Morgunblaðið - 09.02.1999, Síða 20

Morgunblaðið - 09.02.1999, Síða 20
20 C ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Veiku punktarnir verða sterkir á örlagastundu Lagnafréttir Stundum heyrast þær raddir, að öryggis- ventlar séu með öllu óþarfir í hitakerfum, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Þetta er ekki rétt. Oryggisventlar hafa oft komið í veg fyrir mikinn skaða. Morgunblaðið/RAX NU ERU veður öll válynd og ekki annað að gera en þreyja þorrann og góuna, en því miður berast fregnir af ýmiss konar hermdarverkum Kára. Þessi mynd var tekin í óveðri á Hellissandi. GUFUVÉLIN er af flestum rak- in til Skotans James Watt og gjarnan nefnt ártalið 1763, en gufu- vélin er miklu eldri og margir höfðu komið við sögu hennar á undan Skotanum, fyrsta vélin er jafnvel talin hafa verið gerð í Alexandríu í Egyptalandi 130 árum fyrir Krists burð. En eitt af því fyrsta sem menn gerðu sér grein fyrir, þó efalaust eftir mörg óhöpp og slys, var „veiki punkturinn“, hann var mikilvæg- asta öryggið. Þannig varð öryggisventillinn til, ventill sem opnaðist við ákveðinn þrýsting og hleypti gufunni út, þannig kom hann í veg fyrir að stór- slys og miklar skemmdir yi-ðu á skipum eða heilum verksmiðjum. Ekki síður kom öryggisventillinn í veg fyrir örkuml og dauða þeirra sem voru að vinna í námunda við gufuvélamar. Sögur era til um það að í upphafi eimskipaaldar hafi skipstjórum hlaupið kapp í kinn og lagt í æðis- gengnar kappsiglingar og jafnvel sett helsi á öryggisventil vélarinnar svo hann gat ekki opnast, þannig fékkst meira afl og með því var hægt að skáka keppinautinum. En því miður fór það oft á annan veg, menn skákuðu sjálfum sér og skipshöfn sinni beina leið yfir í ann- an heim, þegar gufuvélin sprakk í loft upp og skipið þar með. Engum slíkum sögum fer af ís- lenskum skipstjórum eftir að eim- skipin hófu Islandssiglingar. Það er ekki víst að almennt geri menn sér ljóst hvað felst í heiti stærsta skipafélags hérlendis, Eim- skipafélags Islands. Það var skýrt eftir þeirrar tíðar tækni þegar það var stofnað, en gufa og eimur er tvö nöfn á sama fyrirbæri, sem þekkist á hverju heimili þegar gleymst hef- ur að lækka strauminn undir kart- öflupottinum, þá streymir gufa upp úr honum og jafnvel sýður uppúr. Oryggisventlar eru víða Enn þann dag í dag eru settir ör- yggisventlar á öll hitakerfi, en stund- um heyrast þær raddir að þeir séu með öllu óþarfir, þrýstingur sé það lítill að engin hætta sé á ferðum. Þetta er ekki rétt, þó ekki sé um lífshættu að ræða hafa öryggis- ventlar oft komið í veg fyrir mikinn skaða. Það kemur fyrir að of mikill þrýstingur kemst inná hitakei-fi og ef öryggisventillinn ekki hleypir út yfirþrýstingi, hvað gerist þá? Næsti „veiki punkturinn“ tekur við og í flestum tilfellum eru það ofnarnir, þá er að sjálfsögðu átt við stálofna sem eru nær eingöngu notaðir í nýiTÍ byggingum. En því miður er lítið hirt um við- hald lagnakerfa og eitt af því sem gengur úr sér er öryggisventillinn. Með tímanum verður hann stirður, jafnvel fastur, með þeim afleiðing- um að hann opnast ekki á ögur- stundu. Stundum slappast hann og á sunnudegi fer hann að væla og gefa frá sér litla bunu af heitu vatni og fljótlega fyllast hitakerfm af gufu. Ráðagóður húseigandi bjargar mál- unUm sjálfur, skýst í Metró, kaupir tappa og teflonrúllu og skrúfar í stútinn, ekkert vatn, engin gufa og ekki heldur neinn öi'yggisventill. Því ekki „veikir punktar" víðar? Ef við ofhlöðum rafkerfið, eins við samleiðslur eða útleiðslur, slá öryggin út, straumurinn fer af kerf- inu. Þessi tækni hefur verið þróuð enn frekar með lekaliðanum, hann hefur ábyggilega bjargað mörgum mannslífum og gerir jarðtengingu rafkerfa ekki eins