Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Silli MEÐAL þeirra sem fluttu erindi á ráðstefnunni var Omar Ragnarsson, fréttamaður. Ráðstefna á Húsavík um umhverfísmál KARL Jóhannsson heldur á finnskum bláref sem ætlaður er til kynbóta á þeim fslenska. Húsavík - Ráðstefna um umhverf- ismál á Húsavík var haldin á Hótel Húsavík um síðustu helgi og fluttu þar fyrirlestra landsþekktir fræði- merin. Arni Sigurbjörnsson setti ráð- stefnuna og sagði tilgang hennar vera m.a. að vekja áhuga Húsvík- inga og annarra Þingeyinga á um- hverfismálum og að fá fram mis- munandi sjónarmið á sviði um- hverfismála. Um þróun Húsavíkurlands og skipulag ræddi Reynir Vilhjálms- son, landslagsarkitekt. Þröstur Eysteinsson, aðstoðarskólastjóri, ræddi um framtíð landnýtingar á Húsavíkurlandi, dr. Haraldur 01- afsson ræddi um skjólbelti og staðbundna vinda, Olafur Arnalds, náttúrufræðingur, talaði um ástand lands í Þingeyjarsýslu og ábyrgð sveitarfélaga og Hreinn Hjartarson, bæjarverkfræðingur, ræddi um umhverfisvæna orku- kosti í nágrenni Húsavíkur. Framsöguerindum lauk með er- indi Omars Ragnarssonar, frétta- manns, sem hann nefndi A háum sjónarhóli og ræddi þar um umtal- aðar virkjanir á hálendi íslands. Erindi þessi voru hin fróðleg- ustu og á eftir voru nokkrar um- ræður, skipst á skoðunum og fyr- irspurnum svarað. Refír fluttir inn frá Finn- landi Egilsstöðum - Karl Jóhannsson og Svanfríður Oladóttir, bændur á Þrepi í Eiðaþinghá, hafa í fé- lagi við Tómas Jóhannsson á Grenivík keypt til sín blárefí og silfurrefi af finnsku kyni. Refim- ir eru 66 talsins og komu í beinu flugi til Egilsstaða frá Vaasa í Finnlandi. Markmiðið með inn- flutningnum er að kynbæta eigin stofn, en refastofn Karls og Svanfríðar er um 300 dýr. Auk þess eru þau með um 360 minka. Þessir finnsku refir eru stærri en hinir íslensku og hárið á þeim bæði þéttara og lengra. Líkams- þyngd þeirra er um 16-18 kg, en hinn íslenski vegur 10-12 kg. Þannig gera þau ráð fyrir að fást muni töluvert hærra verð fyrir feldinn. Refirnir eru í sóttkví og verða það í eitt ár að sögn Karls. Hann sagði markmiðið ennfrem- m- vera að kynbæta íslenska ref- inn á fleiri stöðum á íslandi þeg- ar þeir losna úr sóttkví. Karl sagði það hafa tekið þónokkurn tíma að ná því í gegn að fá að flytja refína til landsins. Verð á skinnum hafi í millitíðinni lækkað verulega en þau hafi þó ákveðið að halda sínu striki og flytja dýrin inn. Verð á skinnum hefur farið lækkandi síðustu misseri og er núna í lágmarki en íslenskir loðdýrabændur eru að fá á milli 1.500 og 1.700 krónur fyrir skinnið. Fyrir fjórum áram voru greiddar allt að 8.000 kr. fyrir skinnið. Karl og Svanfríður selja öll skinn á markað til Finn- lands. Menningarvið- urkenningar í Húnaþingi Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson AFHENDING úr Menningarsjóði. Frá vinstri: Gísli Jón Magnússon, Páll Sigurðsson og Guðmundur Jóhannesson. Hvammstangi. Morgunblaðið. PALL Sigurðsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Húnaþings og Stranda, afhenti hinn 8. febrúar sl. tveim að- ilum viðurkenningar úr Menning- arsjóði sparisjóðsins. Þeir eru Gísli Jón Magnússon, Stað í Hrútafirði og Guðmundur Jóhannesson, f.h. Björgunarsveitarinnar Káraborgar