-
ríku lífi. Ég kynntist honum 1984
þegar ég vann í Sjálfsbjargarhús-
inu. Var þetta löngu áður en hann
flutti þangað sjálfur. Hann átti þar
marga vini og félaga. Bjó hann þá á
Snorrabrautinni hjá foreldrum sín-
um og bróður. Var fjölskylda Lalla
KRISTINN
EGGERTSSON
+ Kristinn Egg-
ertsson fæddist í
Reykjavík 22. febrú-
ar 1946. Hann lést á
heimili sínu í
Reykjavík 16. janú-
ar siðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Háteigskirkju
26. janúar.
Það var hringt í mig
laugardagskvöldið 16.
janúar og tilkynnt að
Kiddi vinur minn væri
dáinn.
Þótt ég hefði vitað
að hverju stefndi, þá er alltaf erfitt
að trúa því, þegar kallið kemur. Við
Kiddi erum búnir að þekkjast
lengi, alveg frá því hann vann í
Málaranum. Hann opnaði sína eig-
in málningarverslun í næsta húsi
við mig í Ingólfsstrætinu. Það var
mikill samgangur á milli okkar og
trúnaðartraust, því við þurftum að
ræða málin og pæla í ýmsu. Við
drukkum alltaf kaffi saman á
morgnana og í hádeginu voru
keyptar kjötbollur hjá Tómasi,
svona gekk þetta í mörg ár hjá
okkur.
Það var alltaf mikill kraftur í
Kidda, hann rak verslun sína vel og
hann hafði gaman af að leiðbeina
viðskiptavinum og upplýsa þá um
það besta sem völ var á í sambandi
við málningarefni.
Kiddi var stór og stæðilegur
maður og þegar við gengum um
bæinn gekk hann hratt og þurfti að
heflsa mörgum, því all-
ir þekktu hann og
hann alla.
Kiddi hafði auga
fyrir öllu fallegu og
átti glæsilegt hús og
fína bfla, vel bónaða og
snyrtilega, því hann
var mikið snyrtimenni.
Hann hafði einnig
mjög gaman af börn-
um og var mikill
barnakall, kallaði hann
strákana alltaf „titti“.
Heimili hans og
Hjördísar var alltaf
vel pússað og fágað,
átti hann yndislega ijölskyldu sem
hann hugsaði vel um. Það var alltaf
gaman að koma í Mýrarásinn og
tekið vel á móti mér. Þegar dóttir
hans Hjördís kom til dyra og kall-
aði „Siggi úra“ þá kom Kiddi fram
að dyrum og veifaði hendinni og
bauð manni inn, þetta var alveg
sérstök handarhreyfing hjá honum
sem ég á eftir að sakna mikið.
Mig langar með þessum fátæk-
legu orðum mínum að þakka Kidda
ánægjulegar samverustundir sem
við áttum í gegnum árin.
Hjördísi, Eggerti, Valdimari,
Hjördísi og öðnim aðstandendum
sendi ég mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Sigurður Þór Magnússon.
Þegai’ við fréttum fráfall Kristins
Eggertssonar fór hugurinn að reika
til baka og við áttuðum okkur á því
að höfum þekkt Kristin Eggertsson
í langan tíma, eða nær helming ævi
okkar. Kynni okkar hófust er sonur
hans, og okkar besti vinur, Eggert
Kristinsson, gekk með okkur
menntaveginn í Verzlunarskólan-
um. Á þeim tíma rak fjölskyldan
málningarvöruverslun í Ingólfs-
stræti og voru ferðir okkar þangað
æði tíðar. Þar stóð Kristinn ásamt
fjölskyldu sinni eins og konungur í
rfld sínu, ýmist að sinna þörfum við-
skiptavina sinna eða að ræða við þá
um landsins gagn og nauðsynjar.
Urðu úr þessu oft hinar fjörlegustu
umræður þar sem Kristinn hafði
ákveðnar skoðanir á bæði mönnum
og málefnum. Sjaldan var komið að
tómum kofanum hjá honum hvort
heldur rædd voru málefni sjávar
eða sveita.
Á þeim tíma þegar Eggert bjó
enn í foreldrahúsum nutum við oft
gestrisni þeirra hjóna, Kristins og
Hjördísar, á heimili þeirra í Mýrar-
ásnum, og var þar oft kátt á hjalla.
