Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn UNGIR sem aldnir sóttu afmælishátíðina. EFNT var til skemmtunar í Breiðholtsskóla á laUgardag í tilefni af 30 ára afmæli skólans. Tillaga nefndar íj ármálaráðherra Ríkið noti greiðslukort við innkaup NEFND sem fjármálaráðherra skipaði til að kanna notkun greiðslukorta í ríkisgeiranum legg- ur eindregið til að tekin verði upp slík kort við innkaup undir 50 þús- und krónum og þannig verði hægt að ná fram umtalsverðum spamaði. Þetta kemur fram í grein Geirs H. Haarde fjármálaráðherra á nýrri heimasíðu Heimdallar. Geir segir að aðalávinningurinn felist í því að færslum fækki ásamt því að lág- marka megi meðhöndlun gagna hjá þeim sem koma að innkaupum. Er- lendar kannanir sýni að sparnaður við umsýslukostnað nemur 55-75%. Fljótlega verði farið af stað með til- raunaverkefni þar sem valdar stofn- anir verði þátttakendur. í grein Geirs kemur einnig fram að ríkissjóður hafí í síðustu viku greitt upp tíu ára gamalt erlent lán að upphæð 150 milljónir þýskra marka, eða rúmlega 6 milljarðar ís- lenskra króna. I næsta mánuði sé áætlað að greiða upp annað erlent lán að upphæð 65 milljónir sviss- neskra franka, eða um 3,3 milljarð- ar íslenskra króna. Fjölsótt afmælishátíð Breiðholtsskóla FAGNAÐ var 30 ára afmæli Breiðholtsskóla í Reykjavfk síð- astliðinn laugardag en hann hóf starfsemi 24. september 1969. Foreldrafélagið stóð ásamt skól- anum fyrir afmælisfagnaðinum sem samanstóð af fjölbreyttri dagskrá og kaffisölu og var hann íjölsóttur. Nemendur voru í upphafi 690 í 27 bekkjardeildum og kennarar 22. f dag eru nemendur 570 í 28 bekkjardeildum, kennarar 47 og aðrir starfsmenn á skólatima 21. Skólinn er nú einsetinn. Núver- andi skólastjóri er Ragnar Þor- steinsson en sá fyrsti var Guð- mundur Magnússon. Sýnd voru verk nemenda í 1. til 7. bekk, foreldrafélagið sá um leiki og skemmtun, Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts lék og síð- an var íjöltefli, sýning á gömlum bekkjarmyndum og fleira. Gefíð var út afmælisrit þar sem greint er frá þróun skólans í þijá ára- tugi. Morgunblaðið/Sigurgeir Sigurjónsson YFIR 90% af nýliðun heiðagæsastofnsins er hér á Islandi að sögn Dr. Anthony Fox fuglafræðings, og því þarf að skoða breytingar hérlendis í samhengi við stofninn annars staðar í heiminum. Heimdall- ur leggur áherslu á frelsið HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, stendur í dag og næstu tvo daga fyrir átaki þar sem vakin er at- hygli á nokkrum málum sem fé- lagið telur að hægt sé að færa til betri vegar með auknu frjáls- ræði. Einkunnarorð verkefnis- ins eru „lausnarorðið er frelsi“. Ingvi Hrafn Oskarsson, for- maður Heimdallar, sagði að fé- lagið ætlaði á þessum þremur dögum að vekja athygli á ákveðnum afmörkuðum málum þar sem auðvelt væri að færa mál til betri vegar með auknu frjálsræði. I þessum málum hefðu stjórnvöld kosið að fara leið ríkisafskipta. I þeim birtist ákveðinn hugsunarháttur sem miðaði að því að takmarka svig- rúm einstaklingsins. I því sam- bandi nefndi hann m.a. einka- sölu ríkisins á áfengi og rekstur ríkisins á Ríkisútvarpinu. Ingvi sagði að vakin yrði