Morgunblaðið - 09.02.1999, Qupperneq 18
18 C ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Mikil verkefni fyrir
íslenzka arkitekta
og byggingarmenn
í Grænlandi
Það yrði tvímælalaus ávinningur fyrir bæði
✓
Islendinga Grænlendinga að eiga með
sér gott samstarf í skipulags- og bygging-
armálum, segir Gestur Olafsson arkitekt
op; skipulagsfræðinffur. Magnús Sigurðs-
son kynnti sér viðhorf hans.
FRÁ Nuuk, höfuðstað Grænlands. í Grænlandi gæti verið mikil þörf fyrir íslenzka arkitekta og byggingar-
menn, en þar í landi þarf að byggja 1500 íbúðir á næstu árum, þar af 1200 í Nuuk.
AÆTLAÐ er, að á næstu árum
þurfi að byggja 1500 íbúðir á
Grænlandi, þar af 1200 íbúðir í höf-
uðstað Grænlands, Nuuk. Þar gæti
því verið mikil þörf fyrir íslenzka
arkitekta og byggingarmenn. Kom
þetta fram í viðtali við Gest Olafs-
son, framkvæmdastjóra Skipulags-
arkitekta- og verkfræðistofunnar í
Reykjavík
Rætt vai- við Gest í tilefni þess,
að tveimur hópum íslenzkra arki-
tekta var nýverið boðið að taka
þátt í norrænni samkeppni um
skipulag og hönnun íbúða á Græn-
landi, sem fram fer á vegum Gron-
landsbankens Erhvervsfond. Auk
þeirra er boðið til þátttöku hópum
arkitekta frá Grænlandi, Dan-
mörku, Svíþjóð, Færeyjum og
Noregi.
Islenzku aðilarnir eru annars
vegar Batteríið ehf. arkitektar,
Þingholtsstræti 27, Reykjavík. I
þessum hópi eru m.a. arkitektarnir
Arnór Skúlason, Gunnar Ottóson,
Jón Olafur Olafsson, Kári Eiríks-
son og Sigurður Einarsson. Fram-
kvæmdastjóri Batterísins er Sig-
urður Einarsson.
Hinn íslenzki hópurinn eru
starfsmenn Skipulags-, arkitekta-
og verkfræðistofunnar ehf., Garða-
stræti 17, Reykjavík í samvinnu við
Architecten en Ingenieursburau
Kristinsson BV. I þessum hópi eru
m. a. arkitektarnir Alena And-
erlova, Gestur Olafsson, Haukur
Viktorsson, Guðrún Jónsdóttir,
Jón Kristinsson, Knútur Jeppesen
og Pétur Öm Björnsson.
Ibúðir taki mið
af aðstæðum
„Markmiðið með þessari sam-
keppni er að stuðla að hönnun
íbúða sem henta við ríkjandi að-
stæður, hvetja til notkunar nýrrar
tækni og auka framleiðni í íbúðar-
byggingum,“ sagði Gestur Ólafs-
son.
„Undanfarna áratugi hafa ís-
lensk byggingarfyrirtæki tekið í
vaxandi mæli þátt í mannvirkja-
gerð á Grænlandi. Að mörgu leyti
verður að telja eðhlegt að þær
þjóðir sem byggja Island og Græn-
land hafi með sér gott samstarf
hvað viðvíkur byggingarstarfsemi
og byggingarrannsóknum.
Þessi lönd liggja á svipaðri
breiddargráðu, veðurfar í þessum
löndum er að mörgu leyti svipað,
mannvirki þurfa að þola mikið veð-
urálag, auk þess sem íbúarnir
dvelja að verulegu leyti innan dyra
yfir vetrarmánuðina. Við skipulag
byggðar er líka við svipuð vanda-
mál að etja, þótt um ákveðna sér-
stöðu sé þar einnig að ræða.
Það ætti því að vera tvímælalaus
ávinningur fyrir báðar þessar þjóð-
ir að eiga með sér gott samstarf í
skipulags og byggingarmálum og
vinna markvisst að því að ná saman
og gera aðgengilega þá þekkingu
og reynslu sem þarf til nútíma
mannvirkjagerðar á norðlægum
slóðum og til þess að íbúar þessara
landa geti látið sér h'ða vel á hvaða
tíma árs sem er.
Veðurfar á ekki lengur að koma í
veg fyrir að við getum lifað álíka
lífi og þær þjóðir sem búa sunnar
og að við getum gert það sem hug-
ur okkar stendur til, hvenær árs
sem er. Þessi sérþekking getur líka
komið í veg fyrir að gerð verði
mjög afdrifarík og kostnaðarsöm
mistök í mannvirkjagerð.
