Morgunblaðið - 27.01.1999, Side 44

Morgunblaðið - 27.01.1999, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Grettir ÉG VAK /HE£> StBIK { KVÖLt>~ AtATlNN, EN... 1 $E<SÞU MÚfZ E.KKJ ad a/BBI HAFI STOUÐÞEIA'I UEI- EKICI LUBBI - -T&fæieR.iMNOFAR.ÍtSÖTUNNl-— SATTAOSESJA revndi lubbiad STP£>VA HANN <íal>6ievarab reyna oS) /toflUto! /--"f FVKtKSBEpU, O IÆL AFS&SVtKlO/ KAium' Smáfólk IF you'll MELP ME WITH MY HOMEDORK, l'LL SEETO IT THAT 50MEPAY THEY PUT A 5TATUE OF YOU IN THE PARK. OKAY, WE'LL BEOIN HEKE OSI PAOE FOUR.. DO YOU WANT TO BE ON A H0R5E OR A 5KATEB0ARD? Ef þú hjálpar mér með heima- Jæja þá, við byijum hér á Viltu vera á hesti eða hlaupa- verkefnin, þá skal ég sjá til þess blaðsíðu fjögur. bretti? að einhverntíma verði reist stytta af þér á Miklatúni... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Víkverji, Símaskráin og staðreyndirnar Frá Olafí Þ. Stephensen: VÍKVERJI fjargviðrast svolítið í dálki sínum 22. janúar yfir því að ekki sé hægt að finna símanúmer hjá viðskiptavinum Tals hf. í síma- skrá Landssímans; hvorki sé hægt að fá uppgefin GSM-númer frá Tali í upplýsinganúmerinu 118 né á Net- inu. Landssíminn getur verið sam- mála Víkverja um að þetta sé held- ur bagalegt. Fyrirtækið getur hins vegar ekki tekið á sig neina sök í málinu. Staðreyndin er sú að Tali hf. var strax í upphafi boðið að skrá númer allra viðskiptavina sinna i Símaskrá Landssímans. Þau svör fengust þá að af „viðskiptalegum ástæðum" vildi fyrirtækið ekki þiggja það boð. Hins vegar heimil- uðu Póst- og fjarskiptastofnun og tölvunefnd Landssímanum að skrá númer einstakra áskrifenda í GSM- kerfi Tals í Símaskrána, að því til- skildu að þeir óskuðu þess sjálfir skriflega. Allar þessar staðreyndir málsins koma fram í frétt Morgun- blaðsins hinn 20. ágúst síðastliðinn og hefði Víkverji getað kynnt sér þær þar, til dæmis með því að fletta upp í hinu prýðilega gagnasafni blaðsins á Netinu. Símanúmer nokkurs hóps GSM- áskrifenda Tals hafa raunar nú þeg- ar verið skráð í Símaskrána að ósk viðkomandi, en Tal hefur ekki hald- ið því sérstaklega að viðskiptavinum sínum að þeir eigi þennan kost. Landssíminn hefur því nýlega ítrek- að boð sitt til Tals hf. um að skrá öll númer viðskiptavina fýrirtækisins í Símaskrána endurgjaldslaust, en frestur til að koma að nýjum upp- lýsingum í prentuðu útgáfuna renn- ur út í lok þessa mánaðar. Tal hefur kosið að hafa þann háttinn á að senda út með farsímareikningum sínum, sem ættu að vera í pósti þessa dagana, eyðublað þar sem áskrifendum er gefinn kostur á að skrá sig í Símaskrá Landssímans. Einnig geta áskrifendur hjá Tali skráð númer sín milliliðalaust á af- greiðslustöðum Símans og íslands- pósts fram til 29. janúar næstkom- andi, vilji þeir að þau birtist í prent- uðu Símaskránni. Nú ættu málavextir að vera Vík- verja sæmilega ljósir. Eftirfarandi fullyrðingar hans og upphrópanir dæma sig væntanlega sjálfar í ljósi þessara staðreynda: „ ... Lands- síminn veitir viðskiptavinum sínum ekki þá sjálfsögðu þjónustu að gefa upp GSM-síma hjá Tali hf. ... “ „Hvers á þá viðskiptavinur Lands- símans að gjalda hér heima sem neitað er um ákveðnar upplýsingar hér innanlands, aðeins vegna þess að maðurinn úti í bæ, sem er hand- hafi símans, skiptir við fyrirtæki sem er í samkeppni við Landssím- ann?