Morgunblaðið - 27.01.1999, Page 50
50 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK I FRÉTTUM
Forvitnilegar bækur
Súrreal-
Námskeið og bók fyrir fólk í giftingarhugleiðingum
FRÆGT varð hjónaband hinnar 26 ára Önnu Nicole Smith og
olíujöfursins J. Howard Marshall II sem var 89 ára.
GINIE Sayles, höfundur bókar og
námskeiðs um hvernig landa eigi
ríkum maka.
Betra er fé í
en falin ást í
ismi í
strætó
Ljósmyndabókin 25 ára og yngri. Rit-
stjóri: Alice Rose George. Doubleta-
ke/Norton: New York árið 1997, 173
bls. Bóksala Stúdenta 3278 kr.
Tuttugu og fímm ljósmyndarar
eiga verk í þessari bók og allir eiga
þeir það sameiginlegt að vera tutt-
ugu og fímm ára eða yngri. Hug-
myndin að baki þessari bók var sú
að skoða hvernig ungir ljósmynd-
arar sjá heiminn. Aldurstakmarkið
var haft 25 ár til að ná ljósmyndur-
um sem ekki væru orðnir fagmenn,
en væru þó eitthvað meira en
áhugamenn.
Viðfangsefni og tækni þessara
ljósmyndara er ótrúleg. I bókinni
fínnast allt frá ofurrealískum
myndum af fólki í strætó og sjálfs-
myndum sem skrifað hefur verið
inn á, að klippimyndum um þján-
ingu. Það kom sérstaklega á óvart
hve stór hluti verkanna sýndu
uppstilltar senur frekar en tilvilj-
unarkennd augnablik. Ljósmynd-
ararnir hika greinilega ekki við að
endurskapa veruleikann eftir eigin
höfði, þeir eru því ekki bara að
skrá það sem þeir sjá heldur búa
til eigin sýn. Þeir era ekki sækja
myndefni út fyrir þann heim sem
þeir lifa og hrærast í heldur era
flestir þeirra að mynda sinn nán-
asta veraleika.
Verk þessara Ijósmyndara eiga
það flest sameiginlegt að myndir
þeirra endurspegla depurð, ein-
manaleika og harðan hversdags-
leikann. Þó er yfirbragðið ekki
vonleysi heldur íhugun, þeir eru
að kanna heiminn í kringum sig,
leita að svörum við margvíslegum
spurningum og trúa að verk
þeirra geti breytt einhverju. I
heild er þetta áhrifarík og einlæg
bók sem vekur mann til umhugs-
unar um hvað lífið hefur upp á að
bjóða.
Elsa Eiríksdóttir
EKKI EYÐA tíma þínum í að
leita að ástinni. Hugsaðu um eitt-
hvað sem betra er að festa hönd
á, eins og beinharða peninga.
Þessi ráðlegging er sú fyrsta
af mörgum sem nemendur nám-
skeiðsins „Hvernig á að giftast
til Qár“ fá að heyra, en nám-
skeiðið er eitt vinsælasta nám-
skeiðið fyrir fullorðna í New
York um þessar mundir, og
kemur víst fáum á óvart.
„Fáðu ekki samviskubit. Þeir
ríku munu giftast einhverjum.
Af hverju ekki þér?“ segir kenn-
arinn Ginie Sayles við nemenda-
hópinn sem hefur troðið sér inn
í salinn. Það verður troðningur
þær vikur sem námskeiðið
stendur. Nemendur hennar, sem
flestar eru konur, kinka kolli og
skrifa samviskusamlega niður
spekina í glósubækurnar.
Kennslustund dagsins tekur
Qórar klukkustundir og á þeim
tíma verður glósubókin hálffull af
ráðum um hvernig eigi að landa
þeim stóra. Ráðin eru allt frá því
að vekja á sér athygli og að
fíóknum útfærslum á því að koma
„þeim stóra" upp að altarinu.
Kennarinn nálgast viðfangs-
efnið af ástríðu farandpredikar-
ans og af nákvæmni bókarans
og ráðleggur nemendunum að
nálgast „viðfangsefnið" var-
færnislega. Vænlegt er að kanna
væntanlega erfingja, en þá má
oft hitta á góðgerðarsamkomum
eða á listanámskeiðum. Annar
möguleiki eru ríkir menn sem
þekktir eru fyrir að taka
áhættu, hafa jafnvel það orðspor
að bera upp bónorðið á öðru
stefnumóti eða þá ríkir menn
sem eru þjakaðir af samvisku-
semi yfír auðnum, en að sögn
Sayles eru þeir lík-
legastir til að giftast
konum sem eiga
börn.
Þetta er aðeins
byijunin. Á eftir
fylgja leiðbeiningar
um að komast í fíiiu
veislurnar, hvernig
best sé að klæða
sig, en þar Ieggur
Sayles áherslu á
að náttúruleg efni
séu ætíð betri
kostur en gervi-
efni. Ekki má
gleyma góðum
siðum og að
komast klakk-
laust úr
límósínu er
nauðsynleg
hæfni hverri
konu sem
hyggst ná í
auðugan eig-
inmann.
