Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 46
46 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Sorgarhópurí Arbæjarkirkju „SORGIN gleymir engum, fyrr eða síðar verður hún á vegi okkar.“ Núna á annan vetur hefur verið boðið u[>p á samveru fyrir sókn- arfólk í Arbæjarkirkju og aðra sem eiga við sorg og missi að stríða. Fólki er boðið að koma og deila í'eynslu sinni og hlýða á fyrirlestra um þennan þátt mannlegs lífs. Fyrsti fundur nýs árs er fímmtu- daginn 28. janúar nk. kl. 20.30. Síðasta fimmtudag hvers mánað- ar frá október fram í apríl er boðið upp á þessa samveru. A fimmtudag- inn kemur í heimsókn með innlegg í umræðuna Valgerður Hjartardóttir hjúkrunarfræðingur en hún starfar m.a. hjá samtökunum „Karitas“ við umönnun langveiki'a sjúklinga. Allir eru velkomnir sem áhuga hafa á málefninu og líka til að hitta aðra og eiga samfélag hluta úr kvöldi. Prestarnir. Krossinn með kvennamót TRÚFÉLAGIÐ Krossinn verður með kvennamót í Reykholti í Borg- arfirði dagana 4.-7. febrúar nk. Mótið er ætlað konum á öllum aldri. Skráning stendur yfir og þær konur sem viija bætast í hópinn geta skráð sig í síma 554 3377. Áskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulestur, samverustund, kaffiveitingar. TTT- starf (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Starf íyrir 9-10 ára kl. 16.30. Starf fyrir 11-12 ára kl. 18. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 13-17. Allir velkomnir. íhugunar- og fyrirbænastund kl. 18. Laugarneskirkja. Fundur „Kirkjuprakkara" (6-9 ára börn) kl. 14.30. Fundur TTT (10-12 ára) kl. 16. Fundur æskulýðsfélagsins (13- 15 ára) kl. 20. Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10- 12. Fræðsla: Herdís Storgaard, barnaslysafulltrúi heilbrigðisráðu- neytisins fræðir um forvarnir vegna slysa á börnum. Kaffi og spjall. Ungar mæður og feður vel- komin. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15-17. Umsjón Kristín Bö- geskov, djákni. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Halldór Reynisson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldraðra, opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbænag- uðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðar- ins. TTT í Ártúnsskóla kl. 16-17. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. „Kirkjuprakk- arar“ starf fyrir 7-9 ára böm kl. 16. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Æskulýðsstarf á vegum KFUM og K og kirkjunnar kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Sarf fyrir 10-12 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti íyrirbænaefn- um í kirkjunni og í síma 567 0110. Léttur kvöldverður að bænastund lokinni. Fundur Æskulýðsfélagsins kl. 20. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og þorramatur. Hafnarfjaröarkirkja. Kyrrðar- stund í hádegi í kirkjunni kl. 12- 12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22 í minni Hásölum. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samvera í Kirkjulundi kl. 12.25, djáknasúpa, salat og brauð á vægu verði - allir aldurshópar. Alfanámskeið hefst í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkj- unni um kl. 22. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 10 samverustund foreldra ungra barna. Kl. 18 fundur með for- eldrum fermingarbarna. Kietturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Kl. 18.30 fjölskyldusamvera sem hefst með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19.30 er kennsla og þá er skipt nið- ur í deildir. Allir hjartanlega vel- komnir. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og bænastundir alla fimmtudaga kl. 18 í vetur. HOTEL SKJALDBREIÐ, LAUGAVEGI 16 NYTT HOTEL A BESTA STAÐ í MIÐBORGINNI VETRARTILBOÐ Verðfrá kr. 2.700 á mann i2ja manna herbergi. Morgunverðarhlaðborð innifalið. Frir drykkur á veitingahusinu Vegamótum. Sími 511 6060, fax 511 6070 www. eyj a r.i s/s kj a Id b rei d VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Greinar um sj ómannaafslátt í MORGUNBLAÐINU birtist grein um sjómanna- afsiáttinn. Þar var ekki rétt farið með og síðar birtist önnur grein sem átti að leiðrétta vitleysuna en þar var bara bætt við hana. Sjómannaafsláttur- inn var settur inn sem samningsatriði í kjara- samningum eftir 1950, lík- lega 