Morgunblaðið - 24.02.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 24.02.1999, Síða 1
STOFNAÐ 1913 45. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Forstjóri bandaríska seðlabankans flytur skýrslu sína fyrir Bandaríkjaþingi Segir efnahag- inn á góðu róli og snjóflóðahætta því yflrvofandi á stóru svæði. Snjóflóð féll á gamalt bóndabýli í Uri-sýslu í Mið-Sviss. Eins manns er saknað. Stórhríð og snjóflóðahætta kom í gær enn í veg fyrir að hægt væri að bjai'ga þremur frönskum skiða- mönnum, sem urðu innlyksa fyrir viku í 3.000 metra hæð ofan við franska Aipabæinn Pralognan. Ekk- ert hefur frétzt af mönnunum þrem- ur frá því á sunnudag, þegar straum- urinn kláraðist af raíhlöðu farsíma sem einn þeirra var með. Sleitulaus snjókoma hefur fram að þessu komið í veg fyrir að hægt væri að íljúga á þyrlu að staðnum þar sem þremenn- ingai'nir bjuggu um sig í snjóhúsi. * Akært vegna Omagh Dublin. Reuters. ÍRSKA lögreglan tilkynnti í gær- kvöld að í dag yrði maður leiddur fyrir rétt í Dublin og ákærður fyrir aðild að sprengjutilræðinu í Omagh á Norður-írlandi í ágúst á síðasta ári. Tuttugu og níu manns fórust í tilræðinu og yfir 300 særðust en þetta var mannskæðasta ódæðis- verk í sögu átakanna á N-írlandi. „Hið raunverulega IRA“, klofn- ingssamtök úr Irska lýðveldishern- um (IRA), lýsti á sínum tíma ábyrgð á ódæðinu á hendur sér. I’rátt fyrir umfangsmikla rannsókn hefur lög- regla hins vegar ekki fyrr en nú haft næg sönnunargögn í höndun- um til að geta lagt fram ákæru á hendur einstaklingum. Washington. Reuters. ALAN Greenspan, forstjóri banda- ríska seðlabankans, sagði í gær að efnahagur Bandaríkjanna væri á góðu róli en að seðlabankinn væri viðbúinn því að taka í taumana og lækka eða hækka vexti eftir þörfum ef slíkt reyndist nauðsynlegt. Féll gengi hlutabréfa á fjármálamörkuð- um nokkuð í kjölfar yfirlýsinga Greenspans en tók svo við sér á ný. Greenspan flutti í gær Banda- rílgaþingi skýrslu sína um ástand Kosovo-friðarviðræðum lýkur án þess að endanlegt samkomulag sé undirritað Reuters BJÖRGUNARMENN í Evolene í Sviss beittu í gær öllum tiltækum ráðum í leit sinni að frönskum ferðamönn- um sem lentu í snjóflóði þar á mánudag. Voru sagðar litlar líkur á að mennirnir fyndust á lífi. Atta farast í mann- skæðu snjóflóði í Tíról Ziirich, Pralognan, Aosta, Bonn. Reuters. AÐ MINNSTA kosti átta fórust í mannskæðu snjóflóði sem féll á skíðabæinn Galtuer í Tíról í Austur- ríki í gær. Um þrjátíu hafði verið bjargað úr snjónum þegar húma tók en nokkurra sem grafist höfðu undir var enn leitað. Snjóflóð féllu á fleiri stöðum í Ölp- unum í gær og fjölda manns er sakn- að í fjórum löndum sem að fjallgarð- inum liggja, en meira fannfergi er þar nú en elztu menn muna. Tugþús- undir komast hvergi vegna lokaðra vega og járnbrauta og björgunarað- gerðir ganga illa vegna áframhald- andi snjókomu og snjóflóðahættu. Fórst ein kona þegar snjóflóð féll á skíðabæinn Sportgastein í Austur- ríki. í vesturhluta ítölsku Alpanna, rétt við frönsku landamærin, varð snjó- flóð í gær einum að bana og slasaði þrjá heimamenn. Fjallaþorp í grennd við munnann að Mont Blanc- veggöngunum lokuðust af. Snjó hélt áfram að kyngja niður efnahagsmála, líkt og hann ávallt gerir tvisvar á ári, og sagði hann að ýmsir erfiðleikar steðjuðu nú að. Greenspan varaði bæði við aukinni verðbólgu vegna lítils svigrúms í at- vinnulífinu og eins því að efnahags- óreiða annars staðar í heiminum gæti orsakað samdrátt í Bandaríkj- unum. A máli Greenspan mátti hins vegar skilja að heldur líklegra væri að seðlabankinn hækkaði vexti, en að hann lækkaði þá, yrði á annað borð tekin sú ákvörðun að grípa inn í. Vill að menn haldi vöku sinni Greenspan sagði bandarískan efnahag að mörgu leyti standa traustum fótum en lagði þó áherslu á að brugðið gæti til beggja vona á næstum misserum, og að menn yrðu því að vera við öllu búnir. Spáði hann því að hagvöxtur í Bandaríkjunum yrði nokkru minni á þessu ári en því síðasta en sagði þó ekkert benda til, enn sem komið væri, að verðbólga myndi aukast. Nokkur lækkun varð á hluta- bréfamarkaði í kjölfar yfirlýsinga Greenspans enda voru orð hans túlkuð sem viðvörun um að seðla- bankinn gæti gripið til þess ráðs að hækka vexti. Féll gengi ríkisverð- bréfa umtalsvert og gengi hluta- bréfa sömuleiðis, en þau tóku þó við sér á nýjan leik er leið á daginn. Dow Jones-vísitalan hafði fallið um rámlega átta punkta við lokun markaða á Wall Street í gær, eða næstum 0,1 prósent. 