Morgunblaðið - 24.02.1999, Page 6

Morgunblaðið - 24.02.1999, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarafundur um snjóflóðahættu í Bolungarvík Vilja kanna möguleika á minni varnarvirkjum RÁSIN sem gleypa á snjóflóðin úr Traðarhyrnu er niikið mannvirki eins og sést á viðmiðun við bílinn sem teiknaður er á botn hennar. Skurðurinn er tæpur kílómetri að lengd og 20-40 metrar á breidd. Fjallsmegin er dýpt hans 30-40 metrar og á neðri brún er varnargarður en fyrir neðan hann sjást húsin við Dísarland. Gert er ráð fyrir stöllum til hliðanna, eins og sést á tölvuteikningu hönnuða varnarvirkisins. SNJÓFLÓÐ úr Traðarhyrnu geta náð langt niður fyrir innri hluta byggðarinnar í Bolungarvík, eins og sést á neðri línunni sem sýnir áætlaða skriðlengd aftakaflóða. Efri línan sýnir hvar áætlað er að snjóflóðin gætu byrjað að hægja á sér en reynslan sýnir að smærri snjóflóð stöðvast gjaman öðrum hvorum megin við þá línu. I Bolung- arvík liggur sú lína um Dísarland og Traðarland. Bolvíkingar standa frammi fyrir erfíðum ákvörðunum. Nýtt hættumat gefur til kynna að nærri því helmingur bæjarbúa búi við snjóflóða- hættu og sérfræð- ingar telja að hefð- bundnar varnarað- ferðir dugi ekki til að verja byggðina fyrir hugsanlegum aftakaflóðum. Helgi Bjarnason fylgdist með borgarafundi um snjóflóðamálin. LENGST af hefur verið tal- in lítil snjóflóðahætta í Bolungarvík. Snjóflóða- saga í bænum er stutt og slitrótt. Eftir snjóflóðin miklu í Súðavík og á Flateyri á árinu 1995 jukust áhyggjur af snjóflóðahættu í Traðarhymu og eftir það hefur verið fylgst vandlega með snjóalög- um. Síðan hafa fallið nokkur snjó- flóð niður undir byggðina og í febr- úar 1997 féllu flóð á þrjú hús við Dísarland, götu í fjallsrótunum, og skemmdust tvö þeirra nokkuð. „Flestir Bolvíkingar töldu að lítil sem engin hætta væri á snjóflóðum úr Traðarhyiiiu, fram til þessa tíma,“ sagði Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri þegar hann sagði bæj- arbúum frá aðdraganda þeirrar vinnu sem nú stendur yfir á mati á snjóflóðahættu í bænum og við hönnun á snjóflóðavömum. Fjölmenni var á borgarafundi í félagsheimilinu Víkurbæ um snjó- flóðamálin, nokkuð á annað hund- rað manns. Það setti mark sitt á andann í fundinum að daginn áður höfðu íbúar nokkurra húsa við Dís- arland og Traðarland fengið að flytja í hús sín á ný eftir að þau höfðu verið íýmd vegna snjóflóða- hættu í þrjá daga. Hluti íbúanna var afar óánægður með að þurfa að yfirgefa hús sín seint um kvöld án þess að þeir teldu verulega snjó- fióðahættu yfirvofandi og létu ganga á eftir sér með að fara. í framsöguerindi sínu lagði bæj- arstjórinn áherslu á að Islendingar hefðu vanmetið hættu af snjóflóð- um og skriðuföllum, allt þar til snjóflóðin féllu á ísafirði, í Súðavík og á Flateyri á árunum 1994 og 1995. Nú stæðu Bolvíkingar frammi fyrir meiri vanda en þeir hefðu gert ráð fyrir og hefði það slæm áhrif á ímynd bæjarins og þar með búsetu fólks. A árinu 1995 var gert hættumat og rýmingará- ætlun. Rifjaði bæjarstjóri upp að á þeim tíma hefði í frumathugun á vömum verið gert ráð fyrir bygg- ingu þvergarðs til að verja byggð- ina. Kostnaður við hann hefði verið áætlaður 130 milljónir kr. auk þess sem hugsanlega þyrfti að kaupa upp nokkur hús sem efst stæðu að verðmæti 130 milljónir kr. Kostn- aður alls hefði verið áætlaður 260 milljónir kr. til að verja eignir að verðmæti um 710 milljónir kr. Framkvæmdir hefðu verið áætlað- ar árið 2006 en eftir snjóflóðið 1997 hefði bæjarstjóm óskað eftir flýt- ingu á hættumati. Hefðbundnar aðferðir duga ekki Síðastliðið haust gerðu