Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utanríkisráðherra segir ísland stefna að því að gerast aðili að Kyoto-bókuniimi síðar Ætla ekki að undir- rita Kyoto-bókunina RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að Island undirriti ekki Kyoto-bók- unina að sinni. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að íslensk stjómvöld stefni engu að síður að því að gerast aðilar að bókuninni. Óll ríki OECD hafa undirritað bók- unina nema Island. „Við stóðum frammi fyrir tveim- ur kostum. Annars vegar gátum við undirritað þessa bókun og fullgilt hana síðar. Hins vegar gátum við verið í flokki ríkja sem stefna að því að gerast aðilar að bókuninni án þess að undirrita hana núna, en gerst aðilar að henni síðar með svo- kallaðri aðild. Það er enginn munur á réttarstöðu ríkja eftir því hvor leiðin er farin. Við getum því gerst stofnaðilar að bókuninni síðar. Ríkisstjómin stefnir að því að ís- land gerist aðili að bókuninni, en vill tryggja að við getum áfram nýtt endumýjanlegar orkulindir lands- ins og lagt þannig okkar af mörkum í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrif- um í heiminum," sagði Halldór. Undirritun fallin til að veikja samningsstöðu Islands Halldór sagði að það væri mat ríkisstjórnarinnar að undirritun bókunarinnar við núverandi að- stæður væri til þess fallin að veikja tiltrú viðsemjenda okkar á því, að viðunandi útfærsla á hinu svokall- aða íslenska ákvæði væri forsenda fyrir aðild okkar að bókuninni síð- ar. Islenska ákvæðið svokallaða fjallar um rétt smárra hagkerfa til að fara út fyrir ramma bókunarinn- ar ef um stór iðnaðarverkefni er að ræða. Ekki náðist að ljúka umfjöll- un um þetta ákvæði á umhverfis- ráðstefnunni í Buenos Aires, en stefnt er að því að ljúka umfjöllun um það síðar á þessu ári. „AUt frá lokum Kyoto-ráðstefn- unnai- hafa íslensk stjómvöld lýst því yfir að viðunandi útfærsla ís- lenska ákvæðisins sé forsenda fyrir aðild okkar að bókuninni síðar. Það myndi draga úr trúverðugleika okkar í málinu ef við undirrituðum núna. Við getum ekki fullyrt um það á þessu stigi hvað verður um það sérákvæði sem við viljum að gildi um minni efnahagskerii," sagði Halldór. Halldór sagði að við hefðum nokkur ár til stefnu. Ekkert ríki hefði enn staðfest bókunina og staðfestingarferillinn tæki nokkur ár. Engar líkur væru á að Banda- ríkin yrðu með nema samkomulag tækist um að þróunaiTÍkin tækju á sig vissar skuldbindingar. Nýting vetnis gæti gjörbreytt stöðu okkar Aðspurður ítrekaði Halldór að ríkisstjórnin stefndi að því að Is- land gerðist aðili að bókuninni. Hann lagði jafnframt áherslu á að við yrðum að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samgöngum og í fiskveiðum. Rann- sóknir á nýtingu vetnis gætu gjör- breytt stöðu okkar í þessum mál- um. Þjóðverjar á göngu- skíðum yfir hálendið Ekkert spurst til ferðalang- anna í viku TVEIR Þjóðverjar um þrítugt, sem lögðu af stað á gönguskíðum 16. febrúar frá Hrauneyjarhálendis- miðstöð, þvert yfir hálendi íslands, áleiðis til Akureyrar, hafa ekkert látið í sér heyra eftir vikulangt ferðalag. Að sögn Einars Brynjólfssonar í svæðisstjórn Landsbjargar á Hellu, sem liðsinnti þeim við að komast af stað, er ekkert sem bendir til þess að neitt ami að mönnunum, heldur þvert á móti, að þeir hafi það gott, enda sé vaninn sá að ferðalangar láti ekki í sér heyra fyrr en eitthvað ami að. Þeir eru með talstöð og GSM-síma og ferðaáætlun liggur fyrir hjá Landsbjörg á Hellu og á Akureyri. Þeir áætla að vera komn- ir til Akureyrar 10. mars. Þeir reyndu að komast yfir hálendið í fyrra, en urðu þá frá að hverfa. Skipulags- og umferðarnefnd falið að skoða tengingu yfír Miklubraut Borgaryfírvöld og íbúar fari yfír fjármögnun UNDIRSKRIFTIR um 2.000 íbúa Háaleitis- og Hvassaleitishverfis, þar sem þess er óskað að byggð verði göngubrú yfir Miklubraut vestan Háaleitisbrautar hafa verið lagðar fram í borgarráði og var samþykkt að skipulags- og umferð- arnefnd skoðuðu hvemig tenging- unni yrði háttað. Að sögn borgar- stjóra munu borgaryfirvöld ásamt íbúum fara yfir hvemig fjármagna megi framkvæmdina. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að þetta sé skilj- anleg ósk frá íbúunum, þar sem Fimm bfla árekstur FIMM bíla árekstur varð í Hafnarfirði í gær á Reykjanes- brautinni á móts við Asvelli. Engan sakaði en eignatjón varð nokkurt. Slæm færð var í Hafnarfirði í gær og olli því að bílarnir óku hver aftan á annan. Mikill erill var hjá lögregl- unni í Hafnarfirði í gær og sinna varð yfir tug árekstra, en meiðsli á fólki urðu ekki í nein- um tilvikum teljandi. Miklabraut kljúfi óneitanlega hverfið í sundur, sem eitt þjónustu- hverfi. „Þetta er eins og stórfljót, sem verður að brúa einhvern veg- inn en hins vegar er ekki gert ráð fyrir svona tengingu inni á aðal- skipulagi Reykjavíkur í dag,“ sagði hún. „Það þyrfti því að fara til skoðunar hjá skipulags- og umferð- amefnd hvernig þessari tengingu yrði háttað.“ Leið til ljármögiiunar Borgarstjóri sagði að ennfremur yrði að finna leið til að fjármagna framkvæmdina. „I raun eru svona tengingar undir eða yfir stofn- brautir fjármagnaðar af ríkinu,“ sagði hún. „A vegaáætlun hvers árs er ekki nema ein eða í besta falli tvær slíkar gönguþveranir fyr- ir allt höfuðborgarsvæðið. Ennþá er göngubrúin yfir Kringlumýrar- braut til móts við Kirkjutún og Laugarneshverfið í skuld hjá rík- inu og við geram ráð fyrir að borg- in láni að einhverju leyti fyrir göngubránni sem á að koma yfir Miklubraut til móts við Grandar- gerði. Þannig að það verður að finna einhverja leið til að íjár- magna framkvæmdina og það var eiginlega ákveðið á þessum fundi sem ég átti með íbúunum að við myndum skoða það í sameiningu.“ Morgunblaðið/Ingvar LOKA varð fyrir umferð um Hellisheiðina meðan lögregla vann á vettvangi slyssins við Litlu kaffistofuna. Slys varð í ofsaveðri á Suðurlandsvegi síðdegis í gær Klemmdist á milli bifreiða KARLMAÐUR var fluttur á slysa- deild með sjúkrabifreið eftir slys á Suðurlandsvegi við Litlu kaffistof- una um klukkan 17 í gær þegar hann klemmdist á milli tveggja bif- reiða. Hann var með nokkra áverka á baki og í kviðarholi en er ekki í lífshættu. Hann var lagður inn á skurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur að loknum rannsóknum. Lögregla frá Reykjavík var um 20 mínútur að komast á slysstað vegna afleitra akstursskilyrða á Suður- landsvegi, en þar var mjög blint og 8-9 vindstig af suðaustri. Lokaði lögreglan Hellisheiðinni í tæpar tvær klukkustundir á meðan unnið var á vettvangi. Tildrög slyssins voru þau að bif- reið ók út í vegkant og festist, en ökumaður á aðvífandi bifreið hugðist aðstoða ökumanninn við að losa bif- reiðina og er verið var að festa taug á milli bifreiðanna kom enn önnur bifreið og ók aftan á bifreiðina sem átti að draga hina, með þeim afleið- ingum að hún kastaðist á manninn, sem klemmdist á milli bifreiðanna. Allar bifreiðirnar skemmdust talsvert og voru fluttar með krana til Reykjavíkur. Lögreglan í Kópavogi sendi lög- reglumenn til aðstoðar vegna slyss- ins og sinnti ennfremur nokkram ökumönnum, sem lent höfðu í vand- ræðum með bifreiðir sínar í óveðrinu og varð að kalla út varalið til að sinna útköllum í Kópavogsbæ á meðan. Samkvæmt veðurspá átti vindur að snúast til suðvesturs í nótt með allhvassri eða hvassri suðvestanátt í morgun. ^Jtlorjj'unl l / UR l mm ► VERIÐ segir í dag frá mikilli sölu Vinnslustöðvarinn- ar hf. á fiskafurðum til Skandinaviu og mikilli sókn okk- ar á Flæmska hattinn. Jafnframt er fiskvinnslan Höfði á Hofsósi heimsótt. i SÍDUR 4SÍDUR 4 SÍDDR Guðmundur þjálfar Dormagen „Ekki verðlauna- sjóður" Atak um gerð sparkvalla Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.