114 ára en á biðilsbuxum Kaíró. Reuters. EGYPSKUR bóndi, sem sagð- ur er 114 ára gamall, hyggst kvænast sautján ára gamalli stúlku þrátt fyrir harða and- stöðu ættingja sinna og af- skipta lögreglunnar. Gamlinginn spræki, Fayez Sultan, sem býr í Sohag-hér- aði, um 400 kílómetra suður af Kaíró, á sjö böm og fjörutíu og fimm barnabörn. Sögðu heimildarmenn innan lögregl- unnar í Egyptalandi í gær að Mohamed, áttræður sonur Sultans, hefði kvartað við yfir- völd vegna áætlana fóður sins um að gefa væntanlegri eigin- konu býli sitt og bústofn í stað þess að arfleiða Mohamed að öllu saman. Albright segir áfanga- samkomulag í höfn mbouillet. Reuters. FRESTURINN sem Tengslahópurinn svokallaði gaf stríðandi fylkingum í Kosovo til að semja um frið í héraðinu rann út um miðjan dag í gær án þess að samningar væru undirritaðir. Að sögn fuil- trúa Tengslahópsins lá hins vegar fyrir munnlegt samkomulag um sjálfstjórn til handa Kosovo-Al- bönum. Bæði Serbar og Kosovo-Albanar settu þó fyrirvara við samkomulagið. Vildu hinir síðar- nefndu fá tíma til að ráðfæra sig við sitt fólk og Serbar, sem sögðust sætta sig við að Kosovo fengi sjálfstjóm, kröfðust þess að í endanlegu sam- komulagi yrði sjálfstæði til handa Kosovo útilokað. Gert er ráð fyrir að fulltrúar stríðandi fylkinga hittist að nýju 15. mars í Frakklandi og ljóst er að enn á eftir að leysa erfið ágreiningsefni. Fulltrúar Tengslahópsins, sem stýrðu viðræðun- um í Rambouillet í Frakkíandi sem stóðu sam- fleytt í sautján daga, fóru fram á tafarlaust vopna- hlé í Kosovo. „Við væntum þess að deilendur virði að fullu og þegar í stað það vopnahlé sem nú á að hafa tekið gildi í Kosovo," sagði í yfirlýsingu hóps- ins. Kom engu að síður til átaka í Kosovo í gær og særðust fimm serbneskir lögi'eglumenn, auk blaðaljósmyndara Associated Press. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, viður- kenndi að ekki hefði reynst gerlegt að ná endan- Reuters UTANRÍKISRÁÐHERRAR Frakklands og Bandaríkjanna, Hubert Vedrine og Made- leine Albright, ræðast við í gær. legu samkomulagi í viðræðunum en kvað góðan ár- angur hafa náðst í átt að lýðræðislegri sjálfstjórn Kosovo. Kom fram í máli hans að Tengslahópurinn gerði ráð fyrir að bæði Serbar og Kosovo-Albanar yrðu búnir að undirrita samninginn er þeir kæmu aftur saman til fundar 15. mars. Madeleine Albright, utaimkisráðherra Banda- ríkjanna, tók í sama streng og sagði áfangasam- komulagi hafa verið náð. Hún bætti hins vegar við að hótun Atlantshafsbandalagsins (NATO) um að efna til loftárása á Serbíu, samþykktu Serbar ekki endanlegt samkomulag, væri enn í fullu gildi. Al- bright ítrekaði hins vegar að Kosovo-Albönum bæri einnig að samþykkja samninginn að fullu. Þrátt fyrir yfírlýsingar Tengslahópsins virtist sem deilendur hefðu þegar snúið baki við sam- komulaginu er á leið daginn. Sagði Milan Milutinovic, forseti Serbíu, að með samningnum væri í raun verið að breiða yfir „mistök". Hasim Thaqi, fulltrúi Frelsishers Kosovo (UCK) í Ram- bouillet, hreykti sér síðan af því í sjónvarpsviðtali að hafa ekki skrifað undir neinn samning. Hvatti hann íbúa Kosovo til að gera sér ekki miklar vonir um árangur af frekari viðræðum og bað fólk um að styðja vel við bakið á UCK því frelsisbaráttu Kosovo-Albana væri ekki lokið. UCK átti fjóra fulltrúa í viðræðunum og mun helst hafa strandað á hinum 29 ái-a gamla Thaqi. Hvað svo sem sáttasemjarar reyndu tókst þeim ekki að fá hann til að skrifa undir þann samning sem var á borðinu. Mun Thaqi hafa óttast að félag- ai' sính’ í UCK teldu hann hafa svikið málstaðinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.