Ofan- flóðasjóður, Framkvæmdasýsla ríkisins og Bolungarvíkurkaup- staður samning við verkfræðistof- una Hnit hf. um að vinna fmmat- hugun á snjóflóðavörnum fyrir bæ- inn og stjómar Arni Jónsson verk- fræðingur verkinu. Til ráðgjafar er Erik Hestnes hjá norsku jarð- fræðistofnuninni. Arni Jónsson gerði grein fyrir athugunum sín- um. Við vinnuna er stuðst við lög og reglugerðir, leiðbeiningar um- hverfisráðuneytisins, snjóflóðaan- nál, veðurfarsgögn og fleira. Fram kom hjá Árna að ekki era til mörg skráð snjóflóð í Bolungarvík og þau eru öll á tiltölulega stuttum tíma. Flest niður að byggðinni í kringum Dísai'land en einnig era dæmi um flóð niður undir þjóðveg. Við mat á hættunni hafa aðstæður í Traðarhymu verið athugaðar og snjóalög. Gert er ráð fyrir að snjó- flóð geti fallið tiltölulega oft niður að efstu húsum eða á 2-5 ára fresti. Lýsti Arni þeirri skoðun sinni að efstu húsin stæðu allt of ofarlega og erfitt væri að verja þau. Jafn- framt vora kannaðar líkur á stærri snjóflóðum, svokölluðum aftaka- flóðum. Ami og sérfræðingar Veð- urstofunnar telja að hætta sé á slíkum flóðum á nokkur hundrað ára fresti og að þau geti rannið langt niður fyrir þjóðveg. Við það mat vora aðstæður í hlíðinni meðal annars bornar saman við aðstæður á Flateyri og í Súðavík og kom í ljós að þeim svipar mjög saman. Því er niðurstaða sérft-æðinganna sú að 480-500 íbúar Bolungarvíkur búi í húsum á snjóflóðahættusvæði, eða tæplega helmingur bæjarbúa. Nú vandaðist málið hjá verk- fræðingnum. í upphafi hafði verið talið að verkefnið væri að verja svæðin við Dísarland og Traðar- land og kanna lauslega svæðið við Stigahlíð og hafði Árni sett sér það markmið að verja öll húsin með leiðigarði og þvergarði. Þegar hættan hafði verið metin kom í ljós að ekki var raunhæft að verja byggðina með þeim hætti, ekki síst vegna hraða hugsanlegra aftaka- flóða. Færsla garðs neðar í byggð leiddi svo í ljós að virði varinna húsa er minna en nemur bygging- arkostnaði varnargarðs. Einnig kom í Ijós að aðrar hefðbundnar aðferðir við snjóflóðavarnir, svo sem svokölluð upptakastoðvirki í giljunum, era ekki nægilega ör- uggar. Árni sagðist aldrei hafa staðið frammi fyrir þeirri staðreynd að hefðbundnar aðferðir dygðu ekki. Kom þá Óskar Valdimarsson, starfsmaður Framkvæmdasýslu ríkisins, fram með þá hugmynd að grafa gríðarstóra rás ofan við bæ- inn, skurð sem myndi geta gleypt snjóflóðin. Gerði Árni athuganir á slíkri rás og telur að virkni hennar sé góð. Hann tekur þó fram að hér sé um að ræða óhefðbundna varn- araðferð og gera þurfi frekari rannsóknir á virkni hennar áður en mannvirkin verði fullhönnuð. Sambland af vörnum og rýmingu Skurðurinn yrði 960 metra lang- ur, 20 til 40 metra breiður og 30-40 metra djúpur fjallsmegin. Skurður- inn er breiðastur neðan við gilin þar sem hætta er á stærstu flóðun- um. Á neðri brún hans er gert ráð fyrir 10-12 metra háum garði. Kostnaður við mannvirkið er áætl- aður liðlega milljarður króna og verðmæti varinna eigna er liðlega 800 milljónir kr. í ræðu sinni á borgarafundinum lagði Árni á það áherslu að þetta væri niðurstaða sín. Það væri síðan annarra að veita um það svör hvort halda ætti áfram við hönnun þessa mannvirk- is eða huga að öðram leiðum. Ólafur bæjarstjóri sagði að nið- urstaða sérfræðinganna væri dökk, dekkri en nokkurn hefði órað fyrh'. svo ekki væri talað um kostnaðinn. Ætlast er til að bæjarsjóður greiði 10% kostnaðar eða 100 milljónir kr. og sagði bæjarstjóri að Bolungar- víkurkaupstaður hefði ekki efni á því. Á fundinum var reyndar upp- lýst að greiðsluhluti bæjarfélag- anna væri í flestum tilvikum minni og hefði