Síðasta gleðistund okkar allra sam-
an var fyrir tæpu ári, þegar Egg-
ert og Eyjólfur héldu fjölskyldum
sínum og vinum mikla veislu í til-
efni af þrítugsafmæli þeirra
beggja. En lífið er ekki alltaf dans
á rósum, stuttu seinna sagði Egg-
ert okkur að ský hefði dregið fyrir
sólu, þar sem Kiistinn faðir hans
hefði greinst með illkynja sjúkdóm.
Við framhaldið varð ekki ráðið og
Kristinn lagði í sína hinstu ferð 16.
janúar síðastliðinn. Um leið og við
þökkum kynnin við Kristin, send-
um við fjölskyldu hans okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og biðjum
guð að blessa þau öll á þessari
sorgarstundu.
Eyjólfur Lárusson,
Einar Þór Magnússon,
Hörður Traustason.
honum afskaplega kær. Hann átti
þá sinn bfl og fór allra sinna ferða
hjálparlaust. Þeir voru nokkrir bfl-
arnir sem hann eignaðist um æv-
ina. Allt Volvo, enda voru þetta
bestu bflamir og ekki spillti fram-
koma þeirra hjá umboðinu. Allt
það besta var gert fyrir hann. Lalli
kom margar ferðir til mín, austur
fyrir fjall, og fórum við víða í
bfltúr. Við höfum alltaf átt mjög
góða tíma saman. Margt var rætt,
um Hfið og tilveruna og um þetta
misjafna sem mennirnir leita að,
því misjafn er tilgangurinn sem
fyrir þeim vakir, eins og segir í
kvæðinu.
Ekki ætla ég að rekja æviferfl
vinar míns með þessu greinarkorni,
heldur þakka allar góðu minning-
amar sem ég á, fyrir tryggðina og
kærleikann sem hann sýndi mér og
mínum alla tíð. Ég kveð minn kæra
vin með mikilli eftirsjá. Góður
drengur er genginn.
Eg get svo fátt sem býr í brjósti sagt.
Það bindur tungu sterkur hugartregi.
En aðeins kærleiks blómin blessuð lagt
á bleikan hvarm þinn, vinur elskulegi.
- (Guðm. Guðm.)
Guðmundi, Kristjáni, Jóni, Sillu
og fjölskyldu sendi ég og fjölskylda
mín innilegar samúðarkveðjur.
Elísabet Pétursdóttir.
Ég minnist Lalla frænda míns
með aðdáun og virðingu. Hann var
fatlaður frá fæðingu, en lífsgleði og
andlegur styrkleiki báru ofurliði
líkamlega hömlun hans. Ég um-
gekkst Lalla frá því við vorum
börn og man ég sérstaklega eftir,
hvað hann var makalaust glaður,
þótt hann gæti aldrei hlaupið og
hoppað með okkur hinum krökkun-
um. Þarna kom strax fram í æsku,
hversu andlega sterkur hann var.
Það hlýtur að hafa reynt mikið á
þessa ungu sál að vera alltaf áhorf-
andi og aldrei þátttakandi í leik
annarra barna. Það hjálpaði Lalla
mikið, að hann átti góða fjölskyldu,
sem umvafði hann ástrfld og um-
hyggju. Mörg voru árin, sem hann
Mundi föðurbróðir minn bar Lalla
sinn á bakinu upp og niður stiga og
alls staðar þar sem hjólastóllinn
komst ekki.
Snemma bar á því hvað Lalli var
laghentur. Það var með ólíkindum
hvað hann gat gert gullfallega hluti
með bæklaðri vinstri hendinni
einni saman. Ég sé hann enn fyrir
mér niðursokldnn í vinnu sína, þar
sem hann hamaðist með vinstri
hendinni og varð að sitja á hægri
hendinni, sem var mjög spastísk og
hann hafði enga stjóm á. Það var
mikið rétt, sem pabbi hans sagði
um verk Lalla, þegar við ræddum
nýlega saman í síma: „Enginn get-
ur séð nema þessi verk séu eftir
heilbrigðar hendur.“
LalU vann mikið fyrir samtök
fatlaðra. Það muna eflaust margir
Reykvíkingar eftir ungum manni í
hjólastól á Laugaveginum, sem
seldi happdrættismiða fyrir Sjálfs-
björgu ár eftir ár, hvemig sem
viðraði. Oft kom hann heim ískald-
ur eftir að hafa setið klukkutímum
saman í hjólastólnum á Laugaveg-
inum. Þama komu skýrt í ljós eljan
og þrautseigjan sem einkenndu
hann alla tíð. Lalli hefur áreiðan-
lega sett met í happdrættismiða-
sölu Sjálfsbjargar. Glaðværð og
hlý framkoma hans hafa líka hjálp-
að við söluna.