á Hvammstanga. Gísli Jón er landsþekktur júdómaður og í landsliði Júdósam- bands Islands. Hann hefur verið valinn júdómaður Islands tvö síð- astliðin ár, unnið til gulls á nokkr- um erlendum mótum og m.a. ís- landsmeistari í þungavigt árið 1998. Gísli Jón er með gráðu 1. dan - svart belti - og keppir hann í + 100 kg þyngdarflokki. Þegar dagskrá Gísla Jóns er skoðuð, sést að frá 12. febrúar til 7. október 1999 mun hann keppa á 10 mótum, flestum erlendis og enda á heims- meistaramóti í Birmingham á Englandi 7.-10. október. Að sögn Gísla er tíminn sem fer í mót og æfíngar svo mikill, að stopull tími gefst til að stunda hefðbundna vinnu. Hann er nú að leita eftir fjárhagsstuðningi við keppnis- og mótadagskrá sína. Notað til kaupa á björgunarbáti Að sögn Guðmundar Jóhannes- sonar, formanns Káraborgar, er stuðningur Menningarsjóðsins við björgunarsveitina í tilefni kaupa sveitarinnar á björgunarbát á liðnu ári. Báturinn er af gerðinni Atlant- ic 21 RNLI, 7 metra langur með tveim Johnsson 50 ha utanborðs- vélum. Verð bátsins er nær 2 millj- ónir króna. Að sögn Guðmundar hafa fjölmargir aðilar styrkt sveit- ina í þessu mikilvæga verkefni. Báturinn gerir sveitina mun örugg- ari og öflugri til að gegna sínu hlut- verki við björgunarstörf. Að sögn Páls Sigurðssonar sparisjóðsstjóra var Menningar- sjóður sparisjóðsins stofnaður árið 1993 og hlaut staðfestingu árið 1994. Veittar hafa verið um tvær milljónir króna úr sjóðnum á liðn- um fímm árum. Stjórn Menningar- sjóðsins er hin sama og stjórn sparisjóðsins. Formaður stjórnar er Egill Gunnlaugsson á Hvamms- tanga. Hraðkaup opnað á Egilsstöðum Egilsstaðir - Hraðkaup hefur opnað verslun á Egilsstöðum. Verslunin er til húsa í nýju versl- unarhúsi á Miðvangi 1-3 á Egils- stöðum. Að sögn Þorkels Hróars Björnssonar vcrslunarstjóra er lögð áhersla á að bjóða lægsta verð á Austurlandi og vera ávallt með lægra verð en samkeppnis- aðilinn. Mikil áhersla er lögð á að neytendur fái nýja og ferska vöru og hraða og góða þjónustu. Verslun Hraðkaups er opin alla daga vikunnar, frá kl. 9 á virkum dögum en 10 um helgar og er opin alla dagana til kl 20. Morgunblaðið/Anna Ingólfs. VERSLUN Hraðkaups er í nýju verslunarhúsnæði á Miðvangi 1-3 á Egilsstöðum. Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar FRIÐGERÐUR Pálsdóttir og eiginmaður hennar Magnús Snorrason í blómaversluninni. Blómaverk í Ólafsvík flytur Ólafsvík - Friðgerður Pálsdóttir hefur flutt verslun sína, Blómaverk, í eigið húsnæði að Ólafsbraut 24 í Ólafsvík. Friðgerður hefur um þessar mundir rekið verslunina Blómaverk í þrjú ár og má því með sanni segja að versluninni hafi vaxið fiskur um hrygg á liðnum árum. Verslunin er nú í nýlegu verslunarhúsnæði við aðalgötu bæjarins þar sem eru góð bílastæði og greið aðkoma. Auk blóma og blómaskreytinga er þar einnig boðið upp á ýmsar gjafavörur. Friðgerður hannaði sjálf í samvinnu við iðnaðarmenn staðarins útlit og innréttingar verslunarinnar en Elsa Bergmundsdóttir, sem er lærður útstillingamaður, annaðist gluggaskreytingar og var með í ráðum varðandi uppstillingar f versluninni. Margft fólk kom til að skoða hina nýju verslun á opnunardaginn sl. laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.