Báðar þessar þjóðir vilja leggja
mikla áherslu á sjálfbæra þróun og
vistvænt umhverfi og án efa getum
við líka átt mikilvæga samleið á því
sviði.“
Oft við ramman
reip að draga
Af þessum sökum segir Gestur
það sérstakt ánægjuefni, að tveir
hópar íslenskra arkitekta skyldu
vera valdir til þess að taka þátt í
framangreindri samkeppni um
skipulag og hönnun íbúða á Græn-
landi, sem Gronlandsbunkens Er-
hvervsfond býður út. „Fyrirtæki
íslenskra arkitekta hafa á undan-
förnum árum verið að hasla sér völl
víða erlendis, þótt þar hafi oft verið
við ramman reip að draga,“ segir
Gestur. „Skilningur opinberra aðila
á þessari viðleitni hefur samt til
þessa varla verið merkjanlegur.
Hér á landi er heldur enginn
arkitektaskóli sem getur veitt
svona viðleitni nauðsynlegan bak-
stuðning. Auk þess hefur þá aðila,
sem þetta hafa reynt, bæði skort
áhættufjái-magn og grundvallar-
rannsóknir. Hér er því langt frá því
að við sitjum við sama borð og
samkeppnisþjóðir okkar. Það vill
líka stundum gleymast, að oft eru
það arkitektar, sem opna öðrum
tæknimönnum leið til fjölbreyttra
verkefna á erlendri grund, þótt yf-
FASTEIGN ER FRAMTIÐ
FASTEIGNA
SÍMI 568 7768
MIÐLUN
Suöurlandsbraut 12,108 Reykjavík
fax 568 7072
Þór Þorgeirsson, sölum Brynjar Fransson, sölum.
Heimasíða: http://www.fastmidl.is//
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18. og 13-15 sunnudaga
Sverrir Kristjánsson
lögg. Fasteignasali
Brynjar Fransson, sölum.
IBUÐARHUSNÆÐI OSKAST
• Sérbýli meö bílskúr, verðhugmynd 9-11 m.
• Vantar 2ja íbúða hús í Grafarvogi
• Einbýlishús á einni hæð í Grafarvogi, Kópavogi, Breiðholti og
öðrum hverfum
• Vantar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í Þingholtum, Hlíðum og
Vesturbæ
• Vantar sérhæðir í Þingholtum, Vesturbæ og Hlíðum
• Vantar sérbýli í Kópavogi og Garðabæ
• Vantar einbýlishús miðsvæðis í Reykjavík. Verð 20-40 millj.
ÞVERBREKKA - KÓP. 4ra her-
bergja 104 fm endaíbúð á 7. hæð í
lyftuhúsi. íbúðin er m.a. stofa og
borðstofa með miklu útsýni, 3 svefn-
herb., tvennar svalir. Parket á allri
íbúðinni. Áhv. 4,0 m. húsbréf. Verð
7,2 m.
3ja herbergja
VESTURBÆR 3ja herb. 94 fm íbúð
á 2. hæð í þríbýlishúsi á þessum
vinsæla stað í Vesturbænum.
Rað- og parhús
DALHÚS Glæsilegt og mjög
vandað 211 fm parhús með innb.
bílskúr innst í botnlanga. Húsið
stendur á fallegum stað við óbyggt
svæði. Rúmgóðar stofur, garðstofa,
glæsilegt eldhús, 3-4 svefnherb.
Skipti á minni eign. Verð 16,7 m.
I NAGRENNI LANDSPITAL-
ANS 3ja herb. 91 fm íbúð á 2.
hæð (efstu) í fjórbýli ásamt 32 fm
bílskúr. (búðin er stofa, tvö svefn-
herb., nýlegt eldhús, flísalagt bað.
Áhv. 4,5 m. byggsj. og lífsj. Verð
9,2 m.
Sérhæðir
NJÖRVASUND - SÉRHÆÐ
Til sölu björt og vel skipulögð ca
125 fm neðri sérhæð. Stór stofa
og 4 svefnherbergi, Parket og
önnur góð gólfefni. Verð 11,2
millj.
4ra herbergja
FROSTAFOLD - GÓÐ LÁN 4ra
herb. 112 fm íbúð á 5. hæð í lyftu-
húsi. íbúðin er rúmgóð stofa, 3 rúm-
góð herb., rúmgott eldhús og bað.
Þvottaherb. í íbúð. Húsvörður.
Glæsilegt útsýni. Áhv. 5,0 m. byggsj.
Verð aðeins 8,9 m.
2ja herbergja
KLEPPSVEGUR 2ja herb. 75 fm
íbúð f kjallara f fjölbýli. íbúðin er rúm-
góð stofa og borðstofa, rúmgott
svefnherb., nýlegt eldhús og rúmgott
baðherbergi. Skipti á 3ja-4ra herb.
íbúð koma til greina. Ahv. 2,9 m.
húsbréf. Verð 5,6 m.
