Morgunblaðið - 27.01.1999, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
bróðir,
HALLDÓR Á. ÞORLÁKSSON,
Víðimel 46,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 29. janúar nk. kl. 15.00.
Björn Halldórsson, Brynja Axelsdóttir,
Anna Dagný Halldórsdóttir, Steingrímur Eiríksson,
Eva Þórunn Halldórsdóttir, Þór Daníelsson,
barnabörn, barnabarnabarn,
Þórhallur Á. Þorláksson.
+
Maðurinn minn, fóstri og afi,
HJÁLMAR KRISTJÁNSSON,
Langholtsvegi 28,
sem lést föstudaginn 22. janúar, verður jarð-
sunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 28. janúar
kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Sigríður Pétursdóttír,
Ásgeir Guðnason,
Sigríður Líba Ásgeirsdóttir,
Guðmundur Ásgeirsson,
Embla Dís Ásgeirsdóttir.
Elskulegur eiginmaöur, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÓSKAR SUMARLIÐASON
frá ísafirði,
sem lést miðvikudaginn 20. janúar, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
28. janúar kl. 13.30.
Margrét Kristjánsdóttir,
Magnús J. Óskarsson, Birna H. Garðarsdóttir,
Veigar Óskarsson, Hallfríður Kristjánsdóttir,
Kristján Óskarsson, Salóme Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát
og útför móður okkar,
ÁGÚSTU BJÖRNSDÓTTUR,
Hlíðarvegi 23,
Kópavogi.
Halla Lovísa Loftsdóttir,
Páll Gunnar Loftsson,
Ámundi Hjálmar Loftsson
og fjölskyldur okkar.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr-
inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast
við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn-
að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali
eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og
Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
GUÐRUN
ÍSLEIFSDÓTTIR
+ Guðrún Isleifs-
dóttir fæddist í
Neðra-Dal í Vestur-
Eyjaíjöllum 16. des-
ember 1904. Hún
iést í Reykjavík 18.
janúar síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 25. janúar.
Elsku amma mín, nú
er kallið komið og þú
hefur fengið hvíldina.
Minningarnar hrann-
ast upp. Eru þá ofar-
lega í huga mínum allar yndislegu
stundimar sem við áttum saman á
Bergstaðastrætinu þegar ég var
barn. A sumrin ef veður var gott
var oft hlaupið inn til þín og kallað:
„Megum við drekka úti?“ Þá feng-
um við mjólk í flösku, smurt brauð
og jafnvel sykraða pönnuköku og
settumst í grasið alsæl. Að ég tali
nú ekki um búið frammi í skoti, þar
sem þú komst þér upp skemmtilegri
aðstöðu fyrir okkur barnabörnin,
með gömul veski, skó, alls kyns
krukkur og aðra hluti sem gaman
var að leika sér með. Einstöku sinn-
um fékk ég að gista, þá leið mér
eins og prinsessu í ævintýrunum
þegar þú sagðir mér sögur, söngst
og fórst með vísur fyrir mig. Teygð-
ir þig í munnhörpuna og spilaðir
nokkur lög. Þú endaðir á því að
breiða ofan á mig og fórst með bæn-
irnar. Enn í dag líður ekki sá jóla-
dagur að hugurinn reiki ekki aftur
til þess tíma er við börnin þín og
barnabörn komum til þín og fengum
kökur og heitt súkkulaði (sem aldrei
mátti kalla kakó, þá hálfmóðgaðist
þú). Síðan var gengið í ki-ingum
jólatréð og var þá oft glatt á hjalla.
Seinna þegar ég eignaðist hana Öllu
mína bjó ég í sömu götu og þú og
litum við stundum inn hjá þér. Þeg-
ar ég fór var ég mun ríkari af and-
legum auði sem þú gafst svo mikið
af. Heiðarleika og nægjusemi hafðir
þú að leiðarljósi amma mín. Hjart-
ans þakkir fyrir allt og guð geymi
þig-
Við Addi, Alla, Þórir, Hörður og
Erna þökkum þér samfylgdina.
þín
Bergrós.