mikilvæga og áð- ur þó sjálfsögð sé, en hún byggist eins og alkunnugt er á eldingavara Benjamíns Franklín. A hverri bílvél er innsteyptur tappi á blokk vélarinnar, sem á að spýtast út og bjarga henni frá því að springa ef kælivatnið frýs, en bjargar þó ekki alltaf. Nú eru veður öll válynd og ekki annað að gera en þreyja þorrann og góuna, en því miður berast fregnir af ýmiss konar hermdarverkum Kára, heilu þökin af hlöðum og skemmum hverfa út í buskann, einn Hornfirðingur fékk- meira að segja óvænta flugferð flugvélarlaust. Ónnur þök hafa tæst og kurlast í sundur undan ofurefli vindanna. I flestum tilfellum hefði mátt koma í veg fyrir þessa eyðileggingu og þann skaða sem menn verða fyr- ir með þessari einföldu en sjálf- sögðu tækni, sem notuð er við gufu- vélar og ekki síður raf- og hitakerfi. Þetta væri einfaldlega gert með því að setja „veika punkta" eða ör- yggisventla á öll þök þar sem búast má við að æðandi vindar geti mynd- að yfirþrýsting, sem verður að svo miklum krafti að lyft getur heilum þökum og slitið allar festingar. Þetta yrði einfaldlega gert með flekum á þaki eða göflum sem væi'u með miklu veikari festingar en þök- in að öðru leyti. Þegar vindurinn æðir og yfir- þrýstingur myndast undir þakinu opnast flekarnir og þrýstingurinn kemst út ekki síður en inn, flekarnir geta hinsvegar hangið fastir svo þeir skapi ekki hættur fyrir menn og málleysingja. Þannig björgum við ofnunum frá því að springa og þannig er auðvelt að koma í veg fyrir að heilu þökin springi, sem oft hefur í fór með sér miklu meiri skaða en á þökunum eingöngu. Sjálfsmynd af Rembrandt ÞAÐ VERÐUR varla komist lengra í hýbýlaprýði en að eiga sjálfsmynd eftir hinn fræga hol- lenska málara Rembrandt. FASTEIGMAMIDSTÖÐIM U2US SKIPHOLTI 50B - SÍMI 552 6000 - FAX 552 6005 ehf Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali. Opið virka daga frá ki. 8-12 og 13-17. Raðhús - Parhús SELTJARNARNES Raðhús á tveimur hæðum. Alls 235 fm. Innbyggður bílskúr. Glæsilegt útsýni. Verð 15,0 m. 6250 ARNARHRAUN Góö 122 fm íbúð á fyrstu hæð f þríbýlishúsi. Ibúð mikið endurnýjuð. Sér inngangur. Verð 9,0 m. 5423 ÁLFHÓLSV. NEÐRI SÉRHÆÐ Vorum að fá í sölu 139 fm sérhæð auk 23 fm bílskúrs. Tvennar svalir. Glæsiiegt útsýni. Verð 12,0 m. 5419 BÁRUGATA - SÉRINNG. Falleg 104 fm sérhæð auk bílskúrs. Einstök eign í fallegu steinhúsi sem margir bíða eftir. (búðin skiptist í forstofu, forstofuherb., gang, eldhús, baðherb., tvær stofur og svefnherbergi. Út úr stofu er gengið út á stórar svalir með útgang út í garð. Verð 12,8 m. 5416 4ra herb. og stærri BÓLSTAÐARHLÍÐ - BÍLSKÚR. Mjög góð 4-5 herb. íbúð á fjórðu hæð í góðu fjölbýli. fbúðin er 111 fm auk þess 22 fm bílskúr. Fæst aðeins í skiþtum fyrir minni eign á þessu svæði. 41/1 BÁRUGATA Falleg 85 fm íbúðarhæð sem skiptist I tvær stofur, forstofuherbergi, eldhús, bað og svefnherbergi. Nýtt gler og gluggar. Parket á stofu og gangi, dúkur á öðru. Áhugaverð eign. Laus fljótlega. Áhv. húsbréf 4,0 m. Verð 8,8 m. 3693 ASPARFELL Rúmgóð 107 fm íbúð á fjóðru hæð í lyftuhúsi, 4-5 herb. Tvennar svalir til austurs og suðurs. Nýleg eldhúsinnr. Stofur parketlagðar. Verð 6,9 m. 3692 ENGIHJALLI Ágæt 93 fm fjögurra herb. íbúð á sjöundu hæð í lyftuhúsi. Góð gólfefni. Sameign nýlega máluð og teppalögð. Verð 7,0 m. 3691 3ja herb. íbúöír ALFHOLT HAFNARF. Góð 92 fm þriggja herb. íbúð á jarðhæð. Fullbúin íbúð með sérgarði og -inngangi. Áhv. húsbréf 5,7 m. Laus fljótlega. 