1952 eða 1953. Að hluta til voru þetta laun. Ég held að þessu hafi verið komið á sem hlunnindum til kaupa á göllum fyrir sjó- menn á þeim tíma. En þetta er látið líta öðruvísi út í dag og sífellt verið að reyna að ná þessum sjó- mannaafslætti af sjómönn- um. Er ég hissa á því að enginn af þeim sem stóðu fyrir því að þetta var sett í samningana á sínum tíma skuli láta heyra í sér. Þegar menn eru að skrifa svona greinar eiga þeir að afla sér upplýsinga um málið áður en skrifað er um það. Sjómaður. Tapað/fundið Hringur í óskilum HRINGUR með perlu fannst í Austurstræti í síð- ustu viku. Upplýsingar í síma 553-2956. Lyklakippa týndist sl. fóstudag við Vallarás 5 í Arbæ. Skilvis finnandi hafi samband í síma 699-6277. Svartur karlmanns- frakki í óskilum SVARTUR karlmanns- frakki fannst í miðbænum sl. sunnudag. Upplýsingar í síma 551-3602. Dýrahald Kanínusystur óska eft- ir góðu heimili Oskað er eftir góðu heimili fyrir tvær hvítar kaninu- systur. Einungis ábyrgðarfullii' dýravinir koma til greina. Upplýsingar í síma 554- 1221 eftir ld. 12. ÖNDUNUM gefið í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Kristinn Víkveiji skrifar... AÐ hefur áður gerst á þessum vettvangi að Víkverji dásamaði kímnigáfu framsóknarmanna, sem honum finnst vera alveg sér á parti, ekki síst fyrir þær sakir, að margir framsóknarmenn hafa alls ekki í hyggju að vera fyndnir, þeg- ar þeir eru hvað drephlægilegastir. í þeim hópi er hinn stórskemmti- legi þingmaður Framsóknarflokks- ins, Guðni Agústsson, sem sendi Víkverja svo skemmtilegar kveðjur þann 19. janúar sl., undir fyrir- sögninni „Blessaður karlinn hann Víkverji", að Víkverji má bókstaf- lega til með að þakka þingmannin- um tilskrifin. Kynningin á grein Guðna í Morgunblaðinu var svohljóðandi: „Hvers vegna kemur Víkverji eins og álfur út úr hól, spyr Guðni Ágústsson, þegar fær- ustu reiðmenn okkar hafa vakið heimsathygli?" Þegar stórt er spurt, verður fátt um svör og raun- ar svo fátt, að Víkverja vefst ekki bara tunga um tönn, heldur einnig um herðar og háls. Eða er það kannski svo, að Víkverji og Guðni Ágústsson hafi ekki sama skilning á því hvað felst í orðinu heimsat- hygli? Víkverji veit að leiðtoga- fundur þeirra Gorbatsjovs og Reagans í Reykjavík í október 1986 vakti heimsathygli og hlaut hann mikla fréttalega umfjöllun í heimspressunni. Sömuleiðis veit Víkverji að Vestmannaeyjagosið 1973 vakti heimsathygli. Einvígi þeirra Fischers og Spasskís 1972 náði einnig að fanga athygli heims- pressunnar og þannig að vekja heimsathygli og nýlegri atburðir í Vatnajökli og hlaupið á Skeiðarár- sandi fóru langleiðina með að fanga athygli heimspressunnar, ekki satt? En að færustu reiðmenn okk- ar hafi vakið heimsathygli, um það hefur Víkverji aldrei heyrt, nema frá Guðna Agústssyni og fullyrðing hans nægir einfaldlega ekki til þess að sannfæra Víkverja. xxx VÍKVERJI stenst ekki freisting- una og vitnar aftur orðrétt í greinarkorn Guðna, því vel má vera að einhverjir hafi misst af greininni: ,Auðvitað finnur maður að þekk- ingu Víkverja eru takmörk sett og bundin því mannlega hjarta sem pennanum stýrir." Ef einhver er svo snjall, að geta ráðið í merkingu þessarar setningar, þá væri Vík- verji þakklátur íyrir hvers konar leiðbeiningar, sem leiða myndu til skilnings hjá blessuðum karlinum honum Víkverja. xxx OG enn ein bein tilvitnun: „Hvort Víkverji er tvíhöfði eða ekki, skrifaður af einum manni eða fleirum skiptir ekki máli. Víkverji er persóna sem oft fjallar um mál með athyglisverðum hætti. Vík- verji kann að vera kona, þær fara oft í skrifum og málflutningi fram af meira næmi og hógværð." Hér rís stíll greinarhöfundar hvað hæst, á því leikur ei nokkur vafi, en þrátt fyrir skemmtileg tilskrif þingmannsins til blessaðs karlsins hans Víkverja, sem að hans mati gæti verið tvíhöfði, karl eða kona, þá hefur þingmaðurinn í engu svarað spurningum Víkverja um landslið hestamanna, svo Víkverji ætlar bara að endurtaka og um- orða nokkrar þeirra: Hver á að standa straum af kostnaði? Hver á að borga brúsann? Hvað á þessi rómantíska sveitasýn framsókn- arþingmannanna að kosta í heild? Hvað eru framsóknarþingmennirn- ir að hugsa? Eru þeir yfirleitt eitt- hvað að hugsa?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.