Hér sit ég ein og hugsa til þín,
elsku amma mín. Það er svo margt
sem kemur upp í hugann og svo
margs að minnast. Þær stundir sem
ég fékk notið með þér eru allar svo
minnisstæðar. Ég er svo óendan-
lega þakklát fyrir að hafa átt þig
fyrir ömmu. Sá mannkærleikur,
lítillæti og góðmennska sem bjó í
þér voru alveg einstök. Það er svo
mikils virði fyrir ómótaða barnssál,
eins og ég var fyrst, að hafa fengið
tækifæri til þess að finna vísan stað
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
hjá svo kærleiksríkri
sál sem þú varst, elsku
amma. Alltaf var tími
til þess að rabba um
heima og geima. Þú
lagðir þig fram um að
rækta mannkærleik-
ann og allt það góða
sem inni fyrir býr í
hverri sál. Manstu
kvöldin þegar ég fékk
að sofa hjá þér. Þá
fékk ég stundum að
sofa í ömmu rúmi. Þú
komst til mín áður en
ég átti að fara að sofa
og fórst með bænirnar
með mér og baðst guð og góðar
vættir um að vaka yfir mér og öllum
öðrum í fjölskyldunni. Breiddir
sængina yfir mig og sagðir „guð
geymi þig“ og kysstir mig góða
nótt. Mér fannst ég alltaf svo örugg
og leið svo vel. Manstu þegar ég
fékk að leika mér með föt, töskur og
annað dót frammi við þvottahúsið í
Bergstaðastrætinu. Þá var fullt að
gera, skipta um hlutverk og vera
ýmsar persónur. Þarna var algjört
frjálsræði til þess að fá útrás fyrir
sköpunarþörfina og þá ímyndunar-
heima sem lítil börn hafa. Reglur
voru fáar en skýrar og ekki datt
manni í hug annað en að fara eftir
þeim. Mikið vildi ég óska þess að
fleiri börn fengju tækifæri til þess
að kynnast ömmu eins og þér.
Börnin mín þrjú voru þeirrar gæfu
aðnjótandi að vera samvistum við
þig, og það á óumdeilanlega eftir að
fylgja þeim út í lífið. Það er alveg
einstakt hvað þér tókst að ná til
þeirra þó að samverustundirnar
væru ekki eins margar og við hefð-
um viljað. Það er þetta æðruleysi og
óeigingirni sem hefur fylgt þér alla
tíð. Þú varst alltaf svo þakklát íyrir
hvern dag sem leið og guð gaf. Þú
sagðir: „Ef maður hefur nóg fyrir
sig og sína og allir eru blessunar-
lega heilsuhraustir þá ber manni að
þakka það.“ Að lokum, elsku nafna
mín, langar mig til að þakka þér
samfylgdina og handleiðsluna í
gegnum árin. Þakka þér fyrir að
vera þú eins og þú ert og fyrir allt
sem þú hefur gefið og sýnt mér,
mínum börnum og sambýlismanni.
Engin orð nægja til þess að lýsa
þakklæti mínu. Ég kveð þig í hinsta
sinn þar til við hittumst á nýjum
stað einhvern tíma seinna. Megi
góður guð blessa þig og varðveita
þangað til við hittumst aftur.
Elsku pabbi og allir aðrir
aðstandendur. Hugur minn er hjá
ykkur öllum á þessari kveðjustund.
Við höfum misst mikið en minningin
um einstaka hetju mun lifa í hjört-
um okkar allra.
Andi þinn mun fylgja mér,
þú ert sem rós í hjarta mér
um alla tíð og tíma
og lilja í íslands hlíðum.
Amma mín, ég þakka þér,
ég ævinlega þakka þér
fyrir gæsku þína,
með votum tárum mínum.
Ég elska þig. Þín nafna,
Guðrún ísieifsdóttir.
Elsku amma mín.
Nú þegar æviskeið þitt er á enda
runnið flýgur margt í gegnum hug-
ann. Mest hafa nú samt komið upp í
huga mér minningar frá því að ég
var barn og kom í skjólið til ömmu á
Bergstaðastrætinu. Margar góðar
stundir átti ég þar hjá ykkur
Benna, amma mín. Ég veit að margt
gott veganesti út í lífið fékk ég hjá
þér. Fyrir um fimmtán árum, þegar
þú komst austur á land í heimsókn
til mín, var það ótrúlegt afrek hjá
þér, en það gaf mér og þörnum mín-
um meira en orð fá lýst.
Elsku amma, þrátt fyrir alla þína
erfiðleika í lífinu man ég þig sem
glettna konu og lífsglaða. Konu sem
ég hefði viljað eyða miklu meiri
tíma með. Þegar ég sat hjá þér
næstsíðustu nóttina þína, þá var
eins og ég fengi þörf fyrir að raula
fyrir þig, þú varst svo veik. Og eins
og þegar börnin mín eru veik og ég
get ekkert annað gert, þá syng ég
fyrir þau.