Eins og í
fasteignavið-
skiptum eru
þijár meginreglur í leitinni að
ríka eiginmanninum og þær eru
staðsetning, staðsetning og aft-
ur staðsetning. Sá ríki gæti ver-
ið á vinnustað (þá er um að gera
að fá sér vinnu á Wall Street),
eða í trúarsöfnuði (best að fara í
trúarhús gyðinga), eða bara í
næsta dagblaði og þá er best að
lesa dánartilkynningarnar og
kanna erfíngjana. Svo gæti
alltaf svo ólíklega verið að sá
ríki leynist í nágrenninu en til
að auka þær líkur borgar sig að
flytja í gott hverfí og ávallt er
góður kostur að leggja við hlið-
ina á ríkmannlegum bílum.
Farðu á stefnumót
„Sláðu ekki slöku við,“ segir Sa-
yles. „Farðu á stefnumót með
öllum sem til greina koma, svo
fremi að þeir séu andlega heilir
og andi ennþá!“ En hún lætur
varnarorð fylgja með. „Ef ein-
hver segist elska þig en eyðir
ekki peningum, er það Iygi.“
Rétt tímasetning er einnig
lykilatriði. Ef bónorðið er ekki
borið upp á fyrstu sjö mánuðum
sambandsins minnka líkur á
hjónabandi all verulega. Sayles
mælir því á móti löngum trúlof-
unum og telur vænlegra að
reyna að koma væntanlegum
eiginmanni í ferðalag Iangt frá
fjölskyklu og vinum og hamra
járnið meðan það er heitt.
Á meðan Sayles þylur upp
ráðleggingar með sinni hun-
angsblíðu suðurríkjarödd, bend-
ir demantahlaðin vinstri hönd
hennar á aðalatriði málsins á
töfíunni, og nemendurnir fylgj-
ast dolfallnir með. „Við verðum
að viðurkenna það,“ segir einn
nemandinn sem er hjúkrunar-
kona að mennt, „að það er auð-
veldara að elska aula ef hann er
ríkur, heldur en fátækur.“ Und-
ir það tekur vinkona hennar
sem er vefhönnuður á tvítugs-
aldri og segir að í það minnsta
fáirðu einhveijar bætur fyrir að
umbera þann ríka.
Eiginmaður Sayles, Reed,
kemur iðulega með henni á
námskeiðin og situr úti í horni
eins og sýnishorn af því
„lukkutrölli" sem nemendur
hugsanlega geta krækt í að
námskeiðinu loknu. Hann er að
sjálfsögðu ríkur og Sayles lýsir
honum sem farsælum fulltrúa ol-
íubransans. Þau hittust og giftu
sig fyrir Ijórtán árum.
Brosir út í annað
Reed segir yfírleitt ekkert í
tímunum, en oft má sjá hann
brosa í kampinn yfir ráðlegging-
um eiginkonunnar. Hann lætur
sögu hennar um tilhugalíf þeirra
ekkert á sig fá. „Honum fínnst
það bara fyndið,“ segir Sayles.
„Hann er einn af þeim herra-
mönnum sem veit að konur beita
hendi
skógi
sinuin eigin, sætu klækjum."
Hjónakornin giftust eftir að-
eins þriggja mánaða kynni. Hún
hafði verið tvígift og hann hafði
þrjú hjónabönd að baki. Reynd-
ar fór gifting þeirra fram að-
eins tveimur dögum eftir að síð-
asti skilnaður Reed gekk í gegn.
„Eg kann að meta hreinskilni
hennar í peningamálum," skrif-
ar Reed í formála bókar Sayles
sem ber sama nafn og nám-
skeiðið. „Eins og hún hefur sagt
er gullgrafarinn besti félagi
gulleigandans," bætir hann við.
Reed á þó sinn hluta í nám-
skeiðahaldi eiginkonunnar, en
hún hafði áður verið með nám-
skeið í listinni að daðra. Það var
nefnilega hann sem benti henni
á að setja daðrið í annað og efn-
ismeira samhengi.
Ginie Sayles hefur gert fyrir-
myndina að hjónabandi sínu að
iðnaði sem stendur m.a. fyrir
námskeiðum og bókaútgáfu. Ný
bók frá Sayles er væntanleg
með vorinu og ber hún nafnið
„Hvernig hitta á þá ríku: við-
skipti, vinátta eða rómantík."
Einnig býður Sayles upp á
einkatíma og kostar tíminn 175
doliara en ef tíminn er lengri
getur hann kostað allt að 1500
dollurum, eða meira en 100 þús-
und krónur.
