Morgunblaðið - 24.02.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 13
Ferðaáætlun Ferðafélags Akureyrar kynnt
Skíðaganga alla
laugardaga
FERÐAFÉLAG Akureyrai- hefur
gengið frá ferðaáætlun fyrir árið
1999 og var hún kynnt nýlega. Að
venju verður boðið upp á fjölbreytt-
ar ferðir, styttri og lengri gönguferð-
ii', ökuferðir og nú fram á vorið verð-
ur boðið upp á skíðagönguferðir alla
laugardaga.
Næsta laugardag verður skíðaferð
í Hróssadal og Veigastaði, ekið verð-
ur upp á Víkurskarð og gengið þaðan
suður á Steinskarð og svo niður vest;
an í Vaðlaheiði að Veigastöðum. I
næsta mánuði verða skíðaferðir um
Eyjafjarðarárbakka, helgarferð í
Lamba, skála félagsins í Glerárdal,
óvissuferð og loks verður farið í Þor-
valdsdal. I apríl er fyrirhugað að
ganga á skíðum í Baugasel, á Vind-
heimajökul og þá verður helgarferð
frá Kröfluvirkjun og gengið i Gæsa-
dal. Að venju verður skíða- og
gönguferð á Súlur 1. maí, þá verður
helgarferð í Gil í Hvalvatnsfirði á
dagski-ánni, farið verður á Kaldbak
og tveggja daga skíðaferð verður í
Heiðarhús á Flateyjardalsheiði.
Eyðibýli á Fljótsheiði
skoðuð
Sumardagskráin hefst með fugla-
skoðunarferð 5. júní, en auk þess
verður boðið upp á krefjandi göngu-
ferð á Múlakollu í Olafsfjarðarmúla,
á Kerlingu í Svarfaðardal, reiðhjóla-
ferð í Hörgárdal og létta gönguferð
frá Víkurbæjunum á Árskógsströnd
að Hörgárósum.
Farnar verða ferðir af ýmsu tagi á
vegum félagsins í júlímánuði en þar
má nefna gönguferðir á Kambskarð,
gengið verður frá Másvatni á Mý-
vatnsheiði yfir Fljótsheiði í Bárðar-
dal og eyðibýli á heiðinni skoðuð og
þá verður gengið á Uppsalahnjúk í
Eyjafirði. Helgarferð um Glerárdal
verður í boði um miðjan mánuðinn
og sumarleyfisferð um Norður-
strandh’, þar sem ekið verður í
Norðurfjörð á Ströndum, farið með
bát í Reykjarfjörð nyrðri og svæðið
skoðað, tjaldað í Bjarnarfirði,
Drangavík og Ófeigsfirði.
Fjórar ferðir um Oskjuveg
Fyrsta ferð af fjórum um Öskju-
veginn verður farin síðla í júlí, en um
er að ræða 6 daga ferðir þar sem ek-
ið er í Herðubreiðarlindir, gengið í
Bræðrafell, þaðan í Dreka, síðan um
Jónsskarð í Dyngjufjalladal og þá í
Botna við Suðurárbotna. Þrjár ferðh’
um Öskjuveginn verða farnar í
ágústmánuði.
Um verslunarmannahelgina verð-
ur farið í Laugafell, Ingólfspkála og
Skagafjörð. Gönguferð frá Ólafsfirði
um Héðinsfjörð í Siglufjörð er á dag-
skrá félagins í ágúst, einnig jeppa-
ferð um Brúaröræfi, Eyjabakka og
Snæfell, þá verður farið í Hvalvatns-
fjörð og Flateyjardal og gönguferð
um ósa Hörgár að Akureyri. Þá má
nefna að farið verður í ferð frá Kleif-
um í Ólafsfirði yfii’ Hvanndalabjarg
og gengið yfii’ Víkurbyrðu í Víkurdal
og um Rauðskörð aftur að Kleifum.
Síðasta ferð ágústmánaðar er göngu-
ferð á Kerlingu í Eyjafirði.
Tvær ferðir eru fyrirhugaðar í
september, gönguferð frá Sandvatni
í Mývatnssveit niður i Laxárdai hjá
Hólkotsgili og út með Laxá gegnum
Varastaðaskóg að Ljótsstöðum og þá
verður gönguferð á Tröllin í Glerár-
dal.
Kompannð opið alla virka daga
Hlj ómsveitakeppni,
mótorsmiðja og
dansleikur
HLJÓMSVEITAKEPPNI verður
haldin í Kompaníinu á Akureyri
fimmtudaginn 4. mars næstkomandi
og er öllum unghljómsveitum úr
bænum og nágrannasveitarfélögum
velkomið að taka þátt, en skráning í
keppnina stendur nú yfir í
Kompaníunu.
I næstu viku verður settur upp
vísir að mótorsmiðju í Kompaníinu,
sem hefst með námskeiðinu
„Bíllinn“ og er í umsjá félaga í
Bílaklúbbi Akureyrar. Það stendur
dagana 2., 4. og 6. mars næst-
komandi og stendur skráning einnig
yfir í Kompaníinu þessa dagana.