2954 HRAUNBÆR Mjög góð 3 herb. 87 fm íbúð með aukaherbergi í kjallara. Parket á gólfum. Gott skápapláss. Húsið er nýviðgert og málað að utan. Snyrtileg sameign. Til greina koma skipti á stærri íbúð í sama hverfi. Verð 6,8 m. 2697 2ja herb. íbúðir NYBYLAVEGUR - BILSKUR Áhugaverð tveggja herb. ibúð á fyrstu hæð með aukaherbergi og sérþvottahúsi á jarðhæð. Rúmgóður innbyggður bílskúr. Verð 7,3 m. 1695 HLÍÐAR SÉRINNG. Mjög rúmgóð 68 fm 2ja herb. ibúð í kjallara i góðu húsi. Eldhúsið endurnýjað fyrir nokkrum árum og bað flísalagt. (búðin er laus. Áhv. 2,8. Verð 6,5 m. 1694 FOSSVOGUR Góð tveggja herb. 45 fm (búð. Sérgarður. Góð staðsetning. 1692 HRAUNBÆR Góð tveggja herb. íbúð á 2. hæð í ágætu fjölbýli. Gott skápapláss. Parket á stofu og herbergi, flfsar á öðru. Verð 4,3 m. 1686 Atvinnuhúsnæði HAFNARSTRÆTI Mjög vönduð skrifstofuhæð á frábærum stað í hjarta miðborgarinnar. Hæðin er alls um 272 fm brúttó. Hæðin hefur öll verið endurnýjuð á smekklegan og vandaðan hátt m.a. nýjar tölvulagnir, rafmagn ofl. Parket á gólfum. Tilbúin til afhendingar strax. 9342 BAKKABRAUT-KÓPAVOGS- HÖFN Áhugavert 120 fm nýtt atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum á frábærum stað við Kópavogshöfn. Til afhendingar fljótlega. Verð 13,0 m. 9341 EINHOLT Gott 455 fm skrifstofu- og verzlun- arhúsnæði á þremur hæðum. Húsnæðið er að hluta í langtímaleigu. Verð 24,0 m. 9339 AUÐBREKKA Til sölu mjög gott atvinnuhúsnæði á einni hæð í nýlega endurbyggðu húsi. Stærð 713 fm. Áhugaverð eign. Verð 32,0 m. 9331 SKIPHOLT 50A Til sölu í þessu glæsilega húsi um 1.600 fm. Um er að ræða skrifstofu- og íþúðarhúsnæði, auk þess stór salur og bílskúrar. Húsnæði á einum besta stað í borginni og í góðu ástandi. Gefur marga nýtingarmöguteika. Góð bílastæði. Nánari uppl. gefur Magnús L. á skrifstofu. 9328 Landsbyggðin HAMAR - KUABU Til sölu jörðin Hamar í Þverárhliðarhreppi, nú Borgarbyggð. Á jörðinni er rekið myndarlegt kúabú. Góðar byggingar. Hitaveita. Framleiðsluréttur um 90 þús. lítrar í mjólk. Nánari uppl. á skrifstofu. 10561 EINSTÖK EIGN Til sölu lögbýli, glæsilega uppbyggt fyrir hestaaðstöðu. Eign sem gefur mikla möguleika. Allar byggingar fyrsta flokks. Eignin er í næsta nágrenni Reykjavíkur. Áhugavert fyrir fjársterka aðila. Nánari uppl. gefur Magnús. 10559 SNÆFELLSNES Til sölu jörð á sunnanverðu Snæfellsnesi. Jörðin er ekki í ábúð en með stóru ibúðarhúsi og eldri útihúsum. Jörðin á landaðsjó. Verð 15,5, m. 10222 ARNESSYSLA Til sölu áhugaverð jörð i Gnúpverjahreppi. Jörðin er ekki landmikil. Ágætar byggingar. Hitaveita. Kjörin jörð t.d. til skógræktar eða fyrir hestamenn. Verð 13,0 m. 10557 VIÐ ELLIÐAVATN Glæsilegt nýlegt hesthús fyrir a.m.k. 12 hross og sumarhús byggt 1982 á frábærum stað við Elliðavatn. Áhugavert fyrir fjársterkan aðila, sem leitar að frábærri staðsetningu í jaðarbyggð. Myndir áskrifstofu. 13415 REYKHOLTSDALUR Til sölu 110 fm einbýli á einni hæð. Húsið stendur á 3.000 fm lóð. Hitaveita. Verð 5,0 m. 14054 AKRANES Til sölu 4ra herb. 110 fm íbúð í fjölbýli við Suðurgötu á Akranesi. Ásett verð 4,8 m. 14225 AKRANES Til sölu 140 fm einbýli auk 47 fm bilskúrs. Húsið er á einni hæð með 5 svefnherb. Verðhugmynd 11,5 m. 14224 ÞINGVALLAHREPPUR Til sölu 5.000 fm eignarlóð í iandi Miðfells i Þingvallahreppi. Lóðin er við Sandskeið, merkt A-gata 3. Staðgreiðsluverð 320 þús. 13403 MOSFELLSDALUR Vorum að fá í sölu 120 fm steinhús á rúmlega 1/2 ha eignarlóð [ Mosfellsdal. Húsið er á einni hæð með ágætu útsýni. Kjörið fyrir þá sem vilja þúa i útjaðri byggðar. Verð 13,5 m. 11128 í NÁGRENNI REYKJAVÍKUR Til sölu um 62 ha í útjaðri Rvikur. Gert er ráð fyrir atvinnuhúsabyggð. Áhugaverð fjárfesting. Nánari uppl. gefur Magnús. 11119 KJALARNES Til sölu 30 ha spilda ofarlega á Kjalarnesi, um 30 km frá Rvik. Kjörið land fyrir hestamenn. Verðhugmynd 7,5 m. 11116 Á söluskrá FM eru núna yfir 50 sumarhús og 60 jarðir í ýmsum stærðum. Póstsendum söluskrár um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.