“ „ ... hafi þeir ekki gert sér ljóst að viðskiptavinir Landssímans geta þurft að hringja í fólk, sem skiptir við Tal hf., þá er eins gott að þeir hristi af sér slenið og vakni af einokunarsvefni sínum.“ „Slík svör eru óþolandi og raunar móðgun við viðskiptavininn." Allir vita að það er ríkur þáttur í starfslýsingu Víkverja að æsa sig yfir öllu milli himins og jarðar og þannig veitir hann t.d. þjónustufyr- irtækjum eins og Landssímanum ágætt aðhald. En væri ekki ráð að kynna sér staðreyndirnar áður en menn byrja að æsa sig? ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssíma íslands, Landssímahúsinu við Austurvöll. Fordómar Víkverja Frá Sigurði Bjarklind: UNDIRRITAÐUR hefur verið les- andi og áskrifandi Mbl. í hátt í hálfa öld. Morgunblaðið er ómissandi þáttur í mínu lífi. Þar kennir ýmissa grasa og efnistök breytast í hægu samræmi við tíðarandann. Nema ef vera skyldi nöldurhornið Víkverji, sem enn virðist ritaður af „húsmóð- ur í vesturbænum“ á tímum kalda stríðsins. Þröngsýni Víkverja eru engin takmörk sett og það sem hon- um (henni) finnst ekki gott að borða er ekki mannamatur. Víkverji miss- ir lystina ef þorramat ber fyrir augu hans. Ekki nóg með það, lúmskar fóstrur reyna að byrla börnum hans eitur á þorranum. Nú er Víkverji ekki einn um það að þykja þorramatur vondur og frá- hrindandi en þannig er því nú einatt farið um venjur og siði að ekki eru allir sammála. Það sem er hins veg- ar óþolandi er vankunnátta Vík- verja og fordómar varðandi aðferðir til að lengja geymsluþol matvæla fyrir nú utan það að hann væri ekki til ef forfeður hans hefðu ekki kunn- að þá list að rotverja matvæli með mjólkursýru. Sýrðar mjólkurafurðir eru mjög vinsælar um allan heim. í stórum dráttum eru þær framleiddar þannig að vissir gerlar gerja mjólk- ursykur og framleiða mjólkursýru sem sýrir mjólkina og lengir geymsluþol hennar. Vonandi hættir Víkverji ekki að neyta súrra mjólk- urafurða þrátt fyrir þessa vitneskju. A sama hátt er mjólkursýra notuð til að lengja geymsluþol ýmissa kjötrétta, sem ganga nú undir nafn- inu þorramatur. Þetta er náttúruleg aðferð og síst verri en að nota tilbú- in þráavarnarefni, rotvarnarefni og litarefni, sem birtast á innihaldslýs- ingu matvæla undir E-númerum. Víkverji þarf því ekki að óttast um heilsu bama sinna þótt þau fái að bíta í súra slátursneið eða hrútspunga. Að lokum vil ég benda Víkverja á að æðsta boðorð allra pistlahöfunda er að taka afstöðu á grundvelli þekkingar og réttra upplýsinga. Hrútspungar, svið og rófustappa er á engan hátt lakari matur en hvít- laukskryddaður Víkverjaréttur auk þess að vera hluti af menningararf- inum. SIGURÐUR BJARKLIND, Norðurbyggð 7, Akureyri. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.