at- hygli á þessum málum með auglýsingum og greinaskrifum í blöð. Á morgun yrðu Heim- dellingar í Kringlunni með bás þar sem m.a. yrði boðið upp á RÚV-brauð. Á morgun stendur Heimdall- ur einnig íyrir fundi um jafn- réttismál þar sem þeirri spurn- ingu verður velt upp hvort rík- isafskipti séu svarið. Fnim- mælendur verða Helgi Tómas- son dósent, Elsa B. Valsdóttir læknir og Guðný Guðbjörns- dóttir alþingismaður. Heimdallur opnar heimasíðu Heimdallur opnaði í gær nýja heimasíðu. Ingvi sagði að stefnt væri að því að á síðunni yrði haldið uppi umræðu með reglulegum greinaskrifum. Markmiðið væri að heimasíðan yrði í framtíðinni eins konar fjölmiðill. Vefslóð heimasíðunnar er www.frelsi.is. Seljandi greiði bætur vegna leynds galla í bíl Dr. Anthony Fox um íslensk- grænlenska heiðagæsastofninn Röskun hérlendis þarf að skoða í al- þjóðlegu samhengi DR. ANTHONY Fox, fuglafræðing- ur frá dönsku rannsóknarstofnun- inni um umhverfismál, benti á á ráð- stefnu hjá Skotvís, Skotveiðifélagi Islands, um helgina að öll röskun sem ætti sér stað hérlendis á bú- svæðum íslensk-grænlenska heiða- gæsastofnsins skipti miklu máli fyr- ir afkomu tegundarinnar í heimin- um. Yfír 90% af nýliðun stofnsins væri á íslandi og því yrði að skoða breytingar hérlendis í samhengi við stofninn annars staðar í heiminum. „Það má segja að helstu skilaboð dr. Fox hafi verið þau að Island gegni lykilhlutverki fýrir heiðagæsa- stofninn og allt sem gert er á íslandi hafi áhrif á afkomu tegundarinnar í heiminum," sagði Kristinn Haukur Skarphéðinsson fuglafræðingur uni erindi dr. Fox. Fox fjallaði einnig um mikilvægi einstakra svæða á Islandi fyrir stofninn og benti á að mikil- vægi t.d. Þjórsárvera fyrir stofninn væri alþjóðlega viðurkennt. Dr. Fox leiddi líkur að því að heiðagæsastofninn hefði náð há- marki og gæti farið að minnka á næstu árum, en stofninn hefur vaxið stöðugt undanfarin ár. Á ráðstefnunni héldu auk dr. Fox Kristinn Haukur og Arnór Þ. Sig- fússon fuglafræðingar erindi. Krist- inn Haukur reyndi að gera grein iyrir þeim áhrifum sem breytingar á búsvæðum heiðagæsastofnsins muni hafa á stofninn. Kristinn sagði í samtali við Morgunblaðið að mjög erfitt væri að gera sér grein fyrir áhrifum miðlunarlóna á Eyjabökk- um og í Þjórsárverum á heiðagæsa- stofninn þar sem ekki væri hægt að styðjast við nein sambærileg dæmi þar sem svo stór svæði hefðu verið tekin frá stofninum. Kristinn Haukur sagði óvíst hve mörg hreiðurstæði gætu eyðilagst af völdum virkjanaframkvæmda á næstu áratugum en honum sýndist að um 10% heiðagæsahreiðra gætu farið í kaf á næstu áratugum ef af virkjunarframkvæmdum á hálend- inu yrði. „Þetta er sagt með mikilli óvissu þar sem ekki er vitað hve mikið af fugli er í lónstæðunum. En það má segja að tíminn hafi unnið með heiðagæsastofninum þar sem menn hafa að mestu lagt þær stór- karlalegu virkjanahugmyndir sem áður voru áberandi á hilluna og miða nú að því að byggja umhverfisvænni virkjanir," sagði Kristinn Haukur. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi á mánudag mann í Reykja- vík til að greiða Garðbæingi rúm- lega 60 þúsund krónur með drátt- arvöxtum frá því í október 1997 fyrir að hafa leynt vitneskju um galla í bíl sem mennirnir áttu við- skipti með. Garðbæingurinn keypti fimm ára gamlan jeppa af Reykvíkingnum. Asett verð var 2.380 þúsund krónur en kaupverð var ákveðið 1.965 þús- und krónur. I dóminum kemur fram að ástæða fyrir lækkuðu sölu- verði var m.a. sú að bifreiðin fór ekki alltaf í gang og töldu aðilar að orsök þess væru lélegir rafgeymar. Kaupandinn lét ástandsskoða bif- reiðina fyrir kaupin. Um hálfum mánuði síðar var seljandanum tilkynnt að kaupand- inn teldi startai'a bílsins bilaðan og vildi að seljandinn greiddi viðgerð- arkostnað. Seljandinn hafnaði því en bauð að kaupin gengju til baka. Síðar kom í ljós bilun í legum í gírkassa og krafðist kaupandinn einnig bóta vegna þess, samtals um 97 þúsund króna. Kaupandinn studdi kröfu sína með því að gallarnir væru slíkir að seljanda hafi borið að láta vita. Seljandinn hafi látið skoða bflinn á verkstæði um 2 mánuðum fyrir kaupin og þá hefði komið fram að skipta þyrfti um startara, kúp- lingu, startkrans og segulrofa. Seljandinn krafðist sýknu enda hélt hann því fram að kaupanda hafi verið kunnugt um að startari hafi ekki verið í fullkomnu lagi og hafi bfllinn verið seldur á afar lágu verði. Einnig hafnaði maðurinn ábyrgð á göllum í gírkassa, en hluti kröfu kaupandans var vegna við- gerðar á legum í gírkassa, sem seljandinn sagði hafa verið í full- komnu lagi við afhendingu. Þá hafi kaupandinn látið ástandsskoða bílinn fýrir kaup og undirritað afsal þar sem fram hafi komið að bíllinn seljist í núverandi ástandi, sem kaupandi hafi kynnt sér og sætt sig við. Var kunnugt um ástand startara í niðurstöðum Eggerts Óskars- sonar héraðsdómara segir að fyrir liggi samkvæmt gögnum máls að seljanda var kunnugt um athuga- semdir verkstæðis sem gerðar höfðu verið um ástand startara bif- reiðarinnar nokkru áður en hún var seld kaupandanum. Var þar tekið fram að skipta þyrfti um startara, kúplingu, startkrans og segulrofa. „Þá var stefnda um það kunnugt að fyrir gat komið að starta þurfti bifreiðinni ítrekað við gangsetningu. Um þessa ágalla var ekkert upplýst við sölu bifreiðar- innar og töldu aðilar að erfiðleikar við gangsetningu bifreiðarinnar, sem áttu sér stað er hún var til sölumeðferðar, stöfuðu eingöngu af lélegu ástandi rafgeyma bifreiðar- innar. Þegar þetta er virt verður að telja að stefndi beri bótaábyrgð gagnvart stefnanda vegna viðgerð- ar á startara bifreiðarinnar,“ segir í dóminum. Hins vegar sýknaði dómarinn manninn af kröfu um bætur vegna viðgerðar á gírkassa enda væri ósannað að hann hefði orðið var við galla á gírkassa áður en bíllinn var seldur og krafa um greiðslu vegna þess komi ekki fram fyrr en eftir að viðgerð hafði farið fram. Seljanda bflsins var því gert að greiða þær rúmlega 60 þúsund krónur, sem kostaði að skipta um startara í bílnum og ber fjárhæðin dráttarvexti frá því í október 1997. Hvorum aðila málsins var hins veg- ar gert að bera sinn kostnað af rekstri þess. Sveinn Sveinsson hrl. flutti málið fyrir hönd kaupandans en Leifur Árnason hdl. var lögmaður seljand- ans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.