Nýbyggingar
BARÐASTAÐIR Til sölu 3ja her-
bergja 101 fm endaíbúð í 16 íbúða
húsi sem er í byggingu. (búðin verð-
ur afhent fullbúin með vönduðum
gólfefnum. (búðin afhendist 15. júní
1999. Verð 8.600 þ. Möguleiki að fá
keyptan bílskúr.
BARÐASTAÐIR Til sölu 4ra her-
bergja 107 fm endaíbúðir á 2. og 3.
hæð í 16 íbúða húsi sem er í bygg-
ingu. íbúðirnar verða afhentar fullbún-
ar með vönduðum gólfefnum. íbúðirn-
ar afhendast 15. júnf 1999. Verð 9.700
þ. Möguleiki að fá keyptan bílskúr.
ATVINNUHUSNÆÐI
VERSLUN - IÐNAÐUR - SKRIFSTOFUR Til sölu skammt frá
gamla bænum 475 fm verslunar- eða iðnaðarhúsnæði og í sama húsi
ca 300 fm skrifstofuhæð. Teikning og nánari uppl. á skrifstofu.
MIÐHRAUN I GARÐABÆ
SKÚLATÚN - SKRIFST. Til sölu ca. 179 fm skrifstofuhæð, 5-6 herb.
ofl. Laus fljótt. Gott verð.
ÍBÚÐ - ATVINNUHÚS - STANGARHYLUR NÝTT í einkasölu, mjög
gott steinhús 2x144 fm. Á neðrihæð er skrifstofa,salur,snyrting og
geymsla. Góðar innkeyrsludyr. Á efri hæð er ný innréttuð og mjög góð
4-5 herbergja íbúð. Gott útipláss.
VESTURVÖR - KÓPAV. Til sölu mjög gott steinhús, byggt 1980
ca 420 fm með milliloftum. Mikil lofthæð, þrjár stórar rafdrifnar inn-
keyrsluhurðir. Góð aðstaða fyrir starfsm. og skrifstofa. Góð aðkoma
og st. lóð þar sem er hægt að byggja allt að 800 fm hús.
GAMLI VESTURBÆRINN í einkasölu á góðum stað (hornlóð) í
gamla Vesturbænum ca 200 fm verslunar- eða iðnaðar húsnæði,
ásamt ca 70 fm ósamþ.íbúð og ca 110 fm geymsluskúr á baklóð. Hús
og aðstaða sem gefur mikla möguleika. Verð á öllu kr. 18,0 millj. Mögu-
leiki er á að lána traustum kaupanda allt að 80% kaupverðsins.
ATVINNUHÚSNÆÐI VANTAR
Verslunarhúsnæði óskast
ÓSKUM EFTIR 150-200 fm verslunarhúsnæði undir sérverslun við
Laugaveg eða á öðru verslunarsvæði. Staðgreiðsla í boði fyrir frétta
eign. Losun eftir 1 -2 ár.
ÓSKUM EFTIR 1500-3500 fm vel staðsettu húsnæði undir verslunar-
rekstur á stór-Reykjavíkursvæðinu. Ýmislegt kemur til greina. Húsnæðið
þarf ekki að losna fyrr en á árinu 2000-2001.
TVÖHUNDRUÐ - MILLJÓNIR í BOÐI
Fasteignamiðlun leitar að eign fyrir fjárfesta sem þurfa að kaupa á árinu
fyrir allt að kr. 200.000.000. Æskilegt er að eign/eignir séu í leigu. Gjarn-
an er leitað að góðu nýlegu húsnæði.
VANTAR HÚS/HÆÐ 1000-1500 fm fyrir lager, helst innan Elliðaáa
með góðu útiplássi.
VANTAR 800-1200 fm húsnæði fyrir heildsölu sem verslar með grófa
vöru (járn), æskilegust staðsetning nálægt hafnarsvæði eða á Ártúns-
höfða.
VANTAR 200-400 fm góða skrifstofuhæð innan Elliðaáa.
LJÓSALIND - KÓP. Til sölu
tvær 4ra herb. 123 fm endaíbúðir í
12 íbúða húsi. íbúðirnar verða af-
hentar fullbúnar innan án gólfefna.
(búðirnar afhendast í janúar árið
2000. Verð 10,4 m. Möguleiki að
fá keyptan bílskúr.
VESTURTUN - BESSA-
STAÐAHR. 148 fm endaraðhús
sem er hæð og ris ásamt 30 fm
innbyggðum bílskúr. Húsið er
með 4 svefnherb. og afhendist til-
búið til innréttingar að innan en
fullbúið að utan með tyrfðri lóð í
apríl nk. Húsið er teiknað af Vífli
Magnússyni. Áhv. 6,0 m. húsbréf.
Verð 12,5 m.