Þú gafst svo margt, en mér þó
mest. Þú gafst mér móður mína,
sem af ósérhlífni og af alhug helgaði
líf sitt því að reyna að létta þér lífið
síðustu árin þín hér.
Það væri hægt að telja upp svo
margt, en ég ætla bara að kveðja
þig með þessum orðum: Amma, þú
varst best.
Allir ættu að eiga ömmu eins og
þig-
Þín
Sólbjört.
Elsku amma. Við viljum með
nokkrum orðum kveðja þig hinstu
kveðju.
Þú varst alltaf heil og sönn í
hjarta og huga. Það gustaði af þér
og stundum varst þú fljóthuga, en
alltaf var gott að vera í návist þinni.
Oft fengum við systurnar að gista
hjá þér stöku nótt eða jafnvel dvelja
hjá þér um lengri tíma. Þá var
ýmislegt brallað. Það var svo ævin-
týralegt að koma til þín, svo margt
að skoða sem hægt var að fikta í og
leika sér með frammi í holi og
vaskahúsi á Bergstaðastrætinu, að
maður tali nú ekki um garðinn sem
var alltaf svo dularfullur og hafði
ýmislegt að geyma sem bamsaugun
heilluðust af. Alltaf var grjóna-
grauturinn hennar ömmu sá besti í
heimi og ekki spillti fyrir að fá rúg-
brauð með kæfu með grautnum.
Þær eru ófáar vísumar sem þú
ortir og söngst fyrir okkur. Margar
bænirnar kenndir þú okkur sem við
höfum haldið við og beðið með okk-
ar börnum. Líf þitt, amma, ein-
kenndist af jákvæðni sem endur-
speglaðist í því að þú horfðir alltaf á
það jákvæða í fari náungans. Þrátt
fyrir margs konar mótlæti í lífi þínu
var viðkvæðið ætíð „verra gat það
verið“. Við getum svo sannarlega
sagt að þú varst okkur frábær fyrir-
mynd. Við margs konar tækifæri
höfum við minnst á þig og þína
sigra við okkar vini og kunningja og
það höfum við fyrir satt að fleiri
niðjar þínir hafa gert hið sama.
Margs er að minnast. Fyrir u.þ.b.
þrettán ámm varst þú í heimsókn
hjá Maddýju í Ásmúla í nokkra
daga. Þú gast ekki látið hjá líða að
líta í fjárhúsið og fjósið. Eins og áð-
ur hefur komið fram varst þú fljót-
huga og gast ekki á þér setið. Þá
vildi ekki betur til en svo að þú dast
og handleggsbrotnaðir. Kom þá
glöggt í ljós röggsemi þín og vilja-
styrkur þegar þú hélst sjálf við
brotið og gafst fyrirmæli um hvað
gera skyldi. Inn í bæ skylduð þið
fara áður en þú féllir í yfirlið og
hugsaði Maddý þá með sér að það
væri betra að reyna að standa sig
áður en liði yfir hana líka. En betur
fór en á horfðist og er læknirinn
kom á staðinn sagðist hann ekki sjá
í fljóti bragði hver væri hjálparþ-
urfi, svo vel barstu þig. Þá, sem oft
áður og síðar, hafði amma það á orði
að verra gæti það verið.
Þú varst alltaf svo hvetjandi og er
Bergrúnu minnisstætt þegar þú
stuðlaðir að því að hún fór að læra á
gítar og troða upp á skólaskemmt-
unum þrátt fyrir feimni og ófram-
fæmi.
Góðar voru vikurnar sem María
átti með þér haustið er hún var að
byrja í framhaldsskólanum og
mamma og pabbi voru fyrir austan.
Þá fann hún sterkt til þess hvað
gott var að eiga þig að og hve skiln-
ingsrík þú varst. Ekki stóð þá á
góðum ráðum og stuðningi.
Ástarþakkir fyrir þann fjársjóð
minninga sem þú hefur gefið afkom-
endum þínum og öllum þeim sem
þekktu þig.
„Lofaður sé Guð og faðir Drottins
vors Jesú Krists, faðir miskunn-
semdanna og Guð allrar huggunar,
sem huggar oss í sérhverri þreng-
ing vorri, svo að vér getum huggað
alla aðra í þrengingum þeirra með
þeirri huggun, sem vér höfum sjálf-
ir af Guði hlotið.“ (II. Kor. 1:3-4)
Guð blessi Jjig og gefi Leif, Ollu,
mömmu og Isleifi styrk nú þegar
þín nýtur ekki lengur við.
Bergrún, Magnea og María.