Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 13 Ferðaáætlun Ferðafélags Akureyrar kynnt Skíðaganga alla laugardaga FERÐAFÉLAG Akureyrai- hefur gengið frá ferðaáætlun fyrir árið 1999 og var hún kynnt nýlega. Að venju verður boðið upp á fjölbreytt- ar ferðir, styttri og lengri gönguferð- ii', ökuferðir og nú fram á vorið verð- ur boðið upp á skíðagönguferðir alla laugardaga. Næsta laugardag verður skíðaferð í Hróssadal og Veigastaði, ekið verð- ur upp á Víkurskarð og gengið þaðan suður á Steinskarð og svo niður vest; an í Vaðlaheiði að Veigastöðum. I næsta mánuði verða skíðaferðir um Eyjafjarðarárbakka, helgarferð í Lamba, skála félagsins í Glerárdal, óvissuferð og loks verður farið í Þor- valdsdal. I apríl er fyrirhugað að ganga á skíðum í Baugasel, á Vind- heimajökul og þá verður helgarferð frá Kröfluvirkjun og gengið i Gæsa- dal. Að venju verður skíða- og gönguferð á Súlur 1. maí, þá verður helgarferð í Gil í Hvalvatnsfirði á dagski-ánni, farið verður á Kaldbak og tveggja daga skíðaferð verður í Heiðarhús á Flateyjardalsheiði. Eyðibýli á Fljótsheiði skoðuð Sumardagskráin hefst með fugla- skoðunarferð 5. júní, en auk þess verður boðið upp á krefjandi göngu- ferð á Múlakollu í Olafsfjarðarmúla, á Kerlingu í Svarfaðardal, reiðhjóla- ferð í Hörgárdal og létta gönguferð frá Víkurbæjunum á Árskógsströnd að Hörgárósum. Farnar verða ferðir af ýmsu tagi á vegum félagsins í júlímánuði en þar má nefna gönguferðir á Kambskarð, gengið verður frá Másvatni á Mý- vatnsheiði yfir Fljótsheiði í Bárðar- dal og eyðibýli á heiðinni skoðuð og þá verður gengið á Uppsalahnjúk í Eyjafirði. Helgarferð um Glerárdal verður í boði um miðjan mánuðinn og sumarleyfisferð um Norður- strandh’, þar sem ekið verður í Norðurfjörð á Ströndum, farið með bát í Reykjarfjörð nyrðri og svæðið skoðað, tjaldað í Bjarnarfirði, Drangavík og Ófeigsfirði. Fjórar ferðir um Oskjuveg Fyrsta ferð af fjórum um Öskju- veginn verður farin síðla í júlí, en um er að ræða 6 daga ferðir þar sem ek- ið er í Herðubreiðarlindir, gengið í Bræðrafell, þaðan í Dreka, síðan um Jónsskarð í Dyngjufjalladal og þá í Botna við Suðurárbotna. Þrjár ferðh’ um Öskjuveginn verða farnar í ágústmánuði. Um verslunarmannahelgina verð- ur farið í Laugafell, Ingólfspkála og Skagafjörð. Gönguferð frá Ólafsfirði um Héðinsfjörð í Siglufjörð er á dag- skrá félagins í ágúst, einnig jeppa- ferð um Brúaröræfi, Eyjabakka og Snæfell, þá verður farið í Hvalvatns- fjörð og Flateyjardal og gönguferð um ósa Hörgár að Akureyri. Þá má nefna að farið verður í ferð frá Kleif- um í Ólafsfirði yfii’ Hvanndalabjarg og gengið yfii’ Víkurbyrðu í Víkurdal og um Rauðskörð aftur að Kleifum. Síðasta ferð ágústmánaðar er göngu- ferð á Kerlingu í Eyjafirði. Tvær ferðir eru fyrirhugaðar í september, gönguferð frá Sandvatni í Mývatnssveit niður i Laxárdai hjá Hólkotsgili og út með Laxá gegnum Varastaðaskóg að Ljótsstöðum og þá verður gönguferð á Tröllin í Glerár- dal. Kompannð opið alla virka daga Hlj ómsveitakeppni, mótorsmiðja og dansleikur HLJÓMSVEITAKEPPNI verður haldin í Kompaníinu á Akureyri fimmtudaginn 4. mars næstkomandi og er öllum unghljómsveitum úr bænum og nágrannasveitarfélögum velkomið að taka þátt, en skráning í keppnina stendur nú yfir í Kompaníunu. I næstu viku verður settur upp vísir að mótorsmiðju í Kompaníinu, sem hefst með námskeiðinu „Bíllinn“ og er í umsjá félaga í Bílaklúbbi Akureyrar. Það stendur dagana 2., 4. og 6. mars næst- komandi og stendur skráning einnig yfir í Kompaníinu þessa dagana. Dansleikur fyrir unga fólkið verður haldinn í Kompaníinu á föstudagskvöld, 26. febrúar, en þar leikur hljómsveitin Land og synir. Hann stendur yfir frá kl. 20 til 23.30 fyrir félagsmiðstöðvarhópinn, þ.e. 7., 8., 9. og 10. bekk og frá kl. 23 til 3 fyi’ir 16 ára og eldri. Öll meðferð áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð. Kompaniið er opið alla virka daga og er ungt fólk með áhuga á uppbyggingu staðarins hvatt til að hafa samband. Blaðbera________________________________________ vantar í efri hluta Giljahverfis á Akureyri. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. ► Morgunblaðið, Káupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461-1600 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavik þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Fundir í tilefni af ári aldraðra AKUREYRI Kynningarvika Tónlistarskólans Morgunblaðið/Kristján Fiðlurnar hljómuðu NEMENDUR og kennarar Tónlist- arskólans á Akureyri liafa verið á faraldsfæti, en á mánudag hófst kynningarvika skólans. Þannig fór Magna Guðmundsdóttir kennari með fjóra unga og upprennandi fiðluleikara úr Suzuki-hópi skól- ans á leikskólana Klappir og Iða- völl þar sem leikin voru nokkur lög fyrir börnin. Fyrir framan standa Margrét Unnarsdóttir og Urður Frostadóttir, en fyrir aftan eru þær María Podhajska og Sól- veig Helgadóttir, Urður er lang- yngst þeirra, varð fjögurra ára í september síðastliðnum. Fyrir- hugað er að heimsækja alla leik- og grunnskóla í bænum, banka- stofnanir, fyrirtæki og veitinga- staði svo eitthvað sé nefnt. Njálu- námskeið NJÁLUNÁMSKEIÐ verður haldið í Húsi skáldsins - Sig- urhæðum næstu vikur, en það hefst næstkomandi þriðjudag, 2. mars kl. 20. Erlingur Sig- urðarson forstöðumaður leið- beinir á námskeiðinu, en á síðasta vetri var einnig efnt til Njálunámskeiðs við góðar undirtektir og barst fjöldi áskorana um að endui’taka slíkt námskeið. Innritun á námskeiðið fer fram á Sigur- hæðum í dag, miðvikudag, og morgun, fimmtudag, en þá eru síðustu forvöð að skrá þátttöku. ÁR aldraðra, þjóðfélag fyrir fólk á öllum aldri er yfirskrift fundar sem verður í Glerárkirkju á Akureyri á morgun, fimmtudaginn 25. febrúar, kl. 14. Jón Helgason, oddviti fram- kvæmdastjórnar um ár aldraðra, ræðir um markmið og stefnumið Sameinuðu þjóðanna á ári aldr- aðra. Ásgeir Jóhannesson, fyrrver- andi forstjóri, fjallar um efnahags- mál aldraðra í víðu samhengi, Þór- gnýr Dýrfjörð, deildarstjóri bú- setu- og öldnmardeildar Ákureyi’- arbæjar, ræðir um framtíðina í þjónustu aldraðra í Eyjafirði og Benedikt Davíðsson formaður Landssambands eldri borgara ræðir um áherslur sambandsins. Fundur á Húsavík Fundur með sömu yfirskrift verður haldinn á Hótel Húsavík í dag, miðvikudaginn 24. febrúar, kl. 14 og eru ræðumenn þeir sömu, þ.e. Jón, Ásgeir og Benedikt, en Soffía Gísladóttfr, félagsmálastjóri Félagsþjónustu Húsavíkur, flytur hugleiðingu um stöðu aldraðra í Þingeyjarsýslum. Fundurinn er öllum opin og eru áhugasamir um málefni aldraðra hvattir til að mæta. Eyþing, Sam- band sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, verkalýðsfélög og félög eldri borgara efna til fund- arins. BANGALÖI GtASGQW GLASGOW GLASGOW sofi, klæddur glæsilegu efni, lausar sessur, bólstraður með kaldsteyptum svampi. Fæst í ýmsum litum og gerðum áklæða. 3ja sæta sófi L220 sm kr. 79.920,- 2ja sæta sófi L200 sm kr. 71.960,- BANGALORE skápur með glerhurð úr fornfáðum býflugnavaxbornum seesham-viði B90 x H165 x D40 sm kr. 49.860,- COLOBA sófaborð úr fornfáðum, býflugnavax- bornum seesham-viði B75 x L135 sm kr. 29.970,- COLOBA 29.970,- 71.960, HUSGAGNAHÖLUN -þar sem úrvalia er meirai Bíldshöfði 20-112 Reykjavík Sími 510 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.