Dansleikur fyrir unga fólkið
verður haldinn í Kompaníinu á
föstudagskvöld, 26. febrúar, en þar
leikur hljómsveitin Land og synir.
Hann stendur yfir frá kl. 20 til 23.30
fyrir félagsmiðstöðvarhópinn, þ.e. 7.,
8., 9. og 10. bekk og frá kl. 23 til 3
fyi’ir 16 ára og eldri. Öll meðferð
áfengis og annarra vímuefna er
stranglega bönnuð.
Kompaniið er opið alla virka daga
og er ungt fólk með áhuga á
uppbyggingu staðarins hvatt til að
hafa samband.
Blaðbera________________________________________
vantar í efri hluta Giljahverfis á Akureyri.
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur
í bæinn.
Góður göngutúr sem borgar sig.
► Morgunblaðið,
Káupvangsstræti 1, Akureyri,
sími 461-1600
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar
Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavik þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Fundir
í tilefni
af ári
aldraðra
AKUREYRI
Kynningarvika Tónlistarskólans
Morgunblaðið/Kristján
Fiðlurnar
hljómuðu
NEMENDUR og kennarar Tónlist-
arskólans á Akureyri liafa verið á
faraldsfæti, en á mánudag hófst
kynningarvika skólans. Þannig fór
Magna Guðmundsdóttir kennari
með fjóra unga og upprennandi
fiðluleikara úr Suzuki-hópi skól-
ans á leikskólana Klappir og Iða-
völl þar sem leikin voru nokkur
lög fyrir börnin. Fyrir framan
standa Margrét Unnarsdóttir og
Urður Frostadóttir, en fyrir aftan
eru þær María Podhajska og Sól-
veig Helgadóttir, Urður er lang-
yngst þeirra, varð fjögurra ára í
september síðastliðnum. Fyrir-
hugað er að heimsækja alla leik-
og grunnskóla í bænum, banka-
stofnanir, fyrirtæki og veitinga-
staði svo eitthvað sé nefnt.
Njálu-
námskeið
NJÁLUNÁMSKEIÐ verður
haldið í Húsi skáldsins - Sig-
urhæðum næstu vikur, en það
hefst næstkomandi þriðjudag,
2. mars kl. 20. Erlingur Sig-
urðarson forstöðumaður leið-
beinir á námskeiðinu, en á
síðasta vetri var einnig efnt
til Njálunámskeiðs við góðar
undirtektir og barst fjöldi
áskorana um að endui’taka
slíkt námskeið. Innritun á
námskeiðið fer fram á Sigur-
hæðum í dag, miðvikudag, og
morgun, fimmtudag, en þá
eru síðustu forvöð að skrá
þátttöku.
ÁR aldraðra, þjóðfélag fyrir fólk á
öllum aldri er yfirskrift fundar sem
verður í Glerárkirkju á Akureyri á
morgun, fimmtudaginn 25. febrúar,
kl. 14.
Jón Helgason, oddviti fram-
kvæmdastjórnar um ár aldraðra,
ræðir um markmið og stefnumið
Sameinuðu þjóðanna á ári aldr-
aðra. Ásgeir Jóhannesson, fyrrver-
andi forstjóri, fjallar um efnahags-
mál aldraðra í víðu samhengi, Þór-
gnýr Dýrfjörð, deildarstjóri bú-
setu- og öldnmardeildar Ákureyi’-
arbæjar, ræðir um framtíðina í
þjónustu aldraðra í Eyjafirði og
Benedikt Davíðsson formaður
Landssambands eldri borgara
ræðir um áherslur sambandsins.
Fundur á Húsavík
Fundur með sömu yfirskrift
verður haldinn á Hótel Húsavík í
dag, miðvikudaginn 24. febrúar, kl.
14 og eru ræðumenn þeir sömu,
þ.e. Jón, Ásgeir og Benedikt, en
Soffía Gísladóttfr, félagsmálastjóri
Félagsþjónustu Húsavíkur, flytur
hugleiðingu um stöðu aldraðra í
Þingeyjarsýslum.
Fundurinn er öllum opin og eru
áhugasamir um málefni aldraðra
hvattir til að mæta. Eyþing, Sam-
band sveitarfélaga í Eyjafirði og
Þingeyjarsýslum, verkalýðsfélög
og félög eldri borgara efna til fund-
arins.
BANGALÖI
GtASGQW
GLASGOW
GLASGOW sofi, klæddur glæsilegu efni, lausar
sessur, bólstraður með kaldsteyptum svampi.
Fæst í ýmsum litum og gerðum áklæða.
3ja sæta sófi L220 sm kr. 79.920,-
2ja sæta sófi L200 sm kr. 71.960,-
BANGALORE skápur með glerhurð úr
fornfáðum býflugnavaxbornum seesham-viði
B90 x H165 x D40 sm kr. 49.860,-
COLOBA sófaborð úr fornfáðum, býflugnavax-
bornum seesham-viði B75 x L135 sm kr. 29.970,-
COLOBA
29.970,-
71.960,
HUSGAGNAHÖLUN
-þar sem úrvalia er meirai
Bíldshöfði 20-112 Reykjavík Sími 510 8000