Árangur er góð auglýsing
Sayles hefur á reiðum höndum
sögur um fyrrverandi nemendur
sem hafa náð sér í ríka maka og
sýnir póstkort hvaðanæva frá
glæsilegum frístundastöðum til
að sanna mál sitt. Uppáhalds-
saga liennar er af konu einni
sem náði sér í ríkan mann eftir
námskeiðið. Sjálfstraust hennar
óx í samræmi við fenginn og því
ákvað hún að fara aftur í skóla
og ljúka menntun sinni. „Þó það
væri ekki nema það að hjálpa
fólki til að auka sjálfstraustið og
gera það hæft til að umgangast
hvern sem er, þá myndi ég líta á
það sem sigur,“ segir Sayles.
Þótt mörgum þyki eflaust að-
ferðafræði Sayles kaldranaleg
og úthugsuð segist hún þó sækj-
ast jafn mikið eftir ástríku
hjónabandi og hver annar. „Ég
segi engum að það sé nauðsyn-
Iegt að giftast einhverjum rík-
um. Ég vil að fólk sé hamingju-
samt og vil einungis opna þenn-
an möguleika." En hún bætir
við að þó sé engin ástæða til
annars en að reyna að fá
stærsta gullhringinn á brúð-
kaupsdaginn. „Peningahyggja?
Ég kann vel við það orð,“ segir
hún. „Ég skammast mín ekkert
fyrir það. Ég held að þessi hugs-
unarháttur sýni að fólk meti sig
sjálft að verðleikum. Óskaðu
þér til hamingju að hafa náð
þeim áfanga að eiga aðeins það
besta skilið."
Avit
Bovary og
Sókratesar
Forvitnilegar bækur
THE
compl:
PROSE
OF
wm-iouT feaTi iers
GETTING EVEN
SIDE EFFECTS
Prósasafn Woody Allens. The Com-
plete Prose of Woody Allen. Höfund-
ur: Woody Allen, Wings Books, New
Jersey 1994, 474 bls. Mál og menn-
ing, innb., kr. 1395.
ÞETTA veglega ritsafn sam-
anstendur af þremur styttri bókum
sem komu upphaflega út á árunum
1966 til 1975. Woody Allen hóf feril
sinn sem handritshöfundur og leik-
ari í hinni ógleymanlegu mynd
„Hvað segirðu í fréttum, kisulóra?“
(What’s New Pussycat? 1964). Síð-
an þá hefur hann skrifað, leikstýrt
og leikið í slíkum fjölda kvikmynda
að teljast verður með endemum.
Söguraar, greinamar og einþátt-
ungamir í þessu safni eru skrifuð af
sama húmor og einkennir helst fyrri
kvikmyndir hans. Súrrealískt grín á
ameríska vísu, frá þeim tíma þegar
brandarar sneru út úr gáfulegum
málefnum og þóttu því fyndnari sem
þeir voru óskiljanlegri.
Allen tekur hér fyrir mörg mál
sem hafa alltaf verið honum ofar-
lega í huga. Guð (eða guðleysi),
kvenmenn (eða kvenmannsleysi),
hugsuðir 19. aldar, Abraham
Lincoln, Freud og foringjar
Þriðja ríkisins. Sögurnar, eða
greinarnar eru oft settar upp sem
uppskáldaðar ritgerðir eða pistl-
ar. T.d. leiðarvísir um lítt þekkta
balletta, æviágrip mannsins sem
fann upp samlokuna, The Earl of
Sandwich (1718 - 1792), og í einni
sögunni birtist maðurinn með ljá-
inn, ein af uppáhaldspersónum
Allens.
Sumar sögurnar eru eiginlega
ekki um neitt, hreinasta bull. Þær
eru gott dæmi um afburðarhæfi-
leika hans á því sviði, að geta bull-
að og verið fyndinn um leið. Síð-
asta bókin í safninu er að mörgu
leyti sú besta því að hún er fjöl-
breyttari. Þar eru nokkrar úthugs-
aðar og snyrtilega útfærðar sögur
sem hafa aðeins öðruvísi skemmt-
anagildi en óstöðvandi brand-
araflæðið. Má í því samhengi nefna
varnarræðu Allens, þar sem litli
taugaveiklaði gleraugnagámurinn
setur sig í spor Sókratesar síðustu
stundirnar í fangelsinu.
Og ekki má gleyma sögunni um
herra Kugelmass sem tekst með
aðstoð galdramanns að komast í
ástarsamband við bókmenntaper-
sónuna Emmu Bovary, en framhjá-
hald hans fer ekki jafn leynt og
hann heldur. Bókmenntafræðingar
um allan heim reka upp stór augu
þegar einhver sköllóttur gyðingur
birtist á bls. 100 og fer að kyssa
Madame Bovary. Sú saga er með
þeim bestu í safninu og minnir tals-
vert á stuttu sögurnar í
„Deconstracting Harry.“
Þessa bók er gott að eiga og
glugga í annað slagið til að komast
í gott skap, en hætt er við að þeir
haldi ekki sönsum sem lesa hana
alla í einu.
Úlfur Eldjárn