hingað til ekki farið upp fyrir 5%. Samkvæmt því yrði hlut- ur bæjarsjóðs 50 milljónir í um- ræddu verki. Ólafur sagði að Bol- víkingar ættu rétt á fullkomnum vörnum en velti því jafnframt fyrir sér hvort þessi mikli kostnaður væri réttlætanlegur. Varpaði hann fram þeirri spurningu hvort ekki væri unnt að draga úr kostnaði við varnarmannvirki með samblandi af í-ýmingu og varnargörðum. Lagði hann áherslu á að það væri kostur við rásina að samhhða gerð hennar þyrfti ekki að grípa til mikilla upp- kaupa húsa með tilheyrandi röskun á högum fólks og brottflutningi. Spurningar um skurðinn Á borgarafundinum komu fram ákveðnar efasemdir um að hætta á snjóflóðum úr Traðarhyrnu væri jafn mikil og fram kom hjá sér- fræðingunum. Mikið var spurt um forsendur hættumatsins og snjó- söfnun í fjallinu. Tómas Jóhannes- son, snjóflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni, sagði að sömu raddir hefðu verið uppi á sínum tíma þegar fyrra hættumatið var gert. Þá hefðu ýmsir heimamenn fullyrt að snjósöfnun væri ekki mikil í Traðarhyi-nu. Síðan hefði verið unnið að mælingum og við að skýra óljósa hluti í snjóflóðasög- unni. Sagði Tómas að nú þyrfti enginn að velkjast í vafa um að snjóflóð gætu fallið á byggðina undir giljunum og niður fyrir byggðina við ákveðnar aðstæður. Meiri óvissa væri undir Ufsunum, í ytri hluta bæjarins. Töluvert var spurt um hugmynd- ir um snjóflóðavamarskurð og sáu sumir fyrirspyrjendur ýmsa galla á þeiiri framkvæmd. Meðal annars var spurt um slysahættu, náttúra- spjöll, grjóthran úr hlíðinni og snjósöfnun í skurðinum. Ekki var að heyra að mikil stemmning væri fyrir skurðinum. Höfundur hug- myndarinnar, Óskar Valdimarsson frá Framkvæmdasýslu ríkisins, sagði að mannvirkið væri svo mikið og dýrt að menn yrðu að hugsa sig vel um áður en í byggingu þess yrði ráðist. Sagði hann að það hlyti að verða niðurstaðan að gera minni varnarvirki og að íbúamir yrðu þá að sætta sig við rýmingar vegna snjóflóðahættu við verstu aðstæð- ur. Lýsti hann þeirri persónulegu skoðun sinni að komast mætti af með helmingi minna mannvirki. Spurður að því hvenær unnt yrði að ráðast í framkvæmdir taldi Ósk- ar að það yrði ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö til fjögur ár. í umræðunum sagði Árni Jóns- son verkfræðingur að blönduð að- ferð varnargarða og rýmingar hlyti að byggjast á því að garðarnir tækju öll smærri flóð við Dísarland og Traðarland en ekki aftakaflóð sem gætu komið á nokkur hundrað ára fresti. Til að bregðast við þeim þyrfti þá að fylgja rýmingaráætl- unum. Rætt í bæjarráði og bæjarstjórn I lok fundarins lagði Ólafur Kri- stjánsson bæjarstjóri áherslu á að rannsaka þyrfti betur hugmyndir um snjóflóðavamarrás og hvort nauðsynlegt væri að ráðast í gerð hennar. Þá sagðist hann vilja kanna möguleika á því að leggja fjármagn í að styrkja neðri hæðir húsa við Dísarland og Traðarland til að fækka þeim dögum sem íbú- arnir þyrftu að rýma hús sín. Á fundi almannavarnanefndar og bæjaryfiivalda með íbúum Dísar- og Traðarlands, eftir borgarafund- inn, kom í ljós að ekki var full sam- staða um þá aðgerð. Málið í heild verður nú tekið til umfjöllunar í bæjarráði og bæjar- stjóm og lagði bæjai-stjóri á það áherslu að ákvarðanir yrðu ekki teknar nema í góðri sátt við íbúa bæjarins. Fyrir bæjaryfirvöldum virðist liggja að ákveða hvort kanna eigi betur skurðvörnina og hliðaráhrif hennar eða hvort hanna eigi minni varnir. Samhliða síðari leiðinni fylgja væntanlega einnig uppkaup 8-10 húsa og að fram- fylgja þarf i-ýmingaráætlun við verstu aðstæður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.