Á mörgum af ferðum mínum
heim til Islands vöktu heimsókn-
imar til Lalla alltaf mikla hlýju í
huga mínum. Hann hélt gleði sinni
og andlegu þreki alveg þangað til
heilsu hans fór að hraka fyrir fá-
einum áram. Þegar ég hitti hann í
september sL, var hann orðinn
mjög þjáður og þráði það eitt að fá
að sofna svefninum langa. Lalli
fékk ósk sína uppfyllta tveimur
mánuðum eftir að Jófríður móðir
hans dó.
Mikill harmur er kveðinn að
Munda frænda mínum, 96 ára
gömlum, að missa bæði Lalla og
vinuna sína eins og hann kallaði
Jófríði á svo hjartnæman hátt.
Yngri bræður Lalla, Jón og Krist-
ján, hafa misst góðan bróður og
vin. Það hefur verið mér ógleym-
anlegt í gegnum árin að sjá þá
fórnfysi og umhyggju, sem Krist-
ján hefur sýnt Lalla og foreldram
sínum. Ég og fjölskylda mín vott-
um Munda, Kristjáni, Jóni og fjöl-
skyldu Jóns djúpa samúð á þess-
um erfiðu tímum.
Unnur Pétursdóttir.
DAVÍA
GUÐMUNDSSON
+ Davía Jakobína
Niclasen Guð-
mundsson fæddist í
Færeyjum 19. febrú-
ar 1910. Hún lést á
Héraðssjúkrahúsinu
á Blönduósi 17. jan-
úar síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Blönduós-
kirkju 23. janúar.
„Amma Davía er
orðin engill." Vitnað í
Yrsu Líf fimm ára. Og
ef einhver engill er til
þá er það örugglega
amma Davía. Elsku amma. Það era
fáir eins heppnir og við barnaböm-
in að eiga slíka ömmu. Það hefur
ekki verið auðvelt að taka við
tveimur ungbörnum og ala þau
upp, þegar á sextugsaldur er kom-
ið. En eins og annað sem þú tókst
þér fyrir hendur, féllu þér verkin
alltaf vel úr hendi og hjá þér áttum
við yndislegt æskuheimili. Og við
verðum þér ævinlega þakklát fyrir
þá ást og umhyggju sem þú sýndir
okkur í uppeldinu. Seinna þegar
við voram flutt að heiman og kom-
um í heimsókn var alltaf það besta
borið á borð og þú varst búinn að
undirbúa allt svo vel. Gestrisni þín
er fræg út fyrir Islands strendur.
Þegar við höfðum samband heim
til þess að fá fréttir og fleira, varst
þú alltaf fljót að spyrja hvernig við
hefðum það. Alltaf var þinn áhugi
fyrir bömum og barnabömum
mestur. Þú fylgdist vel með í lífi
okkar þó að fjærlægð-
in væri mikil. Og sér-
staklega var þér annt
um Jógvan og gladdist
yfir velgengni hans í
skólanum. Þegar ljóst
varð að ævi þinni væri
að ljúka vildum við
vera hjá þér en nátt-
úruöfl Islands hindr-
uðu það, en Einar var
við sjúkrabeð þinn
rúmum sólarhring fyrr
og þú kvaddir hann
með þessum orðum:
„Guð blessi þig alltaf.“
En minningarnar
eru margar og það verður gott að
geta yljað sér við þær í framtíðinni.
Þú lagðir á þig heilmikið ferðalag
til Danmerkur 1993 til þess að vera
viðstödd fermingu Jógvans og mik-
ið var gaman að hafa ykkur Her-
dísi í heimsókn þessar fáu vikur og
systur þínai- fengu Hka þá ánægju
að vera í samfylgd þinni í nokkra
daga.
Við erum svo þakklát fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir okkur, að
því verður ekki lýst með orðum.
Guð blessi minningu þína.
Bryndís Bylgja og Einar.
r 3lóm«bwðin >
öaiAðskom
^ v/ Possvogski^kjwQouð j
V Sírn»V554 0500